Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 15
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 47
Kasper og Jesper og Jónatan.
Kardemommubærinn
á Akureyri
KARDEMOMMIJBÆRINN , barnaleikrit Thorbjörns Egner, verður
frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á sunnudag kl. 15.00. Leikstjóri er
Theódór Júlíusson, leikmyndasmiður Þráinn Karlsson, Ijósagerð annast
Viðar Garðarsson og hljómsveitarstjóri er Roar Kvam, en Kristján frá
Djúpala k og Hulda Valtýsdóttir þýddu leikritið.
I sýningunni taka þátt 28
manns, þar af nokkur börn og 11
hljóðfæraleikarar sjá um tónlist-
ina. í hlutverkum þremeninganna
eru þeir Þráinn Karlsson, Bjarni
Ingvarsson og Gestur E. Jónas-
son, Soffíu frænku leikur Sunna
Borg, Bastían bæjarfógeta Björn
Karlsson og Tóbías gamla Marínó
Þorsteinsson. Aðrir leikarar eru
Signý Pálsdóttir, Þórey Aðal-
steinsdóttir, Gunnar Rafn Guð-
mundsson, Guðlaug María
Bjarnadóttir, Leifur Guðmunds-
son, Jónsteinn Aðalsteinsson,
Halla Jónsdóttir og Haukur
Steinbergsson.
Önnur sýning á leikritinu verð-
ur þriðjudaginn 10 apríl.
Listmunahúsið:
AFMÆLISSÝN-
ING VALTÝS
PÉTURSSONAR
I Listmunahúslnu viö Lækjar-
götu er nú sýning á verkum Valtýs
Péturssonar, sem haldin er í tilefni
65 ára afmælis listmálarans. Á
sýningunni eru 66 gouache-myndir
sem Valtýr geröi á árunum
1951 — 1957 og eru þær til sölu.
Valtýr hélt sýningu haustiö ’52 í
Listvinasalnum, Ásmundarsal, sem
þeir ráku í félagi Björn Th. Björns-
son og Gunnar heitinn Sigurösson
og er kjarni sýningarinnar í List-
munahúsinu frá þeirri sýningu.
Sýningin er opin um helgina frá
kl. 14.00—18.00, þetta er síðasta
sýningarhelgi.
Mokka:
MYNDLISTAR-
SÝNING SKÚLA
Á kaffihúsinu Mokka viö Skóla-
vöröustíg stendur nú yfir sýning á
verkum myndlistarmannsins Skúla
og eru á henni 29 myndir, unnar
meö vaxlitum, aguarel-litum og
vatnslitum. Er þetta fjórða einka-
sýning Skúla, en hann á þar aö
auki tólf samsýningar að baki.
Myndirnar á sýningunni, sem
stendur í þrjár vikur, eru allar til
sölu.
Skúli er fæddur í Vestmannaeyj-
um. Hann stundaöi nám viö
Myndlista- og handíöaskóla is-
lands og lauk námi úr grafíkdeild
áriö 1977.
Gallerí Langbrók:
SKINNFATNAÐ-
UR, SKARTGRIP-
IR OG
KERAMIK
í Gallerí Langbrók veröur á
morgun opnuö kynning á nýjum
skinnfatnaöi eftir Evu Vilhelms-
dóttur, skartgripum úr leir og post-
ulíni eftir Kolbrúnu Björgúlfsdóttur
og keramiki eftir Borghildi
Óskarsdóttur.
Kynningin veröur opin um helg-
ina frá kl. 14.00—18.00 og á virk-
um dögum frá kl. 12.00—18.00.
Ásmundarsalur:
SKURÐLISTAR-
SÝNING
Skurölistarskóli Hannesar
Flosasonar heldur vinnusýningu í
Ásmundarsal nú um helgina og
veröur hún opin frá kl. 14.00-
—22.00 bæöi á laugardag og
sunnudag. Á sýningunni eru sýnd
tréskurðarverk og hópur tréskera
veröur þar að vinnu.
Skurölistarskólinn er byggður
upp á óslitinni röö kvöldnám-
skeiða, þar sem byrjendur og þeir
sem lengra eru komnir koma sam-
an eitt kvöld í viku hverri og njóta
einstaklingsbundinnar leiðsagnar.
SAMKOMUR
Nýja bíó:
HRAFNINN
FLÝGUR
Hrafninn flýgur, kvikmynd
Hrafns Gunnlaugssonar, hefur nú
veriö flutt um set úr Háskólabíói
yfir í Nýja bíó, þar sem hún er nú
sýnd á öllum sýningum.
í myndinni segir af fóstbræörum
á landnámsöld og viöureign þeirra
viö gest er sækir þá heim. Meö
aöalhlutverk fara m.a. þau Edda
Björgvinsdóttir, Helgi Skúlason,
Jakob Þór Einarsson, Flosi Ólafs-
son, Egill Ólafsson og fleiri.
Austurbæjarbíó:
ATÓMSTÖÐIN
Atómstööin, íslensk kvikmynd,
gerö eftir samnefndri sögu Hall-
dórs Laxness, er nú sýnd á öllum
sýningum í Austurbæjarbíói. Leik-
stjóri myndarinnar er Þorsteinn
Jónsson, en meö aöalhlutverk fara
þau Tinna Gunnlaugsdóttir og
Gunnar Eyjólfsson.
Norðurljós:
ÞRJÁR KVIK-
MYNDIR
Kvikmyndaklúbburinn Norðúr-
Ijós sýnir um helgina þrjár kvik-
myndir í Norræna húsinu. Á morg-
un, laugardag, kl. 17.00 verður
danska unglingamyndin „Mig og
Charly" sýnd á vegum klúbbsins
og danska sendiráösins. Leikstjór-
ar eru Morten Arnfred og Henning
Kristiansen, en í aðalhlutverkum
eru Kim Jensen, Allan Olsen og
Ghita Nörby, en myndin var valin
besta danska kvikmyndin af gagn-
rýnendum 1977.
Á sunnudag kl. 17.00 veröur
sýnd danska myndin „Thorvald og
Linda" eftir leikstjórana Lene og
Svend Grönlykke. Myndin gerist á
Jótlandi 1912, þegar verið er aö
leggja dönsku járnbrautirnar. Á
mánudag veröur síöan kanadíska
heimildarmyndin BIX endursýnd,
en hún fjallar um líf bandaríska
jasstónlistarmannsins Bix Beid-
erbecke.
Fimir fætur:
AFMÆLISHÁTÍÐ
Dansklúbburinn Fimir fætur er
fimm ára gamall um þessar mund-
ir. í tilefni afmælisins veröur haldin
afmælishátíö á sunnudag kl. 21.00
í Hreyfilshúsinu.
MÍR:
FRÉTTA-
OG FRÆÐSLU-
MYNDIR
í MÍR-salnum veröa á sunnudag
sýndar sovéskar frétta- og
fræöslumyndir kl. 16.00. Skýringar
meö myndunum flytur Sergei Hali-
pov, dósent í Leningrad, a ís-
lensku.
KFUM og K:
FJÖLSKYLDU-
SAMVERA
Fjölskyldusamvera veröur í húsi
KFUM og K á Amtmannsstíg á
sunnudag og hefst hún kl. 16.15,
en húsiö verður opnaö kl. 15.00.
Hótel Loftleiðir:
SÁK ’84
SÁK ’84 nefnist árleg kvik-
myndahátíð Samtaka áhuga-
manna um kvikmyndagerö, sú
sjötta í röðinni, sem haldin veröur
á Hótel Loftleiöum um helgina. Þar
veröa sýndar kvikmyndir á 8mm
og 6mm filmum og myndir á
myndböndum sem áhugamenn
hafa unniö.
Hátíöin hefst á laugardag kl.
14.00 meö sýningu á öllum mynd-
unum sem borist hafa og veröur
þeim tvískipt, annars vegar myndir
eftir framleiöendur undir tvítugu
og hins vegar eftir þá sem komnir
eru yfir tvítugt. Þær myndir sem
hljóta verölaun t hvorum flokki fara
síöan á norrænu kvikmyndahátíð-
ina. Á sunnudag hefst hátíðin kl.
14.00 meö verölaunaafhendingu
og aö henni lokini hefst þing sam-
takanna kl. 15.00.
JC Grindavík:
HJÓLREIÐA-
DAGUR
JC Grindavík gengst á morgun,
laugardag, fyrir Hjólreiðadegi viö
grunnskólann í Grindavík, í sam-
vinnu við lögreglu og foreldra- og
kennarafélag skólans i þeim til-
gangi að efla öryggi barna og ungl-
inga í umferöinni.
Hjólreiðadagurinn hefst kl.
10.00 meö skoðun lögreglu á hjól-
unum og fær hver þátttakandi
skoðunarmiða. Kl. 13.00 hefjast
síöan þrautir og góöakstur um
götur bæjarins og veitir klúbburinn
Oruggur akstur á Suöurnesjum
stigahæsta keppandanum verö-
laun.
FERÐIR
Ferðafélagið:
GENGIÐ OG
SKÍÐAÐ
Feröafélag islands fer á sunnu-
dag í tvær feröir, sktöagönguferö
og gönguferð. Skíöagangan hefst
kl. 10.30 og veröur þá gengiö á
skíöum frá Stíflidal yfir Kjöl og í
Botnsdal. Gönguferðin hefst kl.
13.00 og veröur þá gengiö um Þyr-
ilsnes í Hvalfirði. Brottför í báöar
ferðirnar er frá Umferöarmiö-
stööinni.
SÝNING Á SEGL-
BÁTUM OG SIGL-
INGAR-
BÚNAÐI
Um helgina veröur haldin sýning
á siglingarbúnaði, seglbrettum og
seglbátum í lönbúö 2 í Garöabæ.
Aö sýningunni standa Kr. Óli
Hjaltason og Verslunin O. Elling-
sen hf.
Þrjár seglskútur veröa til sýnis,
ýmist keppnisbátar eöa fljótandi
sumarbústaöir, fimm tegundir af
seglbrettum veröa sýndar, sigling-
arfatnaöur, þurrbúningar og kaöl-
ar, blakkir, lásar og annar búnaður
til siglinga s.s. öryggisbúnaður.
Sýningin veröur opin bæöi á laug-
ardag og sunnudag frá kl.
10.00—21.00.
Þjóðdansafélagið:
NEMENDA-
SÝNING
Nemendasýning Þjóödansafé-
lagsins veröur í veitingahúsinu
Broadway á morgun, laugardag,
kl. 14.00. Þar veröa sýndir íslensk-
ir og erlendir barnadansar, grtskir
þjóödansar og gestadansari frá
Nýja Sjálandi sýnir. j tilefni 40 ára
afmælis lýöveldisins veröur stærsti
hluti sýningarinnar íslenskir dansar
í íslenskum búningum.