Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 47 „Grás)eppuhjónin“ Lilja Armannsdóttir og Sigurður Garóarsson gera Söllu klára fyrir næstu veiðiferð. — En er grásleppan ofveidd eins og flestir fiskistofnar? „Nei það held ég ekki," sagði Þorsteinn, „þetta hefur ekki verið það mikið stundað. Það er ekki fyrr en núna sem stóru bátarnir hafa sótt í þetta." Einn af þessum „undan- þágugemsum“ Næst fórum við um borð í skut- togarann Svein Jónsson KE-9 þar sem hann var við bryggju í Sand- gerðishöfn. Þar voru iðnaðarmenn og fleiri landkrabbar að undirbúa skipið á veiðar og enginn skipverji sjáanlegur. „Vélstjórinn fór niður- að aftan," sagði einhver og við þangað. Eftir nokkra leit í skúma- skotum vélarrúmsins fundum við vélstjórann sem reyndist vera Hallmann Sigurðsson, 2. vélstjóri, þar sem hann var að gera við ein- hverja framandlega hluti á verk- stæðinu. „Bara þetta venjulega, það er yfirleitt stanslaus vinna þann tíma sem stoppað er og veitir ekki af,“ sagði Hallmann þegar við spurðum hann hvað hann væri að gera. „Nei, nei, það er ágætt í flestum tilfellum," sagði Hallmann að- spurður um hvort ekki væri leið- inlegt að vera niðri í vélarrúmi, „það er allavega hlýrra á veturna. Annars er ég búinn að kynnast hinu lika og væri ekki hérna niðri ef mér líkaði hitt betur." — Er vélstjórastarfið ekki mik- ið ábyrgðarstarf? Því svaraði Hallmann: “Vissu- lega er það mikið ábyrgðarstarf hjá 1. vélstjóra sem ber ábyrgðina og mest hvílir á, enda er þetta orð- ið 7 til 8 ára nám, með smiðju- tíma, til að fá full réttindi. Ég er einn af þessum umtöluðu undan- þágugemsum, aðeins með 12 vikna mótornámskeið og réttindi á 500 hestöfl." Hvernig líst þér á umræðuna um þau mál öll í vetur? „Éf þeir ætla að stoppa allar undanþágur þá stoppa þeir helft- ina af flotanum. Það er ef til vill það eina rétta eins og ástandið er orðið á fiskistofnunum í dag. Launin eru orðin svo lág og þessir menn geta gengið í svo mörg störf í Iandi að þeir fara ekkert út á sjó með þær tekjur sem upp úr því er að hafa.“ Hvað er til ráða? „Albesta ráðið er að laga kaup- ið. Sjómenn eru almennt mjög óánægðir, enda hefur þetta versn- að mikið síðustu tvö árin eða svo, bæði hefur þorskurinn minnkað og fiskverðið ekki hækkað sem skyldi.“ — Hvernig er vinnuaðstaðan um borð? „Hún er ágæt. Hér eru engir at- vinnusjúkdómar, nema helst heyrnarleysið — en það getur þá aiveg eins hafa verið komið áður. Þetta hafa mest verið 8—9 daga túrar hjá okkur, en þar sem við erum þrír vélstjórarnir fáum við frí þriðja hvern túr og er það svo- sem ágætt," sagði Hallmann Sig- urðsson. Eina „grá- sleppukerlingin“ í Sandgerði Síðust til að verða fyrir barðinu á Morgunblaðsmönnum í þessari Sandgerðisrispu urðu grásleppu- hjónin Sigurður Garðarsson og Lilja Ármannsdóttir, en þau voru nýlega komin frá því að vitja grásleppu- netanna og voru að gera klárt fyrir næsta dag. Við vildum auð- vitað vita hvort Lilja væri eina „grásleppukerlingin" á landinu (til samræmis við grásleppukarl þó það eigi varla við Lilju, því hún er ung kona). „Hún er að minnsta kosti eini kvenmaðurinn á grá- sleppu frá Sandgerði," sagði Sig- urður og kvaðst hann reyndar ekki vita um neina aðra slíka á land- inu. Aðspurður um verkaskipting- una um borð, sagði Sigurður að Lilja væri „nú eiginlega skipstjór- inn“ en hann hásetinn. Aflinn hjá þeim á Söllu, en svo heitir trillan þeirra, var tregur þennan daginn, náði ekki alveg 100 „sleppum". Sigurður er loðnusjómaður á vet- urna og er með grásleppuútgerð- ina sem aðalatvinnu á sumrin en Lilja vinnur í frystihúsi á veturna og gætir auk þess bús og barna. — Hvaða taugar ber grásleppu- karlinn og loðnusjómaðurinn til sjómannadagsins? „Sjómannadagurinn hefur alltaf miklu hlutverki að gegna í mínum huga. Eg hef verið á sjónum í 12—13 ár og hann skiptir máli fyrir mann. Ég geri mér alltaf daga- mun, fylgist með skemmtiatriðun- um og svo fær maður sér í glas um kvöldið eins og vera ber ..." Texti: HBj. Ljósm.: Júlíus laust. Góð fríholt voru höfð á milli eyjunnar og mótorbátsins. Loks var hafinn dráttur og á svipstundu voru komnar um 80 kindur út í stóra mótorbátinn og nokkrir krakkar, til að hindra ráp á fénu um dekkið. Þá skeður það. Eins og hleypt væri af skoti verður höfnin að einu brimsogi. Kolófært á svipstundu. Við þessa breytingu slítur báturinn af sér öll fram- bönd og reif upp flesta festi bolt- ana í eyjunni. Aðeins festingin að aftan hélt. Báturinn fór frá að framan, sló skrúfunni í eyjuna og vélin snarstoppaði. Eitt band hélt bátnum og stórgrýtið fáum metrum til hliðar. Við það að skrúfan slóst í breyttist skurður hennar, úr hlutlausu og í fullt áfram. Það var lán! Hver stjórn- aði því? Sá ég hvað verða vildi. Þurfti því skjót og fljót handbrögð. Ég hafði ávallt með mér í slíkum ferðum flugbeittan hníf. Tek ég stökk niður úr miðri Hafnar- brekku og niður á steðjan og kasta mér um borð. Náði ég lunningunni og segi við Guð- mann Guðmundsson frá Brekku- húsi í Eyjum: „Setjum vélina í gang.“ Ég hafði verið vélstjóri á þessum báti veturinn áður og Guðmann hafði verið skipstjóri og vélstjóri með bátinn. Vorum við því öllum hnútum kunnugir. Settum við mótorinn í ræsistöðu, kveiktum á „cigarettum" fyrir vélina. Spurði ég Guðmann: „Hvort viltu skjóta á vélina loft- inu, eða vera á olíulampanum?" Hann vildi skjóta. Það tókst. Hún — vélin — tók þungt við sér og fór að snúast. Afturbandið hélt og rétti það bátinn af. Kom nú hnífurinn sér vel og skar ég bandið umsvifalaust sundur, en það var svert fléttað nælontóg. Um leið og báturinn var laus, miðaði honum hægt út höfnina og smájók vélin við hraðann á snúningi sínum. Náðum við bátnum út og björguðum honum, fénu og börnunum sem voru um borð. Það var mikið Guðs lán. i Héldum við norður fyrir eyjuna og vestur með og að Hvannhillu, sem snýr gegnt norð-vestri. Þar var ládautt og fólkið allt sem var uppi kom nú niður þetta einstigi og gekk vel að koma því fyrir um borð. Haldið var til heimferðar og endaði ferðin á mjög farsælan hátt og miklu betur en á horfð- ist. Hljótt var um ferð þessa, því þarna var augljós stórkostleg hætta, sem þögnin geymdi best. Allt um það, þá skeði þarna kraftaverk, svo Guðmann, sem áratugum hefir stundað sjó og oft lent í misjöfnu, meðal annars á Skíðblaðnir, þegar Sighvatur Bjamason á Erlingi, náði bátn- um frá ógnandi hættu við Faxa- sker, taldi við undirritaðan, að hættan í áðurnefndri ferð hefði ekki verið minni. Hann er hollur sá er hlífir og fáir fá oftar að reyna það en sæfarendur. ís- lenskir sjómenn. Til hamingju með sjómannadaginn. Náð og miskunn Drottins veri ykkar vernd og hlíf. Einar J. Gíslason Hraðskreiðasti bátur á íslandi til sölu Báturinn er 21 fet norskur sérsmíðaður keppnisbátur Vél: 350 chevy Borg Warner gírkassi Stern Power keppnisdrif. Með bátnum fylgir 2ja hásinga vagn með fjöðrum, dempurum, bremsum og Ijósum Verðhugmynd 650.000. Verulegur staðgreiðsluafsláttur. Báturinn er staðsettur á athafnasvæði Snarfara í Elliðavogi. Upplýsingar gefur Gunnar í vinnusíma 84473 alla virka daga. Furusófasett meö leöri, furusófaborö. Eldhúsborö og bekkir. Verd aðeins kr. 6.870,-. Hringlótt eldhúsboró og stólar. Góð greiðslukjör. Opið sunnudag kl. 14—16. Húsgagnavemlun Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi, sími 54343.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.