Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 48
OPIÐ ALLA DAGA FRA
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SÍM111630
SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
35 rannsókna-
leyfi til útlend-
inga á þessu ári
Sovétmenn ekki
við rannsóknir
hérlendis í ár
UNDANFARIN ir hafa rannsóknir
Sovétmanna innan íslensku efnahags-
lögsögunnar verið allnokkrar ef
marka má fjölda rannsóknarskipa
þeirra hér við land. í sumar eru hins
vegar líkur á að fátt verði rannsakað
af þeirra hálfu hér við land því sam-
kvæmt upplýsingum sem Vlorgun-
blaðið aflaði sér í utanríkisráðuneyt-
inu hefur engu sovésku rannsókn-
arskipi verið veitt leyfi til rannsókna
innan íslensku efnahagslögsögunnar í
bráð.
Tómas Karlsson, sendifulltrúi í
utanríkisráðuneytinu, sagði að á
þessu ári hefði einungis eitt sovéskt
rannsóknarskip fengið leyfi til að
leggjast hér að bryggju og hefði það
verið í janúar. Það hefði staldrað
við í þrjá daga til að taka vatn og
vistir, en það skip hefði ekki verið
við rannsóknir innan íslensku efna-
hagslögsögunnar heldur einungis
komið í áðurnefndum erindagjörð-
um.
Sagði Tómas að árið 1982 hefðu 9
sovésk rannsóknarskip verið við
rannsóknir innan efnahagslögsög-
unnar, í fyrra hefðu 5 sovésk skip
verið við rannsóknir hér, en enn
sem komið væri hefði engu sovésku
rannsóknarskipi verið veitt rann-
sóknarleyfi í sumar innan íslensku
efnahagslögsögunnar.
Hjá Rannsóknarráði ríkisins
fengust þær upplýsingar að ekki
væri von á neinum sovéskum rann-
sóknarhópi í ár. Gunnar Björn
Jónsson, skrifstofustjóri hjá Rann-
sóknarráði ríkisins, sagði að þegar
hefðu verið veitt 35 rannsóknarleyfi
til erlendra hópa í sumar en ekki
hefði enn borist umsókn frá Sovét-
mönnum um að fá að stunda rann-
sóknir hér á landi í sumar. Sagði
hann að þær þjóðir sem sótt hefðu
um rannsóknarleyfi hér í sumar
væru þær sömu og undanfarin ár,
þ.e. frá Norðurlöndum, Bandaríkj-
unum, Frakklandi og V-Þýskalandi.
Gunnar sagðist ekki búast við nein-
um rannsóknarleiðangri frá Sov-
étríkjunum í sumar.
Líflegt
í lax-
Margir hafa notað tækifærið og skoðað aðrennslisgöng Búrfellsvirkjunar.
veiðinni
LAXVEIÐI byrjar vel í ár, en
fyrstu árnar voru opnaðar í
fyrradag. Fyrsta daginn veiddist
21 lax í Norðurá í Borgarfírði,
eins og sagt var frá í Mbl. í gær,
og í Laxá á Ásum byrjaði hún
einnig vel.
Að sögn Hauks Pálssonar á
Röðli veiddust þrír vænir laxar
fyrsta daginn, sem telst mjög
gott. Var hann bjartsýnn á veið-
ina í sumar. „Hún verður örugg-
lega góð,“ sagði hann. Magnús
Jónasson tók meðfylgjandi
mynd við Norðurá í fyrradag. Á
henni eru Ólöf Stefánsdóttir og
Karl ómar Jónsson með fyrstu
stangarlaxa sumarsins. ólöf
veiddi þann fyrsta strax eftir
opnun árinnar og Karl ómar
veiddi fyrsta flugulaxinn
skömmu síðar.
Murtuhrogn
til útflutnings?
Fyrirtækið Ora hf. hefur sent
sýnishorn af niðurlögðum
murtuhrognum til Frakklands.
Að sögn Tryggva Jónssonar
framkvæmdastjóra liggja engir
samningar um sölu hrognanna
fyrir en vonast er eftir jákvæð-
um viðbrögðum innan tíðar frá
kaupendum.
Murtuhrogn hafa hingað til ekki
verið nýtt og því um nýja afurð og
markað að ræða. Tryggvi benti þó
á að hrognataka gæti aldrei orðið
mikil, enda murtan ekki algengur
. /iakur háx.á landi_—--
Fæöast glasabörn á
íslandi eftir 3 ár?
— „Ekki óraunhæft," segir Auðólfur
Gunnarsson, kvensjúkdómalæknir
„Glasabarnagetnaður er alls
ekki ómögulegur hér á landi og ég
tel ekki óraunhæft að ætla að hann
verði reyndur á íslandi eftir 3 ár
svo fremi það fáist mannafli og
fjármunir til tilraunastarfsemi,**
sagði Auðólfur Gunnarsson,
kvensjúkdómalæknir á Kvenna-
deild Landspítalans, í samtali við
Mbl. í gær. Hann er nýkominn
heim af alþjóðlegri ráðstefnu
kvensjúkdómalækna, sem haldin
var í Finnlandi, en auk hans sóttu
hana þrír aðrir íslenskir læknar,
Sigurður S. Magnússon, prófessor
og forstöðumaður Kvennadeildar-
innar, Jón Aifreðsson, sérfræðing-
ur í kvensjúkdómum við deildina,
og Anna Salvarsdóttir, aðstoðar-
læknir.
„Þessir hlutir eru á tilrauna-
stigi ennþá víðast hvar í heimin-
um, en í nokkrum löndum er
þetta komið á fastari grundvöll.
Flestir eru þó enn að þreifa fyrir
sér og það þarf langan og mikinn
undirbúning til þess að koma
þessu af stað. Arangurinn er
ekki meiri en svo enn sem komið
er, að getnaður með þessum
hætti tekst ekki nema í tiltölu-
lega fáum tilvikum. Þegar best
lætur er árangurinn aðeins 10%
ef aðeins er notað eitt egg,“ sagði
Auðólfur.
Glasabarnagetnaðurinn fer
þannig fram, að konu er gefið
egglosandi lyf og eggið eða eggin
síðan frjóvguð með sæði karl-
manns í tilraunaglasi. Sagði
Auðólfur venjuna þá, að reynt
væri að ná eins mörgum eggjum
hverju sinni og kostur væri. Ný-
verið væru hafnar tilraunir með
frystingu frjóvgaðra eggja, sem
væru notuð við sfðari tilraunir ef
sú fyrsta mistækist. Að frjóvgun
lokinni er eggjunum, sem oftast
eru 3—4, komið fyrir I legi kon-
unnar. Við þennan fjölda eru lík-
urnar á að konan ali barn komn-
ar upp í 25—30% þegar best
gengur. Um leið og eggin eru
orðin fleiri en eitt aukast líkurn-
ar á fjölburum.
Að sögn Auðólfs eru tilraunir
með getnað af þessu tagi komnar
nokkuð á veg á Norðurlöndun-
um. Fyrsta glasabarnið fæddist
t.d. í Finnlandi hálfum mánuði
áður en ráðstefnan hófst og siíkt
barn hefur einnig fæðst í Sví-
þjóð. Glasabarn hefur enn ekki
fæðst í Noregi. „Þetta er rétt að
byrja í þessum löndum en þó
hafa tilraunir staðið yfir í meira
en 2 ár,“ sagði Auðólfur.
Nokkur hópur kvenna hér á
Tilraunir meó frystingu eggja eru
skammt á veg komnar en hér get-
ur að líta fyrsta barnið sem fædd-
ist af eggi, sem hafði verið frjóvgað
og síðan fryst. Atburðurinn gerðist
í Melbourne í Ástralíu.
landi getur ekki eignast barn
með öðrum hætti en þessum að
sögn Auðólfs. Hann sagði jafn-
framt, að lítið hefði verið spurt
um möguleika á glasabarnagetn-
aði hér á landi, a.m.k. enn sem
komið væri. óskuðu konur þess
að verða þungaðar með þessum
hætti yrði það að gerast erlendis
og hann vissi ekki til þess að
slíkt hefði gerst.
Bjarnarlón þurrt
Bjarnarlón vió Búrfellsvirkjun I ísristir sem eru fyrir að- I metra löng og 10 metra há.
var tæmt í síðustu viku og fram- rennslisgöngunum að virkjun- Margir hafa lagt leið sína upp
leiðir virkjunin því ekki raf- inni eru margar gjörónýtar. að göngunum sakir forvitni og
magn. Vatni verður hleypt í lón- Aðrennslisgöngin líta hins stöðugur straumur fólks inn
ið aftur í dag. I vegar vel út, en þau eru 1100 I og út.