Morgunblaðið - 15.08.1984, Page 7

Morgunblaðið - 15.08.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 7 Skuldbreyting sjávarútvegsins: Framkvæmdasjóð- ur tekur erlent lán — heildarskuldbreytingin gæti ordið 1250 milljónir króna Morgunblaðið/Júlfu8. Lækjargatan sundur grafin FRESTUR fiskvinnslufyrirtækja til að sækja um skuldbreytingarlán rennur út 20. ágúst næstkomandi, en útgerðin þurfti að sækja um fyrir 15. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir að verja 500 milljónum króna til þessa og hafa 150 milljónir þegar runnið í skuldbreytinguna. Framkvæmda- sjóður mun taka erlent lán, en inn- lánsstofnanir munu sjá um af- greiðslu lánanna. Viðskiptabankarn- ir voru ekki tilbúnir til að taka sjálf- ir erlend lán og taka á þeira ábyrgð, vegna slæmrar stöðu útgerðar og fiskvinnslu. Að sögn Sigurðar Péturs Sigmundssonar í sjávarútvegsráðu- neytinu er það álit bankanna að þessi lán muni greiðast seint og illa. RÚMUM tveimur árum eftir að haf- ist var handa við byggingu Fella- og Hólakirkju í Reykjavík, hefur sókn- arpresturinn, sr. Hreinn Hjartarson, Laugagerðisskóli: 8 og 9 ára nemendum færðar gjafir Laugagerðisskóli í Hnappadal fékk svolítið sérstaka heimsókn mánudaginn 13. ágúst. En þá af- hentu nokkrir Þjóðverjar frá fyrir- tækinu Ravensburger í Suður- Þýskalandi öllum 8 og 9 ára nem- endum skólans spil að gjöf. Höskuldur Goði Karlsson, skóla- stjóri Laugagerðisskóla, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að forsaga þessa máls væri sú að Kvenfélag Miklaholtshrepps hefði gefið 8 og 9 ára nemendum skólans nokkra spilakassa. Þýsk kona, María Eð- varðsdóttir, sem kennir við skólann, kom auga á getraunir í kössunum og hvatti börnin til að senda lausnir til Þýskalands. Þau gerðu það og sendu jafnframt falleg póstkort af Snæ- fellsnesi ásamt bréfi frá Maríu. Starfsmenn fyrirtækisins Rav- ensburger, þar sem um 800 manns starfa við að framleiða alls konar spil, urðu svo hrifnir af þessu, að þeir ákváðu að gefa öllum börnun- um gjafir. Þeir sendu skólanum lista yfir spil, svo hvert barn gæti valið úr það spil, sem það vildi helst eignast. Síðan boðuðu þeir komu sína í Laugagerðisskóla 13. ágúst. „Við reyndum að taka vel á móti þessu fólki og Þetta var mjög skemmtileg stund sem við áttum saman," sagði Höskuldur Goði Karlsson, skólastjóri, þegar hann var spurður hvernig athöfnin hafi farið fram. „Við buðum upp á veglegt kaffiborð og börnin og for- eldrar þeirra fjölmenntu. Fólk kom m.a. alla leið frá Hellnum, Hítará á Mýrum og af Skógar- strönd, alls um 60 manns." At- höfnin hófst um kl. 16.30 og bauð Höskuldur Goði gestina velkomna og þakkaði þeim fyrir gjafirnar. Síðan fór afhendingin fram. Fyrirhugað er að hagræðingar- og framkvæmdadeild Fiskveiða- sjóðs taki síðar meir við af bönk- unum, en til að svo geti orðið þarf lagabreytingu. Útgerðarmenn þurfa að leggja fram 90%-veð af vátryggingu skipa, en fiskvinnslan 70%-veð af vátryggingu fasteignar til að fá skuldbreytingu. Auk þess verða báðir aðilar að fá skuldbreytingu hjá viðskiptaaðilum, sem er 1,5 sinnum hærri upphæð en nýja lánið, þ.e. borga viðskiptaaðilum 40% gegn því að fá 60% skuldar- innar til lengri tíma. Fyrr verður skuldbreytingin ekki framkvæmd. Ef fyrirtæki fær 500 þúsund frá flutt skrifstofu sína í kirkjuna. Vió- talstími hans er þriðjudaga til föstu- daga milli kl. 17 og 18. Einnig er tilbúið fundarher- bergi í kirkjunni og vonir standa til að unnt verði að taka safnaðar- heimilið allt í notkun á komandi vetri. bönkunum, þá verða þau að fá 750 þúsund krónur frá viðskiptaaðil- um (60%), en 500 þúsundin verða notuð til að greiða 40% skulda fyrirtækisins við viðskiptaaðila. Hvert fyrirtæki hefur rétt á 6% af framleiðsluverðmæti + hráefn- isvirði, með öðrum orðum miðað er við verðmætasköpun frá 1. júlí 1983 til 30. júní 1984. Að sögn Sig- urðar Péturs Sigmundssonar má gera ráð fyrir að heildarskuld- breyting fiskvinnslu og útgerðar verði 1.250 milljónir króna. Atvinnuleysi minnkar SKRÁÐUM atvinnuleysisdögum fækkadi um 1.600 í júlímánuði frá mánuðinum áður, en þeir voru sam- tals 17.000, sem jafngildir því að 775 manns hafi að jafnaði verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Er það 0,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, en sé tekið meðaltal atvinnuleysis fyrstu sjö mánuði árs- ins, þá er samsvarandi tala 1,5% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði. Atvinnuleysisdagar eru hins veg- ar 2.000 fleiri í júlí f ár en í júlí í fyrra. Atvinnuleysisdagar í júlí skipt- ust þannig eftir landsvæðum, inn- an sviga atvinnuleysi í júlí 1983: Höfuðborgarsvæðið 8.516 (8.314), Vesturland 1.397 (1.199), Vestfirð- ir 99 (0), Norðurland vestra 523 (793), Norðurland eystra, 3.322 (2.862), Austurland 299 (408), Suð- urland 1.956 (498), Reykjanes 686 (866). MARGIR vegfarendur, sem leið hafa átt um Lækjargötuna, hafa rek- ið upp stór augu, því gangstétt göt- unnar er sundurgrafin. Er það vegna þess að verið er að lagfæra vatnsæð, sem farin var að gefa sig. Um leið og vatnsæðin verður lagfærð, verður lögð hitaleiðsla undir gangstéttina, svo gangandi vegfarendur ættu að eiga auðveld- ara með að fóta sig í vetur, því ekki verður hálkunni fyrir að fara. Amerísk gasgrill fyrir íslenzka veöráttu Weber gasgrillin A) Veöur- og hitaþolin — massíft tréhandfang. B) Meö því aö hafa Weber’s grillin lokuö, kemst hringrás á hitann og maturinn steikist í sín- um eigin vökva meö fullkomnum árangri. C) Þykkur stálketill, ekki málaður heldur húöaöur að innan og utan meö postlínsglerj- ungi. Mikiö litaval. H) Ryöfrír feitisskál sem festist á fótinn. I) 5“ þykkur postulínshúöaöur stálfótur, veöur- varinn — mjög stööugur. J) Stiglaus hitastillirofi, fjarlægjanlegur öryggis- ins vegna. unuF Glæsibæ, sími 82922. Flutt í Fella- og Hólakirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.