Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 UNIVERSALIS Listframleiðslufyrirtækiö OXSMÁ er ekki aö finna i íslenskrt fyrirtækjaskrá, samt er þetta öflugt fyrir- tæki, sem framleiöir tónlist, leiklist, performansa, kvik- myndir, leikmyndir, bún- inga, festir list sína á myndbönd og svo mætti lengi telja. Þau, sem standa að OXSMÁ, eru flest myndlistarmenntuö. Út- skrifuð eöa enn í skóla. Mönnum er í fersku minni uppfærsla OXSMÁ á Oxstor í Svartholi, sem sýnt var í Tjarnarbíói í vor og OXSMÁ tók upp á myndband. Verkiö er í umhverfi og tónum og lýsir feröalagi geimskutlu til „annarrar annarlegrar menn- ingar“ svo notuö séu orö framleiöendanna. Meöal þeirra sem koma fram i verkinu er einmitt stórrokkhljómsveitin OXSMÁ, sem hefur þá Óskar, Komma, Sela, Kela og Steingrím innanborös. Umboösmaöur er Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaö- ur. Tónlistardeild OXSMÁ er um margt sér- stæð, hún spilar rokk en er óheföbundin með því aö vera hefðbundin (skilgreining framleiöendanna). Óskar: „ Viö höfum áhuga og hæfileika á öllum þeim sviöum, sem OXSMÁ starfar á og teljum aö allar þessar listgreinar skipti máli, þaö er ekki hægt aö taka eina fram yfir aöra, þær vinna saman. Keli: En þetta er ekki fram- kvæmanlegt meö því aö vinna aöeins um helgar, heldur veröum viö aö helga okkur þessu algjörlega. Seli: leiða tónlist heldur viljum við líka breyta umhverfinu. Ef okkur líkar ekki umhverfið þar sem viö spilum búum viö til nýtt, þaö er krafa okkar. Óskar: Vlö erum ekki á móti kerfinu heldur erum viö á móti umhverfinu. Keli: Aö klæða sig eins og maöur „feelar“ er hluti af því aö breyta umhverfinu. Blm.: Klæöiö þiö ykkur venjulega svona? Seli: Stundum ööruvísi. Óskar: Viö eigum spariföt, normal dress . . . Kommi: Við erum alveg eins og Barbie-dúkkurnar ... Seli: Fyrst viö erum aö tala um útlit þá er skemmtilegt aö fylgjast meö þvi hvernig fjöldi fólks gerir sig aö fíflum fyrir framan okkur á hverjum degi. Keli: Fulloröna fólkiö ullar á mann. Seli: Þaö gerir sér upp hlátur og horfir á eftir okkur. Kommi: Þaö er blátt áfram ókurteist og svo apa litlu börnin þetta upp eftir þeim. Hugsa sér aö fulloröiö fólk skuli haga sér svona. Drengirnir líta í forundran á hver annan og hlæja svo kankvíslega í kór. Blm.: Finnst ykkur erfitt aö vera til? Óskar: Viö erum ekki í neinni sæluvímu. Keli: Umhverfiö býöur ekki upp á okkar lífsstíl, þess vegna getur þetta stundum verið erfitt, en þetta er þó hægt meö ströggli. Blm.: Fáiö þiö alltaf aö breyta umhverf- inu að vild, þar sem þiö eruð að spila? Öskar: Við myndum ekki spila á stööum þar sem við fengjum ekki aö vinna meö húsnæöiö, á sumum stööum þarf engu aö breyta. Seli: Þaö er ekki bara nóg aö spila, stemmningin skiptir öllu máli. Blm.: Efþið ættuö völ á aö breyta öllu umhverfi ykkar, á hverju mynduö þiö byrja? Óskar: Þaö væri gaman aö fá aö hanna eins og eina borg, takk. Blm.: Hvernig mynduö þiö hafa hana? Seli: Æö- islega skemmtilega. Óskar: Grallaralega .. . Viö höfum nefnilega áhuga á arkitektúi líka. Blm.: Hvernig veröur tónlist ykkar til? Óskar: Viö pikkum hana upp úr útvarp- inu, en elsku láttu þaö ekki koma fram i pistlinum þinum, dúllan mín. Blm.: Hafiö þiö stundaö nám í hljóö- færaleik? Óskar: Neibb, sjálfsnám. Kommi: Viö eigum í engum erfiöleikum meö aö stilla hljóðfærin. Blm.: Takiö þiö ykkur alvarlega? Óskar: Mátulega alvarlega. Kommi: Þetta er engin loftbóla eða amatörstarfsemi. Blm.: Hvernig gengur? Óskar: Fólkiö er tariö aö koma til okkar en viö ekki til þess. Blm.: Þið hafiö gert töluvert af því að taka verk ykkar upp á myndband? Seli: Viö eigum leikrit og performansa eftir okkur á myndbandi. Svo tókum viö upp Oxstor i Svartholi, sem er um tveir tímar aö lengd, en við eigum eftir að klippa myndlna. Keli: Viö ætlum aö búa til heimildarmynd um okkur, sem viö vinnum upp úr þvi sem viö eigum þegar til. Brúðuleikhúsið í Norwich Texti: Kristín Finnbogadóttir Á skaganum í austurhluta Eng- lands sem kallaöur er Norfolk stendur borgin Norwich. Þetta er aðalborgin i héraðinu og var i sín- um tíma markaðsborg, þar sem bændurnir komu meö vörur sínar é miðvikudögum, til þess að selja á markaðnum. Þar er fallegt mark- aöstorg og selt mikiö af grænmeti, ávöxtum, blómum og fleiru. Þaö er sagt aö í borginni sé kirkja fyrir hvern sunnudag á árinu og bjórstofa fyrir hvern virkan dag. Sumum kirkjunum hrörnar ört og þaö er dýrt aö halda þessum bygg- ingum við, en borgarstjórnin og ráöamenn gera allt sem þeir geta til þess aö vernda gömul hús, enda er borgin, sem er meö 240 þúsund íbúa, sérstaklega falleg. Ein af þessum gömlu kirkjum, sem heitir St. James, Whitefriars, hefur veriö breytt í brúöuleikhús. Er þetta sérstaklega vel gert með smekk og hugvísi. Brúöuleikhúsiö heitir DaSilva Puppet Theatre, og eru þaö hjónin Ray og Joan DaSilva sem eru þar til húsa og flestar sýningarnar eru á þeirra vegum, þó að stundum komi önnur feröabrúöuleikhús sem sýna þar. Ray og Joan læröu tækni sina aö- allega í Kanada, en fluttu til Eng- lands áriö 1962 og hafa sýnt leikrit baaði í Englandi og erlendis. Brúöur þeirra eru sérstaklega áhrifaríkar og vel geröar. „Mjallhvít og dvergarnir sjö“ var nýlega sýnd í Norwich og tónlistin var saman sérstaklega fyrir leikinn af Johnny Harrison. „Lísa í Undralandi" var sýnd fyrir jólin og var þaö áhrifa- mikil sýning, bæöi fyrir fulloröna og börn. DaSilva-hjónin eru nú aö æfa „Pétur og úlfinn“ eftir Prokofiev. Leikhúsió er ekki langt frá aóal-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.