Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 6
MORGÚNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984
Einkaviðtal við forsetafrú Frakklands
Danielle Mitterrand er fíngerð, eins og Leslie
Caron; unglega grönn og hreykin af því. Hár hennar
er glóandi rauðbrúnt, stuttklippt að nýjustu tísku. Þótt
andlitsfegurðin leyni sér ekki þegar hún er
létt í lund, er það vangasvipurinn sem heiilar.
Madame Mitterrand, í för með eiginmanni sínum,
forseta Frakklands, í fyrstu heimsókn hans til
Bandaríkjanna, vill hverfa í skuggann. Henni finnst
þetta vera heimsókn eiginmannsins, og að hann
einn eigi að vera í sviðsljósinu. Hún ferðast ekki
alltaf með honum. Eigin áhugamál hennar og
sjálfstæði halda henni í Frakklandi. Hjónaband
hennar hefur staðið í mörg ár og beinzt þægilega inn
á leið varanlegrar vináttu. Þótt hún virðist
stundum hikandi og óákveðin, gjörþekkir hún hlut-
verk sitt, áhuga á mannúðarmálum, núverandi að-
stöðu til að veita þeim aðstoð, sem minna mega sín í
heimalandi hennar, og, eins og hún sér það, kúg-
uðum og menntunarsnauðum íbúum þriðja heimsins.
HÖFUNDUR: INA GINSBURG
Faðir Danielle Mitter-
rands var menntaskóla-
stjóri á árum Vichy-
stjórnarinnar. Þegar
hann neitaði að verða
við tilmælum ríkisstjórnarinnar
um að leggja fram lista yfir alla
gyðinga, sem tengdir væru skólan-
um, var honum sagt upp störfum.
Fjölskyldan sneri heim á sveita-
setur sitt í Burgundy, og bæði for-
eldrar og börn urðu virkir þátt-
takendur í andspyrnuhreyfing-
unni. Danielle var þá 17 ára. Að
styrjöldinni lokinni hlaut hún
heiðursmerki, Orðu andspyrnu-
hreyfingarinnar. Það var um þetta
leyti, árið 1944, að hún, fyrir til-
stilli systur sinnar hitti Francois
Mitterrand, sem var, eins og
Frakkar orðuðu það, „une tres
belle resistance"; þ.e. hann varð
ein af hetjum þess tíma. Madame
Mitterrand staðfesti sögu, sem ég
hafði lesið, um að hann hefði séð
ljósmynd af henni, þegar hann
heimsótti eldri systurina, og þá
lýst því yfir að hann ætlaði að
kvænast henni.
Danielle Mitterrand hefur
skrifstofu í Elysee-höllinni, þar
sem 22 manna starfslið aðstoðar
hana við að afgreiða þann gífur-
Iega fjölda bréfa, sem henni ber-
ast. Hún hefur verið hvatamaður
að margskonar fjársöfnunum og
sjálfsbjargarviðleitni á vegum
tvennra samtaka, sem hún átti
þátt í að stofna: „Cause Common“
(sem á ekkert skylt við Common
Cause í Bandaríkjunum), og „21.
júní samtökin". Eitt af verkefnum
þeirra síðarnefndu er að stuðla að
menntun ungmenna í Afganistan
og EI Salvador með því að senda
bækur og kennslugögn, sem mikill
skortur er á.
Allur ytri búnaður í sambandi
við opinberar heimsóknir er mjög
viðhafnarmikill, þótt hann sé ekki
nándar nærri jafn mikill i Banda-
ríkjunum og í löndum með eldri og
formlegri hefðir. Fjölmennar
sveitir öryggisvarða umkringja
gestina, og getur það leitt til
spaugilegra atburða — Mitterr-
and forseti gengur virðulega um
anddyri hótelsins (Blair-House,
þar sem ríkisstjórnin hýsir opin-
bera gesti, var lokað vegna við-
gerða), en konan hans fylgir
nokkrum skrefum á eftir, sem
minnir helzt á austurlenzk stór-
menni.
Mér er boðið að koma til for-
setaíbúðarinnar klukkan níu að
morgni. Þegar ég kem er Danielle
Mitterrand í brúnni dragt með
hvítum hnöppum, bleikri blússu
með hnýtta slaufu undir stífuðum
Peter Pan-kraga. Mjög klæðilegt.
Hún virðist ekki förðuð, ekki með
litað naglalakk, og heldur ekki
neina skartgripi. Þjónn birtist
með bakka með appelsínusafa,
kaffi, vatni og diski af smákökum.
Við drekkum kaffi og hefjum sam-
talið á frönsku.
INA GINSBURG: Var kvöldverð-
urinn í Hvíta húsinu ánægju-
legur?
MADAME MITTERRAND: Það
var huggulegt, mjög sympatique. í
raun heillandi.
IG: Hver skemmti?
MM: Julio Iglesias; hann er dá-
samlegur. Hann hefur mjög góða
rödd, og svo fjölbreytt lagaval, lög
undanfarinna 30 ára. Það er
hressandi að heyra aftur gömlu
vinsælu lögin. Þau minna á liðna
atburði í lifinu.
IG: Kunnið þér að meta jass,
rokk?
MM: Ég kann að meta allt, sem
kemur mér á hreyfingu. En mér
líkar vel við lögin frá sjötta ára-
tugnum. Þér minntust á nýjan
dans, eins og ... break til dæmis.
Það er tjáningarform, sem er
langt á undan minni kynslóð. Þeg-
ar ég sé hvað sex ára gömul son-
ardóttir mín kann og getur gert,
verð ég undrandi. Við höfum í
rauninni verið skilin eftir. Ég
reyni ekki einu sinni að nota tölvu;
það er of seint fyrir mig. Það er
tölva í skrifstofu minni, og einka-
ritarar mínir horfðu á hana í hálft
ár áður en þeir fóru að nota hana.
En ég vil ekki nota tölvuvæddar
setningar þegar ég svara bréfum
mínum, það er svo ópersónulegt.
Ég vil hafa eigið handbragð á
þeim, þótt svörin verði mun
styttri fyrir vikið. Stundum gjör-
breyti ég bréfunum, þegar þau eru
færð mér til undirskriftar. Mér
berast til dæmis stundum bréf frá
fólki, sem heldur því fram að væru
það Argentínubúar eða arabar,
sýndi ég þeim meiri umhyggju.
Svona bréf þoli ég ekki. Þau eru
frá fólki, sem haldið er eigingirni
og kynþáttaofstæki. Því finnst
óþolandi að ég láti i ljós samúð
með innflytjendum, sem það fyrir-
litur.
IG: Er kynþáttaofstæki í Frakk-
landi í garð araba alvarlegt
vandamál?
MM: Það held ég ekki. Sumir segja
mér að ég hafi fengið rangar upp-
lýsingar og sé bjartsýn, og að
Frakkar séu vissulega kynþátta-
ofstækismenn að því er þetta
varðar, en því get ég ekki trúað. Ef
til vill er ég hugsjónamaður.
Vissulega er fyrir hendi minni-
hlutahópur, sem hagnýtir sér að-
stæðurnar.
IG: Voru ekki margir Alsírbúar í
hverfinu þar sem þið búið?
MM: Þar til fyrir tíu árum bjuggu
svo til eingöngu „Kabyles" (als-
írskir Berbar) þar. Margar kyn-
slóðir þeirra höfðu búið þarna
þegar við fluttum í 5. arrondisse-
ment. Mér líkaði það vel, þetta var
svo litríkt. Allir gluggarnir voru
opnir, og arabísk tónlist hljómaði
þar öllum stundum. Mér líkaði
þetta, en vinir, sem heimsóttu
mig, sögðu: „Hvernig getur þú af-
borið þetta?” Börn voru alls stað-
ar á götunum. Það var eitthvað
hrífandi við þetta. Stundum þegar
ég lagði bifreið minni á röngum
stað, og nennti svo ekki að flytja
hana eftir á, kallaði einhver upp
til mín frá götunni: „Halló, Mitt-
erand, Mitterand, kastaðu niður
bíllyklunum," og lagði síðan bif-
reiðinni á réttan stað. Nú er þessi
félagsandi að hverfa; hverfið var