Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 35 mæöur heföu börn sín á brjósti og var Björn Halldórsson þar fremstur í flokki, en hann skrifaöi tvö rit Arnbjörgu og Atla, ráöleggingar fyrir ungar konur og karla, sem eru aö byrja búskap. I báöum þessum ritum leggur hann áherslu á mikil- vægi brjóstagjafarinnar. Þaö er þó ekki fyrr en undir lok 19. aldarinn- ar aö viöhorfin fara aö breytast og brjóstagjöfin verður almennari. Á undanförnum árum hafa heil- brigöisstéttirnar lagt aukna áherslu á mikilvægi brjóstagjafar, meö þeim afleiöingum aö síöasta áratug hafa mæöur sífellt haft börn sín lengur á brjósti og sömuleióis hefur þeim börnum fækkaö, sem fá pela frá fæöingu, eins og sjá má á meöfylgjandi línuriti sem birtist fyrir skömmu í tímaritinu Hjúkrun. BRJÓSTAMJÓLK; BESTA FÆDA UNGBARNSINS Brjóstamjólkin hefur marga kosti fram yfir mjólkurbland á pela. Einn sá mikilvægasti er heilsu- fræöilegur, en móöurmjólkin er auömeltanleg fyrir barniö og hent- ar meltingarstarfsemi þess full- komlega. í henni eru öll þau efni, sem barnið þarfnast, og auk þess breytist mjólkin eftir næringarþörf barnsins á hverjum tíma. Breyt- ingar veröa einnig á mjólkinni meöan á máltíð barnsins stendur, í fyrstu er hún fitusnauö en þegar líöur á máltíöina eykst fitu og eggjahvítumagn hennar. Þó ekki sé mikið af vítamínum í móöur- mjólkinni nýtir barniö þau efni sem fyrir eru til fullnustu og óþekkt er aö brjóstabarn þjáist af hörgul- sjúkdómum. Fyrstu mánuöi eftir fæðinguna er næringarþörf barns- ins meiri en nokkurn tíma síöar á lífsleiöinni. Fyrir hvert kílógramm líkamsþyngdar þarf barnið 120 hitaeiningar, en þörf 10 ára barns er 70 hitaeiningar á hvert kílógram líkamsþyngdar. Brjóstamjólkin er hitaeiningaríkari en óblönduö kúa- mjólk. Þar aö auki hafa nýlegar rann- sóknir sýnt aö brjóstagjöf getur dregið verulega úr hættu á sjúk- dómum síöar á ævinni. Ofnæmi er t.d. aö veröa nokkuð algengur kvilli, en brjóstagjöfin getur komið í veg fyrir slíkt. Og því lengur sem barniö er haft á brjósti fyrsta árið, því minni líkur eru á ofnæmi síöar á ævinni. Skýringin er sú aö í móö- urmjólkinni er efni, sem nefnist „immúnóglóbín", og er mótefni lík- amans gegn ofnæmi, þannig aö brjóstamjólkin hefur þá iik áhrif og bólusetning. Ef móöirin er meö ofnæmi hefur hún meira af þessu mótefni í blóöinu en ofnæmislaus kona. Barnið fær því þannig væn- an skammt af mótefninu meö móöurmjólkinni og móöir hjálpar barni til aö byggja upp öflugan mótefnaforða. Ofnæmiseinkennin geta t.d. lýst sér sem astmi, exem eöa húöútbrot. Samkvæmt nýlegum rannsókn- um viröast þeir sem fengiö hafa móöurmjólk fyrsta æviáriö betur verndaöir gegn öörum sjúkdóm- um, svo sem hjarta og meltingar- sjukdómum, en aðrir. Brjóstabörn þjást sjaldan af offitu og fá sjaldan ákveöna tegund tannátu sem herj- ar oft á smábörn. Aö auki þurfa brjóstabörn aö hafa meira fyrir því aö sjúga mjólkina en pelabörn og soghreyfingarnar styrkja vel vöðv- ana í neöri hluta andlits og í munni. Afbrigöilegur kjálki og munnvöxtur er þannig mjög óaigengur hjá fólki sem var á brjósti í frumbernsku. Auk þessara heilsufræöilegu þátta, er móðurmjólkin ókeypis, mun hagkvæmara er fyrir móöur- ina aö leggja barnið á brjóst en blanda mjólk í pela. Hitastig móö- urmjólkurinnar er einnig ailtaf rótt, og brjóstagjöf stuölar aö því aö líkami móöurinnar jafnar sig mun fyrr en ella eftir fæöinguna. En brjóstagjöf veitir meira en gott líkamlegt fóöur. Hún veitir barninu einnig andlega og tilfinn- ingalega næringu og skiptir því miklu máli fyrir tilfinningalegan þroska barnsins. Nýfætt barn hef- ur mikla þörf fyrir líkamlega snert- ingu viö aöra manneskju og á fyrstu vikum æfinnar þróast sam- band viö foreldrana og þannig lagöur grundvöllur aö hæfileika barnsins til aö mynda eðlilegt samband viö aöra síöar á lífsleiö- inni. Þannig stuölar brjóstagjöf aö þroska taugakerfisins og leggur grunn aö andlegri heilsu síöar meir. Brjóstagjöfin hjálpar móöur- inni einnig til aö tengjast barni sínu nánum böndum, því móöurástin kemur ekki af sjálfu sór frekar en annaö, þaö þarf aö mynda gott samband og hlú vel aö því. Ef móöirin getur ekki af einhverjum ástæöum haft barn sitt á brjósti, gefst báóum foreldrum tækifæri til aö halda á barninu meóan þaö fær pelann og veita því þannig aukna öryggis og vellíöunartilfinningu, í staö þess aó láta barnið liggja eitt meö pelann Lensidælur Lensi- og sjódælur fyrir smábáta meö og án flot- rofa. 12 og 24 volt. Einnig vatnsdælur (brunndælur) fyrir sumarbústaöi, til aö dæla út kjöllurum o.fl. 220 volt. Mjög ódýrar. Atlas hf Armula 7, simi 26755, Reykjavik. Auglýsing um löggildingu á vogum Aö gefnu tilefni skal athygli vakin á því aö óheimilt er að nota vogir viö verslun og önnur viöskipti án þess að þær hafi hlotið löggildingu af löggildingarstofnuninni. Sama gildir um fiskverk- un og iönaö þar sem vogir eru notaöar i þessum tilgangi. Löggildingastofa ríkisins apríl 1984. Veiðimaðurinn — ABU sýna stangveiðikvikmyndir 6. aprfl 1984 kl. 20 á Hótel Loftleiöum. Myndirnar eru með ensku tali. Allir veiðimenn velkomnir. Hatnarstræti 5, Reykjavík. Sími 16760. heit og mjuk í morgunsárió Opnum kl.7 A Komidog kaupió sjóóandi m heit og mjúk brauð meó morgunkaffinu fl Opnum kl. 7.00 alla virka daga Opnum kl. 8.00 laugardaga Opnum kl. 9.00 sunnudaga. Bakaríið Kringlan STARMÝRI 2 - SÍMI 30580 Bjóðum öll morgunbrauð með 50% af- slætti fyrir þá sem verzla fyrir kl. 10.00. Að sjálfsögðu gildir tilboðið einnig á Skólavörðustíg 2. Þar sem við opnum ekki fyrr en kl. 9 þá gildir tilboöið til kl. 11 á Skólavörðustíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.