Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 87 HHCHCOCK-KVIKMYNDAHÁTÍD Laugarásbíó sýnir gamlar myndir meistarans Áður en langt um líður mun hefjast Hitchcock-kvikmyndahá- tíö í Laugarásbíói. Kvikmynda- húsiö hefur fengiö fjórar gamlar myndir eftir meistarann, sem þaö mun sýna í sumar og fram 6 haust. Þessar myndir eru allar klassískar og eru meö því allra besta sem Alfred Hitchcock geröi. Elsta myndin er frá 1948 en sú yngsta kringum 1960. Þessar myndir hafa verið endursýndar ( Bandaríkjunum að undanförnu og hafa notið mikilla vinsælda. Myndirnar eru: REAR WINDOW, ROPE, VERTIGO og THE MAN WHO KNEW TOO MUCH. REAR WINDOW (Bakglugginn) „Ef þú upplifir ekki unaöslegan hrylling meöan þú horfir á Bak- gluggann, þá hlýtur þú aö vera dauöur og dofinn,“ sagöi Hitch- cock eitt sinn. Bakglugginn var æt- íö ein af uppáhaldsmyndum Hitch- cocks sjálfs, sem er ekki slæmur dómur, því af mörgum var aö taka. Hitchcock geröi Bakgluggann áriö 1954. Söguþráöurinn er ein- faldur: James Stewart leikur mann sem veröur aö hafast viö í hjólastól vegna fótbrots. Hann eyöir flestum dögum í herbergi sínu og drepur tímann meö aö stara út um bak- gluggann. Athygli hans beinist sér- staklega aö einni íbúö, þar til Stewart uppgötvar aö maöurinn í íbúöinni hefur myrt konu sína. Upphefst þá mikil taugaslítandi spenna, því moröinginn hefur mik- inn hug á aö víkka út athafnasvæöi sitt. Aöalkvenhlutverkið er í hönd- um Grace heitinnar Kelly. Hitchcock langaöi aö gera þessa mynd því þá gæfist honum kostur á aö gera mynd frá sjónar- hóli einnar ákveðinnar persónu. En hann bætti því ævinlega viö aö myndin gæfi áhorfandanum einnig kost á aö fylgjast meö nágrannan- um. Hitchcock var mjög sérstakur sjónlistamaöur. Áöur en hann byrj- aöi aö filma, þá var öll myndin fyrirfram skipulögð, hvert einasta atriöi ákveöið. En „Bakglugginn" var sérstök mynd aö því leyti aö sviðiö var ein bygging (sjá mynd) en ekki tekin á mörgum sviöum eins og venjulega. í byggingunni son, Fottloose og Greystoke — The Legend of Tarzan. Þær sem hafa aftur á móti ekkl staöiö sig eins vel og vonir stóöu til eru The Bounty, Racing with the Moon og Once Upon a Time in America. Næsta mynd Steven Spielbergs veröur aö öllum líkindum ný útgáfa Peter Pan — meö Michael Jack- son í aöalhlutverki. j Ijósi vinsælda nýjustu Star Trek-myndarinnar er ákveöiö aö leggja í þá fjóröu hjá Paramount. Spock sjálfur, (Leonard Nimoy), á aö skrifa handritiö, leikstýra og fara meö sitt gamalkunna hlutverk. ★ ★ ★ Stjörnugjöfin Austurbæjarbíó: Bestu vinir ★ ★% Breakdance ★ ★% Hafnarfjarðarbíó: í fótspor Bleika Pardusins *1A Háskólabíó: í eldlfnunni **'A Tónabíó: Geimskutlan ★ ★ Bíóhöllin: Einu sinni var I og II ★ ★% Borð fyrir fimm ★ ★'/> Götudrengír *'h Regnboginn: Footloose ★ *’A S.V. sig vel út á myndum, en ekki voru allir samdóma um leikhæfileika hennar. Hvaö um þaö, meistari Hitchcock gleypti viö henni á augabragöi. Hitchcock umturnaöi byggingu sögunnar. í staö þess aö halda spennunni myndina á enda, þá leysti hann gátuna þegar um þaö bil einn þriöji myndarinnar var eft- ir. Umrædd gáta tengist hinum tvíklofna persónuleika aöalkven- j>ersónunnar. Hitchcock fannst hins vegar mest spenna liggja í til- finningaróti aöalkarlleikarans, sem myndin snýst um. Það er einmitt frá þessu tilfinningaróti í persónum sem myndin dregur nafn sitt; svo mikill svimi tröllríöur öllum geröum fólksins í myndinni aö nokkrir áhorfendur eru dæmdir til aö svífa meö svimandi hausverk út úr bíó- inu. MAÐURINN, SEM VISSI OF MIKIÐ Hitchcock gerðí tvær myndir eftir sömu hugmyndinni, mannin- um sem vissi of mikið. Sjálfur út- skýröi Hitchcock þaö þannig: „Viö skulum segja aö snjall byrjandi hafi gert fyrri myndina, en atvinnu- maöur hina seinni.“ Hitchcock geröi fyrri myndina áriö 1934, en meö henni styrkti hann stööu sína sem meistari spennunnar á léreftinu. En ein- hverra hluta vegna þá var Hitch- cock ekki ánægöur meö útkom- una. j mörg ár gældi hann viö aö endurgera myndina, sérstaklega eftir aö hann fluttist til Bandaríkj- anna. En þaö var ekki fyrr en 1955 aö Hitchcock varö aö ósk sinni. í fyrsta skipti á merkum ferli betr- umbætti Hitchcock eigið verk. Hitchcock fékk vin sinn James Stewart til aö leika manninn sem vissi of mikið og var þaö þriöja Hitchcock-myndin sem Stewart lék í. Lokaatriöi myndarinnar er frægt og margrómaö; í því spilar semball stærsta hlutverkiö. Atriöið fer fram í Albert Hall, þekktum hljómleika- sal, en þar ætla einhverjir misind- ismenn að myröa þekktan erind- reka erlends ríkis. Um leiö og tón- ar sembalsins ná hámarki, þá þýt- ur kúla úr byssu bófanna. Þaö er vissara aö vita ekki of mikiö um endalok þessarar mynd- ar, því þá gæti farið fyrir þér eins og manninum, sem vissi of mikið. HJO. Hitchcock ræðir við leikendur ( myndinni „Rope“. voru 30 herbergi og Hitchcock kvikmyndaöi gegn glugga þeirra. Hann stjórnaöi kvikmyndatökunni meö talstöö; hann haföi því tvær myndir í takinu, eina með tali, aöra þögla. ROPE Rope er elsta myndin sem verð- ur sýnd á þessari Hitchcock-kvik- myndahátíö í Laugarásbíói, gerö áriö 1948. Hitchcock haföi unnið í Hollywood, en áriö 1947 fór hann aftur til Englands og ákvaö aö gera eitthvaö óvenjulegt. Hitchcock ákvaö að kvikmynda leikritiö „Rope’s End“ eftir Patrick Hamilton. Leikrltiö var óvenjulegt því þaö tók 90 mínútur í flutningi og geröist á jafnmörgum mínútum. Þaö fjallar um háskólaprófessor og tvo nemendur hans sem taka hann of bókstaflega og myröa kunningja til aö skynja „hinn vitsmunalega spenning" sem próf- essorinn talar um. Hitchcock fór hér ótroönar slóð- ir í kvikmynduninni eins og endra- nær. Myndin er 90 mínútur og samanstendur af 9 tiu mínútna löngum tökum. Hann heföi tekiö myndina í heilu lagi ef kvikmynda- spólurnar heföu veriö svo stórar. Þaö þurfti þvi ekki aö klippa mynd- ína, nema til aö tengja spólurnar saman. Hitchcock geröi þetta til aö auka innilokunarkenndina sem er rauði þráöurinn í sögunni, ekki aö- eins fyrir leikarana heldur einnig fyrir áhorfandann. Vegna þessa fyrirkomulags, þá var Hitchcock fljótur aö „skjóta“ myndina, en þeim mun lengri tími fór í æf- ingarnar; hann skipulagöi svo aö segja hverja einustu hreyfingu leik- aranna. Rope vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd 1948. Hún er mjög óvenjuleg Hitchcock-mynd, ekki aöeins vegna sérstakrar kvikmyndatöku, heldur einnig hins óvenjulega efnis. VERTIGO (Svimi) Þegar Hitchcock róðst í gerö myndarinnar „Vertigo“ árið 1958, þá átti hann tugi meistarastykkja aö baki. Hann haföi alltaf veriö heillaöur af hugmyndinni aö um- breyta konu f einhverja nýja og betri, ekki ósvipaö og Bernard Shaw geröi í Pygmalion/My Fair Lady. Hugmyndin aö Vertigo á rætur aö rekja til bókarinnar „D'entre les Morts“ eftir fransmennina Pierre Boileau og Thomas Narcejac. Hitchcock gleypti viö grunnhug- mynd bókarinnar, en breytti sög- unni sjálfri svo hann heföi frjálsari hendur viö kvikmyndunina. En Hitchcock lenti í heilmiklu basli viö gerö myndarinnar. Hann fékk nokkra færa kalla til aö vinna aö handritinu, suma hverja sem höföu áöur unnið meö meistaran- um, en hann sætti sig ekki viö nein handarbakavinnubrögö. En þaö var ekki nóg með að handritshöf- undarnir reyndust Hltchcock erfið- ir; hann ætlaði aldrei aö finna konu í aöalhlutverkiö tvískipta. Hann róö bresku leikkonuna Veru Miles en hún varö aö hætta viö því hún varö ólétt rétt áöur en tökur áttu aö hefjast. Á endanum fékk hann eina vinsælustu leikkonu í Bandaríkjun- um á þeim árum, Kim Novak. Kim var vel þekkt kynbomba, hún tók Hér gefur að l(ta sviöið ( fyrstu myndinni *em veröur sýnd á Hitch- cock-kvikmyndahátiðinni f Laugarásbfói, „Bakglugganum”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.