Morgunblaðið - 15.07.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984
63
heimta gekk hins vegar mjög
tregt. Það var fyrst eftir 1970, að
sýslunargögn bárust safninu, svo
að mark væri að, og varð að senda
mann um héraðið til að annast þá
innheimtu. Björn Egilsson frá
Sveinsstöðum fór um allt héraðið
þessara erinda, krafðist skila og
varð fengsæll. Um leið fékk safnið
hann til þess að kanna handrita-
eign á bæjum og fala til varð-
veizlu. Fólk brást yfirleitt mjög
vel við þeim tilmælum og aflaðist
vel. Sætir furðu, hve mikið reynd-
ist enn til af hvers konar gömlu
„skriferíi" og kom safninu nú til
góða, hversu sagnamenn 19. aldar
voru fastheldnir á skræður sínar,
eins og ég gat um áður.
Já, svo ég víki aftur að stofnun
héraðsskjalasafnsins, er rétt að
geta þess, að ekki var hægt að búa
í básinn fyrir það, svo sem hugur
manna stóð til. Húsnæði var raun-
ar ekkert fyrstu árin. Gögn þess
voru geymd í kössum og koffort-
um í bókasafninu, allt óskráð, og
var skrásetning raunar ekki hafin
fyrr en eftir 1970.
Laust fyrir 1960 var keypt les-
filmusafn það, sem löngum hefur
verið kennt við mormóna, þar eð
þeir festu hér fyrstir handrit á
filmur. { safni þessu var helft
kirkjubóka landsins, dómsmála-
og skiptabóka, ættfræðirit ofl. í
kjölfar þessa framtaks fóru vita-
skuld kaup á lesvél, og nú fékk
safnið lítið herbergi alveg til eigin
nota. Þó var ekki hægt að opna
safnið almenningi, en gata þeirra
greidd, sem unnu að bókagerð á
vegum Sögufélagsins, svo og ann-
arra, sem þurftu að nota það.“
„Hvenær var svo safnið opnað
almenningi?"
„Það var ekki fyrr en í ársbyrj-
un 1972, að safnið var opnað al-
menningi, eftir að því var komið
fyrir í Safnahúsinu nýja.
Þá fyrst sköpuðust skilyrði til
að efla það. Enda var mjög rúmt
um það fyrstu árin og góð lesstofa,
þótt nú hafi sótt í líkt horf og fyrr;
húsnæði það, sem því var ætlað
fyrir röskum áratug er orðið allt
of lítið; og handrit geymd á mörg-
um stöðum í húsinu. Á þessu verð-
ur ráðin bót með haustinu, en þá
flytur safnið væntanlega á neðri
hæð Safnahússins, og verður þar
rúmt um það, að því er ætla má.“
„Þannig eflist það smátt og
smátt.“
„Jú, þetta er að sjálfsögðu af-
leiðing þess, að hér hefur vaxið
viður af vísi."
„Hversu stórt er safnið orðið?“
„Skjalasafnið er orðið mikið að
vöxtum, handritasafnið slíkt hið
sama. Safnið er raunar í þrem
deildum, þótt allt sé þetta enn
laust í reipum. Eins og ég minnt-
ist, held ég, á áðan, eru héraðs-
skjalasöfn varðveizlustaður opin-
berra gagna, sýslunargagna hvers
konar. Þau eru því í raun eins kon-
ar útibú frá Þjóðskjalasafni, gögn
þar ríkiseign, og söfnin lúta yfir-
stjórn þjóðskjalavarðar. Þessu
safni er haldið sér og skráð á ann-
an veg en handritasafnið.
Með handritasafni á ég við safn
hvers konar almennra handrita,
sem ekki eru afhendingarskyld.
Þarna kennir margra grasa, sýn-
ishorn af andlegu veganesti geng-
inna kynslóða, hugðarefnin, sem
spegla líf þjóðarinnar í blíðu og
stríðu. Allt er þetta ritað vegna
ástar á viðfangsefninu, tjáningar-
þarfar. „Fýsnin til fróðleiks og
skrifta" knúði á þrátt fyrir erfiðar
ytri aðstæður — eða vegna þeirra.
Hér gefur að líta sýnishorn þess,
sem kynslóðirnar töldu rétt að
festa á blað: sagnaþætti, rímna-
söfn, ættfræðisyrpur, staðhátta-
og þjóðháttalýsingar, annála, af-
morskvæði, bænir og þulur, sendi-
bréfasöfn, dagbækur, sveitarblöð,
galdrakver o.s.frv.
Ég þori lítið að segja um stærð
handritasafnsins. Handritalýs-
ingu og skrásetningu er lokið á um
1500 númerum, 30—40 hillumetr-
um, en mikið er aðeins grófflokk-
að. Stafar þetta af því, að slík
ókjör berast að safninu í einu, að
ekki verður komizt yfir að gera
öllu til góða um leið, líka vantar
hillurými.“
„Hver er stærsta gjöfin, sem
safnið hefur hlotið?"
„Handritasafn Stefáns ættfræð-
ings Jónssonar á Höskuldsstöðum
er stærsta gjöfin, sem safninu hef-
ur borizt. Áfhending þess hefur
farið fram allt til þessa. Líklega
nokkrir hestburðir! Og þar kennir
margra grasa auk sagnaþátta
Stefáns sjálfs og annarra skrifa
hans. Hann var mikill safnari."
„Hver eru merkust handrit
safnsins?"
„Ég treysti mér ekki til að
dæma um, hvaða handrit sé
merkast. Slíkt er raunar smekks-
atriði. En oft fer fólki svo, að því
finnst mest til um það, sem elzt er,
og hefur óneitanlega nokkuð til
síns máls. Ef tekið er mið af þvi,
þá skipar Konungsskuggsjá og
Sverrissaga fyrsta sæti. Handritið
er á einni bók skrifað af Magnúsi
stúdent Þórólfssyni um 1660 en
eigandi þess var Magnús digri
Jónsson í Vigur. Fallegt handrit.
Úr myndasafni. Biyggjusmíði á Akureyri um 1930.
„ Versjónyfír Homerum". Þetta er
titilblað rersjóna, sem gengið bafa
milli margra Bessastaðapilta, svo
sem sjá má. Flest eru nöfnin þjóð-
kunn.
Nú, ég sagði safnið þrískipt. Hér
er allmikið ljósmynda- og teikn-
ingasafn. Á spjaldskrá eru komn-
ar um 7.000 mannamyndir, en
fjöldi bíður umfjöllunar. Um-
hverfis- og atburðamyndir eru enn
óskráðar, en sumpart grófflokkað-
ar. Um heildartölu mynda veit ég
ekki, en ætla þær 10—20 þúsund.
Safnið á og allmikið af teikningum
(manna- og umhverfismyndir),
obbinn eftir kunna listamenn."
„Frá hvaða tíma eru þessar
mannamyndir?“
„Mannamyndirnar eru lang-
flestar teknar á árabilinu
1875—1940 eða þar um bil. Því
miður er hér mikið um myndir af
mönnum, sem ekki hefur enn tek-
izt að nafngreina, þótt mikið sé
gert af því að birta slíkar myndir í
von um, að einhver beri kennsl á
þær. Nokkuð hefur þó á unnizt."
„Hvernig er með fjárhag safns-
ins?“
„Héraðsskjalasafnið hefur nán-
ast engar beinar tekjur, eins og
t.a.m. bókasöfn, sem taka nefskatt
lögum samkvæmt. Sýsla og bær
leggja héraðsskjalasafninu hverju
sinni, en ríkisvaldið skýzt hins
vegar undan skyldu sinni. Ekki
verður annað sagt en þessir aðilar
hafi staðið vel í ístaðinu. Hér væri
þó mun fátæklegra umhorfs, ef
safnið hefði ekki notið mikilla
styrkja stofnana og einstaklinga.
T.a.m. er mestallur tækjabúnaður
safnsins keyptur fyrir gjafafé.
Ég reyni ekki að tíunda alla þá,
sem reynzt hafa safninu haukar í
horni. Skal aðeins nefna nokkrar
stofnanir: Menningarsjóð Kaupfé-
lags Skagfirðinga, Menningarsjóð
Sparisjóðs Sauðárkróks og siðast
en ekki sízt Þjóðhátíðarsjóð ís-
lands, sem hvað eftir annað hefur
stutt safnið svo myndarlega, að
fullyrða má, að ekki hefði verið
ráðizt í ýmislegt á vegum þess án
Stefán Jónsson frá Höskuldsstöð-
um. Kristmundur segir, að handrit-
asafn bans sé stærsta gjöfín, sem
safninu befur rerið gefín.
stuðnings frá þeirri stofnun. Nú
síðast veitti Þjóðhátíðarsjóður
styrk til gerðar lykilskráa, en
safnið er orðið svo mikið að vöxt-
um, að mjög torvelt reynist að af-
greiða safngesti, þar sem þeirra er
vant. Á næstu árum ætti að verða
mikil breyting á til batnaðar.“
„Einhverjar fleiri tekjulindir?“
„Jú, fleiri eru matarholurnar.
Má þar nefna, að héraðsskjala-
safnið á höfundarrétt að verkum
Þorsteins Jónssonar — Þóris
Bergssonar. Skilar hann jafnan
nokkrum arði. { haust koma út
endurminningar Þorsteins á veg-
um Bókaútgáfu Odds Björnssonar.
Enn má nefna, að ekkja Sigurðar
Helgasonar tónskálds, Hildur,
sænskættuð, bandarísk kona, gaf
safninu höfundarréttinn á laginu
„Skín við sólu Skagafjörður" og
hefur dropið nokkuð drjúgt af. Þá
er þess að geta, að safnið á að
hálfu höfundarrétt að öllum verk-
um Stefáns Jónssonar á Hös-
kuldsstöðum. Birtingarrétt seldi
safnið Sögufélagi Skagfirðinga og
er fyrsta bindi ritsafns Stefáns
væntanlegt á markað með haust-
inu. Safnið á líka réttinn að verk-
um ísleifs Gíslasonar og hefur
nýtt sér hann, sem kunnugt er.
Enn fleiri hafa gefið safninu höf-
undarrétt verka sinna, og mun
þess sjá stað, þegar tímar líða
fram. Mér láðist áðan að nefna
einn sjóðinn, sem er ætlaður safn-
inu til styrktar: Menningarsjóð
Magnúsar Bjarnasonar kennara,
en Magnús Bjarnason kennari gaf
fé til þessarar sjóðstofnunar.
Safnamál, bæklingur sem Safna-
húsið og söfnin öll standa að, er
gefinn út árlega með styrk úr
þessum sjóði, sumpart vegna skil-
yrða, sem gjafabréf setur um sjóð-
inn.
Já, safnið hefur blásið út. Fjöl-
margir gefa safninu handrit á
hverju ári. Drýgst hafa þó dregið
safn Stefáns á Höskuldsstöðum og
Jóns Sigurðssonar alþingismanns
á Reynistað. Annars vil ég ekki
fara með nöfn, því hætt er við ég
gleymi ýmsum í flýtinum. Þó get
ég ekki látið undir höfuð leggjast
að minnast á bóka- og handrita-
gjöf Sigurðar J. Gíslasonar kenn-
ara, sem lézt á Akureyri í fyrra,
háaldraður. Sökum þrengsla hefur
enn ekki verið hægt að taka við
öllu safni Sigurðar og óljóst, hve
stórt það er, en trúlega nokkur
þúsund bindi. Þar getur fjölda úr-
valsrita í bókmenntum og sögu,
rita, sem eru nú ófáanleg með öllu.
Auk þessa lét Sigurður eftir sig
allnokkurt safn handrita og vísna-
safn eitt hið mesta, sem verið hef-
ur í eigu eins manns hérlendis, að
sögn á annað hundrað þúsund vís-
ur á seðlum og fylgja skýringar og
tilvitnanir. Bæta má þvi hér við,
að bókasafn Páls bókavarðar Sig-
urðssonar í Reykjavík hafnaði líka
hér. Var því skipt til helminga
milli bókasafnsins og héraðs-
skjalasafnsins. En nú er mál að
linni.“
„Er handritasöfnunin bundin
við Skagafjörð einan?"
„Nei, handritasöfnunin er ekki
bundin við Skagafjörð einan, enda
hafa safninu borizt slikar gjafir
víða að. Fólk á að ráða því sjálft,
hverjum það trúir fyrir varðveizlu
handrita sinna. Hér gefur handrit
líklega úr öllum sýslum landsins,
sum forn, önnur nýleg. Þau skipta
trúlega hundruðum. Á þessum
tímum er auðvelt þeim, er þurfa,
að ná til handrita í ljósriti eða á
filmu. Hundaþúfu-sjónarmið eiga
ekki rétt á sér. Það er ánægjulegt
að verða slíks trausts var, og reynt
mun að valda gefendum ekki
vonbrigðum.“
„Hvernig er aðsókn að safninu?"
„Aðsókn að safninu er góð, en
það er aðeins opið tvisvar í viku.
Eins og sakir standa má hún helzt
ekki meiri vera. Safninu berast
fyrirspurnir hvaðanæva af land-
inu og raunar líka erlendis frá. Oft
reynist erfitt og tímafrekt að
greiða úr öllu, og stundum koma
spyrjendur raunar að tómum kof-
unum.
Safngestir eru á öllum aldri,
engu síður ungt fólk en ellimótt.
Margir stunda stefnulaust grúsk,
einkum ættfræðilegt, og gætu ef-
laust farið verr með tímann. Enn
aðrir sækja safnið vegna ritgerða
eða bóka, sem þeir vinna að. Stúd-
entsefni vinna hér að lokaritgerð-
um, háskólanemar í sagnfræði eða
skyldum greinum einnig. Það er
ánægjulegt, hve mikill áhugi er
ríkjandi, þó er svo guði fyrir að
þakka, að hann beinist til ýmissa
annarra átta. Fjöldinn allur á
ekkert erindi i handritasöfn, finn-
ur ekkert þar við hæfi. Hann leit-
ar á önnur mið eins og vera ber,
lífið er svo margþætt og „safna-
mennska" er aðeins einn þáttur
menningarsamfélags,“ sagði
Kristmundur í lokin. — »*