Morgunblaðið - 15.07.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.07.1984, Qupperneq 28
i or* ► ♦ ttVt t ► #TTt r> « rrTT’/T^rm 'tttt # — - » MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 Hér áður og fyrr á árun- um voru rakararnir rak- arar. Hnífarnir léku í höndum þeirra og flugu með leifturhraða yfir skeggjaða kjammana og skildu við þá silkimjúka og glansandi. Þetta var fyrir daga tveggja blaða skafanna og rafmagns- véla, sem nú til dags til- heyra hverjum baðskáp og hafurtaski allra karlmanna. Já, nú er öldin önnur. Skyldu rak- ararnir kunna ennþá á hnífana? Er ekki nafnið rakarastofa orðið nokk- uð fjarstæðukennt? Þegar flett er í síma- skránni sést að enn eru þær tiltölulega margar við lýði. Einn af þessum fáu góðviðrisdögum hér á höfuðborgasvæðinu töltu blaðamaður og Ijósmyndari af stað á nokkrar rakarastofur til að forvitnast nánar um þetta og leiðin lá fyrst til rakarastofunnar á Klapparstíg 29 þar sem við hittum að máli eig- andann, Sigurpál Grímsson. Kunna þeir að raka? Ekki algengt að fólk biðji um rakstur Aðspurður hvort þeir rökuðu menn sagði Sigurpáll: „Við tök- um að okkur að raka menn, en rökum þá ekki almennt nema þeir biðji um það og það er ekki algengt því miður. Við notum sköfur til rakstursins að vísu sem eru með blöðum í og við sápum með höndunum," sagði hann. „Þannig hefur það lengst af verið. Fasta viðskiptavini hafa þeir ekki sem láta raka sig einvörðungu. Þetta eru þá menn sem ekki hafa haft að- stöðu til að raka sig að morgni eða sem hafa dvalið lengur en þeir ætluðu sér í bænum," sagði Sigurpáll. Hann var spurður hvort orðið rakara- stofa væri þá ekki orðið úr sér gengið og sagði hann að þetta væri gamalt orð sem hefði ver- ið notað síðan 1918 og gæfi skýrt til kynna að þarna væri mönnum óhætt að koma og fá snögga herraklippingu. Aftur á móti virtist það ennþá vefjast fyrir fólki að á hársnyrtistofu væri hægt að fá hársnyrtingu fyrir bæði kyn. Að lokum gat Sigurpáll þess að nemura þar væri kennt sérstaklega að raka. Rakaði tíu til tuttugu manns á dag Á rakarastofu Leifs og Kára, Njálsgötu 11, hittum við báða eigendurna, Leif og Kára, önnum kafna. Þeir kváðust ennþá raka menn, en því miður væri það ekki nógu algengt að menn kæmu inn til þess að fá rakstur. Það væru kannski einn eða tveir á viku og þar sem viðskiptahópur þeirra væri fullorðnir menn að mestu kæmi aldurinn af sjálfu sér á þeim er snurfusa létu á sér andlitið. „Þetta eru oft menn sem láta raka sig af gömlum vana um leið og þeir láta klippa sig, en að þeir komi svona inn af götunni bara til að láta raka sig er afar sjaldgæft." Að- spurðir hvort þeir vissu hvort nemar væru látnir læra að raka eða rökuðu vissu þeir þess dæmi að nemar væru látnir læra á rafmagnsvélar og marg- ir af þesum yngri mönnum í atvinnugreininni neituðu að raka. Ennfremur voru þeir fé- lagar vissir um að einhverjir af þessum yngri myndu bara fest- ast í miklu karlmannsskeggi þar sem þeir fengu svo litla æf- ingu. Þegar a.m.k. Kári var að læra rakaði hann frá tíu til tuttugu manns á dag en nú er það kannski einn á viku. Hvað varðar nafnið rakarastofa sögðu þeir félagar að það orð færi dvínandi í notkun og sem dæmi mætti nefna að félag þeirra héti nú Meistarafélag hárskera. Kennt að raka * a örfáum stöðum Næst lá Papilla á Laugavegi 24 fyrir og þar hittum við að máli eigendurna, hjónin Kára Geirmundsson og Dórotheu Sigurpáll, eigandi rakarastotannar á Kiapparstíg. Leifur og Kári á Njálsgötunni. Pétur rakari á Skélavördustígnum. . 4 !*á -#* Kári og Dórothea, eigendur Papillu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.