Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö.
A sjómannadegi
jr
Isumar ætla stjórnar-
flokkarnir að sitja á
rökstólum um nýja verk-
efnaskrá fyrir ríkisstjórn-
ina. Mestu skiptir þegar
hún er samin að tekið sé
mið af staðreyndum. Sjó-
mannastéttin hefur staðið
frammi fyrir þeirri stað-
reynd við fiskveiðar á þessu
ári, að afli er minni en áður
og verðmæti hans er einnig
minna en áður. Eftir langa
og stranga fundi í byrjun
árs var komist að þeirri
niðurstöðu að gjörbylta
ætti aðferðum við öflun
sjávarfangs hér á landi,
sett var aflamark á hvert
skip og menn gátu þá strax
gert sér nokkra grein fyrir
afkomunni á árinu. Því
miður hafa spár bjartsýn-
ismanna um að í raun væri
meiri þorskur í sjónum en
lá að baki ákvörðunarinnar
um aflamarkið ekki ræst.
Of snemmt er að segja
fyrir um það nú til hvers
þessi stjórn á fiskveiðum
leiðir en samdráttur í afla
og minni verðmæti úr sjó
hafa þegar sagt til sín í
pyngju sjómanna og af-
komu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækja. Það er
alvarleg staðreynd að skip-
in landa nú að verulegu
leyti karfa sem skapar að
vísu töluverða atvinnu í
landi en ekki næg verðmæti
til að standa undir kostnaði
við veiðar og vinnslu. Svo
virðist sem Bæjarútgerð
Reykjavíkur sé eini stóri
útgerðaraðilinn sem hefur
lagað sig að hinum nýju að-
stæðum með því að beina
togurum sínum að nýjum
verkefnum og bryddað upp
á nýjungum við sölu afurð-
anna.
Þeirri byrði verður ekki
öllu lengur kastað á herðar
annarra með erlendum lán-
tökum sem skapast hefur
vegna offjárfestingar í
sjávarútvegi. Engum er
greiði gerður með því að
gera skip út á vaxandi
skuldasúpu ef þannig má
að orði komast. Á hátíðis-
degi sjómanna hljóta menn
að staldra við þessar stað-
reyndir þótt þær komi eng-
um í hátíðarskap. „Það er
mannskemmandi og niður-
lægjandi að vera vanskila-
maður til langframa, eins
og sjávarútvegsfyrirtækin
eru nú orðin. Við krefjumst
þess að úr verði bætt án
tafar. Við krefjumst þess
réttlætis að fá að standa
undir þjóðarbúskapnum án
þess að atvinnutækin étist
upp í vanskilum og drátt-
arvöxtum, og án þess að við
sjálf bíðum tjón á sálu
okkar við að reyna að halda
í horfinu," sagði Ragnhild-
ur Kristjánsdóttir frá
Eskifirði í Morgunblaðs-
grein á fimmtudaginn, en
hún er meðeigandi í útgerð-
ar- og fiskvinnslufyrirtæki.
Hér er fast að orði kveðið
en mestu skiptir að fundin
sé sársaukaminnsta leiðin
út úr þeim erfiðleikum sem
allir viðurkenna að séu
fyrir hendi og bitna nú
harkalegar en oft áður á
sjómönnum. Reynsla und-
anfarinna ára sýnir að ekki
er skynsamlegt að treysta á
forsjá ríkisins og leita sí-
fellt á náðir þess þegar leit-
að er að arðbærum rekstr-
argrundvelli jafnt í sjávar-
útvegi sem öðrum atvinnu-
greinum. Vitlausa fjárfest-
ingu undanfarinna ára má
verulega rekja til ofstjórn-
ar ríkisvaldsins. Á síðasta
ári var ráðstöfunarfé Fisk-
veiðasjóðs íslands neikvætt
um 286,4 milljónir króna og
eru þá meðtalin framlög án
endurgjalds að fjárhæð
152,8 milljónir króna. Þess-
ar tölur segja meira en
mörg orð.
Atorku íslenskra sjó-
manna dregur enginn í efa
og þannig þarf að búa um
hnútana af opinberri hálfu
að þeir njóti jafnan fyllsta
öryggis við störf sín, þau
séu metin að verðleikum í
þess orðs fyllstu merkingu.
Hins vegar er ekki unnt að
krefjast þess af opinberum
sjóðum að þeir fjármagni
von úr viti útgerð sem ekki
ber sig. Sé ekki unnt að
skapa verðmæti sem
standa undir fjárfestingu
og kostnaði árum saman
hljóta þeir sem að slíkum
rekstri standa að verða að
líta í eigin barm og gera
það upp við sjálfa sig hvort
haldið skuli áfram á sömu
braut.
Eins og málum er nú
komið verður vandi sjó-
manna og útgerðarfyrir-
tækja ekki leystur með
fögrum fyrirheitum stjórn-
málamanna eða kröfugerð
á hendur þeim. í nýlegri
viðhorfskönnun kom fram
að áhyggjur manna vegna
verðbólgunnar hafa minnk-
að en þeim vex nú í augum
eyðsla umfram efni. Um
þetta leyti á síðasta ári var
hafist handa við að ná tök-
um á verðbólgudraugnum
og er honum nú haldið í
skefjum. Takist ekki að
miða eyðsluna við efnin fer
þessi draugur fljótlega á
kreik aftur og verður verri
viðureignar en áður. ís-
lenskir sjómenn vita af
aldalangri reynslu að svip-
ull er sjávarafli og þeir
hafa jafnan kunnað að laga
sig að því, yfirvöld gera
hvorki sjómönnum né öðr-
um greiða með því að láta
eins og með opinberri for-
sjá sé unnt að stækka þann
stakk sem náttúran setur
íslensku þjóðinni að þessu
ieyti. Þessar staðreyndir
hljóta að verða hafðar að
leiðarljósi nú þegar stjórn-
málamennirnir setjast
niður og ákveða næstu
verkefni.
Allsnægtir og
einkaframtak
Núllstefnan hefur átt
upp á pallborðið hjá
þeim sem stunda efnahags-
stjórn af opinberri hálfu
hér á landi. Björn Steffen-
sen, endurskoðandi, gagn-
rýndi þessa stefnu í Morg-
unblaðsgrein nýlega og
taldi að leggja bæri höfuð-
kapp á að skapa skilyrði
fyrir vel rekin og efna-
hagslega sterk fyrirtæki.
Háar þjóðartekjur væru
þar sem einstaklingurinn
ræður yfir atvinnutækjun-
um en við værum að fjar-
lægjast það þjóðskipulag
hér á landi. Síðan sagði
Björn Steffensen:
„Þetta verður að breytast
á þann hátt, að misvitrir
stjórnmálamenn hætti að
hafa alræðisvald um at-
vinnumálin, en duglegir og
framsýnir atorku- og fag-
menn á borð við þá Ingvar
Vilhjálmsson, Einar Guð-
finnsson og fleiri slíka fái
aðstöðu til að láta til sín
taka, og verði ábyrgir um
fyrirtæki sín, eins og áður
var hér, og annars staðar á
Vesturlöndum tíðkast. Er
ekki öllum ljóst að alls-
nægtir „velferðarþjóðfé-
lagsins" á Vesturlöndum
eru ekkert annað en upp-
skeran af blómaskeiði
einkaframtaksins og er
óþekkt fyrirbæri utan þess
hagkerfis?"
Um leið og undir þessi
orð er tekið eru íslenskum
sjómönnum heima og að
heiman færðar heillaóskir
á hátíðisdegi sínum í þeirri
von að framtak þeirra og
dugnaður fái að njóta sín
framvegis sem hingað til
þjóðinni allri til gæfu.
Isíðasta Reykjavíkurbréfi var
fjallað um George Orwell og
skáldsögu hans 1984 og sýnt
fram á, hvernig efni hennar hef-
ur orðið að veruleika í kommún-
istaríkjunum. Ekki skal vegið í
þann knérunn aftur þessu sinni,
en það var þó ekki ófyrirsynju að á þetta
væri bent í bréfinu. Allur heimurinn hef-
ur fylgzt með ofsóknum Sovétstjórnar-
innar á hendur Sakharov og konu hans.
Margir hafa reynt að rétta þeim hjálp-
arhönd, en án árangurs. Mikill vinur
þeirra hjóna, Natalya Hesse, sem hefur
heimsótt þau í Gorkí hefur nýlega skýrt
frá örlögum þeirra í stórmerku samtali
við útvarpsstöðina í Miinchen og hefur
þetta samtal farið eins og eldur í sinu
víða um lönd. Hesse er sjötug, borin og
barnfædd í Úkraínu, þar sem hún horfði
upp á hungurdauða samborgara sinna,
þegar Stalín var að murka lífið úr kúlökk-
unum og koma samyrkjubúum á fót. Hún
var blaðamaður í Leníngrað um margra
ára skeið og skrifaði auk þess allmargar
barna- og unglingabækur. Hún fékk ný-
lega að flytjast frá Sovétríkjunum, en áð-
ur en hún fór tókst henni að fara með
leynd á fund Sakharov-hjóna í Gorkí.
Hún kom til Vínar 5. apríl sl., en býr nú í
Washington.
Hesse dvaldist í Gorkí fyrir fjórum ár-
um og hafði þá náið samband við Sakh-
arov og Yelenu Bonner, konu hans. Af
frásögn Hesse má sjá, að Sovétstjórnin
hefur plægt jarðveginn fyrir ofbeldi sitt.
Natalya Hesse Iýsir mörgum atvikum
þegar Sovétborgarar hafa sýnt Sakh-
arov-hjónunum fyrirlitningu í Gorkí og
má raunar segja, að hið illa sæði komm-
únismans sé nú að bera ávöxt í föðurlandi
Lenins. Þar er nú fólk sem hefur fengið
höggorm fyrir fisk og sporðdreka fyrir
egg. Að vísu segir Hesse, að svo virðist
sem Sovétstjórnin hafi haft útsendara til
að niðurlægja Sakharov-hjónin á al-
mannafæri en þó er augljóst, að hið illa
hefur einnig vaxið inn í venjulega borg-
ara, sem hafa ekki getað dulið fyrirlitn-
ingu sína og hatur á fulltrúum mannlegr-
ar reisnar og einstaklingsfrelsis í þessu
guðsvolaða landi stalínismans. En Sov-
étríkin eru þvert á móti engin undantekn-
ing, því að sama ástand ríkir í öllum þeim
löndum, sem kommúnisminn hefur hrifs-
að til sín og má þar nefna Kúbu, Víetnam,
Norður-Kóreu og Austur-Evrópu alla.
Mannfyrirlitning
í Gorkí
Dæmi Natalyu Hesse um mannfyrir-
litningu í Gorkí: Læknar í Gorkí hafa
neitað að sinna þeim hjónum og sýnt
þeim mannfyrirlitningu, sem á vart sinn
líka. Tannlæknir þar í borg afhenti jafn-
vel öryggislögreglunni handrit Sakh-
arovs, sem hann hafði tekið með sér í
skjalatösku, þegar hann þurfti á lækn-
ishjálp að halda vegna tannpínu.
Yelenu er neitað um læknishjálp L>
Moskvu. Sakharov fullyrðir að kona hans
sé dauðveik og ef hún ekki fái almenni-
lega læknishjálþ, muni hún deyja. Þá
verður einnig úti um mig, segir hann. Ég
fullyrði, segir Natalya Hesse, að Yelena
er að dauða komin, það er sannleikurinn.
Lygaherferð um Sakharov-hjónin hefur
verið farin í Gorkí. Þau voru jafnvel
hrædd við að fara i bakaríið, vegna þess
að þar urðu þau fyrir móðgunum. Fólk
kallaði jafnvel að Andrei og Yelenu: „Það
ætti að drepa júðakellinguna þína.“
Eitt sinn, þegar Yelena var á leið með
járnbrautarlest frá Gorkí til Moskvu,
hrópaði samfarþegi hennar: „Ég þekki
þig, þú ert kona Sakharovs. Ég vil ekki
ferðast í sama vagni og þú og anda að mér
sama loftinu." Karlmaður í vagninum tók
undir orð konunnar. Yelena skrapp fram
á snyrtingu að jafna sig. Þegar hún kom
út, stóð maðurinn við dyrnar og hrópaði:
„Stanzið lestina, hún hefur pumpað ein-
hverju niður um klósettið. Hún er CIA-
njósnari. Leitið á teinunum og finnið það
sem hún losaði sig við!“ Þá kom lestar-
þjónninn, sagði að hann hefði samúð með
tilfinningum farþeganna, en Yelena væri
með farmiða og því væri ekki unnt að
reka hana úr lestinni. Þegar fólkið hafði
verið sefað og sumir sofnaðir, gekk grá-
hærð kona að Yelenu, tók utan um hana
og hvíslaði: „Elskan mín, vertu sterk, þeir
vita ekki hvað þeir gera. Þeim hefur verið
kennt að láta svona.“ Síðan kyssti hún
Yelenu. En Yelena gat ekki haldið aftur
af sér og grét það sem eftir var til
Moskvu. Þá var langt frá því, að hún hefði
náð sér eftir hjartaáfall, sem hún hlaut
skömmu áður, þegar hún var niðurlægð
og á henni leitað í lestarferð nokkru áður.
Bréfin
Natalya Hesse segir einnig frá góðu
fólki, sem varð á vegi Sakharov-hjóna.
Hún minnist á leigubílstjóra, sem fór með
þau í sætsýningarferð um Gorkí. Hann
spurði: „Eruð þið ekki Sakharov-hjónin."
Þau játuðu því, hikandi. „Þá ætla ég að
sýna ykkur alla fallegustu staðina i borg-
inni,“ sagði leigubílstjórinn.
Sakarov-hjónin hafa aðeins einu sinni
farið á tónleika í Gorkí. Fjórir bekkir
fyrir framan þau voru tómir, en í bekkn-
um fyrir aftan þau voru eintómir KGB-
menn.
Þau hafa fengið mörg bréf og jafnvel
verið sökuð um að vilja koma af stað
kjarnorkustyrjöld milli Sovétríkjanna,
„hins friðsama lýðræðisríkis", og „hins
rotnandi vestræna heims“. í öðru bréfi
stóð: „Ég er 75 ára, ég er byggingaverk-
fræðingur, mér líður vel og ég hef sér-
stakt herbergi í gistiheimili. Vatnsbólið
er um 300 metra frá heimilinu og ég verð
að bera eldivið úr skóginum, en samt er
ég föðurlandsvinur. Nám þitt var borgað
með sovézkum peningum, en samt hef-
urðu nú svikið föðurland þitt.“
Þegar Natalya Hesse hafði séð bréfin,
sagði hún upphátt í herbergi Sakharov-
hjónanna. „Þetta er hnýsilegt, 70% eru
heillaóskir, 17% eru hlutlausir eða á báð-
um áttum, en einungis 13% bréfanna eru
send í árásarskyni." Eftir það hættu að
berast bréf til Sakharov-hjónanna, þar
sem þeim var óskað heilla og svívirð-
ingarbréfin ein komust á leiðarenda.
Sérstök póstkort
Stalínisminn hefur aftur tekið við völd-
um í Sovétríkjum eftir kosningu Sjern-
enkos. Dæmi:
Til að auðvelda öryggislögreglunni að
fylgjast með símtölum til Sovétríkjanna
hafa bein símtöl þangað verið bönnuð.
Frá 1. ágúst næstkomandi mega Sov-
étborgarar ekki taka við bögglapósti frá
útlöndum, þótt tollar hafi verið greiddir
af sendanda.
Yfirmaður í þrælabúðum getur nú
dæmt hvern þann fanga til fimm ára
þrælabúðavistar sem sýnir óhlýðni. En
ógeðfelldast af öllu: Til að auðvelda Stóra
bróður að fylgjast með þegnum sínum
hafa verið gefin út sérstök póstkort, þar
sem óbreyttir borgarar geta skrifað nafn
þeirra sem þeir telja, að séu ríkinu hættu-
legir með einhverjum hætti. Handbendið
þarf ekki annað en skrifa á kortið: ógnar
þjóðfélagslegri reglu í sósíalísku samfé-
lagi okkar. Oþarfi er að skrifa nafn sitt
undir ábendinguna eða kæruna, sem er
send til öryggislögreglunnar.
Reynt er með ráðum og dáð að koma í
veg fyrir að sovétborgarar fái aðrar upp-
lýsingar en þær, sem lygamylla stjórn-
valda flytur þeim. Stóraukin áherzla er
lögð á að trufla útvarpssendingar frá lýð-
ræðisríkjunum til Sovétríkjanna.
Snezhnevskí var ákærður fyrir það
1974 af alþjóðasamtökum sálfræðinga að
misnota sállækningar sem vopn gegn
andófsmönnum. Fjöldi andófsmanna hef-
ur verið sendur á geðveikrahæli og
sprautaður með alls kyns lyfjum til að
eyðileggja andstæðinga ríkisins. Snezhn-
evskí var í síðustu viku sæmdur einhverju
æðsta heiðursmerki Sovétríkjanna fyrir
þjóðþrifastörf sín (!).
Þannig mætti halda áfram að telja upp
einkenni stalínismans í Sovétríkjunum.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1984
25
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 2. júní
Yelenu er neitað
um læknishjálp í
Moskvu. Sakh-
arov fullyrðir að
kona hans sé
dauðveik og ef
hún ekki fái al-
mennilega lækn-
ishjálp, muni hún
deyja. Þá verður
einnig úti um
mig, segir hann.
Ég fullyrði, segir
Natalya Hesse,
að Yelena er að
dauða komin,
það er sannleik-
urinn.
Engu er líkara en ný pólitísk ísöld sé að
leggjast yfir þetta víðlenda heimsveldi,
þar sem arftakar Marx og Lenins um-
gangast fólk með svipuðum hætti og þeir
sem stjórnuðu galdrabrennum á 17. öld.
Lýðræðisríkjunum er meiri nauðsyn á
að halda vöku sinni nú en nokkru sinni
áður, ef þau eiga ekki að hljóta örlög
mammútanna í jökultúndrum Síberíu.
Nú er verið að útrýma Afgöngum m.a.
með nýrri tegund vopna og nú síðast ein-
hverju sem líkist malbiki og dreift er yfir
jörðina til að brenna allt líf upp til agna,
sem kemst í snertingu við viðbjóðinn.
Allt eru þetta íhugunarefni fyrir frið-
arhreyfingar í frjálsum löndum.
Réttum
hjálparhönd
ágætt afþreyingarefni, þegar af litlu er að
taka, nauðganir að sjálfsögðu glæpur,
sem ekki á að taka neinum vettlingatök-
um, og frjáls innflutningur á kartöflum
svo sjálfsagður hlutur, að ekki ætti að
þurfa um að ræða. En andspænis nýjum
stalínisma í Sovétríkjunum blikna þau
umræðuefni, sem efst hafa verið á baugi í
okkar frjálsa eftirsóknarverða og tiltölu-
lega hættulausa velferðarríki. Velsæld og
eftirsókn eftir lífsþægindum hafa breytt
verðmætamati okkar íslendinga. Áður
var líf okkar miðað við forna heimsmenn-
ingu, sérstæðar bókmenntir íslenzkar.
Þangað var veganestið sótt í sjálfstæðis-
baráttunni. Það er tímanna tákn, að bók-
in á nú undir högg að sækja. Bókin, sem
gerði okkur að sérstæðri menningarþjóð,
er ekki eins eftirsóknarverð og áður. Við
metum hana ekki sem skyldi, svo sjálf-
sögð sem hún þykir. En í einræðislöndum
eru skáldin í forystusveit andófsafla. Þar
eru skáldsögur og Ijóð í heiðri höfð af
undirokuðu fólki eins og í sjálfstæðisbar-
áttu okkar. Án tengsla við bókmenningu
okkar gætum við orðið erlendum þrýst-
ingi, jafnvel ofbeldi að bráð. Við þurfum
því að rækta þennan arf okkar. Hafa það
fólk í minni sem fær ekki að lesa þær
bækur, sem hugurinn stendur til vegna
ritskoðunar og andlegs ofbeldis. Við eig-
um að rækta garðinn okkar, þó að við
þurfum ekki að horfast í augu við dagleg-
an viðblasandi lífsháska. Það hlýtur til að
mynda að vera okkur umhugsunarefni,
hvort bókalausar listahátíðir séu það sem
koma skal. Eyjaálfa Orwells er nánast
bókalaust samfélag.
„Ef ég væri Yelena," sagði bandarísk
húsmóðir nýlega í blaðaviðtali, „þyrði ég
ekki til sovézks læknis. Maður veit aldrei
hvenær „mistök“ verða. Þeir ættu að
leyfa henni að fara úr landi.“
Undir þetta tekur frjálst fólk í öllum
löndum heims. Við íslendingar ættum
ekki sízt að leiða hugann að ógnvekjandi
örlögum þeirra sem hafa orðið einræði og
ofbeldi að bráð. Við ættum að líta upp frá
nauðgunarmálum, afmælisgjöfum og
kartöflusporti og rétta þeim hjálparhönd,
sem nú standa í miðri baráttu við hrika-
legustu ógnarstjórnir sem heimurinn hef-
ur þekkt. Við ættum að hætta að vera
sýknt og heilagt í hlutverki gyltunnar,
sem rótar í akarninu við eikina, en lítur
helzt aldrei til himins. Afmælisgjafir eru
Sakharov í íslenzkri
peysu sem tengdamóðir
Árna Bergmanns, Soffía
Tuvína, prjónadi og sendi
honum að gjöf.