Morgunblaðið - 15.07.1984, Side 29

Morgunblaðið - 15.07.1984, Side 29
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984 77 Magnúsdóttur. Kári sagðist raka, en ekki væru það miklu fleiri á stofunni sem myndu vilja gera það. Hann sagði það vera á örfáum stöðum sem nemum væri kennt að raka enda fáir rakarar sem virkilega kynnu það. Kvaðst Kári raka með hníf sem að vísu væri með blöðum og léttari en þeir gömlu og sápa menn með höndunum. Ekki sagði hann algengt að menn kæmu inn til að fá ein- göngu rakstur, þá helst menn er væru að hætta með skegg eða menn sem hafa verið að skemmta sér. Er nafnið rak- arastofa bar á góma sagði hann að það væri gamalt orð sem enn væri notað og t.d. flokkað eftir því í símaskránni en í raun ætti það að vera hár- skerastofa en ekki rakarastofa. Oft raka ég olnboga- börn bæjarins Að lokum hittum við fyrir Pétur hárskera á Skólavörðu- stíg 10. Hann hefur sett upp skilti þar sem hann kallar sig hárskera en aðspurður sagðist hann allt eins geta kallað sig rakara þar sem hann rakaði enn þann dag í dag. Reyndar sagðist hann hafa rakað einn þennan dag en það væri annars ekki mjög algengt að menn kæmu inn og bæðu um rakstur. Aðallega væru það þá menn sem væru að láta raka í kring- um skeggið sitt, túristar og olnbogabörn bæjarins sem kæmu til hans í þessum til- gangi. Hann sagðist oft þrífa menn sem hefðu legið í því lengi. Pétur notar gamaldags bursta til að sápa með en sagði að nú væri hann farinn að nota hníf með blöðum í til raksturs- ins. Sl. ár hafði Pétur stúlku- nema sem rakaði og var „þræl- klár“ í því. Aftur á móti sagðist hann vita þess dæmi að á sum- um stofum væri ekki rakað því að maður hefði komið nýklippt- ur til hans einn daginn og sagt honum að eftir klippinguna á einni stofunni hefði hann beðið um rakstur en verið synjað þar sem þeir rökuðu ekki lengur. Við látum þetta duga, en menn vita þá núna að ef þeir kæra sig um eru ennþá staðir þar sem hægt er að fá rakstur einvörðungu og gæti það verið gaman að breyta út af vanan- um og fá rakstur í leiðinni næst og farið er í klippingu. Það er altaf gaman að halda við gömlum og góðum siðum. Þakka öUum þeim sem sýndu mér hlýhug og vináttu á 70 ára afmœlisdaginn þann 22. júní sl Kagnar Stefánsson, Skaftafelli. Þakkarávarp Hjartanlegar þakkir færi ég ættingjum, fjölmörgum vinum og félagssamtökum, sem sýndu mér hlýhug sinn á 80 ára afmæli mínu og geröu mér þann dag ógleym- anlegan. Lifið heiU Sveinbjörn H. Árnason ; ^ eV^ ^et yivet [\e<3a GORI 88 viðarvarnarefnið er árangur langra og strangra rannsókna. GORI 88 er þróaö til að vernda viðinn gegn hörðustu veðrum. GORI 88 VIÐARVARNAREFNI í SÉRFLOKKI. SLETTIST HVORKI NÉ DRÝPUR, ENDA ER ÞAÐ LEIKUR EINN AÐ BERA Á MEÐ GORI 88.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.