Morgunblaðið - 15.07.1984, Page 11

Morgunblaðið - 15.07.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 59 MYRKRAVERK Utfarar- stjórar leggjast á náinn Léttúðarfull afstaða sumra Bandaríkjamanna til dauðans og hinna dauðu hefur oft valdið hneykslun og leiðindum og er svo enn. Þegar Jessica Mitford fletti ofan af bandaríska útfarariðnað- inum áriö 1963 fagnaöi hún mjög ódýrri líkbrennslu, sem þá var sem óðast að ryðja sér til rúms, og kallaði hana „nýja von fyrir hina dauðu“. Þessi von þykir nú hafa brugðist að ýmsu leyti. Engin grein bandaríska útfar- ariðnaðarins, sem veltir 6,5 millj- örðum dollara árlega, stendur með meiri blóma en líkbrennslan, en líkbrennslufyrirtækin þykja hins vegar ekki sérlega vönd að virð- ingu sinni. Þau hafa verið sökuð um að beita aðferðum færibanda- framleiðslunnar í sparnaöarskyni, um stórkostleg mistök og skeyt- ingarleysi og bein svik. Æfareiðir ættingjar látins fólks hafa af þessum sökum höfðað mál á hend- ur fyrirtækjunum, sem e.t.v. geta kostað þau allt að einum milljarði dollara. Aðalsakarefnið, bæöi hjá ætt- ingjunum og fyrrum starfs- mönnum fyrirtækjanna, sem fengu sig fullsadda á vinnubrögð- unum, er, að oft sé allt að 10 líkum troðið í einu inn í brennsluofninn þótt hann sé ekki gerður nema fyrir eitt. „Síðan er askan sett í einn haug og þegar þarf að fylla krukku er bara mokað úr haugn- um. Guð einn veit svo hvaða ösku fólkið fær. Þetta er eitt af mestu hneykslum þessarar aldar,“ segir Melvin Belli, lögfræðingur i San Francisco, sem tekið hefur að sér mál 300 viðskiptavina líkbrennslu- fyrirtækjanna. Hver og einn þessara 300 manna fer fram á þrjár milljónir dollara í skaöabætur frá Harbour Lawn Mount Olive-líkhúsinu, sem er það stærsta í Los Angeles, og 10 lík- brennslufyrirtækjum öðrum, sem taka að sér að brenna lík fyrir það. Einnig eru kröfur gerðar á hendur Neptune Society, sem sér um að koma ösku látinna manna á sjó út Gróðafíknin raaður ferðinni. og er það stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Það skiptir mik- ið við Harbour Lawn. Það var 72 ára gömul ekkja, Audrey Cooper að nafni, sem hratt af stað málshöfðanaskrið- unni. Þegar Jerry Read, fyrrum starfsmaður Harbour Lawn, sagði henni, að krukkan, sem hún hefði fengið frá fyrirtækinu, hefði ör- ugglega ekki inni að halda ösku mannsins hennar sáluga, fór hún í mál. Read og aðrir fyrrverandi samstarfsmenn hans héldu því einnig fram, að auk þess sem eng- inn vissi hvaða aska væri í krukk- unum þá væru heilu haugarnir af afgangsösku urðaðir utangarðs. 1 þetta sinn tókst Harbour Lawn að semja um skaðabætur án frekari málaferla. Walt Good, sem rannsakað hef- ur þessi mál fyrir Belli og aðra lögfræðinga, segir, að sams konar iðja hafi verið stunduð í Cleve- land, Tucson, Arizona, Columbus, Ohio og Florida. „Svona svik eru því miður allt of algeng,“ sagði Good. „Jafnvel allt að fimmtungur fyrirtækjanna stundar þau og ástæðan er eingöngu gróðafíkn. Því fleiri likum, sem troðið er inn í ofninn í einu, þeim mun minni er tilkostnaðurinn. Ég held, að metið sé 17 lík — öll af börnum." Uppistandið, sem orðið hefur út af þessu, hefur leitt til stofnunar samtaka, sem kalla sig „Virðing fyrir dauðanum“, nokkurs konar „neytendasamtaka“, sem berjast fyrir auknu eftirliti með útfarar- iðnaðinum. Félagsmenn í þeim hafa efnt til mótmæla fyrir fram- an Harbour Lawn-fyrirtækið og hyggja á sams konar aðgerðir þeg- ar málið verður tekið fyrir hjá dómstólunum. — WILLIAM SCOBIE SKRIFFINNAR Blaðamenn þurfa að lesa upp og læra betur Starfsöryggi blaðamanna um heim allan er nú i mikilli hættu. Fyrst og fremst vegna tölvutækninnar, sem gerir mörg hefðbundin störf þeirra með öllu óþörf, og einnig vegna þess, að dagblöðunum fækkar með ískyggi- legum hraða. Frá þessu segir í timabærri skýrslu, sem unnin hef- ur verið á vegum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar í Genf. Fréttamaður, sem staddur er erlendis, getur nú sent skrif sfn beint inn á tölvu á skrifstofunni heima með því að tengja tæki, sem er hvort tveggja 1 senn ritvél og sendir, við simalinu. Vegna gervi- hnattarsambands milli Parísar og Hong Kong berst eitt og sama dagblaðið samtimis til lesenda i Evrópu og Asíu. Fréttastofa í London getur sent 70.000 orð á sekúndu til New York. f skýrslunni er reynt að meta og vega þær hættur, sem nú steðja að blaðamannastéttinni með blaða- dauðanum, sem enginn endir virð- ist ætla að verða á. Það eru eink- um landsbyggðarblöðin og blöð f smærri borgum, sem verða honum að bráð, en þau eiga erfitt með að rísa undir vaxandi kostnaði við nýja tækni og lenda þvi ósjaldan í gininu á stóru blaðahringunum. Árið 1951 voru 107 sjálfstæð landsbyggðarblöð í Frakklandi en 1973 aðeins 42. Árið 1880 var gefið út eitt eða fleiri dagblöð í 239 borgum í Bandarfkjunum en að- eins í 45 borgum árið 1968. ILO, Alþjóðavinnumálastofnunin, var- ar við því, að „með aukinni tölvu- notkun gæti þetta ástand versnað um allan helming og orðið alvar- leg ógnun við dagblaðið eins og menn þekkja það nú“. „Með því að tengja tölvurnar við sjónvarp og fá aðgang að tölvu- kerfi fréttastofu eða upplýsinga- banka verður hægt að fá allar nýj- ustu fréttirnar á færibandi hve- nær sem er — meiri og fleiri frétt- ir en nokkur venjulegur maður ræður við, sama hve fréttaþyrstur hann er.“ ILO spáir því þó, að þessi þróun muni verða akkur fyrir tfmarit Ókjörunum öllum er dælt í fyrrnefnda „sjúklinga“, þar á meöal svo miklu af róandi lyfjum aö þaö veldur minnisleysi .. og gerir menn ófæra um aö tjá sig skilmerkilega SJÁ: ANDÓF OG HEILSUFAR ANDOF OG HEILSUFAR Geðveikin fer eftir geðþótta stjórnvalda Sovésk lög um geðsjúkdóma og geðsjúklinga eru að flestu leyti sambærileg við þau, sem annars staðar gerast. Ef geðlækn- ir úrskurðar að einhver sé „hættu- legur umhverfi sínu“, er leyfilegt að færa þann hinn sama nauðugan viljugan til meðferðar á geð- sjúkrahús. f Sovétríkjunum er hins vegar um tvenns konar geðsjúkrahús að ræða. VG er skammstöfun fyrir „venjuleg geðsjúkrahús" þar sem margir sjúklinganna eru til með- ferðar af fúsum og frjálsum vilja. Þau eru yfirleitt ekki fjarri heimahögum sjúklingsins þannig að ættingjar hans og ástvinir geta litið til með honum. Öllu ógnvæn- legri eru SG, „sérstöku geðsjúkra- húsin”, stofnanir þar sem geðveik- um glæpamönnum er haldið í al- gerri einangrun. Alræmdasta stofnunin af þessu tagi er i Talgar nálægt Alma-Ata, rétt við kin- versku landamærin og í þúsunda mílna fjarlægð frá átthögum sjúklinganna. Vopnaðir verðir eru þar á hverju strái og umhverfis alla bygginguna flókin og fullkom- in öryggisgirðing. Allt nærliggj- andi svæði er bannsvæði. Algengt er i öllum löndum, að sumir geðsjúklingar, þeir, sem gerst hafa sekir um morð og aðra alvarlega glæpi, séu hafðir í strangri gæslu. Þar skilur þó með sovéskum geðlæknum og starfs- bræðrum þeirra í flestum öðrum löndum, að þeir hika ekki við að stimpla andstöðu við yfirvöldin sem „geðsjúkdóm". í Bretlandi var nýlega gefin út bók þar sem raktir eru þeir at- burðir, sem leiddu til þess, að Samtök sovéskra tauga- og geð- lækna (sem óttuðust brottrekstur) sögðu sig úr Alþjóðageðlækna- „Meírí og fleiri fróttir en nokkur venjulegur maður ræöur við“ ýmiss konar og sérfræðirit, „sem sóst yrði eftir vegna viðbótarefnis og frekari útskýringa". í skýrsl- unni segir, að til að verða við kröf um nýrra tíma verði blaðamenn að taka sig taki og leita annarra leiða en þeirra, sem tölvubyltingin er að loka. — THOMAS LAND sambandinu. Eru höfundar bókar- innar sálfræðingurinn Sidney Bloch og Peter Reddaway, sér- fræðingur í sovéskum málefnum við Hagspekiskólann í London, London School of Economics. Pólitísk fórnarlömb sovéskrar geðlæknisfræði eru m.a. andófs- mennirnir, t.d. þeir, sem hafa reynt að stofna óháð verkalýðsfé- lög, fólk, sem sótt hefur um brottflutningsleyfi, og kristnir menn, sem ekki vilja sætta sig við allar takmarkanirnar, sem settar eru trúariðkunum þeirra. Þetta „geðsjúka“ fólk er líklega núna rúmlega 500 talsins. Dæmigerð „sjúkdómslýsing" geðlæknanna á þessum mönnum er sú, að þeir séu „daufgerðir kleyfhugar", andlegt ástand, sem geðlækanr annars staðar hafa aldrei rekist á. Önnur er sú, að sjúklingurinn „ofmeti sitt eigií sjálf" og mikli fyrir sér „þýðingu sína fyrir þjóðfélagið". „Lækningin" við þessum kvill- um er ekki aðeins sú að vera lokaður inni þótt það sé alveg nógu skelfilegt þegar um er að ræða SG, sérstöku geðsjúkrahús- in, innan um fólk, sem er alvar- lega truflað á geði. ókjörunum öll- um er dælt í fyrrnefnda „sjúkl- inga“, þar á meðal svo miklu af róandi lyfjum að það veldur minn- isleysi og stöðugum skjálfta og gerir menn ófæra um að tjá sig skilmerkilega. Svona „lækning" getur gert hraustasta mann að geðsjúklingi að því best verður séð. Hvers vegna skyldu sovéskir geðlæknar sætta sig við, að starf Stundum getur „lækningin“ gert hraustasta mann að geðsjúklingi. þeirra sé misnotað á þennan hátt? Bloch og Reddaway benda á, að stundum telji þeir sig vera að gera viðkomandi manni greiða með því að koma honum úr klónum á KGB. Lítilfjörlegasta dæmi um tauga- veiklun einhvern tíma í lífi mannsins er þá næg afsökun. Stjórnvöldum líkar það líka ágæt- lega, að þeir, sem gagnrýna þau, skuli vera geðveikir upp til hópa. í bókinni eru þessir atburðir raktir í smáatriðum en að sjálf- sögðu er þar ekki um neina loka- niðurstöðu eða lausnir að ræða. Sovéskir geðlæknar sögðu sig úr alþjóðasambandinu og róa nú ein- ir á báti. Þeim hlýtur að þykja það auðmýkjandi fyrir starsfheiður sinn og vafalaust eiga eftir að verða frekari viðbrögð í þessu máli. - JOHN WEIR HERNAÐUR Eisenhower hugöist beita a-sprengjunni Dwight Eisenhower, fyrrum forseti Bandaríkjanna, var hlynntur því árið 1953, að kjarn- orkusprengjum yrði beitt gegn Kínverjum ef Kóreuviðræðurnar færu út um þúfur. Segir frá því í skjölum, sem bandaríska utan- ríkisráðuneytið hefur birt. Þar segir, að Eisenhower hafi trúað því, að með því að greiða Kínverjum þung og afgerandi högg yrði komið í veg fyrir þátt- töku Sovétmanna í Kóreustríð- inu og aðra heimsstyrjöld. „For- setinn lét þau orð falla, að því fyrr sem til þessa yrði gripið, því minni hætta væri á íhlutun Sov- étmanna," segir í skjölum um fund í þjóðaröryggisnefndinni 20. maí árið 1953. Bandaríska herráðið var hlynnt því að beita kjarnorku- sprengjum sem lið í auknum hernaðaraðgerðum flughers og flota ef vopnahlésviðræðurnar bæru engan árangur og rjúfa þannig það hernaðarlega þrá- tefli, sem orðið var í stríðinu. Daginn eftir fyrrnefndan fund kom John Foster Dulles, utanrík- isráðherra, hins vegar á fram- færi þeirri aðvörun til Kínverja, fyrir milligöngu Jawaharlal Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, að Bandarikjamenn væru reiðubúnir til að stórauka hern- aðinn. Tveimur mánuðum síðar var vopnahléssamningurinn und- irritaður. Það voru Norður- Kóreumenn, sem hjuggu á hnút- Eísenhower: hugöiat rjúfa hið hernaöarlega þrátefli. inn með því að fallast á fanga- skipti þar sem stríðsföngum yrði leyft að ákveða það sjálfir hvort þeir hyrfu aftur heim til átthag- anna. Nokkrum mánuðum eftir sam- komulagið, 8. janúar árið 1954, ákváðu Eisenhower og þjóðarör- yggisnefndin, að gripið yrði til tafarlausra hefndaraðgerða, hugsanlega með kjarnorkuvopn- um, ef Kínverjar hæfu stríðsað- gerðir að nýju. Skjöl, sem öldungadeildin opinberaði i apríl sl., sýna, að stjórn Eisenhowers var einnig viðbúin því að beita kjarnorku- vopnum gegn Kínverjum árið 1954 ef Viet Minh-hreyfingin, sem Kínverjar studdu, gerði árás á Vietnam, og i öldungadeild- arskjölum, sem birt voru 1982, kemur fram, að stjórnin bjó sig undir kjarnorkustyrjöld við Rússa ef þeir reyndu að hrekja Vesturveldin frá Berlín. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.