Morgunblaðið - 15.08.1984, Síða 22
22
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984
r
Þannig lítur hin nýja filmulausa myndavél frá Canon út.
Filmulaus mynda-
vél á markaðinn
SÍÐAN Sony-fyrirtækið skýrði fyrst frá áformum sfnum um filmulausa
myndavél, sem gefið var heitið „Mavica“, hefur ríkt mikil launung um
þessi áform. Ætlunin er að vélin taki Ijósmyndir á plötu, sem svo verði
sett inn í myndbandsUeki, þannig að unnt verði að sjá myndina á
sjónvarpsskermi. Er talið, að þessi sameining myndbands og myndavél-
ar eigi eftir að skapa ævintýralega möguleika.
hefur fyrirtækið sett á markað-
inn myndavél fyrir myndbðnd og
Með þessum hætti verður t.d.
unnt að skoða eigin ljósmyndir
án þess að láta framkalla þær.
Allt sem gera þarf er að setja
segulplötu með myndinni inni í
myndbandstækið og svo er unnt
að njóta myndarinnar í sterkum
litum f sjónvarpinu.
En auðvitað eru enn fyrir
hendi mörg erfið, tæknileg
vandamál, sem eftir er að leysa
og það er örugglega ástæðan
fyrir því, að svo lítið berst út frá
Sony-fyrirtækinu um þessa nýju
myndavél.
Canon-fyrirtækið aftur á móti
hefur þegar sett á markaðinn
myndavél sem það fyrirtæki seg-
ir, að verða muni myndavél
framtíðarinnar. 1 tengslum við
Ólympíuleikana { Los Angeles
ber hið nýja tæki heitið Still Vid-
eo System D-413. Tæki þetta tek-
ur eins og Mavica myndina upp í
litum á segulplötu. Síðan er strax
unnt að sjá myndina á sjón-
varpsskermi með sérstökum út-
búnaði.
Jafnframt er hægt að senda
þessa mynd á símalfnu til mót-
takara, sem væri t.d. staðsettur á
ritstjórn hjá dagblaði, er sfðan
gæti svo hagnýtt sér myndina.
Canon hyggst nefnilega í fyrstu
hagnýta sér ljósmyndamarkað
blaðanna með þessum hætti, en
það er jafnframt ljóst, að þetta
nýja tæki á eftir að vekja mikla
athygli á meðal áhugaljósmynd-
ara.
Reagan Bandaríkjaforseti sætir gagnrýni:
Hafði árás á Sovét-
ríkin í flimtingum
liM IhmIm íá mtntai AP
Loe Angeles, 14. ágúst AP.
WALTER Mondale, forsetaefni
bandarískra demókrata, er í hópi
þeirra fjölmörgu, sem gagnrýnt
hafa Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseta, fyrir að hafa
sprengjuárás á Sovétríkin í flimt-
ingum.
„Bandaríkjamenn. Mér er það
ánægja, að geta skýrt ykkur frá
því að í dag hef ég staðfest ákvörð-
un, sem leiða mun til endaloka
Sovétríkjanna. Við byrjum að
varpa sprengjum eftir fimm mín-
útur.“ Þessi ummæli lét Reagan
forseti falla í gamni þegar hann
var að prófa hvort hljóðnemi væri
f lagi nokkrum mínútum áður en
hann flutti reglulegt laugardags-
ávarp sitt fyrir útvarp frá
forsetabústaðnum í Santa Barb-
ara um síðustu helgi. Ummælin
heyrðust ekki í útvarpinu, en ein-
hvern veginn hafa þau náðst á
segulband og sjónvarpsstöðvarnar
CBS og NBC útvörpuðu þeim í
kvöldfréttatímum sínum á mánu-
dagskvöld.
Talsmenn forsetans hafa ekkert
Grænlendingar
með í handbolta
Taka þátt í Norður-
landamótinu í haust
KaupmAnnahöfn, 14. ágúst Frá frétUriUra
MorjjunblaAsins, Nite Jörgen Bruun.
GRÆNLENDINGAR verða í fyrsta
sinn þátttakendur í Norðurlanda-
mótinu í handbolta nú í haust.
Mótið verður að þessu sinni haldið
í Finnlandi í lok október ov senda
Vitað er að starfsmenn forset-
ans eru nú að reyna að grafast
fyrir um það hvernig unnt var að
koma ummælum hans á framfæri
og er ætlunin að hindra að atvik af
þessu tagi endurtaki sig.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti.
viljað um þetta efni segja, en
ónafngreindur heimildarmaður f
Hvíta húsinu staðfesti að Reagan
hefði látið hin tilvitnuðu orð falla,
en þau hefðu verið gamanmáí
manns, „sem hefur ánægju af því
að skopast".
Grænlendingar karlaflokk til
keppninnar. Áður en mótið hefst,
fer grænlenzka liðið til tveggja
vikna æfingadvalar í Danmörku.
Grænlenzka blaðið Sermitsiak
kemst svo að orði, að nú geti
Grænlendingar tekið við af Fær-
eyingum sem botnliðið f þessum
mótum. Til þessa hafa Færey-
ingar oft tapað þar illa eða með
15 marka mun eða meiru.
Isklump-
ur féll
af himni
Moskm, 13. ájpteL AP.
ANATOLY Kozhukov var á
gangi í sumarbúðum í grennd
við Volgufljót, er hann var nærri
orðinn fyrir undarlegum ís-
klumpi, sem féll af himnum
ofan. Skýrði sovézka fréttastof-
an TASS frá þessu í dag.
Kozhukov, sem er starfs-
maður í sumarbúðunum,
heyrði skyndilega undarlegan
hvin fyrir ofan sig og tókst
með naumindum að stökkva
til hliðar, áður en klumpurinn
lenti á honum. Þegar hann leit
til himins, var þar ekki ský-
hnoðra að sjá og sól skein þar
í heiði. En f tveggja skrefa
fjarlægð frá honum lá stærð-
ar isklumpur f sandinum.
Kozhukov tók þennan undar-
lega hlut með sér og kom hon-
um fyrir f isskáp, áður en
hann kallaði hóp vísinda-
manna á vettvang frá Moskvu
til þess að rannsaka hann.
Síðan var flogið með þenn-
an skrítna loftstein til
Moskvu, þar sem stjörnufræð-
ingar, geimvisindamenn og
eðlisfræðingar munu hafa
hann til athugunar.