Morgunblaðið - 15.07.1984, Síða 36
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 1984
c í3m MmiulJ'fiH SrnaiHli
he( CÍKUX 1 'jboS sterS,írú,e>i pé.r
verSi& oS kaupo. borS'iS mé&-"
Así er...
... að gefa hon-
um lítinn lokk.
TM Rea. U.S. Pat Oft.—all rights reserved
• 1984 Los Angeles Times Syndicite
ÞaA er gíUrleikarinn uppi, sem
bidur þig um að banka hraðar í
loftið!
Hlyti ég hæsU vinninginn myndi
ég strax reyna að útvega konunni
minni létUri vinnu.
HÖGNI HREKKVÍSI
„sJA!... pElfí. VILM VISTÖK0G6LB6A NÁ HON<JM!"
Það er oft margt um manninn í Veseturbæjarlauginni, en ekki eru allir jafn viðkunnanlegir.
Ruddi í Vesturbæjarlauginni
Pill Þór Pálsson 12 ára skrifar:
Velvakandi!
Mánudaginn 9. júlí síðastliðinn
var ég ásamt tveimur vinum mín-
um í sundlaug Vesturbæjar. Þar
var margt um manninn í sundi
eins og eðlilegt var á þessum sól-
ríka degi og við vinirnir sátum í
nuddpottinum sem var yfirfullur
af fólki. Ég sat og lét nuddið dynja
á bakið í rólegheitunum, þegar allt
í einu birtist eldri maður sem
ruddist niður í pottinn. Hann reif
í mig og þeytti mér út í mitt vatn-
ið öllum að óvörum. Hann til-
kynnti mér að ég hefði ekkert að
gera þarna í nuddinu og settist
síðan sjálfur beint fyrir framan
strauminn. Fólkið í pottinum varð
allt furðu lostið yfir hátterni
mannsins.
Ekki nóg með að hann heimtaði
mitt sæti og tæki það, heldur
reyndi hann einnig að ýta við vin-
um mínum og hrekja þá í burtu
sen honum tókst einnig. Siðan
breiddi hann úr sér og tók sæti á
við þrjá, þó að mjög margir væru í
heita pottinum.
Um
dúfna-
plágur
Kona í Breiðholti hafði
eftirfarandi að segja:
Þannig er mál með vexti að ég á
heima í fjölbýlishúsi í Breiðholti
og í gær sat ég á húsfundi. Þar
voru rædd ýmis mál og m.a. kvört-
uðu nokkrar konur yfir dúfna-
plágu við húsið, á svölum og uppi á
þaki.
Á minni íbúð eru einnig svalir
og dúfur hafa nokkrum sinnum
verpt þar, en ég tók eggin og losn-
aði þannig við þær. Sonur minn
býr á efstu hæð með syni sínum og
þar eru dúfurnar velkomnir gestir
fyrir litla barnið, því það er ekki
auðvelt að finna lifandi dýr í
þéttbýlinu hér.
En svo við snúum okkur aftur
að húsfundinum var það sam-
þykkt að eitra fyrir dúfunum og
setja svefnlyf á þá staði þar sem
þær sækja mest. Ég var sú eina
sem mótmælti þessu athæfi.
Hingað koma margir fuglar sem
setjast einungis til að hvíla sig
fyrir lengra flug og ég hefði haldið
að það væri bannað með lögum að
láta svefnlyf fyrir þessa fugla sem
eru alveg saklausir af því að
þrengja sér á svalir íbúanna, eða
ónáða þá á aðra lund.
Mér finnst svefnlyf óskemmti-
leg meðferð við að stemma stigu
við dúfunum og því fór ég á stúf-
ana og ætlaði að athuga hvað væri
löglegt í þessum málum. Fyrst tal-
aði ég við lögregluna, en hún vís-
aði mér á Heilbrigðiseftirlit ríkis-
ins. Þar var maðurinn sem hafði
með þetta að gera í sumarfríi. Þá
reyndi ég Dýraverndunarfélag ís-
lands, en sjálfvirkur símsvari gat
vitaskuld ekki veitt mér neinar
upplýsingar.
Mér er óskiljanlegt hvað íslend-
ingar verða taugaveiklaðir gagn-
vart margfætlingum, flugum og
hvers konar skordýrum, sama
hvað þau eru meinlaus. Við vitum
öll að á Markúsartorginu í Feneyj-
um dveljast þúsundir dúfna og
þangað koma menn frá öllum
þjóðlöndum, fæða þær og leyfa
dúfunum að sigja á fingrum sér.
Það er talið alveg sjálfsagt. En
hér á landi má aldrei sjást neitt
kvikindi, hvort sem það eru rjúpur
J.P. hlustandi í Hamrahlíð skrifar:
Kæri Velvakandi!
Ég þarf að létta ögn af brjósti
mínu. Ég er orðin svo leið á þulun-
um í sjónvarpinu, að ég get hreint
og beint ekki lýst því.
Hvað í dauðanum höfum við að
gera með þessar dömur, sem reyna
allt hvað af tekur að gera sig
merkilegar, punta sig og bera
enskuna fram — sumar hverjar —
eins og þær séu hámenntaðar
Cambridge-dömur? Hvers vegna í
ósköpunum er ekki hægt að losa
okkur við þessi ósköp? 1 framhaldi
af þessu langar mig að spyrja:
Hvað borgar sjónvarpið, þ.e. við
skattborgararnir fyrir þessar
skrautsýningar á hverju kvöldi?
Annað sem ég vil minnast á og
leiðist Hka mjög, en það er hinn
sem eru drepnar alvilltar eða dúf-
ur eða hundar og kettir sem verða
á vegi manna. En guð skapaði ekki
heiminn fyrir mannskepnuna eina
og við, sem búum á norðurhveli
jarðarinnar, ættum að virða þau
dýr sem þrauka af harðan vetur-
inn með okkur.
Ég hlýt að mótmæla því að not-
uð séu svefnlyf á þökum húsa
þannig að öll dýr eigi á hættu að
verða þvf að bráð, hvort sem um er
að ræða alsaklausa skepnu eða
ekki.
sígildi þáttur á sunnudögum eftir
fréttir, dagskrá næstu viku. Hvers
vegna í ósköpunum er þessi
dagskrá á skjánum og handa
hverjum er hún? Mig langar líka
að vita, hvað borgað er fyrir þetta
eilífa: „... við grípum þar niður,
þar sem maðurinn er um það bií
að ... “
Hvers vegna getum við ekki
losnað við þetta? Oftast tekur
þessi þáttur burt alla forvitni og
tilhlökkun, ef leynast skyldi í öllu
draslinu einhver sæmilegur sjón-
varpsþáttur. Þetta er ekki sagt til
þess að finna að flytjandanum,
hann er í raun ágætur, þótt ofnot-
aður sé eins og margir fleiri sem
starfa við þennan fjölmiðil, en
kynningar af þessu tagi eru ekki
sjónvarpsefni.
Um sjónvarpsþulur