Morgunblaðið - 09.06.1984, Blaðsíða 48
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD
(líff /'árienbettj
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SIMI 11340
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SÍMI 11633
LAUGARDAGUR 9. JUNI 1984
VERÐ I LAUSASOLU 25 KR.
Helgarveður
HLÝINDIN halda áfram. Hjá
veðurstofunni fengust þær
upplýsingar í gær, að útlit væri
fyrir hæga suðlæga átt um
helgina og hlýtt verður um
land allt. Á Suðvestur- og
Vesturlandi verður skýjað að
mestu en léttskýjað fyrir norð-
an og austan. Súld verður
sennilega öðru hverju við suð-
urströndina, einkum á nótt-
unni.
Kristján Ragnarsson um stöðvun fiskiskipaflotans:
„Tel að margir komi á
eftir Austfiröingunum“
„ÉG TEL að það komi margir á eftir
þeim en það þarf ekki að þýða að allir
komi á eftir. Ekki er stefnt að neinni
allsherjarstöðvun. Austfirðingarnir
undanskildu humar- og rækjuveið-
arnar þannig að þá er fyrst og fremst
um togaraútgerðina að ræða á þess-
um tíma, og ég tel líklegt að fleiri
komi á eftir,“ sagði Kristján Kagn-
arsson formaður Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna í samtali við
Mbl. er hann var spurður að því hvort
hann teldi að útvegsmenn færu al-
mennt að dæmi forráðamanna aust-
firskra sjávarútvegsfyrirtækja —
sigla í land og hætta útgerð.
Kristján taldi að staða útgerðar
annars staðar á landinu væri alveg
sambærileg við það sem er á Aust-
urlandi og engin sérstaða þar.
Sagði hann, aðspurður um afkomu
fyrirtækjanna, að um áframhald-
andi verulegan taprekstur væri að
ræða sem bættist við tap undanfar-
inna ára. Kristján sagði að tap út-
gerðarinnar væri um 15% sam-
kvæmt útreikningum LÍÚ sem
nálgaðist það að vera milljarður á
ári. Þjóðhagsstofnun segði tapið
hins vegar vera 4—6%, að vísu með
miklum fyrirvörum. Væri Þjóð-
hagsstofnun með því að meta sókn-
arminnkun sem sparnað í útgerð-
arkostnaði en reyndin væri hins-
vegar því úthaldið væri jafn
mikið. Því væru útreikningar Þjóð-
hagsstofnunar óraunhæfir. Krist-
ján sagði að LÍÚ hefði nú afhent
Þjóðhagsstofnun nýjar upplýsingar
um sóknina og hver útkoman hefði
verið fyrstu fjóra mánuði ársins.
Þar kæmi í ljós að ekki hefði orðið
nein sóknarminnkun á þessu tíma-
bili.
Aðspurður um hvað hann teldi
að fiskverð þyrfti að hækka til að
laga hag útgerðarinnar sagði
Kristján að útvegsmenn hefðu ekki
sett fram neinar tölur um það
vegna þess að ekki lægi fyrir hvað
gert yrði í sambandi við olíuverðið.
Gætu þeir ekki lagt fram kröfu um
fiskverðshækkun fyrr en fyrir lægi
hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera í
þeim málum. Sagði Kristján að 9%
hækkun á hráolíu og 19% hækkun
á svartolíu eins og olíufélögin hafa
farið fram á þýddi 200 milljóna kr.
hækkun útgerðarkostnaðar á ári.
Viðskiptaráðherra skrifar Seðlabankanum:
Endurskoðun
verði hraðað
„ÞAÐ er orrtiö mjög brýnt art breyta afurfta- og rekstrarlánakerfinu á þann veg, að
þau verði í ríkari mæli á vegum viðskiptabanka og sparisjóða. Af þeim sökum
sendi ég bankastjórn Seðlabanka íslands bréf, þar sem óskað var eftir tillögum f
þessu efni svo fljótt sem kostur er,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráð-
herra, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann sendi í fyrradag bréf til
Seðlabankans, viðskiptabankanna og sparisjóðanna, þar sem farið var fram á að
framgangi málsins yrði flýtt svo sem unnt væri.
í bréfinu er vísað til bréfs ráðu-
neytisins frá 20. júní 1983, þar sem
óskað var athugunar Seðlabankans á
afurða- og rekstrarlánakerfinu.
Fyrsta skref í þá átt að færa þessi
lán í auknum mæli til viðskipta-
banka og sparisjóða var stigið 20.
maí sl. og í yfirlýsingum sem gefnar
voru af því tilefni kom fram, að
Seðlabankinn og viðskiptabankarnir
muni hafa með sér samráð um frek-
ari breytingar á endurkaupafyrir-
komuiaginu. Einnig að uppfylltar
verði óhjákvæmilegar lánsfjárþarfir
framleiðslustarfseminnar um leið og
gætt sé þess aðhalds í peningamál-
um, sem efnahagsástandið útheimt-
ir.
Þá segir í bréfi viðskiptaráðherra
til bankastjórnar Seðlabankans:
„Þar sem brýna nauðsyn ber til að
ljúka fyrrgreindri athugun hið allra
fyrsta, óskar ráðuneytið eftir tillög-
um Seðlabankans svo fljótt sem
kostur er. Tvenns konar breytingar á
afurðalánakerfinu eru einkum hafð-
ar i huga:
a) Aframhaldandi afnám beinna
endurkaupa og þá með miðlunarað-
gerðum eða millibankaviðskiptum
og
b) erlend fjármögnun á hluta af
gengisbundnum afurðalánum.
Þar sem undirbúningur þessara
tveggja þátta málsins getur tekið
mislangan tíma er æskilegt að fá
fram tillögur um hvorn fyrir sig,
þegar þær geta iegið fyrir."
Tilbúinn foss
(Ljósm. Vilbergur Kristinsson.)
Þe8si tignarlegi foss myndaðist í fyrradag við að vatn í
Sigöldulóni var látið hækka og renna um yfirfall fram á
gilbrún gamla farvegsins við Sigöldu. Þaðan steypist
vatnið ofan í gilið og rennur síðan gamla farveginn
niður í Hrauneyjalón. Ekki er þó þessum fossi ætlað að
vera þarna til frambúðar, enda var hann búinn til í
þeim tilgangi að prófa yfirfallið, sem endurbætt var í
fyrra. Um leið og vatnsborðið lækkar sjálfkrafa í
Tungná á næstunni verður því hætt að láta vatnið renna
um yfirfallið og fossinn hverfur.
Austur-Skaf tafellssýsla:
Slátturinn hafinn
í Bæjarhreppnum
FYRSTU bændurnir hafa hafið slátt.
Þorsteinn Geirsson, bóndi á Reyðar-
firði á Lóni í Austur-Skaftafellssýsiu,
hóf í fyrradag slátt, fyrstur manna á
þessu sumri, að talið er. Vel horfir með
grassprettu um land allt, sérstaklega
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Veiðiheimildir til Portú-
gala koma ekki til greina
- segir þær opna fyrir kröfur annarra þjóöa, þ.á m. Rússa
„ÞAÐ kemur ekki til greina og það hefur aldrei komið til greina, að mínu
mati, að veita Portúgölum veiðiheimildir í landhelgi okkar,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í
gær, er hann var spurður hvort til greina kæmi að veita Portúgölum takmörk-
uð veiðiréttindi í íslenskri landhelgi, gegn því að tollur af saltfiski sem við
flvtjum til Portúgal yrði felldur niður, en Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri
SIF segir í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann er spurður hvort hann
telji að slíkt komi til greina til þess að fá tollunum aflétt að við höfum þegar
gert samninga við erlendar þjóðir um fiskveiðiréttindi í íslenskri landhelgi, og
það hafi verið mat þeirra sem þá samninga gerðu að um svo mikla hagsmuni
væri að ræða, að slíkt væri réttlætanlegt.
Forsætisráðherra sagði að galskra útgerðarfyrirtækja, sem
Portúgalir hefðu alloft sent hingað hefðu sótt á um að fá veiðiheimild-
fulltrúa til viðræðna, og það hefðu ir í íslenskri landhelgi og jafn-
þá einkum verið fulltrúar portú- framt hefðu þeir sótt það fast að fá
að kaupa ferskan fisk beint úr
skipunum. „Hvorutveggja var
ávallt algjörlega vísað á bug,“
sagði Steingrímur, „og við, sem i
viðræðum við þessa menn stóðum,
bentum þeim jafnan á, að við full-
nýttum okkar fiskistofna sjálf."
Steingrímur sagði jafnframt að
ef einum slíkum viðskiptaaðila
yrði veitt veiðileyfi í íslenskri
landhelgi, þá væri ekki gott að sjá
hvar slíkt gæti endað. Hann sagði
að þeir, sem væru að sækjast eftir
slíkum leyfum, vísuðu gjarnan til
þess að Færeyingar veiða í ís-
lenskri landhelgi. „Það tel ég vera
allt annað mál,“ sagði Steingrím-
ur, „því Færeyingar hafa alda-
gamla sögu veiða hér við land. Ég
hef allt aðrar tilfinningar fyrir því
að þeim sé leyft að veiða hér.“
Forsætisráðherra sagði jafn-
framt: „Rússar hafa margoft farið
fram á það sama og Portúgalir,
hvað varðar kolmunna. Auðvitað
eigum við gífurlega mikilla við-
skiptahagsmuna að gæta við
Rússa, og við gætum varla neitað
þeim, ef við færum að hleypa
Portúgölum inn í landhelgi okkar.“
fyrir norðan og austan. Búist er við að
bændur í Eyjafirði hefji slátt um miðj-
an mánuðinn. Vorverkin ganga vel hjá
bændum og er fénaður víðast kominn
af gjöf.
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri
sagði í samtali við Mbl. að gróður
væri langt á undan miðað við undan-
farin ár, jafnvel einum mánuði eða
meira fyrir norðan, og vel liti út með
grassprettu. Þó sagðist hann hafa
heyrt um kal á Hólsfjöllum og víðar
í háttliggjandi túnum í Þingeyjar-
sýslu, til dæmis í Bárðardal. Sagði
hann að sauðburður hefði alls staðar
gengið vel og væri honum yfirleitt
lokið eða að ljúka og menn búnir að
sleppa fénu heimavið. Ekki yrði þó
rekið á fjall fyrr en um mánaðamót.
Síðustu dagar hefðu hjálpað gróðri
mikið og fénaður yfirleitt kominn af
gjöf. Nokkuð væri síðan bændur í
Eyjafirði létu út kýr og hættu að
gefa og væru menn nú almennt að
láta þær út sunnanlands.
Eggert Ólafsson bóndi, á Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum, sagði í
samtali við blm. að grasspretta væri
ágæt en taldi að ekki yrði byrjað á
slætti fyrir alvöru fyrr en undir
mánaðamót. Menn væru enn I vor-
verkunum og færi þetta eftir þvf
hvernig þau gengju.