Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 6

Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1984 MENNING HEIMSHORNA A MILLI NEW YORK Golden Theatre: Þaö er stundum sagt í háltkæringi. aö velgengni lelksýningar sé hægt aö tryggja á þrennan hátt: Meö þvt aö sýna amerískan söngleik, breskt leikrit eöa endursýna vinsælt verk. Lelkrit hins unga höfundar, David Mamets (36 ára), „Business as Usual", er ekkert af þessu, en gengur samt giimrandi vel. Þar er ameríski draumurinn skoöaöur ( gegnum tvo fasteignasala, sem leiknir eru af Prosky og Mantegna. Leikritiö er sagt fullt af gáska. Frá því í október síöastliönum hafa Shawn Hausman og félagar hans Goode-bræöur og Darius Azari skemmt New York-búum meö uppákomum sínum. Þeir hafa tek- iö fyrir efni eins og „Sértu ekki vinsæll er dauöinn vís“. Ekki alls fyrir löngu stóöu Andy Warhol og Keith Harin fyrir kvöldvöku af þessu tagi. Uppákoman nefndist „Suburbia“ og þvoöu þeir kumpánar þvott sinn viö þetta tækifæri. Heimilisfangið, ef einhverjir vilja reka inn nefiö og athuga hvaö er aö gerast, er: 157 Hudson Street og síminn er 2268414. Whitney Museum: Nú gefst einstakt tækifæri til aö sjá yfirlitssýningu á verkum „figur- ativ“-málarans Fairfield Porter í einu af fegurstu söfnum New York. Porter var vanmetinn sem málari á sínum tíma, en hann lést áriö 1975. Einnig var samneytiö viö abstrakt-expressionismann slæmt. Sýningin þykir mjög góö. Hún er opin til 19. ágúst. AMSTERDAM Cinecenter Settur hefur veriö enskur texti á nokkrar af bestu kvikmyndum Hollendinga, eru þær sýndar í Cinecen- ter. í júlí veröa meöal annars sýndar myndirnar Charlotte en Rooie Sien. Leikstjóri er Frans Weisz, sem er einn af fremstu leikstjórum Hollendinga. Þá veröur sýnd myndin Van de koele meren des doods meö Renée Soutendijk í aöalhlutverki, en nún lék nýlega Evu Braun í amerísku sjónvarpsleikriti um Albert Speer. Nieuwe Kerk: Orgeltónleikar veröa í kirkjunni þann 26. og 29. júlí. Einleikari er Bernard Winsemius og þann 22. júlí leikur Harald Vogel. KAUPMANNAHOFN Tivoli Consert Hall Tívolí-sinfóníuhljómsveitin leikur verk eftir de Falla og Sven Erik Tarp. Stjórnandi er Aksel Wellejus. Einsöngvari er Ellen Gilberg. Tón- leikarnir eru 21. júlí og hefjast klukkan 7.30. Aögangur er frír.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.