Morgunblaðið - 15.08.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984
31
Hótel Valaskjálf
Morgunblaðið/ólafur.
Egilsstaðir:
Vaxtarbroddur at-
vinnulífsins hér liggur
í ferðamannaiðnaðinum
Egilsstöðum, 6. ágúst.
HÉRAÐSHEIMILIÐ Valaskjálf á
Egilsstöðum var tekið í notkun
1966, sameign allra sveitarfélaga á
Fljótsdalshéraði. í fyrstu var það
eingöngu nýtt sem félagsheimili
auk þess sem þar var venjuleg
greiðasala. Með tíð og tíma óx um-
fang starfseminnar, bíó og mötu-
neyti tóku til starfa og árið 1970
hófst þar hótelrekstur. I fyrstu var
gist í svefnskálum sem keyptir
voru frá Búrfelli og reistir gegnt
héraðsheimilinu. Svefnskálar þess-
ir voru síðan seldir til Sigöldu árið
1975 og þá var jafnframt hafin
bygging svefnálmu við Valaskjálf
— sem tekin var f notkun að hluta
árið 1979.
„í dag eru hér á hótelinu 13
herbergi með 21 gistirúmi —
þrjú eins manns herbergi og ell-
efu tveggja manna herbergi —
og enn eru átta herbergi óinn-
réttuð í hótelálmunni auk fund-
arsalar á jarðhæð," sagði Finnur
Bjarnason, hótelstjóri, þegar tíð-
indamaður Mbl. tók hann tali á
frídegi verslunarmanna.
„Auk þess rekum við sumar-
hótel í Menntaskólanum hér á
Egilsstöðum. Þar höfum við yfir
að ráða 45 tveggja manna her-
bergjum,“ hélt Finnur áfram.
— Og hvernig hefur svo nýt-
ingin verið á hótelrýminu?
„Góð, allt að 60—70% á árs-
grundvelli, sem verður að teljast
bærilegt, því að verulega dregur
úr nýtingu yfir vetrarmánuð-
ina.“
— Hvers konar fólk gistir á
Hótel Valaskjálf?
„Yfir háannatímann, sumar-
mánuðina, eru það fyrst og
fremst útlendingar, aðallega
Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og
Hpllendingar. Á veturna eru ís-
lendingar hins vegar í meiri-
hluta.“
— Er þá mikið um fyrir-
frambókanir?
„Já, það er mikið um fyrir-
frambókanir — en svona tilfall-
andi gestakoma er einnig mikil
einkum í tengslum við komu
Norröna til Seyðisfjarðar."
— Eru þetta kröfuharðir
gestir?
„Nei, alls ekki. Þetta er fólk
sem vill venjuleg þægindi, engan
lúxus. Útlendingarnir eru fyrst
og fremst komnir hingað til að
skoða og njóta íslenska náttúru-
undursins.“
— Heldurðu, Finnur, að Eg-
ilsstaðir eigi framtíð fyrir sér
sem ferðamannabær?
„Já, alveg tvímælalaust — ef
rétt er á málum haldið — og ég
er raunar sannfærður um það að
vaxtarbroddur atvinnulífsins
hér á Egilsstöðum liggur í ferða-
mannaiðnaðinum. Það má segja
að héraðið og nágrenni þess sé
eins konar útland í augum
Sunnlendinga, Vestlendinga og
jafnvel Vestfirðinga. Umhverfið
hér og náttúran öll er svo gjör-
ólík því sem þeir eiga að venjast.
Hér má einnig bjóða upp á
margs konar afþreyingu, s.s.
gönguferðir, útreiðartúra, veiði
og skíðaferðir á vetrum. En hins
vegar vill fólk sem t.d. fer í hinar
svonefndu helgarferðir geta
slappað af á kvöldin, hitt heima-
fólk og notið góðs matar með
ljúfum veigum. Það er því stað-
reynd hvort sem mönnum líkar
betur eða verr að við erum ekki
samkeppnisfærir nema hafa
vínveitingaleyfi."
— Hefurðu sótt um slíkt
leyfi?
„Já, ég sótti nýlega um vín-
veitingaleyfi — en sýslunefnd
mælti eingöngu með borðvíns-
veitingum — sem fullnægir eng-
an veginn kröfum gestanna. Það
þýðir ekkert að bjóða mönnum
rauðvín með steikinni — en
þurfa svo að neita þeim um koní-
Finnur Bjarnason, hótelstjóri.
ak með kaffinu á eftir. Það bara
gengur einfaldlega ekki. Nú
stendur fyrir dyrum að breyta
og færa til betri vegar allar inn-
réttingar í veitingasölum. Þar er
gert ráð fyrir bar og litlum
danssölum, diskótekum, sem síð-
an er hægt að stækka eftir þörf-
um. Þannig að vistlegt húsnæði
verður fyrir hendi innan tíðar —
en á meðan við fáum ekki vín-
veitingaleyfi veikir það sam-
keppnisaðstöðu okkar verulega
gagnvart öðrum stöðum. Ef við
hefðum hins vegar vínveitinga-
leyfi myndi það án efa hleypa
verulegu lífi í ferðamannaiðnað-
inn hér. Helgarferðir Sunnlend-
inga yrðu þá jafn tíðar hingað og
t.d. norður í land nú — og ráð-
stefnuhald yrði hér mun tíðara.
Þá er enginn að tala um það að
hafa hér opinn bar úti á götu né
opna svonefnda hádegisbari —
heldur að geta veitt þá þjónustu
sem sjálfsögð þykir á öllum
ferðamanna- og ráðstefnu-
stöðum sem vilja rísa undir
nafni. Heimamenn vilja líka
hafa slíka þjónustu — að geta
skroppið út að borða í góðu yfir-
læti við hátíðleg tækifæri."
— Eru Egilsstaðir að verða
eftirsóttur ráðstefnustaður?
„Já, og með bættri aðstöðu á
það eftir að aukast til muna. Á
næsta ári verða t.d. haldin hér
landsþing Lions og JC. Og í
framtíðinni þegar hér hefur ver-
ið byggður almennilegur flug-
völlur trúi ég að Austurland eigi
eftir að verða aðalmóttökustað-
ur túrista frá Evrópu. Hingað er
styst og því ódýrast hvort heldur
þeir koma með flugi eða Norröna
til Seyðisfjarðar. Þessir túristar
koma nefnilega til að sjá landið
— ekki til að kynnast næturlíf-
inu í Reykjavík."
— Er hörð samkeppni í ferða-
mannaiðnaði á Héraði?
„Já — ekki síður en í Reykja-
vík. Hér eru um 10—12 þjón-
ustuaðilar í ferðamannaiðnaði á
svæði sem hefur aðeins um 2500
íbúa. Að vísu eru margir þessara
aðila eingöngu með rekstur yfir
sumartimann. Sumir hverjir
hafa starfað lengi í ferðamanna-
iðnaðinum og búa yfir mikilli
reynslu. Hér á Egilsstöðum
hófst raunar ferðamannaþjón-
usta fyrir einum 70 árum — á
Egilsstaðabúinu — og þar er enn
rekið myndarlegt gistiheimili."
— Veistu, hversu margir
vinna að ferðamálum hér á Eg-
ilsstöðum?
„Nei — en nú í júní voru 66 á
launaskrá hér í Valaskjálf og yf-
ir vetrarmánuðina eru 20—25 á
launaskrá hér.“
— Og reksturinn gengur vel?
„Já, bærilega. Að vísu höfum
við fjárfest gífurlega að undan-
förnu vegna þeirrar uppbygg-
ingar sem hefur átt sér stað og
eigum því í ákveðnum erfiðleik-
um þess vegna — en það kemur
vonandi til með að skila sér fyrr
en seinna."
— Hvað kostar svo að gista í
Valaskjálf?
„Eins manns herbergi án baðs
kostar 800 kr. en með baði 1.000
kr. Tveggja manna herbergi með
baði kostar 1.250 kr. en 1000 kr.
án baðs. Þá bjóðum við upp á
svefnpokapláss yfir sumartím-
ann í kennslustofum í mennta-
skólanum og kostar nóttin þar
150 kr. með dýnu.“
Ólafur.
Mannlaus bifreið í ökuferð
í SÍÐUSTU viku henti það hér í Bol-
ungarvík að mannlaus bifreið rann
af stað, beygði i 90 gráður og stakk
sér inn í nærliggjandi bflskúr.
Ökumaður bifreiðarinnar hafði
stöðvað hana á götukantinum ofan
við raðhús staðarins en þar hefur
bæjarfógeti aðsetur, en þangað
átti ökumaðurinn erindi.
Er ökumaðurinn kom til baka
var bifreiðin horfin, enda komin
inn í bílskúr.
Það verður að teljast nokkuð
undarlegt að bíllinn skuli hitta
svona beint inn í bílskúrinn.
Bifreiðin skemmdist ekki mikið
en hurðin á bílskúrnum eyðilagð-
ist, enda var hún ekki opin.
Myndin er tekin frá því sjónarhorni þar sem bifreiðin stóð, og sést vel sú leið sem hún fór.
Og þarna stöðvaðist hún.