Morgunblaðið - 08.04.1984, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
93
Boða sparnað og aukagöt á sultarólarnar:
En haga sér sjálf-
ir eins og kóngar
„Því er mér það eilff ráðgáta að þeir skuli ekki sjá og skilja að það er lítil
búmennska að slátra bestu mjólkurkúnni úr fjósinu, en það er einmitt það
sem þeir eru að gera, og hver á þá að borga næstu árshátíð þeirra?“
„Þarfasti þjónninn" skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Nú fæ ég ekki lengur orða bund-
ist. Svo gjörsamlega hafa þeir
menn, sem nefnast alþingismenn
og voru einu sinni háttvirtir,
gengið fram af mér. Hingað til hef
ég lagt metnað minn í að standa í
skilum með allar mínar skuldir og
hef þar að auki verið svo ósvífin að
vera heimavinnandi húsmóðir,
sjómannskona og alið upp mín
fjögur börn. Ekki nóg með það,
heldur hef ég líka reynt að fæða
og klæða allt liðið, þó þetta með
klæðin hafi nú stundum verið
nokkuð snautlegt, en þeirri gömlu
kenningu trú, að neyðin kenni
naktri konu að spinna, get ég full-
yrt að hér á bæ hefur oftar verið
spunnið úr því sem spunnið var í
fyrra, heldur en keypt nýtt. Allt er
þetta nú gott og blessað.
Síðan líða tímar og börnunum
er komið óbrjáluðum til fullorð-
insára og meira að segja í gegnum
æðri menntastofnanir. Fer þá ekki
hin heimavinnandi að fyllast ein-
hverjum stórmennskugrillum,
haldandi að hún geti farið að
spinna klæði úr nýjum og ónotuð-
um þræði og jafnvel gert húskof-
anum eitthvað til góða. En æ,
ómögunum fækkar, skattakruml-
an stækkar.
Og það er ekki að sökum að
spyrja, hin heimavinnandi gerist
ræstingakona og alþingismönnum
til fróðleiks er starfið fólgið í að
þrífa skít eftir aðra utan heimilis.
Að vísu hefur hún stundað þetta
starf í 25 ár, en af ykkur ekki verið
talið starf nema það sé gert í öðr-
um húsum.
Hún er farin að vinna.
Og er ekki að orðlengja það, hún
gerist bjartsýn, nú ætti þó fjanda-
kornið að vera hægt að laga glugg-
ana sem hafa lekið í mörg ár og
laga hitt og þetta sem kallar á
aðgerðir. Henni dettur jafnvel í
hug að afgangur verði til að sinna
andanum svolítið.
„Engan asa góða, þú ert nú bara
að verða fimmtug svo að einhver
mergur ætti að vera eftir í þér
sem við getum sogið áður en þú
ferð að hugsa um svona hégóma.
Veistu ekki að það kom gat á
fjárlögin og þú átt eftir að stoppa
í það og okkur finnst hentugast að
þú gerir það meðan við skreppum
suður á Sögu og höldum upp á vel
unnin verk á liðnu ári. Og
gleymdu nú ekki að rétta okkur
budduna þína svo við getum borg-
að okkur inn, væna mín.“
Á Ströndum var fólki kennt að
skammast sín. Menn gætu haldið
að þetta væru gamanyrði en mér
er rammasta alvara. I barnaskap
mínum hélt ég að eftir að vera
búin að sjá og heyra og finna alls
konar stjórnir, værum við nú að
minnsta kosti búin að fá einn fjár-
ráðherrar séu verri en aðrir al-
þingismenn. Einn þeirra lét sig
ekki muna um að segja í sjónvarpi
sl. vor að „alþingismenn væru að
gáfum og gjörvileik hátt yfir lýð-
inn hafnir". Snyrtilegt.
Því er mér það eilíf ráðgáta að
þeir skuli ekki sjá og skilja að það
er lítil búmennska að slátra bestu
mjólkurkúnni úr fjósinu en það er
einmitt það sem þeir eru að gera
og hver á þá að borga næstu árs-
hátíðina þeirra?
Að þeir skuli ekki sjá og skilja
að það er ekki pólitísk stjórn-
kænska að boða sparnað og auka-
göt á sultarólarnar en haga sér
svo sjálfir eins og kóngar. Visku-
legra þætti mér að þeir reyndu að
hafa lýðinn (þann heimska) með
sér og sýndu það sem þeir spör-
uðu. En hingað til hefur það alltaf
verið viðkvæðið ef einhver frétta-
maður gerist svo djarfur að ýja að
eyðslu þeirra og flottræfilshætti
að: Þetta dragi nú ekki langt, eða
þetta hafi nú lengi verið venja,
(eins og þá sé það orðið náttúru-
lögmál), eða við skulum nú ekki
vera með neinn kotungsbrag
(Framkvæmdastofnun) eða að
hann sé þeirrar skoðunar að ráð-
herra eigi að vera á góðum bíl. Svo
tala menn um rök!
Ef alþingismenn eru dæmi um
gáfumenn þá er það greinilega
eitthvað annað en gáfur sem þarf
til að stjórna þessu landi. Og þeg-
ar götin þeirra eru orðin opiitber
og ógnvekjandi, þá er vandinn og
mistökin allt í einu orðinn þjóðar-
innar allrar, þ.e.a.s. lýðsins. En
hefur vandinn nokkurn tíma verið
nema lýðsins? Og ekki minnkar
vandinn þegar hinir svokölluðu
menn lýðsins sitja í stólunum. Þá
fyrst byrjar nú froðufallið og virð-
ist heldur ekki langrar stundar
verk að skóla hina ungu, galvösku
sjónvarpsmenn til svo þeir fari
flótlega að lepja sama vaðalinn og
þeir sem fyrir voru. Og það skulu
þeir vita að það er okkur einksis
virði þó þeir glamri með að „við
alþýðubandalagsmenn, við alþýðu-
flokksmenn, við sjálfstæðismenn,
og við allir hinir menn leggjum til
og bendum á og leggjum áherslu á
hitt og þetta". Ef þeir geta ekki
stjórnað þessu fyrirtæki sem í eru
nú ekki nema þessar 200 þúsund
sálir án þess að þær verði reisa á
miðjum aldri þá munu þeir hafa
verra af fyrr eða síðar. Finnst
engum það undarlegt að í fyrra
þegar húsbyggingarlánin voru að
gera unga fólkið að öreigum með-
an alþingismennirnir göptu þá var
boðað ti! fundarins fræga í Sig-
túni og eftir þann fund urðu hinir
gáfuðu smeykir um sinn hag og þá
var allt í einu hægt að gera sitt-
hvað þessu fólki til bjargar, þá
en ekki fyrr. Því auglýsi ég hér
með eftir einhverjum úr röðum
lýðsins til að halda annan fund til
bjargar öllu því fólki sem nú getur
hvorki lifað eða dáið en hefur þó
alla sína tíð unnið myrkranna á
milli til að þurfa ekki að láta aðra
borga árshátíðina sína.
Kærar þakkir."
SlGeA V/GGA £ l/LVtRAU
Tökum a
Ríkissjóður hefur ákveðið að bjóða út ríkis-
víxla til 90 daga.
Ef áhugi er fyrir hendi mun Kaupþing h.f.
gera tilboð fyrir hönd viðskiptavina sinna.
Dæmi um samband tilboðsverðs (gengis)
og ávöxtunar
Ávöxtun
22,77%
28,08%
33,68%
Hver víxill er að upphæð kr. 50.000,00. Þeir
eru skattfrjálsir eins og spariskírteini ríkis
sjóðs.
Hafið samband vegna nánari upplýsinga.
Tilboð (gengi)
95
94
93
Verð eins víxils
47500
47000
46500
Eigendur spariskírteina!
Höfum kaupendur að öllum flokkum
spariskírteina ríkissjóðs.
Sölugengi verðbréfa 9. april 1984
SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sðlugengi midad við 5,3% vexti umfram verðtr. pr. 100 kr.
1. FLOKKUR 2. FLOKKUR
Útg. Sölugengi pr. 100kr. 5,3% vextir gilda til Sölugengi pr. 100 kr. 5,3% vextirgildatil
1970 1971 15.372 15.09 1985 D
1972 13.807 25.01.1986 - 15.09.1986
1973 8.695 15.09.1987 11.435 25.01.1988
1974 5.460 15.09.1988 8.224 -
1975 4.056 10.01.1985 3.026 25.01.1985
1976 2.795 10.03.1985 2.274 25.01.1985
1977 2.027 25.03.1985 1.723 10.09.1984
1978 1.374 25.03.1985 1.100 10.09.1984
1979 930 25.02.1985 715 15.09 1984
1980 618 15.04.1985 479 25.10.1985
1981 410 25.01.1986 303 15.10.1986
1982 285 01.03.1985 211 01.10. 1985
1983 163 01.03 1986 103 01.11.1986
1) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NYKR.S.febrúar 1984 17.415.64
2) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NÝKR. 10. janúar 1984 4.002.39
3) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NÝKR.25.januar 1984 3.021,25
4) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NÝKR. 10.mars 1984 2.877.97
5) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NÝKR.25.januar 1984 2.273.74
6) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100NÝKR 25.mars 1984 2.122.16
7) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NÝKR. 25. mars 1984 1 438,89
8) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NÝKR 25 februar 1984 951,45
VEÐSKULDABRÉF
VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ
Með 2 qjalddöqum á ári Með 1 gjalddaqa a ári
Láns- Ávöxtun Söiuqen 3' Söluqen 3'
tími Sölu- umfram 18% 20% 18% 20%
ár: gengi Vextir verðtr ársvextir ársvextir HLV" ársvextir ársvextir HLV"
1 95,54 21/2 9 94 95 96 91 92 93
2 92,76 21/2 9 83 85 86 79 81 82
3 91,71 31/2 9 73 75 76 68 70 71
4 89,62 31/2 9 65 68 69 60 63 64
5 88,41 4 9 59 62 63 54 56 57
86,67 91/4
7 84,26 4 91/4 Athugið að solugengi veðskuldabrefa er hað
8 82,64 4 91/2 gjalddogum þeirra og er serstaklega reiknað ut
9 81,10 4 91/2 fyrir hverl bréf sem tekið er i umboðssölu
10 78,13 4 10 1) Hæstu leyfilegu vextir
Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa dagiega
KAUPÞING HF
Husi Verzlunarinnar. 3. hæd simi 86988
s.86988
málaráðherra sem kæmi úr at-
vinnulífinu og hefði þar að auki
fjármálavit, en ekki einhvers kon-
ar menn sem aldrei hafa difið
hendi í kalt vatn en getað gert sitt
til að reikna okkur til andskotans.
Viti menn. Svo bregðast
krosstré sem önnur.
Beiskust þóttu mér svikin um
skattalækkun eða finnst honum
ekki komið nóg þegar allt að 70%
af tekjum heimilisins fara í skatta
í einhverri mynd? Þýðingarlaust
að krafsa yfir þessa staðreynd. Og
þar fór hann.
Ekki svo að skilja að fjármála-
HF Wl ÞÚ
HEFUR ÞETTFl
RLDREl NEMR RÚ
LEGó-lR Rló
flllH FRPM^