Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ1984
úr Skútustaðakirkju. Það var
ósköp lítið en það er nú i byggða-
safninu á Grenjaðarstað. öll
lærðum við systkinin meira eða
minna á orgel og sum lærðum
við líka á fiðlu og mandólfn. Við
strákarnir komum aldrei svo
þreyttir heim að við færum ekki
í orgelið. Það var rifist um það.“
Varst þú fljótlega staðráðinn í
að fara út í tónlistarnám?
„Mér datt ekki I hug að það
væri hægt að læra þetta nokkurs
staðar. Paðir minn kenndi mér
nóturnar og svo lærði ég upp á
eigin spýtur. Þegar ég var í Sam-
vinnuskólanum I Reykjavík
Ragnar um þrítugt en myndin er
tekin {Kanada.
Fyrsti innritaði nemandi Tónlistar-
skólans á ísafirði var Jónas Jónas-
son útvarpsmaður en hann hóf
nám í sklanum 1948 og er þessi
mynd tekin um svipað leyti.
hafði ég aðgang að píanói og not-
aði mér það þegar ég hafði
tíma.“
En hver var svo þinn fyrsti
tónlistarkennari fyrir utan föður
þinn?
„Það var Jónas Pálsson í
Winnipeg i Kanada. Þegar ég
kom til Winnipeg árið 1921 var
uppskerutiminn í hámarki og
einum og hálfum sólarhring eft-
ir að ég kom þangað var ég far-
inn i það sem kallað er að
„stúkka", eða reisa hveitibindin
til þurrks. Þetta var í Vatna-
byggðinni íslensku og ég var þar
þangað til þreskingu var lokið.
Ég dvaldi hjá Jóni lækni Árna-
syni og hann spurði mig hvað ég
ætlaði að gera um veturinn. „Ég
veit það ekki,“ sagði ég. „Ég þarf
að vinna mér fyrir peningum. Ég
er að hugsa um að fara út á
Winnipegvatn og fiska.“ „Ég
held að það liggi eitthvað annað
fyrir þér,“ sagði hann. „Þú ert
alltaf hérna i píanóinu. Ég skal
taka þig til Winnipeg og ég skal
útvega þér besta kennarann i
Kanada, Jónas Pálsson.““
Ertu glímumaður?
„Eftir þreskinguna voru
bólgnir á mér úlnliðirnir og
handleggirnir þvi að ég var
óvanur slíkri vinnu. Jónas tók
mér ósköp almennilega og sagð-
ist langa til að heyra mig spila.
Svo ég fór að hljóðfærinu, en það
var ekki mikið, sem ég kunni
utanbókar. Ég lék „Vals Geir-
þrúðar' eftir Beethoven og
eitthvað fleira. Jónas horfði á
mig þungbúinn og sagði: „Ertu
glímumaður?" „Já, ég er dálitið
góður í glímu,“ svaraði ég. „Ertu
til í að glima við djöfulinn og
fella hann?“ „Ég held það nú.“
„Það verður álíka erfitt fyrir þig
og að læra á pianó, en ég skal
taka þig af því mér finnst þú
vera músíkalskur," sagði hann
þá. Jónas var afburðakennari og
ég bý enn að kennslu hans.“
Hver er þín uppáhalds tónlist?
„Ja, ég veit það ekki. Ég geri
mun á vitsmunalegri tónlist og
skemmtitónlist. Sérðu, skemmti-
tónlist er til dæmis dansmúsik
og dægurlög og popp og allt þvi-
umlíkt, en fyrir mér er vits-
munaleg tónlist auðvitað mikil-
vægust.“
Af nútímatónlist
„Hvernig lýst þér þá á nútíma-
tónlist?"
„Ágætlega, og ég gæti margt
og mikið um hana sagt. En ég vil
geta þess, að hún er i miklu eft-
irlæti á ísafirði. Það var nú til-
fellið að yfirleitt vildu menn að-
eins hlusta á gömlu tónlistina,
sérstaklega þá rómantísku frá
nitjándu öldinni. Svo var það
fyrir tíu árum að meðal kennara
við Tónlistarskólann voru þeir
Jakob Hallgrímsson fiðluleikari,
Hjálmar Helgi, sonur minn, og
Jónas Tómasson yngri, allir
tónskáld. Við ákváðum að hafa
hljómleika i Alþýðuhúsinu i lok
skólaársins og flytja tónsmiðar
eftir kennara skólans. Efn-
isskráin hófst á lögum Jakobs,
sem eru svona meira i hefð-
bundn um stil, svo kom kantata
við kínverskt kvæði eftir Jónas
og svo kom Hjálmar með stutt
pianólög og elektrónískt verk.
Við buðum listafólki úr Reykja-
vik, sem annaðist flutninginn
ásamt kennurum skólans, meðal
annars Atla Heimi Sveinssyni,
og lék hann lagið þar sem hann
endurtekur 128 sinnum sama
hljóminn. Eftir hljómleikana
var boðið upp á kaffi, og stóð ég
þá upp og sagði við áheyrend-
urna að þeir gætu farið heim
sem vildu en listafólkið ætlaði að
flytja efnisskrána alla aftur og
nú í öfugri röð. Það fór ekki
nokkur maður heim og síðan
hefur nútímatónlist verið ómiss-
andi á tónleikum á ísafirði.“
Góður
tónlistarkennari
Hvaða eiginleikar eru nauð-
synlegir í fari tónlistarkennara?
„Þeir verða að hafa óendan-
lega þolinmæði, góða framkomu,
þekkingu og ást á nemendunum.
Ég get ekki kennt neinum nem-
anda sem ekki þykir vænt um
mig og það held ég að sé eins
með alla kennara. Þetta eru
einkatímar og ég hef verið svo
heppinn að nemendurnir hafa
yfirleitt allir haldið sambandi
við okkur hjónin í gegnum árin.
Þeir hafa verið gestir okkar
hvenær sem þeir vilja og þeir
mega ganga út og inn hjá okkur
að vild.“
Og þá var samtalinu eiginlega
lokið. Við stóðum upp og Ragnar
fylgdi mér til dyra og sagði: „Á
ég að segja þér svolítið skrýtið?
Það var 6. ágúst 1921, sem ég fór
til Kanada. Ekkert merkilegt við
Íað. Svo fór ég frá Boston til
slands sem hermaður og lagði
úr höfn 6. ágúst. Ég fór frá Is-
landi 6. ágúst til að fá lausn frá
hermennsku. Og þegar ég fór
aftur frá Bandaríkjunum með
fyrstu ferð Goðafoss, seinkaði
skipinu um einn dag og við fór-
um af stað 6. ágúst. Þetta er
undarlegt, finnst þér það ekki?“
Jú.
„Og líklega hefst langferðin
stóra á þessum degi.“
— ai.
strax að lokinni
verslunarmannahelgi.
Við biðjum um gott veður
jafnt hjá veðurguðum,
sem viðskiptavinum.
AUGLÝSINGASTOFA
KRISTÍNAR
Auglýsingaþjónusta Teiknistofa Kvikmyndagerð
Byko húsinu Nýbýlavegi 6 Sími (91)-4 33 11