Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
Nýir innlánsreikningar í Alþýðubankanum:
Stjörnureikning-
ar með verðtrygg-
ingu og 5 % vöxtum
ALÞYÐUBANKINN hefur stofnað
til nýrra sparireikningaflokka, sem
bera samheitið stjörnureikningar,
með verðtryggingu auk 5 % vaxta.
í fréttatilkynningu frá Alþýðu-
bankanum hf. segir að farið verði
af stað með tvo flokka sem nefndir
eru „æskusparnaður“ og „lífeyr-
issparnaður". „Æskusparnaður er
ætlaður foreldrum, öfum, ömmum
eða hverjum sem er, sem vill spara
handa ákveðnu barni sem yngra er
en 16 ára. Þegar barnið er orðið 16
ára og þar með sjálfráða er sparn-
aðurinn laus til útborgunar og
vonandi gott veganesti út í lífið,“
segir í fréttatilkynningunni. Um
lífeyrissparnaðinn segir: „Lífeyr-
issparnaður er fyrir þá sem orðnir
eru 65 ára eða eldri. Er hann
hugsaður sem tryggur bakhjarl
þegar tekjurnar minnka eða heils-
an bilar. Þeim sparnaði verður þó
að segja upp með ákveðnum fyrir-
vara, sem styttist eftir því sem
eigandi reikningsins verður eldri."
t fréttatilkynningu Alþýðu-
bankans segir að væntanlega séu
hér stigin fyrstu skrefin í raun-
hæfum sparnaðarleiðum sem Al-
þýðubankinn undirbýr að bjóða,
en raunhæfur geti sá sparnaður
einn talist sem býður upp á raun-
vexti. Þá er sagt að í undirbúningi
séu næstu skref og þá stefnt að
sparnaðarformi með lántökurétti,
en slík réttindi eða loforð verði að
byggjast á því að lausafjárstaða
bankans sé í viðunandi horfi, en
sparnaðurinn sé undirstaða þess
að svo geti orðið.
Guðlaugur á þrekhjólinu í Lífeðlisfræðistofnun Háskóla fslands í fyrradag, ásamt Stefáni og Kristínu, starfs-
mönnum þar. Ljósm. Mbi. rax.
Guðlaugur rannsakað-
ur í þágu vísindanna
Prófessorarnir Jóhann Axels-
son og Sigmundur Guðbjarnason
munu standa fyrir ýmsum rann-
sóknum á Guðlaugi Friðþórs-
syni, stýrimanni frá Vestmanna-
eyjum, sem vann það frækilega
afrek, sem kunnugt er, að synda
6 km á 6 klst. í 6—7 stiga heitum
sjó til Heimaeyjar eftir að skip
hans, Hellisey, hafði farist fyrir
austan Eyjar 11. marz sl. Vís-
indamenn munu rannsaka þol
Guðlaugs, ýmsa líffræðilega
starfsemi og uppbyggingu. M.a.
mun hann fara til London vegna
þessara athugana sem eru gerð-
ar í þágu þess að hugsanlega er
hægt að læra af afreki Guðlaugs
hvernig unnt er að lifa af kulda í
vatni.
Hrólfur Ingólfsson
fyrrv. bœjarstjóri látinn
HRÓLFUR INGÓLFSSON, fyrrum
bæjarstjóri, lézt á Vífilsstöðum á
fimmtudaginn, 66 ára að aldri. Hann
var fæddur að Vakursstöðum í
Vopnafirði, N-Múl., sonur hjónanna
Ingólfs Hrólfssonar og Guðrúnar
Eiríksdóttur.
Hrólfur starfaði í Útvegsbanka
Seyðisfjarðar frá 1932 til ársloka
1945, að hann gerðist bæjargjald-
keri í Vestmannaeyjum og gegndi
því starfi til ársins 1954. Hann var
gjaldkeri hjá ísfélagi Vestmanna-
eyja 1956—60, framkvæmdastjóri
Fiskivers Vestmannaeyja 1960 til
1963, bæjarstjóri á Seyðisfirði
1963—70 og sveitarstjóri í Mos-
fellssveit 1970—74. Hann varð þá
starfsmaður byggingardeildar
Menntamálaráðuneytisins, þar
sem hann vann til ársloka 1974, en
þá lét hann af störfum vegna
heitsuleysis. Hrólfur vann síðan
við bókhald og frá 1979 starfaði
hann á umboðsskrifstofu fyrir
sýslumann Kjósarsýslu. Hrólfur
starfaði alla tíð mikið að félags-
málum.
Hrólfur var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans, ólöf Andrésdóttir, lézt
Nýr lands-
forseti JC
23. landsþingi JC-hreyfingar-
innar á Islandi, sem haldið var í
Bifröst í Borgarfirði, lauk í gær.
Þingið sóttu um 300 fulltrúar og
gestir. Þingið þótti takast vel en
JC Vík í Reykjavík annaðist und-
irbúning þinghaldsins. Ingimar
Sigurðsson var kosinn landsfor-
seti á þinginu í stað Steinþórs
Einarssonar.
Morgu n blaöiö/HBj.
Ingimar Sigurðsson, landsforseti JC.
1959. Eftirlifandi eiginkona hans
er Hrefna Sveinsdóttir. Hrólfur
eignaðist sjö börn og ól upp eina
fósturdóttur.
Aðlögunartími lengdur
við lækkun afurðalána
VEGNA erfiðleika sem komið hafa
fram vegna lækkunar á endurkaup-
um Seðlabankans á afurðalánum
hefur bankastjórn Seðlabanka ís-
lands ákveðið, að höfðu samráði við
ríkisstjórnina, að láta lækkunina
koma til framkvæmda á lengri tíma
en fyrirhugað var.
Seðlabankinn hefur sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem þetta
kemur fram. Segir þar að lækkun
endurkaupahlutfalls afurðalán-
anna komi aðeins til framkvæmda
gagnvart nýrri framleiðslu hverju
sinni en ekki gagnvart lánum sem
þegar hafa verið veitt. Þá kemur
fram að ríkisstjórnin hefur í við-
ræðum við viðskiptabankana, sem
afurðalán veita, óskað eftir þvl að
þeir raski ekki almennt krónutölu
viðbótarlánanna. Viðbótarlánin
verði sem fyrr breytileg eftir að-
stæðum og mati viðskiptabanka.
Síðan segir í fréttatilkynningu
Seðlabankans: „Á næstunni munu
Seðlabankinn og viðskiptabank-
arnir hafa með sér samráð um,
hvernig aðlögun að frekari breyt-
ingum á endurkaupafyrirkomu-
laginu geti farið fram, svo að upp-
fylltar séu óhjákvæmilegar láns-
fjárþarfir framleiðslustarfsem-
innar um leið og gætt sé þess að-
halds í peningamálum, sem efna-
1. í _i „ ,11' A 1 Vioi mtie
Morgunblaðiö/KÓE.
Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1984
ANNA MARGRÉT Jónsdóttir var Miss Young International, sem bjuggu Vilhjálmur Ástráðsson og
kjörin Stjarna Hollywood og Fulltrúi fram fer í Kóreu. Kristjana Geirsdóttir.
ungu kynslóðarinnar 1984 á fóstu- Auk sigurvegaranna eru á
dagskvöld í veitingahúsinu Broad- Sex stúlkur tóku þátt í keppn- myndinni Kolbrún Jónsdóttir,
way. Við sama tækifæri var Arn- inni og fá þær allar vikuferð til fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1982,
björg Finnbogadóttir kjörin Sólar- Ibiza, nema sigurvegararnir sem Rósa Bjamadóttir, Kristrún
stúlka Úrvals. fá þrjár vikur. Auk þess fá þær Jónsdóttir, Rannveig Kristjáns-
Anna Margrét verður fulltrúi ilmvötn, fatnað og fleira. dóttir, Sigríður Guðlaugsdóttir og
íslendinga í keppninni um titilinn Keppnina skipulögðu og undir- ólafur Laufdal.
Beint útvarp
frá Norrokki
ÁKVEÐIÐ hefur verið að útvarpa
beint frá norrænu rokkhátíðinni,
sem fram fer í Laugardalshöllinni í
kvöld. Kormákur Bragason, einn
umsjónarmanna útsendingarinnar,
tjáði Mbl. í gær að hugmyndin væri
að útvarpa öllum tónleikunum í
gegnum útsendingarkerfi rásar 2. Á
millí atriða yrði rætt við hljómsveit-
irnar og gesti í Laugardalshöll.
Þursaflokkurinn, sem átti að
koma fram fyrir íslands hönd á
tónleikunum ásamt hljómsveit-
inni Vonbrigði, hætti í gær við
þátttöku að sögn Ásmundar
Jónssonar, sem séð hefur um und-
irbúning Norrokks. Sagði Ás-
mundur ekki fyllilega ljóst hvað
hefði valdið ákvörðun Þursa-
flokksins en verið væri að athuga
hvort Baraflokkurinn gæti tekið
sæti hans. Tækist það ekki yrðu
Vonhrigði einu fulltrúar íslands.