Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 MEÐ BARN Á BRJÓSTI ingartilfellum. Sigríöur hefur unniö aö þessum rannsóknum í nokkur ár og í samtali viö hana kom f Ijós aö hún telur skýringarnar miklu dýpri en hér hafa veriö nefndar. Samkvæmt heimildum frá þessum tíma var oft litiö á dauöa ungbarna sem guösblessun, kornabörn talin best geymd syndlaus hjá guöi, enda vesöld landsmanna mikil á þessum tíma. Skýringin kann því aö vera sú, aö þaö aö hafa börn ekki á brjósti hafi veriö meövitaö eöa ómeðvitaö framhald þjóöar- innar á barnaútburöl, en útburöur barna tíökaöist eins og flestir vita lengi framan af. Þegar kristnin var lögtekin áriö 1000 eru t.d. mjög margir fylgjandi áframhaldandi barnaútburöi. Hin nýja trú bannar barnaútburð, en engin tök voru á aö takmarka barneignir. Hvers vegna voru börn ekki höfö á brjósti á þessu tímabili er menn tóku eftir lækningamætti alls kyns grasa og jurta og sagnir eru um aö brjósta- börn hafi jafnvel veriö einu börn foreldra sinna sem komust til full- oröinsára? Gátu þeir sem höföu efni á kúamjólkinni þannig tak- markaö fjölda barna sinna? Þess- um spurningum leita sagnfræö- ingar nú svara viö og veröur for- vitnilegt aö fylgjast meö niöurstöö- um þeirra. Á 18. og 19. öldinni böröust 'margir læröir menn fyrir því að Módurmjólkin er hollasta næring korna- barns, en þó hefur börnum ekki verið gefið brjóst hér á landi nema nokkrar kynslóöir. Valgerður Jónsdóttir Móðurmjólk, brjóstagjöf, lenging fæðingarorlofs... Þessi orð hafa talsvert verið á vörum að und- anförnu, jafnt innan þings sem utan. Fyrir skömmu var stofnað í Skagafirði Áhugafélag um brjóstagjafir, og gæði móðurmjólkur og gildi brjóstagjafa voru umræðuefni á tveim fundum sem haldnir voru í Kópavogi fyrir skömmu. Pá er fyrir- huguð ráðstefna um þessi mál ef næg þátt- taka fæst, og væntan- lega stofnaðir vinnu- hópar á Reykjavíkur- svæðinu og um landið allt. En hvers vegna þessi skyndi- legi áhugi á brjóstagjöf? Hefur þaö ekki alla tíö veriö taliö eölilegt aö hafa kornabörn á brjósti? Nei, síöur en svo. Sigríöur Siguröardóttir hefur tekiö saman upplýsingar um brjóstagjafir á tímabilinu 1700—1900, en grein hennar birtist í blaöi sagnfræöi- nema, Sögnum. Þar kemur m.a. fram aö samkvæmt eldri heimild- um viröast konur almennt ekki hafa haft börn á brjósti hér á landi frá seinni hluta 17. aldar eöa fyrr, og fram á byrjun þeirrar 20. en ástæöurnar eru ókunnar. Fátæk- ustu konurnar í verstöövum og viö sjávarstöuna neyddust þó til aö hafa börn sín á brjósti, og því var oft litiö á brjóstagjöf sem hálfgert neyöarúrræöi, fátækum konum vorkennt að þurfa að hafa börn sín á brjósti og er jafnvel ekki laust viö aö enn eimi eftir af þessum hugs- unarhætti. En á hverju næröust þá betri manna börnin? Samkvæmt grein Sigríðar var því trúaö aö kúa- mjólkin væri besta fæöa korna- barna og hún var jafnvel bætt með rjóma ef efnahagurinn leyfði. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fara nokkrum oröum um ung- barnadauöann hér á landi á 18. öldinni i Ferðabókinni og telja aö rangt mataræöi skipti þar höfuö- máli. En auk kúamjólkurinnar voru 3—4 mánaöa gömul börn vanin á kjöt og fisk og var tuggiö í þau. Barnadauöi var mestur á 1. og 2. aldursári, en þeir félagar taka eftir þvi, að ef börnin lifa af fyrstu 3—4 árin komast þau venjulega til full- oröinsára. Þeir nefna einnig dæmi þess aö konur hafi misst öll börn sín, sem fengiö höfðu kúamjólkur- blönduna, en ef þær hafi af ein- hverjum ástæöum haft eitt barn á brjósti hafi þaö veriö kvillalaust og náö háum aldri. Seinni hluta 19. aldarinnar fóru landlæknir, yfir- setukonur og fleiri aö berjast fyrir því aö konur heföu börn sín á brjósti og töldu barnadauöann standa í beinu sambandi viö þaö aö þau fengju ekki hollustu og náttúrulegustu fæðuna, sem fyrir hendi var, nefnilega brjóstamjólk- ina. Breytingar veröa ekki fyrr en á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. HVERS VEGNA FENGU BÖRN EKKI BRJÓSTAMJÓLK? En hvaöa ástæöur voru fyrir þvi aö börn fengu ekki brjóstamjólk- ina? Sigríöur telur upp nokkrar mögulegar skýringar, m.a. þær sem Árni Björnsson varpar fram i bók sinni „Merkisdagar á mannsævinni", þ.e. hvort hugsan- legt sé aö dregiö hafi úr brjósta- gjöf á 17. og 18. öldinni vegna næringarskorts mæöranna. Aðrar skýringar eru m.a. þær aö erlend áhrif hafi átt stóran þátt i þessu, konur hafi veriö haldnar miklum fordómum um brjóstagjafir, taliö þær sársaukafullar og útlitsspill- andi. Ein skýring kann aö vera sú aö brjóstagjöf hafi veriö talin ósiö- leg og ekki æskilegt aö konur væru gefandi börnum brjóst á al- mannafæri. Aörir hafa komiö meö þær skýr- ingar aö konur hafi veriö svo upp- teknar viö vinnu aö brjóstagjöf hafi veriö of erfið fyrir konuna og óholl fyrir barniö. En hafi konur haft börn á brjósti fyrr hefur vinna þeirra áreiöanlega ekki veriö minni og sú skýring því ófullnægjandi. Klæönaöur kvenna á þessum tíma kann og aö hafa haft einhver áhrif. Upp úr aldamótum 1800 klæddust konur þröngum treyjum, og fram kemur ábending til kvenna á 19. öldinni aö þrengja ekki um of aö geirvörtunum síðustu mánuöi meögöngutímans, því ella geti þaö haft í för meö sér aö þær yröu illa færar um aö leggja barn sitt á brjóst. Engin þessara skýringa er þó sannveröug, þaö heldur áfram aö vera ráögáta hvers vegna íslenskar mæöur hafi ekki haft börn sín á brjósti í þrjú hundruö ár eöa leng- ur, nema í örfáum undantekn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.