Morgunblaðið - 09.06.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.06.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1984 a-A yiuoldc&u. t?essu á fsetuma ó. )?ér- þris^/ar d dag/ cL mdLtíSum." Ást er.. .. a ð binda sig saman. TM Reg U.S. Pal. Oft — all rights raservad >1384 Los Angeles Tlmes Syndlcate Þá er lokið fyrstu sex köflunum í endurminningum mínum lokið. — Hvað segir þú um að vera sjöundi kaflinn? Með morgimkaffinu Skelltu í samband vina. HÖGNI HREKKVlSI ,, POlNN AP VE'KA í 3/\NP(5ZyFJÚNHI ClM SK£IP, Á höfundur „Vor-sonnettu“ fleiri kvæði í fórum sínum? Jón Oddsson, skrifar: „Ég vil leyfa mér að þakka fyrir kvæðið „Vor-sonnetta“ eftir Hrólf Sveinsson, en það birtist í Lesbók Morgunblaðsins 28. apríl sl. Nýtt skáld er risið upp meðal vor. Ég minnist þess í öllu falli ekki að hafa séð kvæði eftir Hrólf fyrr. (Hefur einhver séð það?). Mikil var gleði mín er ég las þetta hugljúfa ljóð sem líka ber í sér karlmennsku, ættjarðarást og orð- kynngi hins rökstuðlaða máls. Þetta er einhver munur eða sú ungskáldaþvæla sem nú veður uppi. Orðgnóttin og málþrótturinn minna mig á tungutak ættingja IROLFUR sveinsson Vor-sonnetta Vcturinn hendir fjremjublandid gaman ud gullvængjudum sunnanvinda-lofther sem leggur cnn i leióangur. sem oft fer i Ijótum handaskolum allur saman. Yorgyðjan siglir sæl og rjóð i framan sunnan úr geim á blúum helikoftcr með spegilfogru sparibrosi um hvoft sér. spengileg er hún alltaf. blessuð daman Vr klaka-skurni skriður hráblaut jorðin. svo skelfing nýfivtt grey og ótútlcgt, en sólin kjassar kvikimlið með spekt og karar skelluheran lubba-svorðinn. svo sem hún hafi aldrei áður þekkt indivlli króga i guðs og sinni slekt. minna og forfeðra í Svarfaðardal og Skagafirði. Þetta er eins og öfugur Baudelaire eða tvígildur Jón Helgason ef sonnettuformið er haft í huga (að ógleymdum Jón- asi og Shakespeare). Það var kominn tími til að hefja gagnsókn í íslenskri ljóðagerð. Hrólfur Sveinsson hefur nú reist grunnfánann. Megi liðsafnaður verða horksur og framtíðin björt. Hér með er skorað á Hrólf skáld Sveinsson að birta fleiri Ijóð og helst að senda frá sér ljóðabók. Því verður ekki trúað að höfundur „Vor-sonnettu" eigi ekki fleiri kvæði í fórum sínum til að prýða heila ljóðabók." íþróttaþátt- urinn færður til á dag- skránni í til- raunaskyni Velvakanda hefur borist tals- vert af fyrirspurnum varðandi tímasetningu íþróttaþáttarins í sjónvarpinu á mánudögum og var leitað svara hjá Ellerti Sig- urbjörnssyni, dagskrárritstjóra sjónvarpsins. Ellert sagði að það að færa íþróttaþáttinn aftar á dagskrána væri gert í tilraunaskyni. Þeim hefði borist mikið af kvörtunum frá fólki sem ekki fylgdist með íþróttum sem sagði að þessi þáttur tæki besta tímann af kvöldinu. Ellert sagði hins vegar að eftir breytinguna hefðu þeir fengið orð í eyra frá ungum íþróttaunnendum sem þyrftu að vera komnir í háttinn á þeim tíma sem þátturinn væri á dagskránni. Sagði hann að ekki hefði verið rætt um að breyta þessu í bráð, en upphaflega hefði verið fyrirhugað að hafa þetta fyrirkomulag í sumar. Lyftan stend- ur sig ekki sem skyldi Jakob Hólm hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: Það er þannig að ég er íbúi í tíu hæða háhýsi með sextíu íbúð- um. Hér er gott að búa nema að einu leyti og það er að í húsinu er lyfta frá Opís (G. Þorsteins- son og Jónsson) og hún er síbil- andi. Síðastliðna viku er mér sagt að hún hafi bilað fimm sinnum. Fólk er fast í henni, hún fer ineð það alveg niður á botn og er nú svo komið að fólkið sem býr á neðstu hæðunum er hætt aö nota hana. Viðgerðarmenn koma stund- um fljótt á vettvang en komið hefur fyrir að enginn viðgerðar- maður hafi verið í bænum. Hér kemur einungis tvennt til. Annað hvort er búnaður lyft- unnar drasl eða viðgerðarmenn- irnir eru ekki starfi sínu vaxnir. Vil ég gjarnan fá að heyra hvort menn séu í sömu vandræðum í öðrum háhýsum með sömu eða annarri lyftugerð, en þetta ástand er hættulegt og til skammar þeim sem hlut eiga að máli. Fréttaflutningur og skrif Morgunblaðsins Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir skrifar: „í Staksteinum fimmtudaginn 24. maí er fjallað um skrif Ragn- ars Stefánssonar og annarra sem hafa ritað um málefni Mið- Ameríku í Morgunblaðinu í vetur, út frá öðru sjónarhorni en venja er í blaðinu (þrjár greinar ef mér skjátlast ekki). Ritara Staksteina er bersýnilega í nöp við að slíkar greinar fái inni í Morgunblaðinu. A.m.k. þykir honum nauðsynlegt að vera svolítið óheiðarlegur í um- fjöllun sinni um þær. Það er svo sem engin nýlunda. Það er engin launung, að þegar rabbað er um fréttir manna á milli er oftlega talað um „moggalygi", og má jafn- vel segja að það sé einhvers konar hugtak í málinu. Ritari Staksteina talar t.d. um að „kommúnistar", þ.e. Fylkingar- félagar og aðrir sósíalistar á ís- landi og víðar, hafi óskað þess að hægrimaðurinn d’Aubuisson hefði sigrað í kosningunum í E1 Salvad- or. Um þetta skulu ekki höfð mörg orð, en það er eins og ef undirrituð hefði hitt manninn og kynnt sig fyrir honum: „Góðan daginn, ég heiti Sigurlaug," en hann segði: „Nei, það heitirðu ekki, þú heitir María.“ Af slíkum sannfæringar- krafti reiða fulltrúar flokks Morg- unblaðsins ósjaldan fram fjar- stæðu. Allir vita, og ekki síst Morgun- blaðið, að það er gefið út í stærsta upplagi hér á landi, og að fréttir þess og fréttamat hafa mikil áhrif. Það krefst tíma, orku og æf- ingar að skyggnast bak við frétt- ina í leit að annarlegum hagsmun- um. Slíkir hagsmunir eru fyrir hendi og stjórna meira eða minna því sem borið er á borð fyrir al- menning í rituðu máli dagblað- anna. { erlendum fréttaflutningi tekur Morgunblaðið fullkomlega mið af fréttamati og fréttum frá Banda- ríkjunum. Þar gilda beinharðir hagsmunir, en ekki hlutleysi eða lýðræði, eins og Morgunblaðið mundi segja. Svo beinharðir hags- munir að bandarískum frétta- mönnum þykir nóg um. Þeim þótti t.d. ekki í anda „frjálsrar frétta- mennsku" að bandaríski herinn skyldi einn annast alla fréttamiðl- un vegna innrásarinnar í Grenada í október sl. Það eru líka bein- harðir hagsmunir sem stjórna því að sett er á svið meiriháttar leik- sýning á borð við kosningarnar í E1 Salvador, til þess að beina at- hyglinni frá stríðinu og hags- munamálum almennings í land- inu, um leið og stoðum er rennt undir aukna hernaðaraðstoð við afturhaldið þar. Þótt allir viti að Bandaríkin eigi hagsmuna að gæta í Rómönsku- Ameríku, er fólki þó ekki almennt ljóst að um skipuleg tengsl hags- muna þeirra við fjölmiðla er að ræða. Ég vil geta hér um eitt mál til þess að draga upp mynd af því hversu umfangsmikil tengsl er um að ræða. í marsbyrjun kom til íslands í fyrsta skipti opinber fulltrúi stjórnar Nicaragua, m.a. til þess að tala á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Morgunblaðið hafði ekki hátt um komu hennar, né heldur um þennan merkisdag. Þessi fulltrúi Nicaragua heitir Edga Vélez. í því sambandi sem hér um ræðir sagði hún á þessa leið: „Eitt stærsta vandamál þjóðar okkar er einokun bandarískra valdaaðila á fréttamiðlun. Þetta er mjög alvarlegt, því svo virðist sem fyrir u.þ.b. áratug hafi þessir aðilar ákveðið að reyna að halda uppi járnaga í öllum fréttaflutn- ingi, einnig utan Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Nicaragua sendi á sín- um vegum nefnd til Bandaríkj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.