Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1984
45
Kíkt inní
kvik-
mynda-
húsin
Þar sem ég var á kafi í heimilis-
verkunum (aldrei þessu vant) einn
fagran vormorgun, þá hvarflaði að
mér, svona í snögghendingu, hvort
ég »tti ekki að láta dagatalið fjúka
með í sorptunnuna. Sjálfsagt hef ég
þá fengið væga aðkenningu að
kuldahrollinn, The Big Chill. En það
bráði nú fijótt af mér, tíminn líður
og því fær enginn breytt.
En hrollurinn grefur um sig í
sálum manna, hvort sem er á
Rauðalæknum eða Rússíá og í
mynd Kasdans, The Big Chill,
fylgjumst við með endurfundum
bandarískra skólasystkina sem
eru að nálgast fertugt. Myndin er
prýðisskoðun á mannlífinu
markviss og sönn, að ég ætla, en
skrambi „amerísk“.
Borð fyrir fimm er brosleg mynd
fyrir þá sem kynnst hafa raunum
einstæðra feðra. Hún er ein af
þessum bandarísku vandamála-
myndum, sænskættuðum, sem
hafa verið að skjóta upp kollinum
uppá síðkastið. Hún er nettlega
gerð en Zsigmond er í daufasta
lagi.
Þegar upp er staðið stendur fátt
eftir annað en yfirvegaður leikur
Richard Crenna og afburðaleikur
krakkanna, ekki síst þess sem lék
yngri soninn. Voight er prýðis-
leikari, en löngu fallinn í vissan
farveg, allar götur frá Midnight
Cowboy hefur hann farið með
hlutverk háttvísra, veiklundaðra
undirmálsmanna.
Annars er Bíóhöllin með ágæt-
ismyndir í öllum sölum, ef undan
er skilin Allt í lagi vinur.
Nýja bíó sýnir þokkalega eftir-
líkingu Poltergcist sem nefnist Ver-
an. Meðalmynd, ekki leiðinleg.
Fótamenntar fínn er glans í
Footloose bæði og Breakdance.
Ef einhver hefur misst af einum
best gerða þriller síðari ára, má
enn lenda í bláum þrumugný í
Hafnarfjarðarbíói.
Regnboginn lumar á nokkrum
góðum. Fyrst skal fræga telja
Tender Mercies, með afburðaleik-
aranum Robert Duvall í sínu
fyrsta óskarsverðlaunahlutverki.
Hann, kvikmyndatakan og yfir-
lætislaust handrit keyra þennan
ljúfmelta vestra, séðan með aug-
um snjalls Ástrala, hátt yfir flatn-
eskju Texasríkis.
í Regnboganum gefst enn kost-
ur að sjá þá ágætu mynd, Frances
og tvær prýðisafþreyingarmyndir
sem ég mæli með sem stundar-
gamni á aðgerðarlitlu aftankveldi,
þeim Gulskegg og Convoy.
Þá má ekki gleyma Silkwood, en
rúsínan í pylsuendanum er svo
sannarlega Educating Rita sem er
einfaldlega besta myndin, sem
sýnd er í kvikmyndahúsum borg-
arinnar um þessar mundir.
SV.
Stjörnugjöfin:
Tónabíó: It’s a Mad, Mad,
Mad World. A ★ V4
Stjörnubíó:
Educating Rita. ★ ★ ★ *
Stjörnubíó: The Big Chill. ★ ★ ★
Nýja bíó: Veran. ★ ★
Laugarásbíó: Scarface. ★ ★ ★
Haf narfj arðarbíó:
Bláa þruman. ★ ★ ★ 'A
Bíóhöllin: Borð fyrir fimm. ★ ★ '/í
Bíóhöllin: Þrumufleygur. ★ ★ %
Austurbæjarbíó:
Atómstöðin. ★ ★ ★
Austurbæj arbíó:
Breakdance. ★ ★ xk
Háskólabíó: Footloose. ★ ★ '/í
Regnboginn:
Tender Mercies. ★ ★ ★ M>
Regnboginn: Frances. ★ ★ ★
Regnboginn: Gulskeggur. ★ ★ xh
Regnboginn:
Prúðuleikararnir. ★ ★
31. maí. SV.
Kennsla í svif-
flugi að hefjast
Svifflugfélag íslands hóf
sumarstarfsemi sína á
Sandskeiöi í fertugasta og
sjöunda sinn 1. maí síöastliö-
inn.
Félagar í Svifflugfélagi ís-
lands eru u.þ.b. 150, en á
hverju ári eru þjálfaðir upp
10—15 nýir svifflugmenn.
Flugfloti félagsins sam-
anstendur af þremur tvísæt-
um, þar af er ein með hjálp-
armótor, og fjórum einsæt-
um, tveimur byrjendaflugum
og tveimur fyrir lengra
komna.
Út maí verður aðeins flog-
ið um helgar, en í júní hefst
regluleg starfsemi, þá verður
flogið á hverju kvöldi frá kl.
18.00 og allar helgar þegar
veður leyfir.
Kennsla hefst 4. júní og er
innritun þegar hafin.
STIÖRNU
reikningar
Æskuspamaður / Lífeyrisspamaður
Nú er sama á hverju gengur í verðbólgustríðinu. Með fullri
verðtryggingu og 5% vöxtum að auki, veita hinir nýju stjörnureikn-
ingar Alþýðubankans algjört öryggi og góða ávöxtun.
Við förum af stað með tvo sparireikningaflokka undir samheit-
inu Stjörnureikningar, annan fyrir æskuna og hinn fyrir lífeyris-
þega eða þá sem nálgast eftirlaunaaldurinn.
m,
Við gerum vel við okkar fólk
Alþyöubankinn hf.
ÆSKUSPARNAÐUR
Hann er ætlaður foreldrum, öfum og ömmum, eða öllum þeim
sem vilja gefa barni yngra en 16 ára sparifé. Þegar barnið verður
16 ára er upphæðin, með verðtryggingu og vöxtum laus til
útborgunar og gott vegarnesti út í lífið.
LÍFEYRISSPARNAÐUR
Hann er fyrir 65 ára eða eldri - tryggur bakhjarl þegar aldurinn
\ fer að segja til sín og tekjurnar dragast saman.
*Verðtryggð innistæða
og 5% vextir að auki!