Morgunblaðið - 15.08.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984
5
Þórhallur Sœmundsson
fyrrv. bœjarf. látinn
ÞÓRHALLUR Sæmundsson fyrrver-
andi bæjarfógeti á Akranesi er lát-
inn 87 ára ad aldri. Þórhallur var
fæddur í Stærra-Árskógi á Árskógs-
strönd 1897 og voru foreldrar hans
hjónin Sæmundur Tryggvi Sæ-
mundsson skipstjóri og Sigríður Jó-
hannesdóttir.
Þórhallur lauk lagaprófi frá
Háskóla íslands 1924 og stundaði
málflutningsstörf ásamt útgerð og
verslun fram til ársins 1932, að
hann var settur lögreglustjóri á
Akranesi. 1942 var Þórhallur
skipaður bæjarfógeti í Akranes-
kaupstað og því embætti gegndi
hann allt til ársins 1967 að hann
fékk lausn frá embætti. Þórhallur
gegndi fjölmörgum ábyrgðarstörf-
um fyrir Akraneskaupstað á
starfsferli sínum. Hann var lengi
formaður stjórnar Sjúkrasamlags
Akraness, í hafnarnefnd Akraness
i meira en 20 ár, í fræðsluráði
Akraness og yfirkjörstjórn Vest-
urlandskjördæmis frá 1959. Þór-
hallur kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Elísabetu Guðmundsdóttur,
1925.
Birgir Asgeirsson
lögfrœöingur látinn
BIRGIR Asgeirsson lögfræðingur
lést í Landspítalanum í gærmorgun,
eftir að hafa átt við þungbær veik-
indi að stríða undanfarna mánuði.
Birgir var 55 ára gamall er hann lést.
Hann fæddist í Reykjavík 1929 og
voru foreldrar hans Ásgeir Ásgeirs-
son frá Fróðá og Karólína Sveins-
dóttir.
Birgir lauk lagaprófi frá Há-
skóla íslands 1954. Hann gegndi
fulltrúastörfum hjá ýmsum lög-
fræðingum til ársins 1958, að
hann gerðist fastur starfsmaður
Reykjavíkurborgar. Hann var inn-
heimtustjóri borgarinnar frá 1966
til 1972. Hann var lögfræðingur
Neytendasamtakanna 1954 til
1969 og lögfræðingur Húseigenda-
félags Reykjavíkur 1960 til 1961.
Birgir rak eigið fyrirtæki frá 1.
janúar 1973, Aðalfasteignasöluna
og Aðalskipasöluna í Reykjavík.
Eftirlifandi kona Birgis er
Margrét Sigurjónsdóttir.
Með vísan til tilkynningar Seðlabankans um vexti og verðtryggingu láns- og
sparifjár frá 2. ágúst sl., hefur Alþýðubankinn ákveðið að frá og með 13. ágúst
1984 verði vaxtakjör bankans sem hér segir:
Nafnvextir Nafnvextir Ársávöxtun
INNLÁN: áður nú nú
1. Almennar sparisjóösbækur 15,0% 17,0% 17,0%
2. 3ja mán. sparireikn. m. uppsögn 17,0% 19,0% 19,9%
3. 12 mán. sparireikn. m. uppsögn 19,0% 23,5% 24,9%
4. 3ja mán. verðtr. reikningar 0,0% 2,0%
5. 6 mán. verðtr. reikningar 2,5% 4,5%
6. Innlánsskírteini m. 6 mán. uppsögn 21,0% 23,0% 24,3%
7. Stjörnureikningar 5,0% 5,0%
8. Ávísanareikningar 5,0% 15,0%
9 Hlaupareikningar 5,0% 7,0%
10. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
- innstæður í Bandarikjadollurum . 9,0% 9,5%
- innstæður í Sterlingspundum ... 7,0% 9,5%
- innstæður í Vestur-þýskum
mörkum 4,0% 4,0%
- innstæður í dönskum krónum ... 9,0% 9,5%
ÚTLÁN:
1. Víxlar (forvextir) 18,5% 22,0%
2. Hlaupareikningslán 18,0% 22,0%
3. Skuldabréfalán 21,0% 24,5% 26,0%
4. Verðtryggð skuldabréfalán:
- lánstími allt að 3 ár 4,0% 7,5%
- lánstími minnst 3 ár 5,0% 9,0%
5. Endurseljanleg lán 18,0% 18,0% 19,25%
6. Dráttarvextir* 2,5% 2,75%
'Gildir frá 1. september nk.
Ath. Vextir eru breytilegir- skv. ákvörðun bankaráðs Alþýðubankans hf.,
en vextir á eldri lánum breytast ekki.
Við gerum vel við okkar fólk
Alþyöubankinn hf.
Um nánari kostiOROBIS, geturþúlesiðíitarlegumupplýsingabæklingi.semliggurframmiáOLÍS stöðum um allt land.
rt1drkaA>tar ke/ -
a''«ea kkrar
AUGLYSINGAÞJÖNUSTAN