Morgunblaðið - 15.08.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984
23
Stjórnarmynd-
un í ísrael:
Mapam-samtökin
gera Peres erfitt fyrir
Jcrúsalem, Tel Aviv, 14. ágúst. AP.
TILRAUN Shimon Peres, leiðtoga
Vcrkamannaflokksins í fsrael, til að
mynda starfhæfa ríkisstjórn f land-
inu hefur enn engan árangur borið
og hann sætir nú aukinni gagnrýni
frá vinstri armi flokksins, sem auð-
veldar honum ekki starfann.
Yossi Beilan, talsmaður Verka-
mannaflokksins, sagði í dag að
Peres hefði átt viðræður við
svonefndan Mapam-hóp innan.
flokksins, en það eru samtök
vinstrisinna sem sex af 44 þing-
mönnum hans tilheyra. Mapam-
hópurinn hefur látið í ljós áhyggj-
ur yfir því að í hugsanlegri sam-
stjórn með Likud-bandalaginu
verði fallist á óhagstæða mála-
Laun Jarúzelskis
hækka um 95 %
miðlun í deilu flokkanna um land-
nám gyðinga á hernámssvæðum
fsraela á vesturbakka Jórdanár.
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra og leiðtogi Likud, hefur ekki
viljað fallast á að Peres verði leið-
togi þjóðstjórnar í fsrael og segist
sjálfur eiga betri möguleika á því
að afla slíkri stjórn stuðnings
hinna 13 smáflokka, sem auk
stóru flokkanna eiga fulltrúa á
Knesset, þingi landsins, sem sett
var í gær.
Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins f ísrael. Að baki honum er
mynd af David Ben-Gurion, hinum mikilhæfa leiðtoga flokksins á fyrri árum.
Varsjá, 13. igúst AP.
WOJCIECH Jaruzelski, leið-
togi Póllands, og aðrir helztu
ráðamenn pólsku stjórnarinn-
ar, hafa fengið nær 95% launa-
hækkun. Skýrði blað stjórnar-
innar, Rzeczpospolita, svo frá í
dag, að þessar launahækkanir
væru nauðsynlegar til þess að
koma í veg fyrir „hraðfara
verðrýrnun launa“ háttsettra
embættismanna ríkisins.
Blaðið sagði, að laun þessara
manna „væru alls ekki úr hófi
og fjarri þvf að vera hæstu laun,
sem greidd væru í Póllandi. En
sá, sem fær 50.000 zloty á mán-
uði, hefur möguleika á því að
lifa án þess að hafa fjárhags-
áhyggjur frá degi tif dags.“
Verðbólga í Póllandi nam um
25% á síðasta ári samkvæmt
upplýsingum stjórnvalda.
ERLENT
V-Þýzkaland:
Flotaforingi handtek-
inn vegna njósnagruns
Noregur:
550.000 dollara skaðabótakrafa
vegna skreiðarsendingar til Nígeríu
Óslo, 14. ágúst. Frá Ju Erik Laure,
SVISSNESKT fyrirtæki, scm flytur út
skreið, hefur höfðað mál á hendur
norsku skreiðarútflutningsnefndinni.
Varðar málið skreiðarsendingu
sem send var frá Noregi til Nígeríu
rrétUritara Mbl.
fyrir fjórum árum. Of mikið af fisk-
hausum var í sendingunni og varan
því ekki talin mannamatur.
Skreiðarnefndin heldur því fram,
að hún hafi þegar bætt svissneska
fyrirtækinu þetta með verðlækkun á
öðrum skreiðarsendingum. Sviss-
lendingarnir telja þetta fráleitt og
krefjast 515.000 dollara í skaðabæt-
ur.
Bonn, 13. ágúsL AP.
WILHELM Reichenburg, fyrrver-
andi flotaforingi í vestur-þýzka hern-
um, hefur verið handtekinn vegna
gruns um að hann hafi njósnað fyrir
ríki í Austur-Evrópu, að því er tals-
maður v-þýzka varnarmálaráðuneyt-
isins staðfesti.
Welt am Sonntag hafði skýrt frá
því að Reichenburg hefði verið
tekinn höndum þann 1. ágúst og
mikið af leyniskjölum fundist í
fórum hans. Eins og fyrr segir
hefur verið staðfest að flotafor-
inginn fyrrverandi hafi verið
handtekinn, en nánari útlistun var
ekki gerð. í frétt Welt am Sonntag
sagði, að Reichenburg hefði haft
aðgang að ýmsum mikilvægum
plöggum og skjölum flotans og
grunur léki á að hann hefði einnig
komist yfir leyniskýrslur öryggis-
þjónustu Vestur-Þýzkalands.
Istanbúl:
Ellefu látast í
bifreiðaslysi
IsUnhúl. 14. á«úsL AP.
ELLEFU manns létu lífið og sjö
aðrir slösuðust þegar flutninga-
bifreið hvolfdi og rakst á lang-
ferðabifreið í Eskisehir-héraði í
Tyrklandi í morgun.
Báðir bifreiðastjórarnir eru í
hópi hinna látnu.
ókaverslun Snæbjarnar er nú flutt á einn staö, í gjörbreytt og
jmbetra húsnæöi aö Hafnarstræti 4. í hinni nýju verslun veröur
inungis boöiö upp á enskar og íslenskar bækur, auk fjölbreytts úr-
als kennslugagna á spóium og myndböndum.
VERIÐ VELKOMIN í BÓKAVERSLUN
SNÆBJARNAR AÐ HAFNARSTRÆTI 4.
Bókaverslun snæbjarnar var stofnuö 1927. Það var yfirlýst stefna
Snæbjarnar Jónssonar aö hafa einungis vandaöar bækur á boðstól-
um, og mun hin nýja verslun starfa í anda stofnanda síns.
í hver mánaðarlok veröur kynning á völdum bókum, sem boönar
veröa á sérstöku kynningarverði.
Sntrbjömlíónsscm&Qi.hf
Hafnarstræti4, sími 14281