Morgunblaðið - 20.07.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 20.07.1984, Síða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1984 Eyrnalokkt í gítarkass Hl ún stendur niðri á torgi og selur eyrnalokka upp úr gítarkassa. Við tókum eftir pessari stelpu, pegar við vorum á gangi i bænum. Viö saum hana koma, nema staðar, opna git- arkassann. Inni á lokinu hengu lokk- I arnir sem festir voru meö títuprjón- um og þeir lágu einnig á botni kassans, sem er klæddur bláu plussi. Sérkennilegir lokkar bæöi aö lögun og efni. Að henni þyrptist fólk, sem skoðaði, mátaði og keypti. Það var iíka gott veður og enginn var að flýta sér. Þegar viðskiptunum iauk þann dag- inn lokaði stúlkan gítarkassanum sínum og gekk burtu. Seinna mættum við henni aftur og við tókum tal saman. „Ég hef verið að prófa mig áfram með ýmis efni í lokkana, “ segir stúlkan, sem heitir Elin Magnúsdóttir. „i fyrra vann ég eyrnalokkana í plex- igler og núna hef ég verið að kynna mér mýkri efni eins og leður og tré. Ég hef einnig veriö að prófa að bræða upp gamlar hljómplötur og móta úr þeim lokka. “ Hún fer höndum um eyrnalokkana sína og segir: „Mig hefur líka langaö til að breyta forml og þyngdarpunkti þeirra. Hvernig ég meðhöndla efnið sjálft er svo algjört hernaðarleyndarmál," segir hún þegar viö spyrjum um aðferðir og bætir svo við: „En eg nota lika hluti i lokkana, sem ég hef ekki gert sjálf eins og til dæmis „innvols“ úr vekjaraklukku. Hvernig ég fékk áhugann er aftur á móti ekkert leyndarmál. Ég er sjálf algjört „fatafrík“ og það getur tekið mig langan tima áður en ég finn réttu lokkana við þaö sem ég er í. “ Og nú hlær hún. „ Síðan ég var 13— 14 ára gömul hefég búið til mín föt og mitt skraut sjálf. Eftir að ég lauk stúdentsprófi og fór að stunda nám i Handíða- og myndlistarskólanum jókst áhuginn á þessu sviðl. Nú er ég að fara út í meira nám og ætla að læra tískuteiknun og fatahönnun við Rietveldt Akademíuna í Hollandi. Mig langar líka til aö kynna mér búninga- og skartgripadeild skólans, “ segir hún og hnýtir svo aftan vlð: „En lokkagerðin er ekki aöeins áhugamenhska hún er líka ákveðin sjálfsbjargarviðleitni, þvi að með þessum hæfíiafla ég mér vasapeninga.“ — Litiö oní bæ og rætt vid Elínu Magnúsdóttur, sem býr til eyrnalokka og selur í Austurstrætinu „Já, lokkarnir seljast vel og ég anna ekki eftir- spurn, “ segir hún er viö spyrjum um markaðshliðina. „Ég sel líka í verslanir úti á landi, bæði á Akureyri og ísafirði. Ef ég er dugleg get ég haft ágætt upp úr þessu. Mitt „motto“ er að reyna að vera alltaf með eitthvað nýtt, þvíþá er spennandi að skoða i töskuna hjá mér. Við erum truflaöar í samræðunum er fram- hjá gengur ung stúlka, sem segir með spurn í rödd- inni: „Þú varst ekki oni bæ ígær ... 7“ „Nei, ég hef svo mikið að gera, því við (Leikhópurinn Svart og sykurlaust) erum að undirbúa okkur fyrir „turné“, “ segir Elín. „Hvert eruö þið að fara?“ „I Atlavíkina. “ Lokkur úr tré. HeimiHshorn Bergljót Ingólfsdóttir Til að halda brauðinu heitu Þegar lagt er á borð, og heitt brauð af einhverju tagi á aö vera meö matnum, er hægt aö vefja servíettunni utan um til aö halda því heitu. Bestar eru auðvitað tauservíettur, en þykkar pappírsservíettur eru einnig nothæfar. Á meöfylgjandi myndum er sýnt hvernig brjóta á servíettuna saman, byrjaö er á því að brjóta hana í tvennt, skýringarmyndir ættu aö lýsa brotinu eftir það. Blómkál a la Polonaise Stórt blómkálshöfuö soöiö þar til þaö er meyrt í hæfilegu vatni og saltaö. Soöið látiö drjúpa vel af eftir suöu. Blómkáliö sett á heitt fat og yfir er hellt heitri böndu af: 2 harö- soönum eggjum, skornum smátt, 100 gr af skinku smátt brytjaöri og ca. 3 matsk. af saxaöri steinselju. Þetta er hitað saman á pönnu í ofurlitlu smjörlíki og sett yfir heitt káliö. Meö er borin sósa, annaöhvort heit, búin til úr kálsoöinu, eöa köld sósa úr sýröum rjóma, sem bland- aö er í sinnepi, hvítlauksdufti, salti og dilli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.