Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLl 1984
69
upptökum þeirra meginstefna, sem flest
rikin hafa tekið upp á sína arma á seinni
árum, þá kemur í ljós að þessi fimm ríki
hafa algjöra sérstöðu. Hvers vegna er erf-
itt að segja til um, en Naisbitt segir þessi
fimm ríki einkennast af fjölbreyttu mann-
lífi og þar sem það er til staðar er lengi
von á einhverri sköpun, tilraunastarfsemi
og breytingum.
Kalifornía er fræg í þessu sambandi.
Það var þar sem áherslan á heilsufæðið
átti upptök sín, og salatbarinn leit dagsins
ljós. Þessu fylgdi líkamsrækt í auknum
mæli, og breytingar á lífsstíl manna, þar
sem aukin áhersla er lögð á mannleg lífs-
gæði.
Connecticut og síðar Washington urðu
fyrstu ríkin til að kjósa kvenmann sem
rikisstjóra og á ótai öðrum sviðum hafa
þessi ríki gegnt brautryðjendahlutverki.
En hvaða áhrif hefur þessi framtíðarspá
á Island og okkur íslendinga? Naisbitt tel-
ur þessar breytingar eiga eftir að hafa
áhrif í flestum löndum öðrum þar sem
lifnaðarhættir eru svipaðir og hjá Banda-
ríkjamönnum. Bókin hefur verið með sölu-
hæstu bókum hvarvetna þar sem hún hef-
ur komið út, m.a. í Japan. Ekkert bendir
því til þess að svipaðar breytingar verði
hér á landi einhvern tíma í framtíðinni, þó
alltaf séum við nokkrum árum eða áratug-
um á eftir nágrannalöndunum, og því jafn-
nauðsynlegt fyrir okkar að reyna að
skyggnast inn í framtíðina.
Hvað einkennir
framtíðarþjóðfélagið?
í bók sinni segir höfundur frá 10 megin-
stefnum sem koma til með að einkenna
framtíðarsamfélagið. í fyrsta lagi mun
þjóðfélagið breytast úr iðnaðarsamfélagi í
upplýsingasamfélag. í annan stað leggur
hann áherslu á að aukinni tækni fylgi auk-
in áhersla á ýmsa mannlega þætti, þ.e.
tækniþjóðfélag framtíðarinnar verður
ekki „sálarlaust" og vélrænt, heldur hið
gagnstæða. í þriðja lagi bendir hann á
áherslubreytingu í efnahagskerfinu,
Bandaríkjamenn munu ekki líta á sig sem
lokað hagkerfi, heldur hluta af efnahags-
kerfi heimsins. í fjórða lagi munu ákvarð-
anir sem byggjast á langtímaáætlunum
setja aukinn svip sinn á samfélagið, í stað
skammtímasjónarmiða sem ríkt hafa að
undanförnu, oft á kostnað framtíðarinnar.
í fimmta lagi munu menn leggja meiri
áherslu á að breytingar komi frá fólkinu
sjálfu, hvort sem um er að ræða breyt-
ingar í borg, ríki, fyrirtæki eða vinnustað.
í sjötta lagi verður mun meiri áhersla lögð
á sjálfshjálp í stað þess að treysta á stofn-
anir til að leysa meiri og minni háttar
vandamál á öllum sviðum mannlifsins.
í sjöunda lagi höfum við komist að raun
um að hugmyndir okkar um lýðræði eru
orðnar úreltar á þeim tímum sem við lif-
um á, þegar hægt er að fá tafarlausar upp-
lýsingar um hvað sem helst. í áttunda lagi
hættum við að treysta á pýramídakerfi til
stjórnunar en byggjum meira á óformleg-
um samtökum. { níunda lagi munu fleiri
Bandaríkjamenn lifa í suður- og vestur-
hluta landsins og yfirgefa gömlu iðnaðar-
borgir norðursins. I tíunda lagi mun
mannlífið verða mun fjölbreyttara og frá
þröngsýnu annaðhvort-eða-viðhorfi og
takmörkuðum möguleikum mun fjöl-
breytni á öllum sviðum verða ríkjandi.
Iðnaður eða
upplýsingar
Við skulum nú líta örlitið nánar á nokk-
ur þessara atriða. Ein mikilvægasta breyt-
ingin er það sem fyrst var nefnt, breyting
úr iðnaðarsamfélagi í upplýsingasamfélag.
Höfundur segist hafa orðið undrandi á því
á ferðum sinum um Bandarikin hve marg-
ir virtust hafa tilhneigingu til að neita að
horfast i augu við þessar breytingar. Hann
er þó langt i frá hinn fyrsti sem nefnir
upplýsingasamfélagið á nafn. „Það er orð-
ið að raunveruleika og átti upptök sin á
árunum 1956 og 1957.“ Árið 1956 voru hin-
ir svonefndu hvítflibbar eða skrifstofu-
menn af ýmsum toga í fyrsta sinn fleiri en
verkamenn og þeir sem unnu að fram-
leiðslustörfum. Frá þeim tíma má segja að
nýtt samfélag hafi verið í burðarliðnum, í
fyrsta sinn i sögunni unnu fleiri við alls-
kyns upplýsingastörf en framleiðslu vöru
og varnings. Næsta ár markaði einnig
timamót, er Rússar sendu Spútnik á loft,
en þar með var grunnurinn lagður að upp-
lýsingastreymi um allan heim með aðstoð
gerfitungla. Upplýsingasamfélagið er þvi
ekki nýtt af nálinni, en vandamál okkar er
fyrst og fremst að við höldum dauðahaldi í
fortíðina, hugsun okkar, viðhorf og
ákvarðanir eru ekki i samræmi við
raunveruleikann. Og hið sama má segja
um hina þættina sem koma til með að
einkenna framtiðarsamfélagið, við lokum
augunum fyrir því sem er að gerast og
látum sem ekkert sé. Árið 1950 unnu t.d.
eingöngu 17% Bandaríkjamanna við upp-
lýsingastörf. í dag er sú tala orðin 65%, og
eru þar með taldir kennarar, forritarar,
ritarar, bankamenn, tryggingastarfsmenn,
skrifstofufólk og fleiri. Þróunin frá
bændasamfélagi i upplýsingasamfélag
hefur orðið á þessa lund, bóndi verður
verkamaður og verkamaðurinn skrifstofu-
maður. Bændur voru i byrjun 20. aldarinn-
ar meira en einn þriðji hluti vinnandi
manna, en í dag eru þeir færri en 3%. I
dag eru fleiri starfandi við háskólana i
Bandaríkjunum en við landbúnað.
Þekking,
hinn nýi auður
{ iðnaðarsamfélaginu skipta peningar
sköpum og eru helstu verðmæti manna. í
upplýsingasamfélaginu er þekking hins
vegar mikilvægust og það er hugsun
mannsins sem gefur mestan arð. Og völdin
liggja ekki lengur hjá hinum fáu sem eiga
peninga heldur í höndum hinna mörgu
sem búa yfir þekkingunni. Þær breytingar
sem það hefur í för með sér fyrir banda-
rískt samfélag að breytast úr iðnaðarþjóð-
félagi í upplýsingaþjóðfélag verða að áliti
höfundar jafn miklar og breytingin úr
bændasamfélagi i iðnaðarsamfélag, að því
með sagt að verslunarferðir leggist alfarið
af. Ráðstefnur munu heldur ekki leggjast
af þó hægt sé að koma á sambandi fjölda
einstaklinga víða um heim með aðstoð
aukinnar tækni. Hið sama má segja um
skólastarf, tölvur verða notaðar sem
hjálpartæki en aukin áhersla lögð á
mannleg samskipti og allskyns umræður.
Samhliða aukinni tækni eykst þörfin fyrir
mannlegt samneyti, þjóðlög verða vinsælli,
handavinna af ýmsu tagi, eitthvað sem
minnir á fortíðina. Vélmenni munu taka
við af verkafólki, en það mun einbeita sér
að umræðu um ýmsar hliðar vinnunnar.
Búist er við að 17.000 vélmenni verði fram-
leidd árið 1990, en þá er gert ráð fyrir að
vélmenni, sem sjá um framleiðslu, verði
orðin 80.000.
Trú á stofnanir
og kerfí minnkar
Hvernig verður lífið í hinu tæknivædda
samfélagi framtíðarinnar? Fólk mun leita
meira út í náttúruna, fara í ferðalög með
börnin til að ná þeim frá sjónvarpinu og
tölvunni. Frístundir munu einkennast I
auknum mæli af likamlegri vinnu, tiltekt í
garðinum, matargerð, smíðum og fleiru
þessháttar.
Ein veigamikil breyting sem Naisbitt
gerir ráð fyrir að verði í framtíðarsamfé-
laginu er sú að fólk mun treysta mun
undanskildu að þróunin úr bændasamfé-
lagi í iðnaðarsamfélag tók mun lengri
tíma.
Hin nýja tækni hefur I för með sér vax-
andi þörf fyrir mannleg samskipti, en það
er annar meginþátturinn sem mun ein-
kenna þjóðfélag framtíðarinnar. Þannig
næst jafnvægi milli þessara ólíku þátta.
Þessar breytingar eiga sér stað samhliða,
þannig varð sjónvarpið til um svipað leyti
og fram komu hópeflishugmyndir innan
sálarfræðinnar. Margir hafa óttast til-
komu hinnar nýju tækni svo sem tölvunn-
ar, og talið að hún hefði í för með sér
ókosti ekki síður en kosti. Tölvan getur þó
gefið heilmikið frelsi og aukið svigrúm
einstaklinganna, með tilkomu tölvunnar
aukast möguleikar á því að hver og einn sé
metinn á grundvelli þeirra hæfileika sem
hann býr yfir. Oft virðist hinn mannlegi
þáttur hafa gleymst þegar rætt er um
aukna tækni. Þannig var því t.d. haldið
fram árið 1975, þegar stórir veggsjón-
varpsskermar komu til sögunnar að nú
hættu menn alveg að sækja kvikmynda-
húsin heim. Spámenn þeirra tíma spáðu
því að árið 1980 væri búið að leggja af öll
kvikmyndahús í Bandaríkjunum. I þessu
tilfelli, sem og í mjög mörgum öðrum,
gleymdist að reikna með því að bfógestir
fara ekki eingöngu í bíó til að sjá kvik-
mynd, heldur ekki síður til að gráta eða
hlæja með öllum hinum bíógestunum.
Maðurinn er félagsvera og mun velja það
að vera innan um fólk ef hann á þess nokk-
urn kost. Og þó tölvan auki möguleika á að
vinnan færist inn fyrir veggi heimilanna,
þá mun vinnustaðurinn áfram hafa tals-
vert aðdráttarafl, þó flestum kunni að
þykja það ágæt tilbreytni að vinna heima
dag og dag þegar þannig stendur á. Hið
sama má segja um innkaup, þó tölvan geri
innkaupaferðir ónauðsynlegar, er ekki þar
meira á sjálft sig en allskyns stofnanir og
samtök. Undanfarna áratugi hefur fólk
treyst t.d. á skólakerfið til menntunar,
heilsugæslukerfið til að halda við góðri
heilsu o.s.frv. Læknar hafa orðið nokk-
urskonar æðstuprestar heilsufarsins,
sjúklingarnir hafa lagt ábyrgð á eigin
heilsu I þeirra hendur og búist við að alls
kyns töflur og lyf virkuðu á svipaðan hátt
og særingar töfralækna hér áður fyrr. Hið
sama hefur átt sér stað 1 skólakerfinu, for-
eldrar hafa afhent skólunum börn sín og
treyst þeim til að sjá þeim fyrir bestu
mögulegu menntuninni. Foreldrarnir hafa
í auknum mæli varið lífi sfnu innan alls-
kyns stofnana og samtaka sem hefur mót-
að daglegt líf þeirra í æ ríkara mæli.
Stofnanir veita svo viðurkenningar í formi
launa og starfsheita, og smám saman hef-
ur sjálfsmynd þeirra einstaklinga sem þar
vinna endurspeglast af því hvaða stöðu
þeir hafa innan stofnananna. Það eru þó
ekki nema um 10—15 ár síðan menn fóru
að gera sér grein fyrir að stofnanirnar
voru ekki óskeikular. Hin blinda trú á al-
mætti læknavísindanna hefur einnig farið
minnkandi á sfðustu árum, og f dag eru
margir farnir að efast um að skólakerfið
bjóði upp á bestu menntunarmögu-
leikana. En hverjum er hægt að treysta ef
ekki stofnunum og kerfum? „Svarið er ein-
falt,“ segir Naisbitt, „við lærum að treysta
í auknum mæli á okkur sjálf, hjálpa sjálf-
um okkur og um leið öðrum.“ Á síðasta
áratug má sjá ýmis teikn um þessar breyt-
ingar, lifnaðarhættir hafa breyst, aukin
áhersla er lögð á fjölbreytt og hollt matar-
æði, likamsrækt er orðin almennari og
menn almennt orðnir ábyrgari fyrir eigin
heilsufari. í dag er farið að líta á marga
orsakaþætti sjúkdóma, þeir geta verið af
líkamlegum, sálrænum eða umhverfisleg-
um orsökum. Aukin áhersla hefur t.d. ver-
ið lögð á að fæðingar fari fram i eðlilegu
umhverfi, heimafæðingum hefur fjölgað,
og einnig ljósmæðrum. Foreldrar eru farn-
ir að taka aukinn þátt f skólastarfinu og
samvinna milli heimila og skóla hefur
aukist síðustu áratugi.
Á markaðinn er nú kominn einfaldur
útbúnaður til notkunar í heimahúsum,
tæki til að mæla blóðþrýsting, gera þung-
unarpróf, rannsaka þvagsýni, til að fá úr
því skorið hvort viðkomandi er með syk-
ursýki eða einhverja sýkingu.
Á síðustu árum hefur þeim röddum
fjölgað sem gagnrýnt hafa skólakerfið og
sumir ganga jafnvel svo langt að þeir vilja
leggja það niður í núverandi mynd og færa
kennsluna inn á heimilin aftur. Einn
þeirra er skólamaðurinn John Holt, seín
lagði fyrst til að byrja með áherslu á
endurbætiur innan skólakerfisins en vill
nú leggja það niður í núverandi mynd.
Aukin sjálfsábyrgð mun einkenna ein-
staklinga framtíðarsamfélagsins á öllum
sviðum. Glæpir verða þannig vandamál
heildarinnar og reynt að koma í veg fyrir
þá í stað þess að refsa eins og nú tíðkast.
Önnur veigamikil breyting er breyting
stjórnkerfisins. Pýramídakerfið er á und-
anhaldi, og í þess stað koma lárétt samtök
þar sem fólk vinnur saman að úrlausn
verkefna.
Fjölmargar fjölskyldu-
gerðir og breytt
staða kvenna
í framtíðinni getur fólk valið milli
margra ólíkra þátta, og áhersla verður
lögð á fjölbreytni og margbreytileika
mannlegs lífs í stað þröngs viðhorfs um
val milli tveggja möguleika. Hér áður fyrr
giftist fólk eða giftist ekki, vann annað
hvort frá 9—5 eða vann alls ekki neitt,
pabbinn vann úti og mamman var heima
og þau áttu að meðaltali 2,4 börn. Hver
man ekki eftir þeim tíma þegar öll baðker
voru hvít, allir símar svartir og mynd af
grátandi barni í annarri hverri stofu? í
dag er hinsvegar ekki til nein hefðbundin
fjölskylda í Bandaríkjunum, eða fjölskylda
þar sem faðirinn vinnur úti og móðirin er
heima með börnin, venjulega tvö. Reyndar
fellur aðeins 7% fjölskyldna í Bandaríkj-
unum undir þessa skilgreiningu. I dag eru
fjölskyldurnar breytilegar, það getur verið
um að ræða einstæða foreldra, karl eða
konu með börn sín, barnlaus hjón sem eru
upptekin af því að koma sér áfram í starfi,
fjölskylda þar sem kona er fyrirvinna eig-
inmanns og barna, eða fjölskylda sem
samanstendur af hjónum og börnum
þeirra, sem þau hafa átt í öðrum sambönd-
um. Að ógleymdum einbúum, en þeim hef-
ur fjölgað verulega á síðustu árum, í dag
er eitt heimili af fjórum heimili einbúans
samanborið við eitt af hverjum tíu árið
1955. Þeir einstaklingar sem búa einir eru
ýmist ungt fólk sem hefur ekki gifst, eldra
fólk eða nýfráskilið fólk. Á næstu árum er
búist við að fjölskyldugerðir verði enn fjöl-
breytilegri.
Miklar breytingar verða á stöðu og hlut-
verki kvenna. Hið hefðbundna kynhlut-
verk þeirra sem eiginkonur og mæður fer
að heyra sögunni til. Konur munu í aukn-
um mæli eignast börn sín seinna en hingað
til hefur tíðkast, I Bandaríkjunum hefur
fjöldi þeirra kvenna sem eignast fyrsta
barn eftir þrítugt aukist mikið, og búist er
við að eftir nokkur ár verði æ algengara að
konur fæði fyrstu börn sín um 35 ára aldur
eða jafnvel fertugar. Konur hafa í auknum
mæli sótt út í atvinnulífið og menntakerf-
ið, í dag eru fleiri konur nemendur í
menntaskólum en karlar. Konur munu í
auknum mæli taka þátt í viðskiptalífinu
og reka sjálfstæðan atvinnurekstur. Milli
1972 og ’79 jókst fjöldi þeirra kvenna sem
unnu sjálfstætt um 43%, sem er fimmföld
aukning karla í sömu störfum. Með
breyttu hlutverki kvenna í samfélaginu
breytist staða karla jafnhliða, sumir
karlmenn verða heimavinnandi feður, aðr-
ir vinna hlutastarf eða deila einu starfi
með öðrum. Eitt er víst segir Naisbitt, hin
hefðbundna fjölskylda þar sem konan
verður að fórna mörgum áhugamálum sín-
um vegna barna og eiginmanns virðist
heyra sögunni til og er ólíkleg til að koma
aftur fram á sjónarsviðið.
Vinnutími breytist og störfum verður
ekki lengur skipt í hefðbundin kvennastörf
og karlastörf. Launamismunur verður
minni, hin hefðbundnu kvennastörf verða
hærra metin til launa hvort sem það eru
karlar eða konur sem vinna þau.
Hér hefur aðeins verið stiklað á nokkr-
um atriðum sem koma til með að setja svip
sinn á framtíðarsamfélagið. Það er vel við
hæfi að ljúka þessari samantekt með loka-
orðum höfundar: „Hvursu dásamlegt er að
fá að lifa þessa tíma.“
V.J.