Tíminn - 24.08.1965, Side 7
ÞRIÐJUDAGUIt 24. ágúst 1965
FrestaféBag Hólastiftis:
Aðaimáié @r e^óuriieimt
biskupsstóisins að Héium
Aðalfundur Prestafélags Hóla-
stiftis var haldinn að Hólum í
Hjaltadal 14. ágúst síðastliðinn.
Formaður fólaigsins, sira Sigurður
Stefánsson, vígslubiskup, setti
fundinn með stuttri helgistund.
Kvaddi hann síðan tii fundarstjóra
dómprófastinn á Hólum, síra
Björn Bjömsson, og funda'rritara
síra Jón Bjarman í Laufási og síra
Ágúst Sigurðsson á Möðruvöllum.
Formaður flutti síðan ávarp og yf-
irlit um embættaskipan o. fl. í stift
inu undanfarin misseri, en endur
skoðandi félagsins, síra Pétur
Ingjaldsson á Skagaströnd, las
og skýrði reikningana í fjarveru
gjaldkerans, síra Þorsiteins B.
Gísl'asonar prófas'bs í Steinnesi.
Þá var gengið til dagskrár og
tekið fyrir aðalmál fundarins:
Starfshættir kirkjunnar fyrr, og
nú. Framsögu höfðu síra Þórarinn
Þórarinsson á Staðarfelli í Kinn
og síra Bjöm H. Jónsson á Húsa-
vík. Fiuttu þeir snjöll og ítarleg
erindi. Umræður urðu allmikiar
og tóku þar til máls, auk frummæl
endanna, síra Pétur Ingjaldsson,
síra Jón Bjarman og síra Þórir
Stephensen á Sauðárkróki. Engin
ályktun var gerð um málið í
heild, en samþykkt var að koma á
kirkjulegu námskeiði heima á
Hólum. Ennfremur lagði fundur-
inn til, að messað yrði í Hóladóm-
kirkju hvern helgan dag í j.úlí og
ágúst hvert ár, þegar gestakomur
á staðinn eru hvað mestar. Bein-
ir fundurinn þeirri ósk til presta
stiftisins, að þeir leggi málinu
lið með því að koma til skiptis
heim að Hólum með kóra sína og
organista og annast guðsþjónust-
ur þá sunnudaga, er dómkirkju-
pPDSturinn syngur ekki sjálfur
messu þar heima.
Þá lét fundurinn í Ijósi ánægju
sína yfir því, að prestsvígsla fór-
fram á Hólum nú í sumar og lagði
áherzlu á „að prestsvígslur í Hóla
dómikirkju væri mikiilvægur þátt-
ur í baráttu Norðlendinga fyrir
endurreisn bis'kupsstóls á Hólum“.
En aðal stefnuskrármál Prestafé-
lags Hólastiftis er endurheimt
bi'skupsstólsins.
Fundinum var slitið í kirkjunni
og annaðist síra Bjartmar Krist-
jánsso-n á Mælifelli helgistund og
síra Oddur Thorarensen á Hofs-
ósi lék á orgel. En um kvöldið
sátu fundarmenn í boði prófasts-
hjónanna, frú Emmu Hansen og
síra Björns Björnssonar á heimili
þeirra á Hólum. Daginn eftir
Dómprófastshjónin á Hólum, frú Emma Hansen og síra Björn Björnsson.
tóku prestarnir þátt í hátíðahpld-
um Hólanefndar, hinni ‘árlegu
Hólahátíð.
Stjóm Prestafélags Hólastiftis,
sem er elztu samtök presta á land
Auglýsið i
TÍMANUM
inu, stofnað 1898, skipa: síra Sig-
urður Stefánsson vígslubiskup,
formaður, síra Bjöm Bjömsson
dómprófastur á Hólum, síra Páli
Þorleifsson prófastur á Skinnastað,
síra Sigurður Guðmundsson pró-
fastur á Grenjaðarstað og síra
Þorsteinn B. Gíslason prófastur í
Steinnesi.
Iðnaðarbankahúsinu IV hæð Vilhjálmu? Arnason Tómas Arnasor og TIL SÖLU Danskt útskorið sófaborð og bókaskápur, einnig sófasett. Ódýrt. Upplýsingar í sima 20 1 38.
TRAKTOR Er kaupandi að notuðum traktor með ámoksturs- tækjum. Nánari upplýsingar í síma 19, Vogum.
íON trYSlfclNSSON iáotr=3B8ingur ögfræðiskrltstot? taugav&gi 11 «'mi 71516
^iiRlýsið í íímanum
Jörð til leigu Jörð á Suðurlandi, hentug fyrir kúabú; til leigu nú þegar eða í vor. Hey fáanlegt á staðnum, ef óskað er. « Tilboð sendist blaðinu fyrir 15. sept., merkt „Jörð á Suðurlandi“-
TRULOFUNAR
hringir
LaMTMANNSSTIG 2
r
HALLllOB KKISTINSSON
eullsmiðnT — Sími I697V
FERÐIR
í VIKU
BE8INSA LEIÐ
IIL
LONDON
WFLUCFEJLAC
EIGENDUR MASSEY - FERGUSON
TRAKTOR - SKURÐGRAFA
Vér höfum fengið tæknikennara frá Massey-Ferguson véla-
skólanum til kennslu á viku-viðgerðanámskeiði, sem hefst í
Reykjavík mánudaginn 13. september.
Þeir eigendur MF-skurðgrafa eða iðnaðarmoksturstækja, sem
óska aðildar að námskeiðinu, eru beðnir að hafa samband
við oss sem fyrst.
DRÁTTARVÉLAR H.F.
KRR
EVRÓPUBIKARKEPPNIN
KSÍ
STÓRL EKURINN
ILE
ROSENBORG
Á LAUGARDALSVELLINUM
Ellert Schram, fyrirliði KP
KVÖLD KL.KKAN 19.30