Morgunblaðið - 15.08.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984
21
Gera framsætin
bílbeltin ótrygg?
Detroit, 14. ágúst AP.
FORD-bifreiðaverksmiðjurnar segj-
ast munu innkalla 361.900 bfla af
árgerðunum 1981—1984 með fram-
sætum, sem ekki er unnt að halla.
Stafar þetta af hættu á bflbelta-
meiðslum í árekstrum á framenda
bflanna. Innköllun þessi á m.a. að
Fékk kafbát
í vörpuna
London, 14. ágúst AP.
BREZKUR togari fékk í dag kaf-
bát í vörpuna og dró kafbáturinn
hann aftur á bak eina þrjá kfló-
metra, áður en áhöfn togarans
tókst að skera á vörpuna, svo að
togarinn varð laus.
Jim Allaway, talsmaður
brezka flotans, skýrði svo frá,
að þetta hefði gerzt á Ermars-
undi, nánar tiltekið 16 km suð-
austur af Berry Head á suður-
strönd Englands. Kohn Green,
skipstjóri á togaranum, sem
heitir Joanna C., hafði strax
samband við brezku strand-
gæzluna, er skip hans stöðvað-
ist og síðan dregið aftur á bak
drjúgan spöl.
Einn úr áhöfninni, Leslie le
Page, 30 ára að aldri, lét hafa
eftir sér: „Þetta er skelfilegt.
Við vissum, að við höfðum feng-
ið eitthvað í vörpuna, sem við
vissum alls ekki hvað var.“
Allaway sagði, að ekki væri
vitað, hverrar þjóðar kafbátur-
inn væri, en nú stæði yfir um-
fangsmikil rannsókn með að-
stoð brezka flotans.
ná til Escort-bifreiða, fjögurra dyra
Lynx Sedan-bifreiða og skut-bifreiða
(Station) af árgerðunum
1981—1983.
Sætabeltin í bílum með fram-
sætum, sem ekki er unnt að halla,
geta komizt í snertingu við plast-
bönd á hliðum framsætanna við
árekstur, þegar ekið er hratt, segir
í tilkynningunni frá Ford. Þetta
gæti haft í för með sér, að beltin
slitnuðu. Ætlun Ford-verk-
smiðjanna er nú að gera ráðstaf-
anir, sem eiga að koma í veg fyrir,
að þetta geti skeð.
Símamynd AP
Lögreglusveit ekur inn á flugvöllinn í Los Angeles örstuttu eftir að fregnir bárust um sprengju í farangursvagni
tyrkneskra iþróttamanna þar.
Tímasprengja á flugvellmum í Los Angeles:
Hryðjuverkasveit Armena
kom sprengjunni fyrir
Los Angeles, París, 14. ágúst AP.
MAÐUR, sem kvaðst vera félagi
í Asala, samttíkum armenskra
hryöjuverkamanna, hringdi í
dag á skrifstofu AP-fréttastof-
unnar í París og sagði að sam-
tökin bæru ábyrgð á sprengju
þeirri, sem fannst í gær innan
um farangur tyrkneskra íþrótta-
manna í flutningabifreið þeirra
á flugvellinum í Los Angeles.
Armenskir öfgamenn höfðu hót-
að því fyrir leikana að gera Tyrkj-
unum lífið leitt og höfðu því mikl-
ar öryggisráðstafanir verið gerðar
til að vernda þá.
Maðurinn, sem hafði samband
við AP, sagði að Asala ætlaði að
halda áfram „réttlátri baráttu
sinni gegn fasistastjórn Tyrklands
og bandarískum heimsvaldasinn-
um“. Samtökin vilja að tyrknesk
yfirvöld viðurkenni ábyrgð sína á
dauða hálfrar annarrar milljónar
Armena í fyrri heimsstyrjöldinni.
Þau berjast auk þess fyrir sjálf-
stæði Armeníu.
Allt fór á annan end-
ann á flugvellinum
Lon Angeles, 14. ágúst Frá Þórarni Kagnarssyni, blaóamanni Morgunblaósins.
ÞAÐ FÓR allt á annan endann á fhigvellinum hér í Los Angeles í gær
þegar skarpur lögregluforingi kom auga á tímasprengju i rútu þeirri sem
ók farangri tyrkneska Ólympíuliðsins á flugvöllinn. Af öryggisástæðum
höfðu íþróttamennirnir 52 fariö í öðrum bfl en mikil gæsla hefur verið í
kringum íþróttamenn ísrael og Tyrklands, meiri en hjá öðrum er leikana
sóttu.
Lögregluforingjanum tókst
með miklu snarræði að hlaupa
með tímasprengjuna úr rútunni
yfir á autt svæði og skipaði síðan
fólki á svæðinu burt um leið og
hann bað um aðstoð.
Þegar voru gerðar miklar ör-
yggisráðstafanir á flugvellinum,
þremur stórum afgreiðslustöð-
um var lokað og sex þúsund far-
þegum sem voru til staðar var
ekið burt. Stórt svæði var girt af
og öll öryggisgæsla var hert og
hundruð lögreglumanna og ör-
yggisvarða streymdu til flugvall-
arins. Sérlegir sprengjusérfræð-
ingar lögreglunnar voru kallaðir
á vettvang og gerðu þeir tíma-
sprengjuna óvirka. Þetta er
fyrsta og eina alvarlega atriðið
sem komið hefur upp í sambandi
við ólympíuleikana og það gerð-
ist 24 klst. eftir að leikunum var
slitið. Mjög mikil seinkun varð á
flugi frá Los Angeles í gær
vegna þessa atburðar, og þurftu
hópar íþróttafólks og annarra
sem voru á heimleið frá leikun-
um að bíða i allt að sólarhring
þar til það gat haldið ferð sinni
áfram. Ekki er allt íþróttafólk
enn farið úr óiympíuþorpinu og
þar var öryggisgæsla einnig hert
mjög verulega.
Mannfjöldaráðstefna SÞ:
Tillaga um samþykkt
um herteknu svæðin
Patti Davis með foreldrum sínum, Ronald Reagan forseta og Nancy konu
hans.
Dóttir Reagans
í það heilaga
PATTI Davis, 31 árs gömul
dóttir Reagans Bandaríkja-
forseta, sem er leikkona,
gengur í hjónaband á morg-
un, þriðjudag. Mannsefni
hennar heitir Paul Grilley
og er 25 ára gamall leið-
beinandi á jóga-
námskeiðum.
Um 130 manns hefur verið
boðið í brúðkaupið, sem fram
fer í Los Angeles, og verður
veislan haldin í Bel-Air-hótel-
inu þar, en sjálf hjónavígslan
verður undir beru lofti. Full-
trúar fjölmiðla fá ekki að vera
viðstaddir.
Meiíkóborg, 14. ágúsL AP.
TILLAGA, scm Arabarikin báru fram,
þar sem fordæmt var landnám gyðinga
f skjóli hervalds á herteknu svæðunum
og lýst yfir að það væri ólöglegt og
ámælisvert af hálfu fsraels, var sam-
þykkt á mannfjöldaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna.
Bandaríski fulltrúinn, Alan Keys,
sagði, að hann mundi aftur greiða
atkvæði á móti tillögunni, þegar hún
kæmi til endanlegrar atkvæða-
greiöslu, sennilega f dag, þriðjudag.
Það tókst hvorki að ná samkomu-
lagi um þetta mál í vikuiöngum
samningaviðræðum né í umræðum á
ráðstefnunni og varð það mesta mis-
klíðarefnið þar.
Ráðstefnan var framlengd um
einn dag, svo að fulltrúum hinna 149
þjóða gæfist færi á að komast yfir að
afgreiða öll þingskjöiin.
Af tillögum ráðstefnunnar, 85 að
tölu, var fyrrnefnd tillaga hin eina,
sem ekki náðist samkomuiag um, og
varð því að ganga tii atkvæða um
hana. Var tillagan samþykkt með 83
atkvæðum gegn tveimur, en 15 full-
trúar voru fjarverandi, þegar at-
kvæðagreiðslan fór fram.
í tillögunni er vitnað til ákvæðis í
Genfarsáttmálanum, þar sem segir,
að ríki megi ekki flytja eigin þegna
til svæða sem það hafi hernumið.
Þar segir ennfremur, að landnám á
herteknum svæðum, í skjóli her-
valds, sé bæði „ólöglegt og fordæm-
anlegt samkvæmt sáttmálanum".
James Buckley, formaður banda-
rísku sendinefndarinnar, kvað þetta
mál „aigjörlega óviðkomandi efni
ráöstefnunnar, mannfjölda í heimin-
um“.
Viðskiptajöfnuður
Norðmanna hagstæður
Osló, 14. igúst. AP.
Viðskiptajöfnuður Noregs var hag-
stæður um 4.890 millj. n.kr. í júli og er
það 45% hærri fjárhæð en í sama mán-
uði f fyrra, en þá var viöskipta-
jöfnuðurinn hagstæður um 3.360 millj.
n.kr.
Á þessu ári er viðskiptajöfnuður-
inn orðinn hagstæður um 25.600
millj. n.kr. og er þannig 39% hag-
stæðari en á sama timabiii 1 fyrra.
Útflutningur i júli nam 11.350 millj.
n.kr. en innflutningur 6.460 millj.
n.kr.
Það er fyrst og fremst vinnsla olíu
og gass, sem stuðlar svo mjög að
hagstæðum viðskiptajöfnuði Norð-
manna. Að frátöldum útfiutningi á
olíu og gasi, þá hefði innflutningur
þeirra numið 18,9 milijörðum n.kr.
fram yfir útflutning á fyrstu 7 mán-
uðum þessa árs.