Tíminn - 22.08.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.08.1965, Blaðsíða 7
J SUNNUDAGUR 22. ágúst 1965 TIMINN Víðsýnn skólamaður og þióðmálaskörungur Einn hinn víðsýnasti og snjall asti skólamaður, sem starfað hefur hér á landi á þessari öld, er áttræður þessa dagana. Það er Þorsteinn M. Jónsson, fyrr- um skólastjóri Gagnfræðaskól- ans á Akureyri. Hann var einn- ig mikilhæfur þingskörungur og markaði merkileg spor í skólalöggjöf landsins á stuttum en tilþrifamiklum þingferli, þar sem hann lét menntamál öðru fremur til sín taka. Sjálfur hafði hann litla skólamenntun á vísu langskólakynslóðarinnar, sem nú er að erfa landið, og taldi löngum sjálfur, að skortur á skólamenntun væri sér fjötur um fót. Eigi að síður varð það hlutskipti hans fyrir fjórum áratugum að heyja harða hildi í sölum Alþingis við mennta- íhald þess tíma, sem birtist í mynd meirihluta menntamála- nefndar þingsins, og halda þar á loft merki frjálsrar og stórauk- innar skólamenntunar í land- inu og vinna á þeim öflum á- hrifasigur, sem þjóðin hefur notið í ríkum mæli á umliðn- um árum og nýtur enn í dag. En svo merkileg eru örlögin, að eitt mesta heillamál, sem Þorsteinn bar fram á þingi, stofnun fullgilds menntaskóla á Akureyri, varð öðru fremur til þess að víkja honum brott af Alþingi. Hefði hann gætt þess að fara troðnari slóðir og fylgja betur úrdráttarmönnum, mundi þingsætið vafalaust hafa orðið honum tryggt, en þjóðin öll staðið fetum aftar í menn- ingarsókn sinni. Hins vegar leiddi þessi rás viðburðanna Þorstein að fullu inn í skóla- starfið sjálft, þar sem hann vann giftumikið leiðtogastarf. Lærdómsríkt dæmi Á árunum eftir 1920 voru hörð átök í skólamálunum milli sjónarmiða stöðnunar og um- bóta ekki ólíkt þvi, sem nú á sér stað um það, hvort ger- breytinga sé þörf á skólakerfi landsins og stóraukningar til samræmis við gerbreytta tíma á öld tækni og vísinda. Sú tog- streita kemur þó fremur fram nú í verki en orði. Eigi að síð- ur er mjög lærdómsríkt að líta til menntamálaglímunnar á Al- þingi 1923. Frumvarpið um menntaskóla á Akureyri mætti þá hatrammri andspyrnu íhaldsaflanna, og ekki sízt ýmissa hámennta- manna iandsins. Jafnvel íhalds menn og kaupmannavald heima á Akureyri beittist fast gegn málinu, og trúin á máttinn var enn svo veikburða með þjóð- inni, að andspyrnuáróðurinn festi rætur ótrúlega víða í byggð um landsins. Átökin um lærða skólann í Reykjavík voru í raun og veru af sömu rótum, en þó enn þá skýrara tákn tímanna. Fyrir afturhaldsstefnunni í menntamálunum var þó eng- inn aukvisi. Bjarni Jónsson frá Vogi. Hann flutti frumvarp um að stórefla lærða skólann í Reykjavík á gamla vísu til upp- eldis embættismanna, sem hljóta skyldu frá blautu barns- beini aðra og æðri menntun en almúgi og takmarka stúdents- g Menntaskólinn á Akureyri — hið gamla, fagra og söguríka hús, sem illa hæfir sem skólahús lengur. menntun við embættismanna- þörf þjóðarinnar að verulegu leyti. Frumvarpið hlaut stuðn- ing meirihluta menntamála- nefndar, en Þorsteinn var í minnihluta ásamt Gunnari Sig- urðssyni frá Selalæk. Málflutn- ingur Þorsteins í umræðunum var með afbrigðum snjall og skýr, og málið snerist hreinlega í höndum afturhaldsmanna. Skal hér birtur stuttur kafli úr ræðu Þorsteins: Tvær meginstefnur „Þegar deilt er um frumvarp þetta, er í raun og veru deilt um tvær fjarskyldar stefnur í skólamálum . . . Það, sem að- greinir stefnur þessar, er eink- um, að önnur stefnan er sú, að öllum skólum landsins verði komið í samfellt kerfi, þar sem einn skóli tekur við af öðrum. Hin stefnan er, að allir skólar landsins greiniíst í tvo aðal- flokka, sem frá rótum séu al- gerlega aðskildir. Fylgismenn þeirrar stefnu vilja láta þá, sem eiga að ganga lærða veginn, fá sérstakan undirbúning undir lærðaskólanám þegar frá bemsku. Fyrir tveimur eða þremur árum mátti skilja það hjá einum fylgisipanni þeirrar stefnu hér á Alþingi, að börn þau, er þann veg áttu að ganga, þyrftu í raun og veru að læra að stafa öðruvísi en önnur börn. Háttvirtur meirihluti nefndarinnar segir í nefndar- áliti sínu, að fyrirkomulag kennslunnar hljóti að vera með öðrum hætti í gagnfræðadeild- inni en í lærdómsdeildinni. Er það í samræmi við það, sem þessir menn hafa haldið fram, að allt aðrar kennsluaðferðir verði að hafa við þá, sem eiga að ganga lærða veginn, en hina, sem ekki eiga að verða lærðir menn . . . Háttvirtur meirihluti segir einnig, að gagnfræðanámið í tví skiptum skóla geti hæglega freistað nemendanna til þess að halda áfram á menntabrautinni og skapað þannig of mikinn stúdentafjölda. Mér skildist á háttvirtum framsögumanni, að þetta væri stórhættulegt að hans dómi. Honum og skoðana- bræðrum hans finnst hættu- legt að hafa rudda braut fyrir þá nemendur, sem finna, þeg- ar þeir eru búnir að ganga í gegnum gagnfræðadeild. að þeir hafa hæfileika og getu til þess að halda áfram námi í lær- dómsdeild . . . Þarna I kemur því skýrt fram ! sem oftar sú skoðun, að þegar i í bernsku verði skorið úr um 1 það, hverjir gangi lærða veginn, j og þá eru það vitanlega foreldr- j arnir, sem taka ákvörðunina. Samkvæmt þessu verður ungum og efnilegum mönnum með lít- il eða mjög takmörkuð fjárráð bægt frá því að verða stúdent- ar og ganga í háskóla, ef for- eldrar þeirra hafa ekki tekið þá ákvörðun fyrir þá þegar í bernsku þeirra“. „Lærður atvinnulaus öreigalýður Og Þorsteinn sagði ennfrem- ur: „Hræðslan við stúdenta- fjölgun gerir mjög vart við sig í herbúðum háttvirts meirihluta og hann vill skjóta loku fyrir stúdentafjölgun. Háttvirtur framsögumaður sagði, að afleið- ing hinnar miklu stúdentafram- leiðslu yrði lærður, atvinnulaus öreigalýður, er væri ekki fær um að vinna líkamlega vinnu. En ég vil spyrja: Eru tiltölulega fleiri lærðir menn atvinnulaus- ir en ólærðir? Ef svo er, að lærðir menn leggist frekar í leti og ómennsku en ólærðir, þá er eitthvað athugavert við þá skóla, sem hafa þau áhrif á nemendurna, að þeir týna vilja til þess að bjarga sér . . . “ „Því ekki kínversku?” Ætlunin var að stórauka lat- ínunám í hinum endurfædda lærða skóla. Um það sagði Þor- steinn í ræðu sinni: „Þessir háttvirtu þingmenn leggja mikla áherzlu á nauðsyn þess að þyngja nám í Mennta- skólanum. Um þetta atriði skal ég ekki deila. En ef nauðsyn er á að þyngja námið, ætti að gera það í einhverri þeirri náms- grein, sem verulegt notagildi hefur, en ekki latínu. Ævi mannsins er ekki svo löng, að rétt sé að eyða löngum tíma til náms, sem kemur ekki að neinu ráði að raunhæfum not- um. Ef endilega telst nauðsyn- að taka einhverja verulega erf- iða námsgrein, væri þá ekki nær að kenna kínversku? Hún er sennilega miklu þyngri en latína, en hún er líka mál ná- lega fjórða hluta mannkynsins. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að um leið og einhver námsgrein skólans er þyngd að mun, tapast um leið tími frá hinum námsgreinun- um. Aukið latínunám mundi verða til þess að minnka nám í nýju málunum og náttúru- fræði“. Einkenni afturfarar „Það er ekki þjóðin, sem vill þessar breytingar“, sagði Þor- steinn, „og það eru ekki kenn- arar og nemendur skólans. Breytingartillögurnar um að gera Menntaskólann að latínu- skóla eru ekki runnar frá þeirri kynslóð, sem er á fram- faraskeiði. Það eru aðeins nokkrir lærisveinar hins gamla tíma og gamla latínuskóla, sem hafa ást á hinu gamla fyrir- komulagi. Það er ekki sjaldan, að rosknum mönnum finnist allt hið gamla betra en það, sem er. Þetta er glöggt ein- kenni þeirrar kynslóðar, sem er í afturför og býst við, að öll nýbreytni leiði þjóðina norður og niður“. Úrslit þessa máls urðu þau, að frumvarpið um endurreisn hins lærða latínuskóla og tak- mörkun stúdenta var fellt á þinginu. Minnililutinn snerist í meirihluta, og orð Þorsteins M. Jónssonar voru áreiðanlega þung á þeim metaskálum. Það bendir og til, að eitthvað hafi verið hreyfanlegra í sölum Al- þingis en nú vill verða um afgreiðslu flestra mála. Mætti það vera íhugunarefni. Aftur- haldi var hrundið og spor stigin fram á leið. Framsóknarflokk- urinn átti þann málsvara víð- sýnis og umbóta í menntamál- um, sem þarna var að verki. Enn þörf átaka Hér er ekki minnt á tíma- mótaræðu Þorsteins M. Jónsson- ar í því skyni að ætla, að boð- skapur hennar eigi að öllu leyti við vandamál dagsins i dag. Sem betur fer eru þau öll önn- ur. Það er gert til þess að minna á, að ætíð — og ekki sízt nú — er brýn þörf á því, að víðsýnn og umbótasinnaður menntaandi takist jafnan á við tregðuna, sem ríkir í skólamálum lands- ins. Fylgi skólarnir ekki lífinu í sífelldum breytingum, verð- ur þar jafnan mörg ,,latínan“ kennd. Einokunartilraun emb- ættismanna og ríkismanna á æðri menntun þjóðarinnar var hrundið 1923, og af því höfum við haft ómælda blessun. Sigr- arnir á þeim fjörutíu árum, sem síðan eru liðin, hafa verið marg ir og miklir, og margir skólar risið. Framsóknarflokkurinn hefur átt mikinn þátt í þessari sókn, og ber- þar hátt sóknar- skeið Jónasar Jónssonar. Á síðustu árum hefur þó orð- ið hættuleg stöðnun í skóla- byggingum, til dæmis enginn nýr héraðsskóli verið reistur síðasta áratuginn, og ungu fólki vísað þar frá dyrum hvert haust. Við erum nú fjær því en fyrir tíu árum að hýsa skóla- æskuna. Það er táknrænt, að fjörutíu ára afmælis fyrsta héraðsskóla landsins er nú minnzt með, því að stöðva við- bótarbyggingu við hann, bygg- ingu, sem Alþingi hafði þó veitt fé til á þessu ári. Ríkisstjórnin greip þar fram fyrir hendur Alþingis með bráðabirgðalög- um, sem raunar stöðvuðu marg- ar aðrar skólabyggingar. Sú stöðvun skólabygginga, sem rík isstjórnin beitir sér fyrir í ár er hermdarverk, sem hefnir sín grimmilega síðar. Endurskoðun fræðslu- laganna Árið 1923 reyndi afturhaldið á Alþingi að fresta fram- •kvæmd fræðslulaganna í sparn- aðarskyni. Frjálslyndir menn börðust gegn því og komu í veg fyrir það. Frestun skóla- bygginga eins og nú er ástatt, er af sama toga spunnin, og því miður eru frjálslyndir menn á Alþingi ekki nógu margir til þess að hindra það. Af mjög svipuðum toga er einnig sú undarlega tregða, sem stjómar- flokkarnir beita nú gegn því að hafin sé endurskoðun skólalög- gjafarinnar í landinu, þó að allir viðurkenni brýna þörf þess. Framsóknarmenn hafa á undanförnum þingum reynt að hrinda þeirri endurskoðun af stað, en því hafnar ríkisstjórn- in. Að vísu eiga fræðslulög jafnan að vera rúmgóð, en nauðsynlegt er að sjá um, að í Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.