Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 30

Morgunblaðið - 20.07.1984, Side 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 ), |?ú \>ar-fnast (^o'brar hoiLdar. &est íynr þig cá> fdra. Isie'trunn" i ru>kki«. olaga." Ast er ... L avv ... að njóta þess að fara í búðir með henni. TM Rea U S Pat Off — all rights reserved e 1984 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffiriu Þú vildir ekki stóran hund, Hvað lágu margar? manstu? I- HÖGNI HREKKVISI /.TUMFlSXDRiMM BR. BÚIMW." Ríkisstjórnin og útvegurinn Ólafur Á. Kristjánsson skrifar: t leiðara Morgunblaðsins 14. júlí sl. kveður við nýjan tón um af- stöðu blaðsins til útgerðar og fisk- vinnslu. Lagt er til að útvegsmenn og fiskverkendur hætti öllu bæna- kvaki til ríkisstjórna um aðstoð til að halda rekstrinum gangandi og standi á eigin fótum eins og aðrar atvinnugreinar, og er þá eitt ráðið til úrbóta frá blaðsins hálfu að selja skip og vinnslustöðvar!! Hverjum?? Blaðið gleymir því að öll útgerð í hinum vestræna heimi er meira og minna styrkt af ríkisstjórnum hlutaðeigandi landa og það meira að segja hjá Færeyingum, sem lifa eins og við að mestu á fiskveiðum. Þeir eyða af almannafé þar í landi sem svarar því að við styrktum útgerðina hér á landi með tveimur milljörðum árlega. Gott og vel, hættum öllum af- skiptum ríkisvaldsins af útgerð og Slæmt að loka vegna sumarleyfa Húsmóðir í Fannarfelli skrif- ar: Það er gott að hugsa til þess að starfsfólk dagvistarheimila borgarinnar og annarra stofn- ana fái sumarleyfi, en lokun slíkra stofnana er mjög baga- leg, þegar á málið er litið. Það vekur því umhugsun, hvort lokun slíkra stofnana sé nauðsynleg í raun og veru. Á dagvistarheimilum borgarinn- ar er að vísu aðeins um að ræða lokun í einn mánuð, en hversu ótrúlegt sem það kann að vera þá veldur þessi lokun, ýmsum talsverðum vandræð- um. Því langar mig til þess að koma með uppástungu um vetrarfrí handa starfsfólki þessara stofnana. Þeir sem kynnu að vilja taka vetrarfrí gætu þá ef til vill fengið dálítið lengra frí fyrir vikið. Þannig væri hægt að dreifa fríum yfir allt árið og þá hjá því komist að þurfa að loka vegna sumar- leyfa. fiskvinnslu og látum þessa at- vinnugrein um það að koma sínum erlenda gjaldeyri fyrir seldan fisk í verð hér heima. Ríkisstjórnin getur svo áfram skammtað það gengi, sem henni hentar að þeim fjórða hluta, sem ekki fæst fyrir fisk, því % hlutar alls gjaldeyris koma frá útgerð- inni. Ef ríkisstjórnin vill engin af- skipti hafa af útgerð og fisk- vinnslu henni til bjargar, verður hún einnig að láta það vera sér óviðkomandi hvað útgerð og fisk- vinnsla selur þann útlenda gjald- eyri, sem hún aflar, því öll vand- ræðin stafa af því að ekki er borg- að nóg fyrir fiskinn í íslenskum krónum. Söluverð á erlendum markaði ræður enginn útgerðarmaður við. Ef heildsalar og aðrir þeir sem þurfa á erlendum gjaldeyri að halda sætta sig ekki við það verð, sem þeim yrði boðið af útgerðinni, yrðu þeir að fara aðrar leiðir, t.d. að fara sjálfir að fást við útgerð og fiskvinnslu eins og var í gamla daga. Jafnframt yrði svo ríkisstjórnin að hafa hemil á óhóflegum verð- hækkunum með því að skammta kaupmönnum það vísitöluverð sem héldi dýrtíðinni innan hóf- legra marka. Með þessari aðferð yrði dæminu snúið við og útgerðin blómstraði á ný, en hætt er við að þá byrjuðu heildsalar og aðrir kauphöndlarar að væla og mynduðu sinn grátkór. En fljótlega mundi þetta allt lag- ast þegar fólk færi að skilja að ekki er hægt til lengdar að halda uppi þjóðfélagi með aðalundir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar á þrælastigi. Aths. ritstj. Morgunblaðið hefur ekki talað um „bænakvak" útgerðar til ríkis- stjórna. Hins vegar skal sú skoðun Morgunblaðsins áréttuð, að það sé ógæfa fyrir atvinnufyrirtæki eða atvinnugrein að verða um of háð stjórnmálamönnum og ríkisvaldi. „Sjálfstæðisbarátta" sjávarút- vegsins gagnvart ríkisvaldinu er áreiðanlega ein af forsendum þess, að undirstöðuatvinnuvegur þjóð- arinnar finni sér heilbrigðanj rekstrargrundvöll. Löng reynsla hefur kennt út- gerðarmönnum og fiskverkendum að biðin eftir varanlegum úrræð- um stjórnmálamanna getur orðið býsna löng. Þess vegna er orðið tímabært að þessir aðilar hætti að bíða eftir ríkisvaldinu en hefjist sjálfir handa um úrbætur í at- vinnufyrirtækjum sínum. í sum- um fyrirtækjum kann ráðið að vera að selja skip, í öðrum að fleiri aðilar sameinist um rekstur og fullnýtingu fiskiðjuvers. Enn eitt ráð getur verið að allsherjarútboð fari fram hérlendis og erlendis á olíukaupum fyrir flotann í heild og ná þannig fram verulegri lækk- un olíuverðs. Vera má að einhverj- um finnist „kveða við nýjan tón um afstöðu blaðsins til útgerðar og fiskvinnslu" — en það er allt- jent jákvæður tónn. Eins og mínum Sigríóur Thors skrifar: „Eg á ekki auðvelt með að skrifa. E.t.v. eru það æðri mátt- arvöld sem því stjórna, því að væri ég ritfær, hefði sennilega aldrei verið friður fyrir mér. Það eru eflaust margir, sem hafa lesið greinar í blöðum og fengið gæsahúð af annaðhvort hrifningu eða vanþóknun. Þetta kemur oft fyrir mig, og þá hugsa ég með mér, að nú skuli ég svara eða þakka. En svo líða dagar og vikur og allt er orðið um seinan. Einmitt þetta gerðist, þegar ég las grein Dagrúnar Kristjánsdóttur í talað úr munni Mbl. þ. 23. júní sl., „Hversvegna forðast prestar að tala um lífið eftir þetta jarðlíf?" Allt, sem hún skrifar, hefur mig lengi langað til að segja. Nú var ég ákveðin í að skrifa nokkur þakkarorð, en svo liðu dagar og vikur og ég var næstum því orðin sátt við gamla aðgerðarleysið. En grein, sem ég las í Morgunblaðinu 4. júlí eftir Magnús Víði vagnstjóra, ýtti við mér, þrátt fyrir að ég botni lítið í henni. Og hér með þakka ég Dagrúnu innilega fyrir ágæta og löngu tímabæra hugvekju.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.