Morgunblaðið - 09.06.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Þjóðarfriður og kjarabætur Oftar en einu sinni hefur verið vakið máls á því hér á þessum stað að líklega yrði friður bestur á vinnumarkað- num ef starfsmenn og fyrir- tæki semdu sín á milli um kaup og kjör. Vilmundur Gylfason flutti frumvarp til laga á Al- þingi um að slíkir fyrirtækja- samningar yrðu heimilaðir Talsmenn „samflota" og mið- stjórnarvalds í verkalýðshreyf- ingunni svo að ekki sé rætt um þá sem vilja nota stjórnir verkalýðsfélaga sem baráttu- tæki í byltingarstarfi komm-' únista mega ekki heyra á það minnst að félög eða heildar- samtök séu brotin upp í einlng- ar með þessum hætti. Því er þetta rifjað upp nú að í Morg- unblaðinu hafa birst fréttir um launaskrið til dæmis í Hamp- iðjunni hf., þar sem samið hef- ur verið sérstaklega um hækk- un á launum. Ástæða er til að fagna því ef staða fyrirtækja er þannig að þau geta greitt starfsfólki sínu umfram það sem segir í launa- samningum. Morgunblaðið leitaði í gær til Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasam- bandsins, og Björns Þórhalls- sonar, varaforseta Alþýðusam- bandsins, út af fréttinni um launaskriðið í Hampiðjunni. Athyglisvert er að bera við- brögð þeirra saman. Björn Þór- hallsson fagnar fyrir hönd launþega en er þó með hnútu- kast í Vinnuveitendasamband- ið og stjórnendur Hampiðjunn- ar en Magnús Gunnarsson seg- ist hafa meiri áhyggjur af at- vinnuhorfum á næstunni en launaskriði. Magnús Gunnarsson segir að tímabundna spennu á vinnu- markaði sé að rekja til er- lendra lána sem notuð séu til opinberra framkvæmda. Við þessa spennu skapist fölsk öryggiskennd bæði hjá al- menningi og stjórnmálamönn- um, fólki þyki ástandið betra en það sé í raun. Magnús telur fyrirsjáanlega mikla erfiðleika hjá útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækjum: „Bæði afla- magnið og aflasamsetningin er svo slæm að fyrirtækin koma ekki til með að geta klárað sig.. Mér finnst í umræðunni í þessu þjóðfélagi að við séum búin að gleyma því hvaðan kjarni þeirra lífskjara sem við búum við kemur. Við erum í raun og veru eins og skip sem er að reyna að keyra á úr- bræddri vél.“ Björn Þórhallsson minnist ekki á atvinnuhorfur en beinir máli sínu á hinn bóginn til rík- isstjórnarinnar sem hann lýsir á þann veg að hún virðist öllu öðru „vilja sinna en kjörum launafólks, þau mega stöðugt versna. Allt annað má ganga sinn sjálfvirka hækkunarveg, svo sem landbúnaðarvöruverð, verslunin og þjónustan .. Rík- isstjórnin hefur úrslitaaðstöðu til þess að hafa áhrif á þetta ástand, og vilji hún fá frið, þá getur hún ef til vill skapað sér hann.“ Með orðinu „friður" vís- ar varaforseti Alþýðusam- bandsins til þess hvort til átaka komi á vinnumarkaðnum í kringum 1. september síðast- liðinn. Á milli ummæla þeirra Magnúsar Gunnarssonar og Björns Þórhallssonar er það djúp sem alltof lengi hefur ein- kennt umræður um kaup og kjör á íslandi. Framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasam- bandsins telur að mestu skipti að raunveruleg verðmæti standi að baki þeim launum sem greidd eru en varaforseti Alþýðusambandsins gefur til kynna að ríkisstjórnin geti með sprota sínum séð til þess að af- koma manna sé viðunandi. Að forvígismenn á launamarkaði séu komnir í þessar andstæðu stellingar lofar ekki góðu um framhaldið. í hita baráttunnar má sú staðreynd ekki týnast að þjóðarframleiðslan eykst ekki við það eitt að samið sé um hærri laun — verðmæti verða að standa að baki kaupmættin- um. Eitt harðasta verkfall á landinu varð 1955 þegar Dagsbrún undir forystu Eð- varðs Sigurðssonar sýndi mönnum í tvo heimana í marg- ar vikur. Nú sýnast þau öfl sem vilja ganga fram af óbilgirni í kjarabaráttunni setja traust sitt á að Dagsbrúnarmenn verði besta vopn þeirra. Hvern- ig væri að þeir sem þannig tala, að besta leiðin til að bæta kjör launþega sé að rjúfa friðinn á vinnumarkaðnum, rifjuðu upp dóm Eðvarðs Sigurðssonar sjálfs yfir verkfallinu 1955? í átökum innan Verkamanna- sambandsins fyrir fáeinum ár- um voru þeir Eðvarð og Guð- mundur J. Guðmundsson, nú- verandi formaður Dagsbrúnar, sammála um að átökin 1955 hefðu ekki skilað verkamönn- um kjarabótum. Treysti fyrirtæki sér til að greiða starfsmönnum sínum laun umfram gerða samninga geta hvorki Vinnuveitenda- sambandið né Alþýðusam- bandið hindrað það. En þessir aðilar geta í sameiningu skap- að heppilegustu aðstæðurnar fyrir þjóðarfriði og kjarabótum sem eru byggðar á öðru en skuldasöfnun í útlöndum. Elva Vilhjálmsdóttir og Anný M. Ólafsdóttir. Ljósm. Mbl./ Júlíus. Unglingar á Umferðarmiðstöóinni á leið í útilegu. Flestir unglingar í Þ HVÍTASUNNUHELGIN er nú runnin upp og er útlit fyrir að hlýtt verði um allt land um helgina. Blm. Mbl. og Ijósm. brugðu sér niður á Umferðarmiðstöð á föstudagseftirmiðdag, en þar var fjöldinn allur af fólki saman kominn á leið út úr bænum. Blm. hitti nokkra unglinga að máli, sem voru á leið í útilegu. „Auðvitað förum við í Þjórsárdal“ Bílarnir á Umferðarmiðstöðinni voru nú hver af öðrum að leggja af stað, en við náðum þó tali af þrem vinum á leið í Þjórsárdal, eins og flestir unglingarnir sem þarna voru staddir. Strákarnir heita Gunnar Valdimarsson 17 ára, Thor ólafsson og Hallgrímur Magnússon, báðir 18 ára. Voru þeir allir sammála um að flestir unglingar ætluðu í Þjórsár- dal um hvítasunnuhelgina, „Hljóm- sveitir munu spila alla helgina í Þjórsárdal", sagði Thor, „það er það sem unglingarnir vilja, og því fara allir þangað." Gunnar sagði að þeir félagar væru vanir að fara út úr bænum hverja hvítasunnu- og verslunarmannahelgi, og því mættu þeir ekki láta sig vanta í Þjórsár- dalinn um helgina. Að svo mæltu voru þeir félagar horfnir, enda þurftu þeir að koma útilegubúnaðinum fyrir í bílnum sem nú var búinn til brottferðar. „Fyrsta skipti sem við förum í útilegu um hvítasunnuhelgi“ Næst urðu á vegi okkar tvær stúlkur, sem líka voru á leið í Þjórs- árdal. Þær heita Elva Vilhjálms- dóttir og Anný M. Ólafsdóttir, báð- ar 16 ára, og sögðust þær aldrei áð- ur hafa farið í útilegu um hvíta- sunnuhelgina. „Okkur langaði til að breyta eitthvað til og fara út úr bænum um helgina," sagði Elva, „flestir virðast vera á leiðinni í Þjórsárdal, svo það verður vonandi gaman hjá okkur." Anný bætti við: „Veðrið er búið að vera svo gott, það er bara vonandi að það haldist." Kjarvalsstaðir: Listamenn án atkvæðis verkakaup og starfslau Á fundi borgarstjórnar á fímmtudag var ný samþvkkt um Kjarvals- staði og reglur um starfslaun til listaraanna samþvkktar með atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Kristjáns Benediktssonar, Framsóknarflokki. Samkvæmt hinum nýju reglum hafa aðeins þeir fulltrúar í stjórn Kjarvalsstaða, sem kjörnir eru af borgarstjórn, atkvæðisrétt um at- riði er snerta fjármál og stjórnsýslu Kjarvalsstaða og um úthlutun starfslauna, sem stjórnin veitir ár- lega til eins eða fleiri listamanna. Stjórn Kjarvalsstaða skipa þrír menn kjörnir af borgarstjórn til fjögurra ára í senn og tveir full- trúar listamanna, sem Bandalag ís- lenzkra listamanna tilnefnir ásamt varamönnum til eins árs í senn frá 1. maí ár hvert. Skal þess gætt að annar fulltrúinn sé úr röðum myndlistarmanna og að listamenn- irnir séu búsettir í Reykjavík. Hafa þeir málfrelsi og tillögurétt um öll mál er snerta Kjarvalsstaði og heyra undir verksvið stjórnarinnar. Ennfremur atkvæðisrétt um alla ráðstöfun Kjarvalsstaða, er telst til listrænnar starfsemi, bæði að því er tekur til útleigu á sýningaraðstöðu og mál, er snerta starfsemi safnsins á sviði lista á annan hátt. Tekur samþykktin og reglurnar um starfslaunin þegar gildi, nema ákvæði samþykktarinnar um for- stöðumann safnsins, sem taka ekki gildi að svo stöddu, og mun borgar- ráð taka endanlega ákvörðun um gildistöku þeirra. Samkvæmt sam- þykktinni skal forstöðumaður safnsins vera listfræðingur að mennt eða hafa víðtæka þekkingu í greinum, sem snerta listræna starfsemi. Þar til borgarráð tekur ákvörðun um þá breytingu gildir fyrri skipan um ráðningu forstöðu- manns, sem sér um rekstrarmálefni annars vegar, og listráðunauts, sem sér um listræna starfsemi hins veg- ar. Einar Hákonarson, formaður stjórnar Kjarvalsstaða, sagði m.a. við umræður um þetta mál að þess- ar nýju reglur hefðu valdið miklum óróa meðal vinstri manna í borgar- stjórn og vinstri sinnaðra lista- manna. Það væri óeðlilegt að aðrir en kjörnir fulltrúar af borgarstjórn hefðu með fjármál og stjórnsýslu Kjarvalsstaða að gera m.a. um listaverkakaup á vegum borgarinn- ar og um starfslaun til listamanna. Umræða um að þetta fyrirkomulag kæmi niður á listrænum kröfum m.t.t. listaverkakaupa borgarinnar væri út í hött, enda væri þá illa komið fyrir listinni í landinu ef eng- inn hefði vit á henni nema lista- menn. Fulltrúar listamanna í stjórn Kjarvalsstaða nytu sem áður mál- frelsis og tillöguréttar hvað þessi mál varðar. Með þessum reglum væri meðal annars komið í veg fyrir að listamenn gætu myndað meiri- hluta með fulltrúum minnihluta borgarstjórnar í stjórn Kjarvals- staða gegn lýðræðislega kjörnum meirihlutanum. Reynsla væri fyrir slíkum pólitískum leikjum og væri sá pólitíski réttur tekinn af lista- mönnum. Það fyrirkomulag sem verið hefði á Kjarvalsstöðum væri einsdæmi og til samanburðar mætti nefna að ekki réðu rithöfundar því hvaða bækur væru keyptar til borgarbóka- safnsins. Með breytingu á reglugerð um Kjarvalsstaði 1979 í tíð vinstri meirihlutans hefði listamönnum í stjórninni verið fækkað um tvo án

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.