Morgunblaðið - 15.08.1984, Side 17

Morgunblaðið - 15.08.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 17 Samkeppni um bætta aðstöðu á tjaldsvæðum Sem ferðafólki á íslandi mun vera kunnugt eru fáir staðir á landinu sem hægt er að skipa í flokk viðurkenndra tjaldstæða. Með aukningu erlendra ferða- manna til landsins er bætt að- staða á tjaldstæðum eitt brýn- asta verkefni sem fást verður við í ferðamálum. Því hefur Ferðamálaráð hrint af stað hugmyndasam- keppni um tjaldstæði, og boð- aði því blaðamenn á sinn fund. Tjaldferðamenn mega búast við bættri aðstöðu á tjaldstæðum í fram- tíöinni. Að sögn Reynis Vilhjálms- sonar, formanns dómnefndar, þurfa þátttakendur ekki að vera arkitektar til að taka þátt í keppninni heldur er hugmyndasamkeppnin öllum opin. Tilgangur keppninnar er að fá fram tillögur um tjaldsvæði og búnað á þeim, sem afhenda má þeim sem áhuga hafa á að koma upp tjaldsvæðum. Ætlunin er að koma upp eins konar hug- myndabanka sem menn geta sótt hentugar tillögur til. Með þessu vill Ferðamálaráð bæta úr lélegri aðstöðu, sem á tjaldsvæðum ríkir, því al- gengt er að ekki sé nein hreinlætisaðstaða fyrir hendi, nema ef til vill kamar og vatnskrani. Ferðamálaráð hefur skipað tjaldsvæðum í þrjá flokka. í fyrsta flokk eru tjaldsvæði með kamri, sorpíláti og að- stöðu til uppþvotta. í öðrum flokki bætast við vatnssal- erni og eldunaraðstaða og í þriðja flokki kemur til við- bótar þvotta- og þurrkað- staða, afgreiðsla starfsmanns og söluskáli. Höfundur bestu tillögunn- ar að mati dómnefndar fær að launum 75 þúsund krónur. Þar að auki er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að 50 þús kr. Heild- arverðlaunafé getur orðið allt að 205 þús. kr. Laugarásbíó: Tveir nýir salir fyrirhugaðir SENN verða hafnar fram- kvæmdir við viðbyggingu við Laugarásbíó. Fyrirhugað er að tveir sýningarsalir verði í við- byggingunni og mun sá stærri rúma 115 manns, en sá minni 77. Að sögn Grétars Hjartarsonar, framkvæmdastjóra Laugarás- bíós, er áætlað að salirnir verði tilbúnir til kvikmyndasýninga 1. mars 1985. Teiknistofan hf. Ármúla 6 teiknaði viðbygginguna. Grunnteikning að viðbótarsölunum tveimur. Teiknistofan hf„ Ármúla 6. Útlitsteikning af viðbyggingu Laugarásbíós úr vestri séð. salur : t.'týt- ■ . ■' • ■v . •’ ' W aV * . \ Teikniatofan hf., Armúla 6. ^ slœkkun^ Miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Reykjavíkur „Hækkun gjaldskrár gerir þetta mögulegt“ — segir Gunnar Kristins- son, yfirverkfræðingur MIKLAR framkvæmdir hafa verið á vegum Hitaveitu Keykjavíkur í sumar. Nú er verið að endurnýja vatnsæð við Kringlumýrarbraut og er æðin jafnframt stækkuð. Við Snorrabraut er unnið að endurnýjun og stækkun á pípum frá 1938—1940 og verður haldið áfram við þær framkvæmdir upp Egilsgötu að Iðnskólanum. Gunnar Kristinsson, yfirverk- fræðingur hjá Hitaveitu Reykja- víkur, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að hækkun gjaldskrár hefði gert það kleift að vinna að þessum endurbótum. „Það hafa allar slíkar fram- kvæmdir legið niðri siðan 1972, en í fyrrahaust og í febrúar hækkaði gjaldskrá Hitaveitunnar og þess vegna gátum við farið út í þetta,“ sagði Gunnar. „þessar fram- kvæmdir hafa beðið lengi og við gerum meira á þessu ári en við höfum gert lengi, því þetta hefur safnast upp. Nú gerum við eins mikið og við getum og höfum nú þegar verið um mánuð við fram- kvæmdir á Snorrabraut og Kringlumýrarbraut og eigum lík- lega eftir mánuð þar enn. Það eru duglegir karlar í þessu og þeir taka þetta með gusugangi." — Hvað er næst á dagskrá hjá Hitaveitunni? „Það er nú ýmislegt í gangi hjá okkur,“ svaraði Gunnar. „Við vor- um að endurnýja í Ingólfsstrætinu og leggja nýja æð í Suðurgötuna, ásamt nýrri æð í Eiðsgrandann, svo fátt eitt sé nefnt. Alls höfum við verið með 20—30 verk í gangi, sem flest eru komin á lokasnún- ing, bæði nýlagnir og viðgerðir." — Hvar er mest þörf endurnýj- unar? „Það er kannski frekast í gamla vesturbænum, en við höfum nú verið svolítið á ferðinni þar,“ svar- aði Gunnar. „Við lögðum nýja æð í Tryggvagötu og Mýrargötu í sumar ásamt Laufásveginum og Þórsgötunni og erum einnig með nýlagnir í Grafarvoginum." — Hvað kosta þessar fram- kvæmdir? „Áætlaður kostnaður við endur- nýjun í gamla bænum t.d. er 57 milljónir og við reiknum með að sú áætlun standist. Áð auki er svo kostnaður við nýlagnir," sagði Gunnar Kristinsson að lokum. Lánasjóöur námsmanna hættir veit- ingu víxillána ÞEIR námsmenn sem þurfa á víxil- láni að halda í haust munu þurfa að leita til banka og sparisjóða þar til þeir fá lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, þar eð lánasjóðurinn hefur hætt veitingu víxillána. í lög- um um sjóðinn er heimild til veit- ingar víxillána til námsmanna á fyrsta ári, þar til upplýsingar um námsárangur hafa legið fyrir og víxl- arnir síðan greiddir með nimslánun- um. í fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu segir m.'a.: „Það er skoðun ráðuneytisins að víxlakaup þessi séu fremur í verkahring banka og sparisjóða en Lánasjóðs ísl. námsmanna. Auk þess skortir sjóðinn nú fé til að sinna slíkum kaupum. Af þessu tilefni hefur ráðuneytið spurst fyrir um það hjá bönkum og spari- sjóðum, hvort þeir muni kaupa víxla af námsmönnum vegna þeirra þarfa sem hér um ræðir. Svör banka og sparisjóöa eru þau, að þeir hafi ætíð sinnt og muni sinna lánsfjárþörf námsmanna að því marki, sem samrýmist al- mennum reglum þeirra og útlána- getu. t viðræðum hefur einnig komið í ljós, að þær upphæðir sem gera má ráð fyrir að námsmenn þurfi á að halda á fyrstu mánuð- um námsins séu yfirleitt innan þeirra marka, sem bankar og sparisjóðir geta lánað einstakling- um til skamms tíma.“ Lán til námsmanna verða því 95% af framfærslu eins og lög sjóðsins gera ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.