Morgunblaðið - 15.08.1984, Síða 27

Morgunblaðið - 15.08.1984, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 27 Peningamarkaðurinn Fiskiðnaðarsýning í Laugardalshöll í september: Alþjóðleg sýning á 10 þúsund fermetrum FYRIRHUGAÐ er að halda alþjóð- lega fiskiðnaðarsýningu í Laugardal dagana 22. (il 26. september. I upp- hafi átti eingöngu að sýna í Laugar- dalshöll, en sakir helmingi meiri þátttöku en gert var ráð fyrir hafa verið tekin á leigu bæði sýningar- skemma og sýningartjald. Milli 260 og 270 aðilar munu kynna vörur á sýningunni, en framleiðsla rúmlega 300 fyrir- tækja verður þarna til sýnis, að sögn Þórleifs ólafssonar, sem er umboðsmaður Industrial and Trade Fairs International Limi- ted, eða Alþjóðlegra vörusýninga, hér á landi. Það fyrirtæki annast uppsetningu og skipulagningu fiskiðnaðarsýningarinnar. Sýningarsvæðið verður um 10.000 fermetrar að stærð, en sýn- ingarbásar verða á 4.500 fermetra svæði. Þar af hafa íslenskir fram- leiðendur 1.500 fermetra til um- ráða. Um 60 íslensk fyrirtæki taka þátt í sýningunni. Félag íslenskra iðnrekenda, Meistarafélag járn- iðnaðarmanna og Félag dráttar- brauta- og skipasmiðja könnuðu hverjir hefðu áhuga á að sýna í Laugardalnum og sóttu um sýn- ingarsvæði fyrir áhugasama aðila sameiginlega. Einnig er unnið að sameiginlegum kynningarbækl- ingi og sameiginlegu útliti sýn- ingarbása þeirra íslensku fyrir- tækja, sem taka þátt í sýningunni. Bjarni Þór Jónsson, frá Félagi ís- lenskra iðnfyrirtækja, hefur að mestu séð um að skipuleggja framlag íslensku fyrirtækjanna til sýningarinnar. John V. Legate, forstjóri Al- þjóðlegra vörusýninga, er staddur hér á landi um þessar mundir og sagði hann á blaðamannafundi að sýning þessi hefði á undirbún- ingsskeiðinu vaxið úr sérhæfðum viðburði í sýningu, sem tekið yrði tillit til á alþjóðlegum vettvangi, enda hefði hún tvöfaldast að um- fangi frá þvi skipulagning hófst I september á síðasta ári. John sagði ennfremur að helstu vandamál við skipulagningu sýn- ingarinnar væru að setja upp sýn- ingarskálann og tjaldið og einnig að finna húsnæði fyrir þá fjöl- mörgu gesti, sem sækja munu sýn- inguna. Fyrirhugað er að leigja 4—500 farþega skip til þess að flytja sýningargesti, en gert er ráð fyrir aðsókn á sýninguna úr öllum heimshornum. Ljósm Mbl. Július. Frá blaðamannafundi þar sem fiskiðnaðarsýningin í Laugardal var kynnt. (F.v.) Bjarni Þór Jónsson, Félagi íslenskra iðnrekenda, Þórleifur Ólafsson, umboðsmaður Alþjóðlegra vörusýninga, John V. Legate, forstjóri Alþjóðlegra vörusýninga, Patricia Foster, sölustjóri, og Judith Barrell, skipulagsstjóri. Álagningarlausa bensín- ið í Botnsskála vinsælt „Olíufélögin ekki reiðubúin til þess að taka upp raunverulega samkeppni,“ segir Pétur í Botnsskála Álagningarlausa bensínið í Botns- skála, sem selt hefur verið síðan 1. júlí sl. og verður selt áfram a.m.k. út þennan mánuð, hefur selst vel, þvf samkvæmt því sem Pétur Geirsson, eigandi Botnsskála í Hvalfirði, upp- lýsti blm. Mbl. f gær þá höfðu þá selst 162 þúsund lítrar, sem þýðir að Pétur hefur þar til í gær tapað lið- lega 113 þúsund krónum. Álagning- in er 70 aurar á lítrann, en eins og greint hefur verið frá áður byrjaði Pétur að selja álagningarlaust bens- ín um hvítasunnuna í tilraunaskyni, og hóf síðan að selja það með þeim hætti samfellt 1. júlí sl. Pétur sagði í gær að þótt hann hefði tapað þessum 113 þúsund krónum á þessu, þá hefðu viðskiptin á öðrum sviðum aukist til muna við þessa tilraun hans. „Ég lít svo á að þetta efnabóta- kapphlaup olfufélaganna sé I rauninni staðfesting á því að þau eru ekki reiðubúin til þess að taka upp raunverulega samkeppni um verð og þjónustu," sagði Pétur í samtali við blaðið í gær, og hann bætti við: „Félögin eru með þessar upphrópanir um efnabæta sina einungis til þess að slá ryki í augu neytenda, og til þess að fá þá til að horfa framhjá þeirri staðreynd að þau hvorki vilja né ætla að fara út í raunverulega samkeppni.“ Aðspurður um undirtektir við- skiptavinanna, sem geta fengið lítrann af bensíni 70 aurum ódýr- ari í Botnsskála en annars staðar, sagði Pétur: „Undirtektir hafa verið mjög góðar, enda hafa selst 162 þúsundir lítra af bensfni á þessum 40 dögum. Vissulega tapa ég þarna 70 aurum á hverjum lítra, en viðskiptin hafa náttúr- lega aukist mikið f skálanum, þannig að ég get ekkert sagt um það hvort tapið er svo mikið eða ekki. Mig furðar vægast sagt á ummælum forstjóra oliufélag- anna, sem virðast telja það af hinu illa, að hér sé boðið upp á ódýrara bensín en annars staðar — ég hef reyndar ekki skilið orð þeirra enn- þá“ Pétur var spurður hvort hann myndi ef til vill halda áfram að selja álagningarlaust bensfn eftir mánaðamótin, og sagði hann þá: „Ég vil ekki slá neinu föstu um hvað tekur við eftir mánaðamót. Ég er alltaf að gera mér vonir um að olíufélögin sjálf muni hætta þessum þykjustuleik og taka upp alvöruverðsamkeppni.“ GENGIS- SKRÁNING NR. 154 — 14. ágúst 1984 Kr. Kr. TolL Ein. KL 09.15 K»»P Sala rof 1 Dollari 31,140 31420 30,980 1 SLpnd 40495 41,000 40,475 1 Ku. dollarí 23478 23,939 23454 lDöukkr. 2,9547 2,9623 2,9288 lNonkkr. 3,7470 3,7566 3,7147 ISanakkr. 3,7133 3,7229 3,6890 i FL mark 5,1167 5,1298 5,0854 1 Fr. fraaki 3,4983 34073 3,4848 1 Bel*. franki 0^315 04329 04293 1 Sv. fraaki 12,7518 12,7846 124590 1 Holl. gyllini 94273 94518 9,4694 1 V-þ. mark 10,7287 10,7562 10,6951 1ÍL líra 0,01746 0,01750 0,01736 1 Aastorr. sch. 14298 14338 14235 1 Port escudo 04069 04074 04058 1 Sp. peseti 0,1896 0,1901 0,1897 1 J»i>-jeo 0,12825 0,12858 0,12581 1 írskt pund 33,094 33,179 32485 SDR. (SérsL dráttarr.) 314829 31,6639 1 Belg. fraaki 04267 04280 ____________________________________/ INNLÁNSVEXTIR: Sparísióösbskur___________________17,00% Sparísjóósreikningar með 2ja mánaöa uppsögn Útvegsbankinn.............. 18,00% með 3ja mánaöa uppsögn Útvegsbankinn............. 19,90% Búnaöarbankinn_____________ 21,60% Verzlunarbankinn.......... 19,90% Samvinnubankinn............ 19,90% Alþýöubankinn............... 1940% lönaöarbankinn..............21,00% Landsbankinn............... 19,90% meö 4ra mánaöa uppsögn Útvegsbankinn...............21,00% meö 5 mánaöa uppsögn Útvegsbankinn.............. 23,20% meö 6 mánaöa uppsögn Útvegsbankinn.............. 24,30% lönaöarbankinn............. 24,32% meö 6 mánaöa uppsögn — bónus lönaöarbankinn — IB-bonus.. 26,00% meö 12 mánaöa uppsögn Útvegsbankinn.............. 24,30% Verzlunarbankinn........... 2S,40% Samvinnubankinn.............22,10% Alþýöubankinn.............. 24,88% landsbankinn................22,10% meö 18 mánaöa uppsögn Búnaðarbankinn............. 25,40% Verótryggóir sparíreikningar mióað vió lánskjaravísitölu meö 3ja mánaða uppsögn Utvegsbankinn............... 3,00% Búnaðarbankinn.............. 0,00% Verzlunarbankinn............ 2,00% Samvinnubankinn............. 2,00% Alþýöubankinn............... 2,00% lönaðarbankinn.............. 0,00% Landsbankinn................ 4,00% meö 6 mánaöa uppsögn Útvegsbankinn............... 6,00% Búnaöarbankinn.............. 2.50% Verzlunarbankinn............ 5,00% Samvinnubankinn............. 4,00% Alþýöubankinn............... 4,50% lönaöarbankinn............... 440% Landsbankinn................ 6,50% meö 6 mánaöa uppsögn — bónus lönaöarbankinn — IB-bónus..„. 6,00% Innllneeh-'-1-—1 mnianMKineini. Útvegsbankinn ....„........ 24,30% Búnaöarbankinn............. 24,30% Verzlunarbankinn.............2*40% Samvinnubankinn............ 24,32% Landsbankinn............... 24,32% Ávísane- og hlsupsreikningar Útvegsbankinn............... 7,00% Búnaöarbankinn.............. 5,00% Verzlunarbankinn........... 12,00% Samvinnubankinn............. 7,00% lönaöarbankinn..............12,00% Landsbankinn................ 9,00% Alþýöubankinn — ávisanareikningar...... 15,00% — hlaupareikningar........ 7,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæður i dollurum.............. 9,00% b. innstæöur í steriingspundum.... 7,00% c. innstæöur i v-þýzkum mörkum.... 4,00% d. innstæöur i dönskum krónum.... ... 9,00% Stjömureikningar Alþýðubankinn................... 5,00% Stjömureikningar eru verötryggöir og geta þeir sem eru annaö hvort eidri en 64 ára eöa yngri en 16 ára stofnað slíkan reikning. ÚTLÁNSVEXTIR: (Verðbótaþattur innan sviga) Víxlsr, torveztir Utvegsbankinn 2040% (1240%) Búnaóarbankinn 2240% ( Y lönaöarbankinn 2240% ( ) Samvinnubankinn.... 2240% ( ) Alþýðubankinn 22,00% ( ) Landsbankinn 2240% ( ) Verzlunarbankinn 23,00% ( ) Viöakiplamxlar. Búnaöarbankinn 234)0% Vliri4rá44—.1 Ul— :«—i Tnrarananan ai niaupareiKmngum. Utvegsbankinn ....„.„ 2640% (2140%) Bunaöarbankinn 21,00% ( ) Iðnaðarbankinn 2240% ( ) Samvinnubankinn.... 22,00% ( ) Alþýðubankinn 22,00% ( ) Landsbankinn 21,00% ( ) Verzlunarbankinn 23,00% ( ) Endurseljanteg lán fyrir framleiöslu á innl. markaö 16,00% lán í SDR vegna útflutningsframl 1040% SkuldabréL Útvegsbankinn 23,00% (1240%) Iðnaðarbankinn 25,00% ( ) Búnaóarbankinn 25,00% ( ) Samvinnubankinn... 2640% ( ) Alþýóubankinn 2440% ( ) Landsbankinn . 24,00% ( ) Verzlunarbankinn... 25,00% ( ) Viöakipfatkuldabréf: Bunaðarbankinn 29,00% Verðtryggð lán i allt aö 2 'h ár Útvegsbankinn 840% Iðnaðarbankinn 9,00% Bunaðarbankinn 440% Samvinnubankinn... 8,00% Landsbankinn 7,00% Verzlunarbankinn.... 840% i allt að 3 ár Alþýóubankinn 740% lengur en 2% ár Utvegsbankinn 9,00% lónaðarbankinn 1040% Búnaðarbankinn 540% Samvinnubankinn... 1040% Landsbankinn 940% Verziunarbankinn... 9,00% lengur en 3 ár Alþýöubankinn................. 9,00% Vanskilavextir..................... 2,50% Lífeyrissjódslán: Lífeyriesjóóur starfsmanna rikisins: Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur og er lánið vísitölubundiö með láns- kjaravísitölu, en ársvextlr eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstimann. Lífeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphaeö er nú eftir 3ja ára aölld aö lífeyrissjóönum 120.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 10.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóðnum. Á timabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfllegrar láns- upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast vtö 2.500 krón- ur fyrir hvern ársfjóróung sem liður. Því er i raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavisitölu, en lánsupphæöin ber 3% ársvexti. Lánstiminn er 10 tll 32 ér aö vall lántakanda. Lánskjaravieitalan fyrir ágúst 1984 er 910 stig en var fyrir júli 903 stlg. Hækkun milli mánaöanna er 0,78%. Miöaö er viö visitöiuna 100 í júní 1979. Byggíngavisitaia fyrir júlí til sept- ember 1984 er 164 stig og er þá mlöaö viö 100 í janúar 1983. Handhafaskuidabráf I fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Reiknistofa bankanna: Þarf að breyta forritum vegna mismunandi vaxta „VIÐ þurfum að framkvæma tals- verðar breytingar á forrítum okkar, vegna þess að fram til þessa hafur allt miðað að því að samræma hlutina og hafa eins fyrir alla banka," sagði Þórður B. Sigurðsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, er hann var spurður hvaða áhrif frelsi bankanna varð- andi vaxtaákvarðanatöku kæmi til með að hafa á starfsemi Reikni- stofu bankanna. Þórður sagði að ekki væri um neinar meiriháttar breytingar að ræða eða stærri vandamál af þessum sökum fyrir Reiknistof- una að ræða, heldur þyrfti ein- ungis að breyta forritunum svolítið og setja inn í þau töflur sem gerðu kleift að taka mis- munandi vexti fyrir hvern banka. Auðvitað væri þetta tals- verð vinna, en ekkert óyfirstíg- anlegt. m ■vT O tfí OO Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.