Morgunblaðið - 15.08.1984, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984
íslendingar kanna
möguleika á út-
gerð í Costa Rica
ÍSLENSKIR aðilar kanna nú mögu-
leika á útgerð í Costa Rica í Mið-
Ameríku. Einn maður er þegar kom-
in til Costa Rica til að kanna aðstæð-
ur, annar er á leiðinni og tveir menn
fara út á morgun til að kanna og
leggja mat á aðstæður til útgerðar
þarna, sem og möguleikann á beit-
ingu íslenskrar tækniþekkingar á
þessu svæði.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Finni Ing-
ólfssyni, aðstoðarmanni sjávar-
útvegsráðherra, bárust Sjávarút-
vegsráðuneytinu uppiýsingar um
áhuga á Costa Rica fyrir því að
hefja útgerð, sem væri á einhvern
hátt í samvinnu við erlendar þjóð-
Helgi Þórisson ráðinn
framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss
Stöðvarfjarðar hf.
SfTJÓRN Hraðfrystihúss Stöðvar-
fjarðar hf. hefur ráðið Helga Þóris-
son, útgerðartækni, til þess að gegna
starfi framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins frá 1. september næstkomandi í
stað Guðjóns Smára Agnarssonar,
sem hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar hf.
í Neskaupstað, frá sama tíma.
Helgi útskrifaðist frá útgerð-
ardeild Tækniskóla íslands árið
1980. Hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri Krossvíkur hf. á
Akranesi frá árinu 1981, sem gerir
út samnefndan skuttogara.
ir. Kanadamenn og Norðmenn
voru þegar komnir í málið og ís-
lendingar ákváðu að athuga þenn-
an möguleika einnig. Sjávarút-
vegsráðherra ákvað að fela fyrir-
tækinu Isfisco að kanna málið, en
það var stofnað með það að
markmiði að kanna möguleika á
útgerð erlendis.
Það er landflótta Tékki af gyð-
ingaættum, sem er landeigandi á
Costa Rica sem hefur haft mikinn
áhuga á þessu máli og staðið í
sambandi við Norðmenn og Kan-
adamenn, auk íslendinga, sem
hann hefur einna mestan áhuga á
að hefja samvinnu við.
Athuganir hafa farið fram á
stöðu Costa Rica hjá Alþjóða-
bankanum, sem og á Tékkanum,
auk þess sem möguleikar á inn-
flutningi fisks frá Costa Rica til
Flórída verða kannaðir.
Að sögn Finns hefur enn sem
komið er ekkert komið fram sem
bendir til þess að af samvinnu geti
ekki orðið. Hins vegar sagði hann
að lítið væri vitað um fiskimiðin
þarna og það yrði sjálfsagt eitt
fyrsta skrefið að kanna þau nánar,
yrði niðurstaða ferðarinnar nú
jákvæð. Þær fiskitegundir sem
þarna mun einkum um að ræða,
eru humar, rækja, snapper, sem er
fiskur ekki ólíkur humar og rækju,
smokkfiskur, sjóbirtingur og
makríll. Fiskstofnarnir þarna eru
taldir mikið vannýttir.
fslendingarnir eru væntanlegir
aftur til landsins um næstu helgi.
MorgunblaftiA/ Árni Saeberg.
Ingibjörg Hafberg og Leifur E.N. Karlsson í fegursta garði Kópavogs 1984 að Starhólma 2.
Starhólmi 2 — fegursti
garóur Kópavogs 1984
Fegrunarnefnd Kópavogs veitti
þann 10. ágúst sl. verðlaun og við-
urkenningar fyrir garða og fleira
fyrir árið 1984.
Það var Björn Ólafsson, for-
seti bæjarstjórnar, sem afhenti
verðlaun og viðurkenningar
nefndarinnar í kaffisamsæti í
Félagsheimili Kópavogs. Að því
loknu bauð formaður nefndar-
innar, frú Sigurlaug Sveinsdótt-
ir, gestunum í ökuferð um bæinn
á þá staði sem hlutu verðlaun og
viðurkenningar.
Heiðursverðlaun bæjarstjórn-
ar Kópavogs hlutu Ingibjörg
Hafberg og Leifur E.N. Karls-
son, Starhólma 2, fyrir fegursta
garðinn í Kópavogi 1984, sem
einkennist af alúð og snyrti-
mennsku, eins og segir í frétta-
tilkynningu frá Fegrunarnefnd
Kópavogs. Verðlaun Lionsklúbbs
og Rotaryklúbbs Kópavogs hlutu
Unnur Agnarsdóttir og Oskar H.
Gunnarsson, Birkigrund 65,
fyrir fagran garð í nýju hverfi,
og Elín Jakobsdóttir og Oddur
Brynjólfsson, Borgarholtsbraut
30, fyrir sérstaklega snyrtilegan
garð. Einnig veitti Fegrunar-
nefnd Kópavogs tólf öðrum aðil-
um viðurkenningar fyrir ýmis-
legt, svo sem frumlegheit,
snyrtilegt umhverfi o.fl.
Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari Morgunblaðsins, fyrir framan Þjóðleikhúsið í gær, en þar standa
nú yfir endurbætur á tröppunum, og einnig á framhlið hússins og skyggninu ofan við tröppurnar. Hitaleiðslum verður
síðan komið fyrir í tröppunum og gangstéttinni fyrir framan, þannig að greiðfært ætti að verða í Þjóðleikhúsið þrátt
fyrir frost, snjó og íslenska vetrarhörku.
Viðgerðir á Þjóðleikhúsinu
VIÐGERÐIR og endurbætur standa
nú yflr við Þjóðleikhúsið, en unnið
er að því að gera við tröppurnar að-
aldyramegin og ennfremur klæðn-
ingu á framhlið hússins.
Gísli Alfreðsson þjóðleikhús-
stjóri sagði í samtali við blaða-
mann Mbl. í gær að viðgerðirnar
hefðu verið mjög aðkallandi, því
tröppurnar, skyggnið og klæðning
á framhlið hússins hefðu verið
ákaflega illa útlítandi eftir frost
og vetrarhörku undanfarinna ára.
Sagði hann að í gegnum árin hefði
verið reynt að halda húsinu við
með bráðabirgðaviðgerðum, en
ekki hefði lengur verið hægt að
komast hjá því að gera vandlega
við, sakir skemmda og aðsteðjandi
hættu fyrir þá sem ættu leið um.
Þá sagði Gísli að einnig væri
unnið að endurbótum innan dyra,
til dæmis á anddyri, fatahengi og
salernum Þjóðleikhúskjallarans.
Sagði hann að hjá húsameistara
ríkisins lægi fyrir áætlun um að
skipta um klæðningu á öllu húsinu
á næstu 8—10 árum, og yrði fyrsti
hlutinn, á framhliðinni, unninn í
sumar. Þá verða einnig gerðar
bráðabirgðaendurbætur á þaki
hússins í sumar.
Aðspurður um betri aðstöðu
fyrir fatlaða, rennibraut inn í hús-
ið eða annað í þeim dúr, sagði
Gisli að teikningar um inngang
sem auðveldaði fötluðum að kom-
ast inn í húsið, hefðu legið fyrir í
nokkur ár, en enn sem komið væri,
hefði fjárveiting til þess ekki feng-
ist. Á teikningunum er gert ráð
fyrir sérstökum inngangi fyrir
fatlaða austanmegin í húsinu, þar
sem komið yrði fyrir lyftu, sem
flytti fólkið á sömu hæð og sýn-
ingarsalurinn er, og ennfremur á
sömu hæð og neðri svalirnar.
Að lokum gat Gísli Alfreðsson
þess að hitaleiðslum yrði komið
fyrir í tröppunum og gangstétt-
inni framan við Þjóðleikhúsið, til
að snjór og ís héldist þar ekki.
Starfsemi Þjóðleikhússins hefst
3. september næstkomandi, en þá
hefjast meðal annars æfingar á
leikritum næsta starfsárs. Sýn-
ingar hefjast aftur á móti ekki
fyrr en í enduðum septembermán-
uði.
Hallormsstaðarskógur:
Eitt til tuttugu pró-
sent jólatrjáasvæða
sýkt af könguliing
KÖNGULLINGUR hefur í sumar náð talsverðri útbreiðslu í Hallorms-
staðarskógi. Skemmdir þær sem maur þessi hefur af sér leitt í skóginum
hafa ekki verið fullmetnar. Þau svæði, þar sem ræktun jólatrjáa fer
fram, eru mjög misjöfn og hafa gömul jólatré farið verst. Segja má að
allt frá einu til tuttugu prósenta trjáa á þessum svæðum liggi undir
skemmdum.
„Köngullings hefur áður orðið
vart á Hallormsstað, síðast fyrir
átta árum, en þá var maurinn á
afmörkuðu svæði. Við höfum
kannað útbreiðslu maursins að
undanförnu og er ljóst að
skemmdir eru á það stóru svæði
að of dýrt og tímafrekt yrði að
úða yfir svæðið og eitra fyrir
maurinn," sagði Jón Gunnar
Ottósson, líffræðingur, í samtali
við blm. Morgunblaðsins. Hann
hefur, ásamt skógræktar-
mönnum, unnið að könnun á
skemmdum af völdum maursins
á Hallormsstað og kortlagningu
þeirra að undanförnu, og er því
starfi enn ekki lokið.
„Köngullingur dafnar best við
50% til 60% rakastig og í 20° til
25° hita, en nær sér síður á strik
í rigningu. Annars verðum við
að rannsaka lífsferil köngul-
lings frá grunni þar sem ekki er
unnt að yfirfæra þá vitneskju
sem annars staðar má finna um
hann yfir á íslenskar aðstæður.
Vinna okkar nú er helst í því
fólgin að rannsaka maurinn og
kanna aðferðir til að ráða niður-
lögum hans með áburði, eitrun
og tilbúinni rigningu. Ekki má
búast við endanlegum niður-
stöðum rannsókna fyrr en að ári
liðnu,“ bætti Jón Gunnar
Ottósson við.
Aðspurður um hvaða áhrif
köngullingur kynni að hafa á
sölu jólatrjáa úr Hallormsstað-
arskógi sagði Jón Loftsson,
skógarvörður á Hallormsstað,
að þegar væru nokkrar skemmd-
ir augljósar, en spurning væri
hversu mörg tré maurinn næði
að sýkja fyrir haustið. Það væri
einnig samviskuspurning hvort
höggva ætti tré, sem kannski
væru sýkt, selja Austfirðingum
og breiða þannig maurinn um
Austfirði. Sagði Jón að verið
hefði vindasamt upp á síðkastið,
blásið hefði þurr og hlýr vindur.
Köngullingur dreifist með vindi
og gæti því allur skógurinn þeg-
ar hafa sýkst.
Reiknað var með einnar millj-
ón króna tekjum af sölu jóla-
trjáa úr Hallormsstaðarskógi í
ár.
INNLENT