Morgunblaðið - 09.06.1984, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1984
Fiskar í litum
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
BÍóHÖLLIN: RUMBLE FISH
Leikstjóri: Francis Coppola. Hand-
rit: ('oppola og S.E. Hinton, byggt
i skáldsögu þeirrar síðarnefndu.
Kvikmyndataka: Stephen H. Bur-
um, AÍ5.C. Tónlist: Stewart Cope-
land. Aðalhlutverk: Matt Dillon,
Mickey Rourke, Diane Lane,
Dennis Hopper, Dana Scarwid,
Christopher Penn. Bandarísk frá
Universal/PSO. Sýningartfmi: 94
mín. Gerð 1983.
Af kvikmyndasnillingum nú-
tímans eru fáir jafn mistækir og
Francis Coppola, nema þá ef
vera skyldi John Huston. Rumble
Fish er þriðja mynd hans í röð
sem engan veginn stenst sam-
anburð við hans bestu verk. Það
ber þó að hafa í huga að slappar
Coppola-myndir eru mun bita-
stæðari en meðalmennskan uppá
sitt besta.
í Rumble Fish heldur Coppola
áfram að fjalla um unglinga-
vandamál stórborgarslumm-
anna, en hún gerist á svipuðum
slóðum og tíma og segir frá
hliðstæðum persónum með sömu
vandamál og næsta mynd hans á
undan, The Outsiders. Á meðal
unglingaglæpagengja sjötta ára-
tugarins, í hvaða stórborg sem
er vestan hafs. Það er heldur
engin tilviljun, því báðar eru
myndirnar gerðar af S.E. Hint-
on, sem jafnframt hefur hjálpað
til við handritsgerð.
Það breytir þó engu þar um að
Rumble Fish er flöt hvað efnið
snertir en þeim mun ásjálegri
sem kvikmynd.
Matt Dillon fer hér með hlut-
verk heldur torgefins strætis-
jaxls sem reynir að erfa kon-
ungdæmi og orðstír bróður síns
(Mickey Rourke) á meðal hinna
upprennandi glæpagerla þess
óhrjálega hverfis sem er sögu-
svið myndarinnar. En í upphafi
Mickey Rourke fylgir hér eftir
góðum leik í Diner.
hennar er Rourke búinn að vera
horfinn af sjónarsviðinu i
nokkra mánuði.
Tilburðir Dillons ganga ekki
of vel, einkum er það kollurinn
sem tefur hann í uppgangi met-
orðastiga strætispönkaranna.
En þegar allt er að bregðast
birtist bróðir hans (sem reyndar
getur tæpast talist heill á
geðsmunum) og kemur honum
til bjargar.
Reynt er að kafa niður í sálar-
líf þeirra bræðra, sem alist hafa
upp hjá sídrukknum föður (ynd-
islega undirleiknum af þeim
fornfræga mótorhjólatöffara
Dennis Hopper) eftir að móðir
þeirra stakk þá af, börn að aldri.
Þær vangaveltur segja fátt.
Myndatakan, sviðsetningar og
sviðsmunir eru fullir af táknum.
Mest er þó notað af reyknum.
Grunar mig að meistarinn hafi
ofnotað hann og tæpast séð út úr
honum á köflum.
Rumble Fish er haganlega
gerð, eins og Coppola er von og
vísa. Kvikmyndatakan er yndi
fyrir augað en efnið fer fyrir
ofan garð og neðan og persón-
urnar haldlitlar og óglöggar.
Þessi meginatriði ná aldrei sam-
an sem skyldi svo árangurinn
verður aðeins athyglisverður
smá-kapítuli á listaferli meist-
ara Coppola.
Töffaragengi Matt Dillons í Rumble Fish. í þessari nýjustu mynd Copp-
ola er allt mismunandi gritt utan ránfiskar í fiskibúri.
Gullöld plastpokans
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Gyrðir Elíasson:
TVÍBREITT (SVIG)RÚM
eða póesíbók númer eitt komma tvö.
Mál og menning 1984.
TVÍBREITT (SVIG)RÚM er önnur
ljóðabók Gyrðis Elíassonar. Það
sem einkennir þennan unga höf-
und er rík tjáningarþörf og lofar
það út af fyrir sig góðu.
Aftur á móti er Gyrðir ekki
sáttur við nakta tjáningu, það að
bera tilfinningar sinar á torg i
formi öskurs. Hann vill hafa ljóðið
í umbúðum. Hann leggur mikið
upp úr því hvernig orðum og setn-
ingum er raðað á blað, iðkar til-
raunir í því efni. Auk þess er hann
hallur undir skeytasendingar milli
skálda, útilokað er fyrir óupplýsta
lesendur að hafa gagn af ljóðum
hans.
í a rhetoric poem in semi-iceland-
ic dedicated to einar már and allen
ginsberg yrkir Gyrðir Elíasson um
gullöld plastpokans. Það sem gerist
á fyrrgreindri öld er m.a. þetta:
leikur inspíra-
sjónin af fíngrum fram
í grafískum nethimnum skáldanna
alibíur glæpamyndanna
lullabíur barnabókanna
alt næstum alt hefur sinn
einstreingíngslega vitjunartíma
Ég skal játa að ég kann ágæt-
lega við þann æskulega tón sem
hljómar í þessu Ijóði og einnig í
lokaljóði bókarinnar: another poem
for allen ginsberg and einar már.
En yfirleitt yrkir Gyrðir Elías-
son hnitmiðaðri ljóð, hann breiðir
sig ekki yfir margar blaðsíður í
inspírasjóninni. Eitt sem hlýtur
að duga honum til árangurs í
framtíðinni er það að hann beitir
sjálfan sig aga, hefur þrátt fyrir
ungan aldur náð tökum á máli og
þeirri erfiðu list sem kalla má
takmörkun. Ung skáld ber
kannski ekki að lofa fyrir þessa
kosti, en þeir vekja vonir og eru
virðingarverðir.
Gyrðir Elíasson
Við skulum líta á eitt ljóða
Gyrðis sem eru til vitnis um þetta:
aö sja
ray
charles
spila sjón-
lausan
á
píanó
(20
tommu litsjón-
varpi uppi
á hjara mynd-
veraldar
ABSÚRD
(eða hvað)
Mörg ljóða Gyrðis Elíassonar
lýsa þeirri fáránleikaveröld sem
við búum í: absúrdtilveru. Hann
hefur valið sér það hlutskipti að
lýsa þessari veröld með hennar
eigin vopnum. Hann speglar hana
með spegli sem hún hefur sjálf
smíðað.
Spegillinn er vel slípaður, en
sýnir óhugnað fremur en fegurð.
Það er líklega við hæfi.
Skáld eins og Gyrðir Elíasson er
vitanlega að þreifa fyrir sér. Hann
er allur í tilraunum og eðlilegum
ungæðishætti. Með þessu er for-
vitnilegt að fylgjast, ekki síst í
þeirri von að það eigi eftir að leiða
af sér annað og meira en Tvíbreitt
(svig)rúm.
Notaðu
okuljósin
-alltaf
TOYOTA
Dómsdagsviðbrögð
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
ísak Harðarson:
RÆFLATESTAMENTIÐ.
Mál og menning 1984.
Þrengsta ljóð i heimi nefnist
eitt ljóðanna í Ræflatestamenti
ísaks Harðarsonar. Þar er stefnu-
skrá um veruleikann:
Mörkum
murkum
hann niður með
ORÐ
um
Að murka veruleikann niður er
það sem ísak Harðarson fæst við í
Ræflatestamentinu. Og hvað er
annað að gera þegar „okkur
dreymir enga drauma lengur og
hugsjónirnar horfnar"?
Isak birtir kaldhæðnislega af-
stöðu til lífsins. Orð eins og til-
gangur hafa glatað merkingu
sinni. Írónían er eina svarið. ísak
er oft beinskeyttur og tekur stórt
upp í sig. Fyrirlitningin leynir sér
til dæmis ekki þegar annað eins
smælki er á dagskrá og ástin og
Guð. 20. aldar ástarljóð segir frá
manni sem „er andfúll eins og opið
klóakrör“ og í Guðsi (b) lýsir hann
eftir Guðsa sem er „ráðríkur en
skilningsríkur/ dáldið farinn að
kalka".
Dómsdagsviðbrögð sem dreift er
tölusettum um bókina spegla and-
rúmsloft hennar; númer 4 er
svona: „Þeir segja atómstríð í
vændum/ Væri ekki ráð að fá sér í
feita pípu?“
Næst síðasta ljóðið er hvatning
til sjálfsmorða. Það er satt að
segja lítil von í þeim ræflaheimi
sem Isak Harðarson sér alls stað-
ar blasa við.
Ljóð ísaks Harðarsonar eru vel
orðuð og sýna að hann hefur þegar
náð skáldlegum þroska. Flest
þeirra eru af því tagi sem kalla
mætti kennsluljóð, þau eru viðvar-
anir, meinlegar athugasemdir um
samtímann. Þau eru nokkuð ein-
hæf vegna þeirrar afstöðu sem sí-
fellt er klifað á. Háðið verður
ádeilunni lyftistöng, bjargar því
að skáldið geri út af við lesandann
með prédikunum og svartsýni.
Til þess að sýna vinnubrögð
skáldsins er hér birt eitt ljóðanna,
Bróðir fugl:
Innimúraði bróðir
— þú ert ekki innimúraður!
Bróðir með steinsteypuhjartað
— hjarta þitt getur flogið!
Þú, sem ert hér,
varst hér
og munt verða hér bundinn
— þú ert hér ekki!
Yfir steinsteyptri borginni
fljúga fuglar í átt til sólar.
Framkvæmdanefnd Rannsókna-
ráðs hefur skipað starfshóp til að
gera drög að samræmdri stefnumót-
un á sviði upplýsingamála, gagna-
vinnslu og fjarmiölunar á íslandi. Er
hlutverk hópsins að gera almenna
grein fyrir stöðu þessara mála, gera
grein fyrir þróun þeirra, þýðingu,
þjóðfélagslegum afleiðingum og
hættum eða tækifærum, sem upplýs-
ingabylting skapar, auk þess að gera
tillögur um skipulag og aðgerðir
stjórnvalda til að beina þessum mál-
ísak Harðarson
Yfir steinsteyptri borginni
á himininn sér engin takmörk.
Yfir steinsteyptri borginni
munu þeir rembast við
að skjóta niður hjarta þitt
á leið til solar,
svo það rotni í ræsinu.
um í heppilegan farveg.
I nefndinni eiga sæti: Dr. Oddur
Benediktsson, prófessor og for-
maður hennar, Sigurður Þórðar-
son, deildarstj., Hjalti Zóphonías-
son, deildarstj., Páll Kr. Pálsson,
framkvæmdastj. tæknideildar
FÍH, Þorvarður Jónsson yfir-
verkfr. Pósts og síma og Þorbjörn
Broddason, lektor, en Jón Er-
lendsson, forstöðumaður upplýs-
ingaþjónustu Rannsóknarráðs
verður ritari nefndarinnar.
Samræmd stefnumótun
á sviði upplýsingamála