Morgunblaðið - 15.07.1984, Page 5

Morgunblaðið - 15.07.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLl 1984 53 augu eru handunnin og list útaf fyrir sig, þau eru svo falleg. Þú sérð varla tvö augu sem eru eins. Það yrði nú fyndið ef ég sendi „sjúklinginn" rangeygðan heim. En ég er ekki viss um að eigandinn yrði ánægður. Það kom einu sinni maður til baka með dúkku sem ég hafði gert við vegna þess að hon- um fannst hún horfa svo einkenni- lega. Það var ekki það að hún horfði skakkt eða svoleiðis heldur var augasteinninn stærri en áður og það gerbreytti svona svipnum. Þarna er eitt handa þér. Núna legg ég hana til hliðar og geri við hana heima. Ég geri það líka oft þegar eitthvað gengur ekki hjá mér. Legg „sjúklinginn" til hliðar og geri við hann seinna og þá gengur það. Nú kemur skemmtileg vinna. Það vantar tvo fingur á þessa og ég bý til nýja úr gipsi og mála þá síðan. En ef hún hefði tapað þrem eða fjórum fingrum yrði það erfið- ara. Það er of erfitt að festa svo marga fingur á höndina svo vel fari. Finnst þér hún ekki hafa fal- legt hár? Hún hefur ekta hár. Stundum er líka notað gerviefni eða dýrahár, flachs og moher. Hún er eitthvað um 150 ára. Engan æs- ing, þegar ég er búin að gera við puttana þarftu ekki að skammast þfn. Ég hugsa stundum um það þegar ég fer heim að þær skemmti sér nú á miðnætti. En það er ekki allt sem sýnist með þessar gömlu dúkkur. Eg hef fengið dúkku í hendurnar sem ég hélt við fyrstu sýn að væri eitthvað um 100 ára. En hvað, þegar ég skoðaði hana nánar var þetta fölsun. Ég sé það á postulíninu ef ég kíki inni höfuð- ið. Það gamla er hvitt að innan en aftur á móti var þetta litað. En þú ert ekta. Ég byrjaði á þessum við- gerðum þegar meiri tími gafst frá heimilinu og vann þá eingöngu heima. Þá voru viðskiptavinirnir eingöngu héðan frá Salzburg og nágrenni. Ég auglýsti aldrei, fólk frétti það. Núna koma viðskipta- vinirnir lengra að og ég hef nóg að gera. Já, vel á minnst, veistu að það er „Ár dúkkunnar"? WRANCLER JEPPADEKK , Fullkomin hjólbarðaþjónusta Tölvustýrð jafnvægisstilling (hIhekiahf ~ Laugavegi 170 -172 Simi 21240 GOODWVEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ Gengi dollara fer hækkandi Londoo, 12. júlf. AP. Bandaríkjadollar hélt enn áfram að hækka gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum í Evrópu og náði há- marki gagnvart franska frankanum og ítölsku lírunni. Verð á gulli var mismunandi. Þrátt fyrir vaxtahækkanir í Bretlandi lækkaði sterlingspundið enn gagnvart Bandaríkjadollar og i Japan komu aðgerðir bankanna ekki f veg fyrir hækkun dollars gagnvart yeninu. Gullverð var mjög mismunandi í dag og tókst ekki að marka ákveðna stefnu þess, hvorki upp á við né niður. Iþróttastyrkur Sambandsins Um íþróttastyrk Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir árið 1985 ber að sækja fyrir júlílok 1984. Aðildarsambönd ÍSÍ og önnur landssambönd er starfa að íþróttamálum geta hlotið styrkinn. Umsóknir óskast vinsamlegast sendar Kjartani P. Kjartanssyni framkvæmdastjóra, Sambandshúsinu Reykjavík. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Segirðu meira, selurðu meira ...Og það gerist með LOOKING II bifskeytinu. LOOKING II bifskeytin henta alls staðar, í lofti, á vegg, í glugga... Einfalt lykilborð, haganlega fyrir komið í bifskeytinu gerir þér á andartaki kleyft að hanna eigin auglýsingatexta. Smekkleg hönnun á öflugum auglýsinga miðli,| hentugt fyrir kynningar og sértilboð. LOOKING n bifskeytin 4>úa m.a. yfir eftirtöldum eiginleikum: Feitir sem grannir stafir, fjórar letuijger^r, yfir 100forunnin myndtákn, allt að 360 orða texti, 5 hraðastillingar, þrjú leturbil og ÍSLENSKTjLETUR. Þú getur látið textann: velta, líða, mætast, eyðast, blikka, hika, opnast, lokast, skiptast og gleikka. Sölumaðurinn sívakandi, sem þiggur hvorki laun né orlof. LOOKING n bifskeytin hafa „grípandi augnaráð". Burt með spjöld og snepla. Hringirðu í síma 11630 mun okkar maður koma um hæl með 'LOOKING n bifskeyti ásamt ýtarlegri fróðleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.