Morgunblaðið - 08.04.1984, Qupperneq 30
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
AÐ FERMAST
Nú eru fermingarnar byrjað-
ar. Og sjást þess gjörla merki.
Vísir menn stökkva fram á rit-
völlinn og skrifa misjafnlega
lærðar greinar um ferminguna.
Nýtt líf færist í auglýsingar á
síðum dagblaðanna: „Steríósett
á aðeins 23.400“ (sem eru næst-
um því tvöföld mánaðarlaun
hinna lægstladnuðu). „Ferming-
arfötin eru komin, full búð, aliar
stærðir og gerðir." Og svo þarf
að hafa veislu. Já, það stendur
sem sagt mikið til. Og er það vel.
Við erum nefnilega ekki ein af
þeim, sem fussa og sveia ef ná-
granninn vill gera sér glaðan
dag eða halda upp á einhvern
merkisatburð. Því vissulega er
fermingin það — svo framarlega
sem einhver meining liggur að
baki því þegar fólk játar trú á
Guð. Það er oft undarlegt að
heyra hverjir það eru, sem gagn-
rýna fermingarnar mest. Ekki
eru það börnin, sem þurfa þó að
standa í sviðsljósinu frammi
fyrir öllum ættingjunum og játa
Krist, sem leiðtoga lífs síns. Og
foreldrarnir eru líka með ferm-
ingunni, veislunni og því öllu,
enda þótt þetta kosti mikla pen-
inga. Svo virðist sem að þeir
gagnrýni mest, sem standa utan
við þetta. Nú vitum við að mikill
þorri fólks fermist. Af hverju
snýr þá þetta sama fólk við blað-
inu eftir nokkur ár og tekur að
gagnrýna? Hvað hefur breyst?
Jú, afstaöan er önnur. Nokkur
tími er liðinn. Það hefur fallið á
ferminguna. Hún er orðin
óþægileg minning. Eitthvað, sem
með tímanum hefur fengið á sig
loddarayfirbragð. Og hverjum er
það að kenna? Auðmangi kaupa-
héðna? Nei, sökin er eigin. Með
því að vanrækja trúna eru menn
að gefa skít í eigin fullyrðingu á
fermingardaginn þegar þeir ját-
uðu trú á Guð. Þeir gera sjálfa
sig að fíflum og loddurum. Og þá
er ekki nema von að þeir sjái
eftir fermingunni, finnist hún
vera mistök, sem þeir afsaka
með barnaskap.
Fermingin er engin útskrift
eða lokaáfangi. Ekki frekar en
giftingin er endir á ástarsam-
bandi karls og konu. Heldur er
fermingin áframhaldandi. Hún
er ekki einhver „serímónia".
Fermingin er framhald skírnar-
innar, heill vetur þar sem prest-
ur eða annar aðili fræðir börnin
um kristna trú. En með skírn-
inni voru þau einmitt tekin inn í
kristið trúarsamfélag. Ferming-
in er til marks um það að kirkj-
an líti ekki lengur á viðkomandi,
sem barn heldur sem fulltíða
einstakling sem vill sjálfur og
getur ráðið lífi sínu.
Núna á þessu vori kallar kirkj-
an til sín ungmenni: Komið, dyr
standa opnar, það er nóg pláss
og nóg að gera. Þannig er kirkj-
an trú frelsara sínum. Hún læt-
ur orð hans berast: „Komið og
fylgið mér. Takið upp krossinn."
í tilefni af fermingunum héld-
um við út af örkinni og hittum
að máli tvo einstaklinga, sem
báðir eru nýlega fermdir enda
þótt tíu ár skilji þá að. Heyrum
hvað þeir hafa að segja.
Biblíulestur vikuna 8.—14.4. 1984
Sunnudagur 8.4. Mattheus 5:21—22 — Tungan myrðir!
Mánudagur 9.4.1. Jóhannes 3:15 — Hatrið myrðir!
ÞriAjudagur 10.4 Markús 12:28—31 — Að elska Guð —
og menn.
Miðvikudagur 11.4. Matt. 5:43—48 — Að elska — jafn-
vel óvini.
Fimmtudagur 12.4. Predikarinn 3:1—8 — Tími til allra
hluta.
Föstudagur 13.4 2. Mósebók 21:13 — Engin lög án náðar.
Laugardagur 14.4 Rómverjabréf 12:19—21 — Guðs er að
dæma.
5. boðorðið:
Þú skalt ekki morð fremja
„Hvað er það? —
Svar: Vér eigum að
óttast og elska Guð, svo
að vér eigi meiðum
náunga vorn, eða vinn-
um honum nokkurt
mein á líkama hans,
heldur björgum honum
og hjálpum í allri
líkamlegri neyð.“ M.
Lúther, Fræðin minni.
„Þér hafið heyrt, að
sagt var við forfeðurna:
Þú skalt ekki morð
fremja .. En ég segi
yður: Hver sem reiðist
bróður sínum ... hrak-
yrðir bróður sinn ...
svívirðir hann, hefur
unnið til eldsvítis.“ Jes-
ús Kristur, Fjallræðan.
Þarna höfum við það
svart á hvítu, friðhelgi
mannlegs lífs er svo
mikil að jafnvel það að
formæla manninum er
brot gegn Guði, skap-
ara okkar.
En þótt þau séu nú
orðin 3500 ára gömul að
minnsta kosti, eru þau
enn almennt þverbrot-
in. Maðurinn skánar
ekkert með aldrinum.
Þessi lög beinast jafnt
til löglegra stjórnenda
samfélaga okkar sem
hins „aumasta allra
aumra", og segja við
okkur; „Virtu náunga
þinn sem verk Guðs
þíns.“ Guð er helgur,
sköpun hans er það
líka. Það dugir ekki að
fara illa með hana.
Samt viðgangast í
kristnum þjóðfélögum
allskonar mannrétt-
indabrot, frelsissvipt-
ingar, jafnvel dauða-
refsingar. Kristin þjóð-
félög hafa átt í stríð-
um, innbyrðis og við
heiðin.
Af hverju?
Jakobsbréfið svarar:
Vegna girnda okkar,
vegna brotlegs eðlis
okkar. Vegna þess að
maðurinn, þú og ég,
hefur í lífi sínu snúið
sér frá Guði (4:1—3.)
Því verður stundum að
bregðast við gjörðum
manna á sársaukafull-
an hátt.
En boðorðið stendur
óhaggað: Þú sem ert í
þeirri stöðu að þurfa að
bregðast við athöfnum
manna á ákveðinn hátt,
mundu að þeir eru af
Guði gerðir, rétt eins
og þú, og að þú, þegar
allt kemur til alls, ert í
raun ekki betri sjálfur.
Ragnar Magnússon
Við ræddum við Ragnar Magnússon, 13 ára. Hann fermd-
ist seinasta sunnudag í Áskirkju, en hún var vígð þriðja
sunnudag í aðventu, og var Ragnar því í fyrsta hópnum sem
fermdist í henni.
Hvers vegna ákvaðstu að láta ferma þig?
Vegna þess að ég var að játa kristna trú, sem ég ætla að
tileinka mér.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig í lífinu að tileinka þér
Krist?
Hann styður mig í öllu lífinu, í erfiðleikum mínum og ég
fæ að eiga samfélag við hann, m.a. í bæninni.
Hvernig upplifirðu Guð?
Ég upplifi nærveru hans, hann er alltaf með mér.
En hvernig upplifðir þú ferminguna?
Einstaklega vel þrátt fyrir að vínið væri vont. Hún var
sérstakari vegna þess að það var altarisganga strax á eftir.
En þetta var í fyrsta skipti sem við gengum til altaris.
Á kirkjan eitthvert erindi til þín í dag?
Já, það er gaman að vera við guðsþjónustur, eiga samfé-
lag við Guð og hitt fólkið. Einnig er gaman að hlusta á góðar
ræður hjá prestinum. En mér finnst vanta meiri fjölbreytni
innan kirkjunnar.
Hvert var fermingarversið sem þú valdir þér?
Það stendur í sálmi 121:8: „Drottinn mun varðveita út-
göngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu."
Carlos A. Ferrer er 23 ára guðfræðinemi sem hefur búið
hér á landi í 15 ár, en það er eitt ár síðan hann fermdist.
Hvers vegna fermdistu ekki þegar þú varst 13 ára?
í fyrsta lagi fluttist ég milli hverfa í Reykjavík á þessum
tíma og gerði ekki mikið af því að leita uppi prest í því
hverfi sem ég þekkti ekki. í öðru lagi fannst mér allt
fermingarstandið hallærislegt og var ekki mjög trúaður og
átti ekki von á neinum „stólpa-gjöfum". Þess vegna fannst
mér enginn tilgangur í því að fermast. Ég notaði mér þá
staðreynd að gera grín að vinum og kunningjum sem ég vissi
að fermdust upp á gjafirnar, eflaust hefur mér þótt ég betri
en þeir. Á næstu árum var ég sjálfsyfirlýstur guðleysingi.
En hvers vegna ákvaðstu að fermast níu árum seinna?
Þegar ég var 18 ára lifði ég þann vendipunkt í lífi mínu að
ég „upplifði" Guð og játaðist honum. Ég gerði mér grein
fyrir því að hann var stærð í tilverunni og hafði réttmæta
kröfu á líf mitt. Það má því segja að á þeim tíma hafi ég
byrjað að „ganga á Guðs vegum". Þeir vegir lágu í gegnum
stúdentspróf og upp í guðfræðideild HÍ. Má segja að ég hafi
komið þangað játandi kristinn en að öllu ófermdur. Mér
þótti tilhugsunin svolítið skemmtileg að verða prestur án
þess að hafa sjálfur fermst en í raun var eins og það vantaði
punktinn yfir i-ið. Því játaðist ég Guði á ný í þessari athöfn.
Þótt ég gengi að þessari fermingu minni sem hreinasta
formsatriði má segja að Guð hafi komið mér á óvart: mér
var eins og ég játaðist Guði á nýjan hátt og Guð játaðist
mér upp á nýtt, alveg eins og hann gerði í skírn minni. Mér
fannst eins og Guð gæfi mér grænt ljós á framtíðina.
Finnst þér að fermingin ætti að fara fram seinna en nú
tíðkast?
Nei, fólk á aldrinum 13 ára er fullfært um að geta sagt já
við Guði, gallinn við allt þetta stand er sá að við erum búin
að gera Guð að smásmugulegum, þröngsýnum, ströngum
gömlum kalli sem gerði þá kröfu til okkar að við hættum að
njóta lífsins þegar við ætluðum að fylgja honum. Þess vegna
er þrýstingurinn á unglingana sá, að njóta lífsins og ná sér
í lífsreynslu áður en þeir gefast Guði. Að lifa með Guði er
hins vegar alls ekkert „helvíti" þótt hann kalli menn til
ábyrgðarfulls lífernis. Hitt er líka að með öllum þeim gjöf-
um sem fermingum fylgja freistum við unglinga okkar oft
til að játast Guði vegna gjafanna, í hugsunarleysi eða því
verra. Hér má tala um afhelgun fermingarinnar, hún verður
vegna gjafanna, ekki vegna heilsteyptrar afstöðu til lífs
með Guði. Mér finnst líka oft vanta að gera fólki grein fyrir
því að fermingin sé aðeins upphafið að einhverju nýju og
stórkostlegu, einhverju sem varir alla ævi, og er í nánum
tengslum í samfélagi við annað fólk í kirkjunni.