Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 4

Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 MENNING HEIMSHORNA A MILLI LONDON Simon Williams, Robert East, Nina Thomas. Theatre Royal: Hinir þekktu leikarar Claudette Colbert og Rex Harrisson leika í gamanleikriti, sem heitir Aren’t We All? Nicola Jacobs Gallery: Nú stendur yfir sýning á handmál uöum leirmunum eftir Picasso. Munirnir eru í einkaeign. Sýning- unni lýkur 11. ágúst nk. Heimilis- fangiö er: 9, Cork Street Wl. Tate Gallery: Frá 4.-9. september stendur yfir sýning, sem nefnist „The Hard- Won Image". Sýnir hún hefö- bundnar aöferöir og fyrirmyndir í breskri nútímalist. Crystal Palace Concert Bowl: National Philharmonic Orchestra, stjórnandi er Stanley Black. Tón- leikarnir eru kl. 20 þann 22. júlí. Þann 29. júli eru svo tónleikar meö London Symphony Orchestra. Flutt verða verk eftir Grieg, Dovrák og Bourgeois. Ein- leikari á píanó veröur Margaret Fingerhut. Tónleikarnir eru kl. 20.00. Grosvenor House: Ella Fitzgerald, Nelson Riddle & hljómsveit hans halda tónleika dagana 26.—28. júlí. Milton Keynes: Hljómsveitin Status Quo heldur hljómleika þann 21. júlí. Royal Festival Hall: Þann 30. júlí halda Sade tónleika. Lyric Theatre: Sýnir leikritiö The Common Pursuit eftir Simon Gray. Leikstjóri Harold Pinter. Leikritíö segir frá hópi fólks, sem kynnist í Cam- bridge áriö 1960 og ákveður aö stofna bókmenntatímarit og koma þannig undir sig fótunum sem gagnrýnendur og skáld. Leikritiö greinir frá lífshlaupi þeirra þau 20 ár sem síöan líöa. Leikendur eru meöal annarra: Nicholas Le Pro- vost, lan Ogilvy, Clive Francis, Royal Court: Womans Playhouse sýnir Lucky Chance eftir Alpha Ben. Þetta kvennaleikhús hefur aö geyma góöar leikkonur eins og Glendu Jackson, Jane Lapotaire, Diana Quick og Pamelu Stephenson. Heyrst hefur aö þessi leikhópur hyggist festa kaup á leikhúsi í West End og hafi þær í hyggju aö setja á sviö sex leikrit eingöngu eftir kvenhöfunda og þaö veröur líka kvenfólk sem leikstýrir. Apollo Victoria Theatre: Söngleikurinn Starlight Express eftir Andrew Lloyd Webber hefur veriö sýndur viö mikla aösókn síö- an hann var frumsýndur i vor. Þessi söngleikur er um margt sér- stæöur, en leikendurnir eru allir á rúlluskautum og mikiö er borið í þessa sýningu. Textar eru eftir Richard Stilgoe. The Royal Opera House: Konunglegi ballettinn sýnir ny verk eftir dansarana og danshöfundana Michael Corder og Ashley Page. Sýningarnar standa yfir til 11. ág- úst. Neue National Galerie: Mjög fullkomin yflrlitssýning hefur veriö sett upp á málverkum eins af mestu málurum Þjóóverja á þess- ari öld, Max Beckmanns, sem uppi var á árunum 1884—1950. Tilefn- iö er 100 ára ártíö málarans. Max Beckmann neyddist til aö yflrgefa Þýskaland áriö 1937. Hann fluttlst til Bandarfkjanna og starfaöi meö- al annars við Washington Univers- ity iSaint Louis. I myndum sinum lýsir hann Þýskalandi ofbeidis og þjáninga. Hann lóst á göngu i New York áriö 1950. Sýnlngin stendur til loka júlímánaöar. Málmplötur lyftast hver af annarri og mynda aö lokum leiksviöiö fyrir „I má stækka eöa minnka eftir þörfum. Hamlet“ Gilles Aillauds. Salarkynnin Leikhús eftir mál !! l — Ef ekki selst vel í „Schaubuhne" má alltaf hnika veggjum til. . . í virkjum stórfenglegs kvikmyndahúss, sem Mendelsohn lét reisa í Berlín áriö 1927, hefur arkitektinn JUrgen Sawada skap- aö algerlega óheft rými undir leikstarfsemi. Þessa ágætu til- lögu aö breytirými áttu leikarar í leikhúsi því, sem nú nefnist „SchaubUhne" (Leiksviöiö). Svo vel hefur til tekist, aö „Schau- bUhne“ þykir ein eftirsóttasta leiksmiöjan í heiminum nú. Upphafiö af ævintýrinu byrjaöi áriö 1962, þegar saman kom til skrafs og ráöageröa hópur af óþekktum leikurum, sem áttu ef til vill ekki annað sameiginlegt í fé- lagslegu tiliti en aö vera Berlín- arbúar, óöir (leiklist. Hátíöleika var ekki fyrir aö fara fyrstu árin og sal- arkynni ekki önnur en gatan, opin tíl allra átta. Um 100 leikarar stóöu aö sýningum, þar sem áhorfendur voru aö vissu leyti þátttakendur, engu síöur en leikararnir. „Schaubuhne“-!eikhúsiö meö aösetur í Am Hallesches Ufer varö sem sagt til á götunni. Fyrir því átti aö liggja aö vera á stööugu flakki: Frá verksmiöjuportum inn í kvik- myndahús, úr ísköldum hjöllum inn í rústaöa kastala — og við vaxandi vinsældir. Peter Stein leikstjóri var oröinn óumdeildur einvaldur liös- ins þegar honum bauöst höll, sem samboöin var snilligáfu hans og leikaranna. Hér var um aö ræöa kvikmyndahúsið „Universum" (Al- heimurinn) eftir hinn fræga arkitekt Erich Mendelsohn. Bogahvelfing þessi breiöir úr sér víö enda þekkt- ustu breiögötu borgarinnar, Kur- fúrstendamm. Undirstaöa nýja leikhússins var fundin. Eftlr var aö finna 82 milljónir marka til endur- nýjunar byggingunni. Þetta var ár- iö 1981. Oldungaráöiö í Berlín geröi allar nauösynlegar breyt- ingar mögulegar. Miklar tilfærslur þurfti til aö mæta þörfum hópsins. Júrgen Sawade tók aö sér aö búa til leikhús „eftir máli“ eöa ef tii vill frekar leikhús án mælistiku. Peter Stein veit aldrei meö löng- um fyrirvara, hvort hann langar heldur aö setja upp litla sýningu eöa stóra. Frá einum degi til ann- ars verður aö vera hægt aö skipta salnum, lyfta honum upp, þrengja eöa opna. Sawade fann lausnina. Hann lét fjarlægja innviöi hússins, en kom þess í staö fyrir steyptum bitum, sem halda heildinni uppi. Gólfiö var lagt færanlegum málmplötum (7x3 m) sem hækka má eöa lækka hvar og hvenær sem er. Þannig veröa til áhorf- Fyrir „Þolraunina" oftir Mari- vaux var loftiö lækkaö nióur og í Ijós kom nýtískulegt hús á 18. aldar mælikvarða. endapallar, leiksviö, húsaport eöa garöar. Aðskiljanlegur sviösbún- aöur, sem vegiö getur allt aö þrem tonnum, hangir í biksvörtu loftinu og bíöur tækifæris. Enn má breyta umhverfinu með hljóöeinangrandi tjöldum. Peter Stein mun aldrei þurfa aö fá þá ónotatilfinningu, aö hann hafi komiö sér endanlega fyrir í (jessari höll. Þannig getur hann sett upp lítiö sviösverk eftir Peter Handke einn daginn og viöa- mikla uppfærslu á leikriti Eschyle þann næsta. Frakkar hafa sýnt þarna Shakespeare-leikrit, og „Negrarnir“ eftir Jean Genet slógu upp tjöldum sínum á þessum staö fyrir stuttu. Hvort sem um er aö raaöa leikrit eftir Tchekov, Mari- vaux, Botho Strauss eöa Eösre, er eitt víst: Ef aösókn ætlar aö veröa eitthvaö lakleg, má alltaf færa veggina til og svo öfugt. Þaö má til gamans geta þess, aö „Schau- búhne“-leikhúsiö augiýsir alltaf uppselt!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.