Morgunblaðið - 15.08.1984, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984
Hefur verið borgað of hátt
kaup í landinu í 15 ár?
— eftir Jón Ásgeir
Sigurðsson
Kjaraskerðingin á undanförn-
um misserum hefur verið svo gíf-
urleg, að hún verður eflaust aldrei
fullbætt. Á þessu ári leggja launa-
menn til um það bii 100.000 krónur
hver „til bjargar þjóðarbúinu".
Fullyrðingar þessar ætla ég að
sanna með dæmi um kollega minn
sem hefur starfað við blaða-
mennsku í þrjú ár og fær borguð
laun samkvæmt kjarasamningi
Blaðamannafélagsins. Rétt er að
taka strax fram að þótt Blaða-
mannafélagið eigi ekki aðild að
ASÍ, hafa síðustu kjarasamningar
blaðamanna verið spyrtir saman
við ASf/VSÍ-samningana. Þetta
dæmi getur því allt eins átt við
almenna þróun launa í landinu.
Kaupmáttur launa er reiknaður
út með því að deila framfærslu-
vísitölu í kauptaxtavísitölu.
óspennandi formúla, en það er öll-
um nauðsynlegt að kunna skil á
henni. Til þess að finna kaupmátt-
inn þarf sem sagt fyrst að reikna
út framfærsluvísitöluna og síðan
kauptaxtavísitöluna.
Framfærsluvísitalan
Sem betur fer þarf ekki að deila
um framfærsluvísitöluna, hún er
reiknuð út hjá Hagstofu íslands,
samkvæmt lögum frá 1967. Þessi
vísitala á einungis að sýna hlut-
fallslegar breytingar á útgjöldum
heimilanna miðað við óbreyttar
neysluvenjur. Fylgst er með verð-
breytingum á ákveðinni samsetn-
ingu af neysluvörum, en sú sam-
setning lýsir á engan hátt neyslu-
þorfum eða nauðsynlegum inn-
kaupum. Með öðrum orðum: vísi-
talan mælir aðeins þróun verðlags
á neysluvörum heimilanna, hún á
ekki að gefa til kynna eitthvert
nauðsynlegt neyslumynstur.
f sjálfu sér skiptir engu máli
hvenær vísitalan er sett á 100. í
janúar 1968 reiknaðist heildarverð
á þessari ákveðnu samsetningu af
neysluvörum 10.000 krónur og þá
var vísitalan sett á 100. Síðan hef-
ur vöruverð breyst með ýmsu
móti, sumar vörur og þjónusta
hækkað meira en aðrar. En heild-
artalan ræður því hver vísitalan
er — ef samanlagt verð á þessu
neysluvörumynstri, sem vísitalan
byggist á, reiknaðist 10.276 krón-
ur, jafngildir það framfærsluvisi-
tölunni 102,76 (eða 103).
Höfuðtilgangur framfærsluvísi-
tölunnar er að gefa til kynna þær
breytingar sem verða á verðlagi,
að auðvelda samanburð á milli ára
eða annarra tímaskeiða. Síðast
var hún sett á 100 árið 1980. Séu
upprunalegu 10.000 króna heildar-
útgjöldin færð upp til verðlagsins
að undanförnu, er hægt að reikna
ársmeðaltal þeirra fyrir hvert ár.
Framfærsluvísitalan frá 1968 er
þannig orðin að ársmeðaltali 2546
stig árið 1980, þegar hún er aftur
sett á 100 (sjá töflu I).
En til hvers eru ársmeðaltöl
brúkleg? Jú — í því skyni að
reikna út framfærsluvísitölu
hvers árs notar maður ársmeðal-
talið. Eins og áður segir var vísi-
talan sett á 100 árið 1980, en
gamla stigatalan var að meðaltali
2546 það árið. Næsta ár fór gamla
stigatalan í 3841, sem gefur
framfærsluvísitöluna 150,9
(3841/25,46). Árið 1982 var vísital-
an samkvæmt þessu 227,8 stig og
1983 var hún 419,8 stig.
Og þá vandast málið: árið 1984
er ekki liðið — er þá hægt að finna
úr framfærsluvísitöluna fyrir
1984? Viti menn — Það er hægt.
Framfærsluvísitalan fyrir júlí-
mánuð á hverju ári er næstum því
sama talan og ársmeðaltal sama
árs. Árið 1980 er meðaltalið 2546
stig, en í júlí er vísitalan 2526 stig.
Það er hreinlega hægt að taka
júlívísitöluna sem dæmigerða
fyrir árið!
Frá Hagstofunni hef ég þær
upplýsingar að júlívísitalan 1984
sé metin 13751 stig. Með því að
taka 13751 stig í júlí sem líklegt
ársmeðaltal 1984, er hægt með
nokkuð góðum líkum að spá því
hver verðlagsþróunin verður á
þessu ári:
Framfærsluvísitalan verður
540,1 stig fyrir árið 1984
(13751/25,46).
En hvað um kaupið?
Kauptaxtavísitalan
ar á 100 fyrir árið 1980. Blaðamað-
ur sem hefur verið í þrjú ár í
starfi fékk samkvæmt kjarasamn-
ingum 199.704 í árslaun fyrir 1983.
Hefði blaðamaðurinn átt
þriggja ára réttindi árið 1980, þá
hefðu árslaun hans verið 61.017
krónur. Ef við látum þau laun
jafngilda vísitölunni 100, hafði
taxtavísitalan hækkað í 327,3 árið
1983. Þessar kauphækkanir eru
ósköp svipaðar og hjá launafólki
innan ASI, verkamenn höfðu á ár-
inu 1983 taxtavísitöluna 337,4 en
verslunarmenn 317,4 (sjá töflu II).
Samkvæmt kjarasamningi
blaðamanna og útgefenda frá því í
mars síðastliðnum, verða árslaun
blaðamanns sem verið hefur 3 ár í
starfi 230.811 krónur árið 1984.
Það þýðir að taxtavísitalan fyrir
1984 verður 378,3 stig. (Raunar
hefur launaliðum samningsins nú
verið sagt upp miðað við 1. sept-
ember en það er önnur saga.)
Kaupmátturinn
Setjum sem svo að einhvern
tíma hafi kauptaxtar dugað ná-
kvæmlega til að framfleyta um-
ræddum blaðamanni. Þá hefði
verið hyggilegt að setja fram-
færsluvísitöluna á 100 og kaup-
taxtavísitöluna á 100. Hlutfallið
milli þessara tveggja stærða hefði
svo líka verið sett á 100 og kallað
kaupmáttur taxtavísitölu blaða-
manna. Svo hefðu menn reynt að
gera flest til að halda kaupmætt-
inum við 100 stig (eða fyrir ofan).
Ekki er til neitt sjálfgefið „eðli-
legt“ kaupmáttarstig af þessu
tagi, enda mennirnir margir og
neysluþarfirnar misjafnar. Kaup-
máttartalan hefur á hinn bóginn
Jón Ásgeir Sigurðsson
„AuðvitaÖ vilja allir aö
veröbólgan sé sem allra
minnst — en um leiö
hlýtur launafólk að gera
kröfur til þess aö kaup-
máttur launa hrapi ekki
niður úr öllu valdi.“
í fréttabréfi Kjararannsóknar-
nefndar hefur á undanförnum ár-
um birst tafla sem sýnir kaupmátt
kauptaxta. Þar er á einum stað
kaupmáttur kauptaxta „allra"
launþega dreginn saman í eina
kaupmáttartölu — og hér miða ég
við 100 stig árið 1980. Árin
1980—1982 hafa mjög svipaða
kaupmáttartölu: 100,0 — 98,8 —
98,3. Á þessum þrem árum drógust
launin lítið eitt aftur úr verðlags-
þróun.
Síðan kemur árið 1983. Blaða-
maðurinn áðurnefndi stóð þá
Við þurfum í raun og veru ekki mikilvæga þýðingu sem saman- frammi fyrir framfærsluvísitöl-
heldur að deila um vísitölur kaup- burðarhlutfall. Tölur um kaupmátt unni 419,8 og hefði þurft sömu
taxta. Krónutölurnar liggja fyrir í gefa til kynna hve skammt eða kauptaxtavísitölu (419,8) til að
samningum og að undanförnu langt kaupið dugir þetta árið, halda kaupmætti launa í 100 stig-
hafa kauptaxtavísitölur verið sett- samanborið við önnur ár. um. En taxtavísitalan var aðeins
Taflal 1980 1981 1982 1983 1984
Framfvísit. jan. 3243 4575 7488
Framfvísit. des. 4575 7255 12780
Ársmeðalt. ffvís. 2546 3841 5800 10688
Framfvís. í júlí 2526 3836 5628 11024 13751
Hækkun ársmt. ffvís. 100 150,9 227,8 419,8 (540,1)
Árslaun BÍ e. 3 ár 61.017 199.704 230.811
Taxtavísitala BÍ 100 327,3 378,3
Kaupmáttur árslauna (taxtavís./ffvís.) 100 77,96 (70,04)
Tafla II Önnur laun: 1980 1981 1982 1983
Verkam.: taxtavís. 100 152,3 227,5 337,4
kaupm. 100 100,9 99,8 80,5
Verslm. taxtavís. 100 145,9 214,9 317,4
kaupm. 100 96,7 94,4 75,8
327,3 — það árið hrapaði kaup-
mátturinn (327,3/419,8) niður í
77,96 stig. Hlutfallslega dugðu
launin nú aðeins fyrir 7,8 lítrum
af mjólk í stað 10 lítra 1980—1982,
7,8 brauðum í stað 10, og svo fram-
vegis.
Horfurnar 1984
Á undanförnum 15 árum hefur
kaupmátturinn aldrei hrapað
neitt í líkingu við síðastliðið ár.
Lægst komst hann árið 1976 þegar
hann var 86,19 stig (miðað við að
1980 sé sett á 100) — snöggtum
skárra en 77,% stig árið 1983. En
hverjar eru horfur í ár?
Það er einfalt reikningsdæmi.
Eins og áður segir stefnir fram-
færsluvísitalan í 540,1 stig á þessu
ári, en samkvæmt samningi blaða-
manna átti taxtavísitalan að
verða 378,3 stig. Kaupmátturinn
yrði samkvæmt þessum tölum
70,04 stig árið 1984. Kjörin skerð-
ast mikið meira á þessu ári en því
síðasta, það má nefnilega ekki
gleyma því að við miðum við að
kaupmátturinn haldist sem næst
100.
Við getum líka nefnt krónutöl-
ur: Blaðamaðurinn sem hefur ver-
ið 3 ár í starfi fengi samkvæmt
samningum 230.811 krónur í árs-
laun 1984. Ef kaupmátturinn hefði
hins vegar haldist í 100 stigum
1984, og kauptaxtinn staðið jafn-
fætis verðlagsþróuninni, væru
árslaunin 329.530 krónur. Mismun-
urinn er nær því 100.000 krónur —
framlag launamannsins til að
„rétta af þjóðarbúið"!
HvaÖ skal til
bragös taka?
Verðlagsþróunin hefur farið
langt fram úr launahækkunum og
allt útlit fyrir að af þeim sökum
verði kaupmáttur 1984 með allra
versta móti um áratugabil. Auð-
vitað vilja allir að verðbólgan sé
sem allra minnst — en um leið
hlýtur launafólk að gera kröfur til
þess að kaupmáttur launa hrapi
ekki niður úr öllu valdi. Við viljum
sem minnsta verðbólgu og sem
stöðugastan kaupmátt launa.
Árið 1974 var kaupmáttur með
allra besta móti á síðastliðnum 15
árum. Á tímabilinu 1977—1982
var kaupmátturinn talsvert lægri
og að jafnaði mjög nálægt þeim
100 stigum, sem vísitölur voru
settar árið 1980. Ég tel að stefna
eigi að stöðugum kaupmætti launa
og stefna að því að ná meðaltali
þessa áðurnefnda árabils. Það get-
ur ekki verið að launafólk í land-
inu hafi fengið of hátt kaup und-
anfarin 15 ár!
Að síðustu vil ég geta þess, að
blaðamaðurinn títtnefndi — sem
og allir aðrir launamenn — þyrfti
að fá 30 prósent kauphækkun 1.
september til þess að halda ein-
ungis sama kaupmætti launa og ár-
ið 1983, um það bil 78 stigum.
Jón Ásgeir Sigurðsson er blaða-
maður hjá Vikunni.
Fjölbreytt
Hljóm
Finnbogi Marinósson
Frá því að The Jam hætti og
Paul Weller tilkynnti stofnun
The Style Council hefur verið
beðið eftir fyrstu breiðskífu
þeirra með mikilli eftirvænt-
ingu. Ástæðan er líklega sú að
þau lög sem komið hafa út með
hljómsveitinni hafa verið tölu-
vert öðruvísi en það sem The
Jam gerði: bæði hefur jazzinn
verið meira ríkjandi í lögunum
og svo hefur þetta verið á vissan
hátt mun betra efni en það sem
Jam gerði. Jam spilaði tónlist
sem gerð hafði verið góð skil tíu
árum áður. Samt gerði hún sitt
mun betur en allir aðrir sem
reyndu það sama á svipuðum
tíma. The Style Council er hins-
vegar að gera hluti sem sumir
hverjir hafa verið gerðir áður en
í öðru samhengi. Til að mynda
hefur það ekki verið venja að
sama hljómsveitin gefi út stóra
plötu þar sem eitt lagið er í big
band-stíl og annað stórgott rap.
En eftir nokkra bið kom loks-
ins fyrsta breiðskífa Style
Council og heitir hún „Café
Bleu“. Platan olli nokkrum
vonbrigðum hjá sumum. Ein-
hver sagði að Paul Weller ætti
ekki að vera að reyna að gera
hluti sem hann réði ekki við.
Átti maðurinn við að hann gæti
ekki spilað jazz. En hver skal
hafa sína skoðun. Platan er kom-
in út og er hún vægast sagt fjöl-
breytt.
„Mick’s Blessing" opnar hlið
eitt. Mick Talbot fer á kostum í
léttri píanósveiflu. Með honum
eru bara hrista og bassi og kem-
ur þetta öllum léttgeggjurum til
að brosa. Nokkur lög á plötunni
eru bara spiluð á gítar og sungin.
Eitt þeirra er „My Ship Came
In!“. Gott, rólegt lag og fer Paul
Weller á kostum í söngnum.
„Blue Café“ kemur næst. Léttur
instrumental-jazz þar sem unun
er að hlusta á frábæran hljóð-
færaleik og útsetningu. Næsta
lag sem rennur í gegn er ekki
merkt á umslag plötunnar. Er
hér um að ræða aukalag og á
amerísku útgáfu plötunnar kem-
ur það í staðinn fyrir annað lag.
Lagið er rólegt, notast er við
strengi og verður það mjög svíf-
andi. „The Paris Match“ er á
smáskífu auk þess sem það er á
„Introducing", safnplötunni sem
kom út með lögum af fyrstu
smáskífum þeirra. Þar er lagið í
frábærri útsetningu. Paul Well-
er syngur það sjálfur en hér
syngur söngkona textann auk
þess sem það er miklu rólegra.
Gott, en hin útsetningin er betri.
Smáskífan sem kom út á undan
þessari plötu heitir „My Ever
Changing Moods". Á smáskíf-
unni er lagið hratt danslag með
öllu, þ.e.a.s. öll hljómsveitin leik-
ur undir og notast er við blást-
urshljóðfæri. Á þessari plötu er
lagið rólegt og aðeins notast við
píanó í undirleiknum. Ein skær-
asta perla þessarar plötu. Síð-
asta lagið á þessari hlið er
„Dropping Bombs on the White-
house". Aftur fer Talbot á kost-
um við píanóið en lagið er í anda
gömlu big band-laganna. Frá-
bært.
Fyrstu tvö lögin á hlið tvö eru
allt öðruvísi en það sem á undan
er gengið. „A Gospel" er rap og
„Strength of Your Nature" er
danslag i anda nýbylgjunnar í
dag. Hvorttveggja gott. Hljóm-
gæði plötunnar eru góð og mæli
ég með að þessi tvö séu spiluð
hátt. „You’re The Best Thing" er
besta lag plötunnar. Rólegt, fal-
legt og fer Paul Weller á kostum
í gitarleik sínum og söng. Sam-
spilið þar á milli er stórkostlegt
og miðast gæði annarra rólegra
laga í framtíðinni við þetta lag.
„Here One That Got Away“ og
„Headstart for Happiness" eru
bæði ákaflega hlutlaus í heild-
armynd plötunnar. Bæði lögin
dæmigerð Style-lög en hafa
samt sína sérstöðu. í því fyrr-
nefnda er notuð fiðla og minnir
lagið svolítið á Dexy’s Midnight
Runners. Það seinna er á einni
smáskífunni og kemur vel út í
nýrri útsetningu. Plötunni er
síðan lokað með „Council Meet-
in’“. Gamla góða Hammond-
orgelið í fullu gildi og komi þetta
lag fólki ekki í gott skap, er
eitthvað að.
Þegar síðan á heildina er litið
kemur platan frábærlega út. Til
að byrja með virkaði hún sund-
urlaus en við nánari hlustun
reynist svo ekki vera. „Café
Bleu“ er frábær hljómplata sem
býður upp á allt sem hægt er að
óska sér. Góð lög, góðar útsetn-
ingar, góðan hljóðfæraleik, fjöl-
breytt lög og síðast en ekki síst
frábær hljómgæði.
P.s. Með plötunni fylgir lítil
vönduð bók sem geymir texta og
aðrar nytsamar upplýsingar.