Morgunblaðið - 09.06.1984, Blaðsíða 10
MORGUNBLADlb, LAUGARDÁg'ur' 9. JÚNÍ 1984
Hallgrimskirkja:
Hvítasunnuhátíð
í tilefni af opnun
kirkjuskipsins
Um bvítasunnuna verður haldin
hátíð í Hallgrímskirkju. Þá gefst
almenningi í fyrsta sinn kostur á
að skoða kirkjuskip Hallgríms-
kirkju, og tvær hvelfingar sem
verða fullfrágengnar.
Laugardaginn 9. júní kl. 18.00
verður hátíðin hringd inn með
tilheyrandi klukkuspili og lúðra-
þyt í turninum. Kl. 11.00 á hvíta-
sunnudag verður hátíðarmessa
og klukkan 14.00 messa í kirkju-
skipinu með þátttöku fyrrver-
andi og núverandi presta kirkj-
unnar, biskupa og kóra kirkj-
unnar. Eftir messu verður kirkj-
an opin og gefst fólki kostur á að
hlusta á kórsöng og lúðrablást-
ur. Fram koma Mótettukór Hall-
grímskirkju undir stjórn Harðar
Askelssonar organista, Dómkór-
inn undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar, skólakór Kárs-
ness undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur og málmblásara-
kvintett Ásgeirs H. Steingríms-
sonar.
í framhaldi af hátíðinni verð-
ur opnuð sýning í forkirkjunni á
teikningum og ljósmyndum sem
tengjast sögu kirkjunnar, m.a.
skissur og frumdrög Guðjóns
Samúelssonar, arkitekts kirkj-
unnar, að mismunandi tillögum
um bygginguna. Pétur Ár-
mannsson, sem stundar nám í
arkitektúr í Kanada, tók sýning-
una saman og er hún unnin í
samráði við Árbæjarsafn og
húsameistara ríkisins.
í gegnum tíðina hafa margar
hugmyndir komið fram um
skipulag Skólavörðuholtsins. Ár-
ið 1916 lagði Guðjón Samúels-
son, sem þá stundaði nám í arki-
tektúr, fram fyrstu tillögur sínar
af Skólavörðuholtinu. Þar gerði
hann ráð fyrir listasafni Einars
Jónssonar og safnahúsi bar sem
Iðnskólinn stendur nú. Á 3. ára-
tugnum var vaxandi hreyfing
um kirkjubyggingu fyrir lands-
menn á holtinu þar sem dóm-
kirkjan var þegar orðin of lítil.
Árið 1929 var efnt til hugmynda-
samkeppni en síðan þóttu verð-
ur að kirkju 1937. Árið 1942 lagði
hann fram tvær aðaltillögur og
þáverandi sóknarnefnd valdi þá
kirkju sem nú rís á Skólavörðu-
holtinu. Fyrsta skóflustungan
var tekin 1945 og árið 1948 var
kjallari kirkjunnar vígður og þar
var messað um árabil. Frá 1960
hefur verið unnið stöðugt við
bygginguna. Upphaflega hafði
verið áætlað að ljúka bygging-
unni á 300. aldursári Hallgríms
Péturssonar 1974, en fram-
kvæmdum seinkaði. Það ár var
þó turninn og álmurnar vfgðar
og 27. október lagði dr. Kristján
Eldjárn hornstein að kirkjuskip-
inu.
Að sögn forráðamanna kirkj-
unnar hefur framkvæmdum
miðað mjög vel að undanförnu,
vegna stóraukins framlags ríkis-
ins, svo og stórgjafa vina kirkj-
unnar. Unnið hefur verið að
smíði hvelfinganna og mun Ijúka
í byrjun vetrar. Jafnframt verð-
ur sett þak á kirkjuna í haust og
síðan hefst gluggasmíðin. Ef
nægar fjárveitingar fást er áætl-
að að ljúka byggingunni og vígja
hana á 200 ára afmæli Reykja-
víkurborgar 1986. Þá á eftir að
festa kaup á orgeli og innan-
stokksmunum, sem munu kosta
um 26 milljónir, þar af er reikn-
að með að 15 milljónir fari til
orgelkaupa. Fyrirhugað er að
efna til landssöfnunar af þessu
tilefni og mun hraði innrétt-
inganna markast af árangri
hennar. Yfirverkfræðingur
framkvæmdanna er Örn Steinar
Sigurðsson.
Ljósmynd Júlíus Mbl.
Sóknarprestar Hallgrímskirkju, sr. Ragnar Fjalar Lárusson (t.v.) og sr.
Karl Sigurbjörnsson (t.h.).
launateikningarnar ekki nýti- ríkisins, sem þá var Guðjón
legar. Því var húsameistara Samúelsson, falið að gera tillög-
Vöruskiptajöfnuður Islands við Norðurlönd á liðnu ári:
Óhagstæður um yfir
4 milljarða króna
samstarf í efnahagsmálum kannar möguleika á
Friðarvaka í félags-
heimili Húsavíkur
Norræn nefnd um aukið
samstarfsverkefnum
NORRÆN nefnd sem samanstend-
ur af fulltrúum atvinnulífs á breið-
um grundvelli hefur nú verið mynd-
uð, og er nefndinni ætlað að vinna
að aukinni efnahagssaravinnu á
Norðurlöndunum. Það var fyrir til-
stilli forsætisráðherra Norðurland-
anna sem þessi nefnd var mynduð,
en aðdragandi að myndun hennar
hefur verið alllangur, því samkvæmt
því sem fulltrúi lslands í nefndinni,
Erlendur Einarsson, forstjóri Sam-
bandsins upplýsti blaðamann Morg-
unblaðsins, þá kom fram viljayfírlýs-
ing forsætisráðherra Norðurlanda
fyrir nokkrura árum að svona nefnd
yrði sett á laggirnar, en það var ekki
fyrr en í febrúar á þessu ári, sem
forsætisráðherrarnir lýstu því yfír á
fundi að fulltrúar norræns atvinnu-
lífs ættu að geta látið í té veigamikla
reynslu og hugmyndir í þágu nor-
ræns samstarfs í efnahags- og at-
vinnumálum. Var því ákveðið að
stofna slíka nefnd, og ákváðu for-
sætisráðherrarnir að Dr. Pehr Gyll-
enhammar, forstjóri Volvo, yrði
formaður hennar og Ulf Sundkvist,
bankastjóri fínnska Alþýöubankans,
varaformaður. Jafnframt var ákveð-
ið að Gyllenhammar veldi aðra
nefndarmenn. Nefndin mun starfa
sjálfstætt og vera óháð hinu opin-
bera norræna samstarfí.
„Það var í marsmánuði sl. sem
Dr. Gyllenhammar hringdi í mig
og spurði mig hvort ég væri reiðu-
búinn til þess að eiga sæti í þess-
ari nefnd,“ sagði Erlendur Ein-
arsson í samtali við Morgunblaðið,
en nefndin hélt einmitt sinn
fyrsta fund þann 30. maí sl. Er-
lendur kvaðst hafa tekið sér um-
hugsunarfrest, og eftir að hafa
haft samráð við samstarfsmenn
sína hér og komist að þeirri niður-
stöðu að þetta væri ekki meira
starf en svo, að hann gæti sinnt
því með starfi sínu hjá SÍS, hafi
hann sagt já við Dr. Gyllen-
hammar.
Aðrir nefndarmenn eru Poul J.
Svanholm forstjóri, Danmörku,
Georg Poulsen stjórnarformaður,
Danmörku, Kari Kairamo for-
stjóri, Finnlandi, Percy Barnevik
forstjóri, Svíþjóð, Sören Mann-
heimer borgarráðsfulltrúi, Sví-
þjóð, Tor Moursund bankastjóri,
Noregi og Torvild Aakvaag for-
stjóri, Noregi.
Erlendur sagði að á þessum
fyrsta fundi hefðu menn rætt mál-
in, og hvers konar samstarf væri
mögulegt að tækist á Norðurlönd-
um, á sem breiðustum grundvelli.
„Það voru engar ákvarðanir tekn-
ar á þessum fyrsta fundi,“ sagði
Erlendur, „heldur voru málin reif-
uð, vítt og breitt. Og það var
ákveðið að halda tvo aðra fundi á
þessu ári, annan síðar í sumar og
hinn í október eða nóvember."
Erlendur sagði að meginnið-
urstaða þessa fyrsta fundar hefði
verið að Norðurlöndin ættu að
geta bætt hvert annað upp, og
ættu sameiginlegra hagsmuna að
gæta hvað varðar náttúruauðlind-
ir og stefnu á sviði iðnaðar og vís-
inda. Nefndi hann sérstaklega þá
öru tækniþróun sem orðið hefur
að undanförnu i Bandaríkjunum
og Japan, og að nefndarmenn
hefðu verið sammála um að Norð-
urlöndin ættu meiri möguleika á
að standa sig á því sviði, ef þau
miðluðu hvert öðru og kæmu fram
sem ein heild, en það væri einmitt
fámennið sem gerði það að verk-
um að þau ættu erfitt uppdráttar í
slíkri samkeppni.
Aðspurður um hlut íslands sér-
staklega í slíkri samvinnu sagði
Erlendur: „Mér fannst koma fram
á þessum fundi, góður skilningur
annarra nefndarmanna á sérstöðu
íslands, og mér fannst það vera
ljóst að hin Norðurlöndin töldu
akk í því að hafa okkur með. Það
var lítillega rætt á þessum fundi,
hversu illa við stöndum að vígi
viðskiptalega séð við hin Norður-
löndin. Á síðasta ári fluttum við
inn frá öðrum Norðurlöndum vör-
ur að verðmæti yfir 5 milljarða
króna, en á sama tíma fluttum við
ekki út til annarra Norðurlanda
fyrir meira en liðlega 800 milljón-
ir króna. Ég greindi frá því að ís-
lendingar vildu að sjálfsögðu
breyta þessu hlutfalli og fannst
mér það sjónarmið mæta skilningi
annarra nefndarmanna."
Erlendur sagði þegar hann var
spurður á hvaða sviði slíkar breyt-
ingar gætu helst komið til, að það
væri ef til vill fyrst og fremst
óseld orka okkar, bæði vatnsafl og
jarðhiti, sem nýta mætti sem sölu-
vöru og þá hugsanlega að ráðast í
samvinnu við norræn fyrirtæki
um uppbyggingu á atvinnurekstri
hér, þar sem þessi orka væri nýtt.
Hann sagðist jafnframt hafa bent
öðrum nefndarmönnum á sam-
keppnisaðstöðu okkar við Norður-
landaþjóðirnar hvað varðar fisk-
veiðar og útflutning á fiskafurðum
okkar. Okkar aðaltekjulind væri
fiskvinnslan, og það væri mjög
erfitt fyrir okkur að standa í sam-
keppni við t.d. Norðmenn, þar sem
sjávarútvegurinn væri stórlega
ríkisstyrktur, af byggðalegum
sjónarmiðum. Erlendur sagði að
Norðmennirnir í nefndinni hefðu
ekki svarað þessu á einn eða ann-
an hátt, málin hefðu aðeins verið
reifuð.
Ákveðið hefur verið að nefndin
muni næstu 18 mánuðina kanna
möguleika á því að koma á stofn
ákveðnum samstarfsverkefnum
innan Norðurlandanna, útfæra
frekar hugmyndir að verkefnum í
samvinnu við fyrirtæki og stofn-
anir, og gera tillögur í mikilvæg-
um málaflokkum í þeim tilgangi
að auka norræna efnahags- og
iðnaðarsamvinnu.
FRIÐARVAKA i Húsavík verður
haldin um hvítasunnuhelgina. Að
sögn Sveins Rúnars Haukssonar,
formanns Frióarhreyfíngar Þingey-
inga, munu Bergþóra Árnadóttir og
félagar halda tónleika á laugar-
dagskvöld í boði hreyfíngarínnar.
Hljómsveitin Export frá Húsa-
vík mun einnig koma fram og
skáldið Ljón norðursins mun
flytja nokkur Ijóð við sama tæki-
færi. Friðarvakan verður haldin í
Félagsheimili þeirra Húsvíkinga
og er aðganseyrir 200 krónur.
Frítt verður fyrir lifeyrisþega,
börn og unglinga að 16 ára aldri.