Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1984 usdvhMð í reykjavik tI7 JÚNÍ 1984 Norrokk í Laug- ardalshöll í kvöld NORROKK, norræn rokkhátíð eins og nafnið bendir til, verður haldin í Laugardalshöllinni í kvöld og hefst kl. 21. Auk hljómsveitarinnar frá fs- landi, Vonbrigða, munu sveitir frá öllum hinum Norðurlöndunum leika við þetta tækifæri. Dönsku gestirnir eru hljóm- sveitin Clinic Q. Upphaflega var hér um að ræða kvennahljómsveit en á síðari tímum hafa tveir karl- menn bæst í hópinn. Konurnar eru þó enn í meirihluta, þrjár talsins. Clinic Q hefur vakið áhuga jafnt heima fyrir sem í Englandi. Frá Noregi kemur hljómsveitin Cirkus Modern, sem er framarlega í flokki í norskri nýbylgju. Sænska sveitin Imperiet þykir einnig mjög leiðandi í nýbylgjunni þar í landi og jafnvel er búist við því að sú sveit eigi eftir að verða leiðandi afl í norrænu rokki á komandi misserum. Þá er aðeins ónefnd finnska sveitin Hefty Load, sem óneitanlega hefur nokkraisérstöðu á meðal hljómsveitanna sex á Norrokki sökum þess að hún leik- ur „fönk“-tónlist. MorfunbUdié/iúMus. Quintetten. Frá vinstri: Karin Johansson, Guðrún Hauksdóttir, Helen Melin, Ulla Andersson og Marie Larsdotter. „Leikum ekki neinn hefðbundinn jazz“ — segja stöllurnar í sænsk/íslensku sveitinni Quintetten SÆNSK/fSLENSKA jazzhljómsveit- in Quintetten er á meðal þeirra, sem koma fram á jazzhátíð í Broadway kl. 22 í kvöld. Quintetten hefur þá sér- stöðu að í henni eru eingöngu konur, þar á meðal ein íslensk, Guðrún Hauksdóttir. Hún leikur á rafmagns- gítar. Hinar eru Karin Johansson/pí- anó, Helen Melin/trommur, lllla Andersson/trommur og Marie Lars- dotter/flauta. Blm. Mbl. hitti þær Guðrúnu og Karin að máli á föstudag og rabbaði stuttlega við þær. „Quintetten hefur verið starfandi í rúmt ár í núverandi mynd en við erum allar eftir sem áður í „big- bandinu" Hotlips. Sú sveit telur 20 konur,“ sögðu þær stöllur. „Tónlist- in sem við leikum er einkum og sér í lagi það, sem kallað er nýjazz, en við semjum alla okkar tónlist sjálf- ar.“ — Hvernig gengur ykkur að fá að spila í Svíþjóð? „Það hefur gengið Ijómandi vel og við höfum t.d. haft mikið að gera á undanförnum vikum og fengið góða dóma í blöðum. Að sumu leyti er það þægilegra fyrir konur, þ.e. kvennajazzsveitir, að koma sér á framfæri en ef þetta væri blönduð sveit því fólki finnst meira spenn- andi að sjá hvernig við stöndum okkur.“ — Er ísland eina landið utan Svíþjóðar, sem þið hafið spilað í? „Já, enn sem komið er. Við erum reyndar með ákveðin tengsl við Kaupmannahöfn og gerum okkur vonir um að fá að spila þar í sept- ember og svo er kunningi okkar að athuga fyrir okkur hvort mögulegt væri að spila í Barcelona á Spáni síðar á árinu. Þegar hefur verið ákveðið að við höldum í þriggja til fjögurra vikna tónleikaferðalag um Svíþjóð á vegum Sveriges Rikskon- serter og það þykir alltaf mikil upp- hefð.“ — Einhverjar áætlanir um plötuupptöku? „Nei, ekki enn sem komið er, en það gæti kannski orðið síðar meir. Annars er þetta svo ung hljómsveit, að það hefur vart komið til tals.“ — Á nýi jazzinn jafn miklum vinsældum að fagna í Svíþjóð og t.d. bebopið? Mikill jazzáhugi „Já, fullt eins miklum. Jazzáhugi er mikill í Svíþjóð og konur eru mjög áberandi þar, sem í allri ann- arri tónlist. Hvað jazzinn okkar varðar er þar að finna ýmiss konar áhrif. Popp ogjafnvel gospel-tónlist Nár man har kánslor — síöari sýning í kvöld Síðari sýning Borgarleikhússins í Stokkhólmi á verki finnsku skáld- konunnar Mariu Jotuni, „Nár man har kánslor," verður kl. 20 í kvöld í Gamla bíói. Leikverk þetta var fyrst sýnt í fyrravor og vakti þá mikla athygli. Á meðfylgjandi raynd er Birgitta Ulfsson í einu hlutverka sinna. Landslagsdramatík og spenna — sýning Margrétar Reykdal í Norræna húsinu ast við að nota til að tjá hughrif úr daglegu lífi,“ segir Margrét m.a. um verk sín. Margrét er fædd í Reykjavík 1948. Síðastliðinn áratug hefur hún átt heima á Frysja-lista- miðstöðinni í Osló, sem er í eigu borgarinnar. Sýningin í Norræna húsinu er 4. sýning Margrétar hér á landi. Þá hefur hún tekið þátt í samsýningum i Osló og haldið einkasýningar víða í Noregi. SÝNING á verkum Margrétar Reykdal var opnuð kl. 15 í gær í anddyri Norræna hússins í tengslum við Listahátíð. Á sýningunni eru 16 myndir eftir Margréti, flestar vatns- litamyndir. Sýning Margrétar nefnist Uppá- komur í landslagi og segir lista- maðurinn myndir sínar ættaðar af landamærum drauma og veru- leika. „í landslaginu finn ég dramatík og spennu, sem ég leit- spilar þar inn í. Já, og sirkus-tón- listin fléttast einnig í efnisskrána. Karin var nefnilega nýkomin úr miklu sirkusferðalagi þegar hún gekk til liðs við okkur og áhrif reynslu hennar koma fram í tónlist okkar.“ — Hvernig komust þið inn á Listahátíð? „Það var nú þannig, að ég hafði samband við forráðamenn hátíðar- innar að fyrra bragði fyrir um þremur mánuðum og óskaði eftir því að við fengjum að spila. Reynd- ar var búið að skipuleggja flest at- riðin á hátíðinni en við fengum tækifæri eftir að hafa sent upptök- ur með tveimur laga okkar." — Komið þið bara fram í þetta eina sinn? „Já, eins og staðan er nú stefnir allt í það. Við viljum hins vegar endilega fá að spila a.m.k. einu sinni, helst tvisvar, til viðbótar áð- ur en við förum aftur í lok vikunn- ar, þ.e. 8.-9. júní. Við höíum verið að velta því fyrir okkur að fá að spila á pöbbunum í bænum en höf- um enn ekki kannað þann mögu- leika.“ — Hverju mega áhorfendur bú- ast við frá Quintetten? „Það er eiginlega ekki gott að segja, en svo mikið er víst að tónlist okkar getur ekki flokkast undir neinn hefðbundinn jazz. Reyndar þarf fólk ekki að vera neinir for- fallnir jazzunnendur til þess að hafa gaman að því sem við erum að gera, eða við viljum a.m.k. halda það. Annars verður fólk bara að koma og sjá okkur spila.“ — SSv. Sænska hljómsveitin Imperiet. Myndlistarsýn- ing í Miklagarði MIKLIGARDUR opnaði í gær af til- efni Listahátíðar í Reykjavfk mynd- listarsýningu í húsakynnum sínum. Eru þama á ferð verk fimm grafík- listamanna og verða vinnsluaðferðir verkanna jafnframt kynntar. í fréttatilkynningu frá verslun- inni segir, að hún hafi í framtíð- inni áhuga á að auka tengsl lista- manna og almennings með svipuð- um kynningum. Alls eru fjörutíu verk eftir þá Einar Hákonarson, Ingiberg Magnússon, Ingunni Eydal, Jón Reykdal og Ríkharð Valtingojer á sýningunni og eru þau öll til sölu. Sýningin verður opin til 6. júní. Frá undirhúningi sýningarinnar fyrir helgina. Sýning Textílfélagsins í Gerdubergi V m. Fimm meðlima Textílfélagsins, sem sýna í Gerðubergi. Morpinhiazia/jBiíun. Textílfélagið opnar í dag kl. 14 sýn- ingu á verkum félagsmanna í félags- miðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Á sýningunni getur að líta myndvefn- að, tauþrykk og verk unnin með blandaðri tækni. Eftirtaldir listamenn eiga aðild að sýningunni: Ása Ólafsdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Hanna G. Ragnarsdóttir, Hólmfríður Bjart- marsdóttir, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Ingibjörg Jónsdótt- ir, Iris Salóme Hallgrímsdóttir, Kristín Jónsdóttir, María Hauks- dóttir, Sigríður Candi, Sigrún Steinþórsdóttir Eggen, Steinunn Pálsdóttir, Valgerður Erlendsdótt- ir, Valgerður Torfadóttir. Sýningin í Gerðubergi er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 16—22. Föstudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.