Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRfL 1984
Ljósmynd: Kristján Örn.
„Josefnia
er til í öllum konum“
segir Michael
McClure leikrita- og
Ijódskáld, sem
hlaut Obie-verö-
launin fyrir leikritiö
„Josephine, the
Mouse Singer. “
Hann hefur samið
fjölda Ijóöa og leik-
rita og þekktastur
er hann fyrir text-
ann, sem Janis
Joplin söng á sín-
um tfma „Oh, Lord
Won’t You Buy Me
a Mercedes Benz
u
Nei, þetta er ekki í fyrsta sinn
sem ég kem hingaö til
lands. — Hann situr í
fundarherberginu í Menningar-
miöstöö Bandaríkjanna, gestur á
höfundakynningu þeirrar stofnun-
ar. Michael McClure, leikrita- og
Ijóðskáld, maöur á sextugsaldri.
„Ég kom hingað fyrst áriö 1972
ásamt konu minni, og viö vorum
svo hrifin af landinu að við ákváö-
um aö koma hingaö aftur næsta
ár. 1973 dvöldum viö hér í einn
mánuð, leigöum okkur hús i
Reykjavtk, bjuggum á sveitabæ
nálægt Akureyri og feröuöumst
víöa um landiö. M.a. vorum viö um
tíma í Vík í Mýrdal, og vorum heill-
uö af náttúrufegurö landsins og
dýralífi, sérstaklega fjölbreyttu
fuglalífi þarna í Vík.“
Hann horfir dreymandi út í hríö-
ina, greinilega aó rifja upp veru
sína hér á landi fyrir 11 árum. í
þetta sinn stoppar hann stutt, „er
á leiðinni á umhverfisverndar-
ráöstefnu í Múnchen, kom í gær
og fer á morgun."
Finnst þér gaman að feröast?
Skáldiö brosir. „Nei, mér er ekk-
ert um ferðalög gefiö. En mér
finnst gaman aö koma á athyglis-
veröa staöi víöa um heiminn og
verö því aö sætta mig við ferðalög-
in! Þegar við hjónin vorum hér fyrir
11 árum fórum viö t.d. beint frá
íslandi til Kenya og dvöldum þar
um stund."
Michael McClure er talsvert
þekktur í heimalandi sínu, hann
hefur samiö um 30 leikrit, flest ein-
þáttungar, en nokkur í fullri lengd.
Meóal þeirra er leikritiö Skeggiö,
„The Beard", sem olli talsveröu
fjaörafoki, vann ýmist til verölauna
eöa var lokaö meö lögregluvaldi
þar sem þaö var sýnt.
„Leikritið var fyrst sýnt 1966,
vann tvenn leikritaverölaun í New
York, en 19 sýningum leikhópsins í
Los Angeles var lokaö meö lög-
regluvaldi/ segir skáldið og leik-
ritahöfundurinn. „Það var sagt aö
leikritið væri klúrt, en ég held þaö
hafi frekar veriö boöskapur þess
sem haföi þau áhrif aö komiö var í
veg fyrir sýningar meö lögreglu-
valdi, í leikritinu kom fram gagn-
rýni á Víetnam stríöið og allskyns
styrjaldarbrölt, og þaö var ekki vel
liðið á þeim tíma."
Nú hefur þú nýlega hlotið verö-
laun fyrir leikritiö „Músasöng-
konan Jósefína". Hefur sýningum
nokkuö veriö lokað hjá þér?
Hann hlær. „Nei, þetta er mjög
Ijúft leikrit."
Hver er músasöngkonan Jóse-
fína?
„Sumir hafa taliö leikritiö fjalla
um misskilda listamenn, en Jóse-
fína er til í öllum konum!"
Og til nánari útskýringar er ekki
úr vegi aó rifja lítilsháttar upp
söguþráö leikritsins. í stórum
dráttum fjallar það um músasam-
félag, ein músin, Jósefína, er gædd
miklum sönghæfileikum og syngur
viö raust án þess aö samborgurum
hennar finnist mikiö til koma. Hún
eignast nokkra elskhuga sem
svipta sig lífi hver á fætur öörum
þegar hún vill ekki veröa móöir
barna þeirra og hætta viö sönginn.
Örlög Jósefínu veröa svo þau aö
hún hverfur, og veröur eingöngu til
í minningu þeirra sem á hana
hlýddu.
Leikritiö um Jósefínu var fyrst
sýnt í nóvember 1978 í WPA-leik-
húsinu og vann þá Obie-verðlaunin
sem besta leikrit ársins. En
McClure er ekki síöur þekktur sem
Ijóöskáld, frægastur er hann ef til
vill fyrir textann sem Janis Joplin
söng á dögunum: „Oh, Lord Won’t
You Buy Me a Mercedes Benz
..." Hann hefur gefiö út fjölmarg-
ar Ijóöabækur, sem m.a. hafa verið
þýddar á þýsku og frönsku, og
væntanleg er Ijóðaþýöing í Júgó-
slavíu.
En hvað skyldi vera líkt meö
Ijóöskáldi og leikritahöfundi?
„Ég skrifa Ijóð og leikrit meö
tveim ólíkum þáttum skapgeröar
minnar," segir skáldiö. „Sl. tvö ár
hef ég svo til eingöngu sinnt Ijóða-
gerö, ég sest gjarnan niöur og
skrifa í síbylju, geri oft engar breyt-
ingar á frumtextanum. Auk þess
kenni ég tvo daga í viku í listaskól-
anum í San Fransisco og fer meö
nemendur mína í leikhús, en ferö-
ast og set saman Ijóö þess á milll."
McClure býr í San Fransisco,
blómaborg hippanna hér áöur.
„San Francisco-búar hafa alltaf
verið mjög opnir og fordómalausir,
í dag búa t.d. mjög margir kyn-
hverfir íbúar i borginni, þeir búa í
einu hverfanna án þess aö amast
sé viö þeim."
McClure er mikill áhugamaöur
um umhverfismál, „þaö má segja
aö þaö sé aðaláhugamál mitt í
dag. Héöan fer ég til Þýskalands
og ætla m.a. aö kynna mér hvaö
Græningjarnir hafa fyrir stafni."
Því hefur veriö spáö aö leik-
húsin eigi ekki langa lífdaga fyrir
höndum eftir aö kvikmyndir,
myndbönd og sjónvarp komu til
sögunnar. Hvaö vilt þú segja um
þaö?
„Það hafa miklar breytingar átt
sér stað, og þaö má segja aö þessi
tækni hafi gert út af viö hiö hefö-
bundna leikhús. Áhorfendur leik-
húsanna í dag gera aðrar kröfur til
leikhúsanna, þetta er yfirleitt yngra
fólk sem vill aö leikritin segi þeim
eitthvaö í staö þess aö vera ein-
göngu stundarskemmtun. Þaö er
t.d. veriö aö sýna leikrit eftir mig
víöa um Bandaríkin, en þau eru
langt frá því jafn vinsæl og Dallas!"
„Ljóö og lelkrit eru lif-
andi, nokkurskonar lif-
fræöileg framlenging lista-
mannsins. “ Eitthvað á
þessa leiö hefur Michael
McClure látiö hafa eftir sér,
og nokkrum klukkustund-
um eftir þetta spjall fengu
gestir Menningarstofnunar-
innar að sannreyna þetta.
Þaö var tónlist í þessum
Ijóðum, þau flugu um salinn
líkt og sjálfstæðar lífverur,
meöan listamaðurinn stóð
við púltið með Ijóöabókina
fyrir framan sig og gaf þeim
líf með rödd sinni.