Morgunblaðið - 15.08.1984, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.08.1984, Qupperneq 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 Minning: Einar Sigurðs- son fv. skipstjóri Fæddur 19. nóvember 1902 Dáinn 7. ágúst 1984 Einar Sigurðsson er genginn á feðranna fund eins og fleiri góðir sjómenn, sem minnst hefur verið á í þessum dálkum síðsumars. Þeir sóttu þann gula á Halamið þegar þeir voru upp á sitt besta og eitt er víst að þá var sá guli bústinn og feitur. Það var í þá daga er sólþurrkað- ur þorskur af Halanum var sendur til Spánar sem hvert annað lost- æti. Eitthvað annað en hortittirn- ir sem þeir nú veiða fyrir vestan og stauta í frystimaskínum. Það var harður skóli, sjó- mennskan fyrir og eftir seinni heimsstyrjöldina sem meitlaði og kenndi Haladrengjunum vinnu- brögðin. Vökur þeirra og vinnu- semi færðu góðan fisk í höfn, þurfandi soltnum og stríðsþjáðum Evrópuþjóðum. Þeir færðu Islend- ingum mikinn efnahagslegan auð, meiri en áður hafði þekkst hér á landi og gjörbreyttum landshátt- um. ekki í tísku i hagfræðinni eða orðabók stjórnmálamanna, og víst er að ekki dró það úr eljusemi og dugnaði Einars þótt fiskverð væri lágt. Síðar er Einar tók að stunda landvinnu kynntist ég enn betur hinum góðu hliðum Einars. Glettni og hjálpsemi voru honum í blóð borin og aldrei lét hann eftir liggja með góðar ábendingar og broslegar hliðar á tilverunni ef við átti. Hin síðari ár stundaði hann eins og margir góðir sjómenn verksmiðjustörf. Aðallega hjá Áburðarverksmiðjunni og síðar hlutastörf hjá Landvélum hf., þá oft heilsuveill. En starfsemin var honum jafn eiginleg og andar- drátturinn og hvar sem hann starfaði átti hann til að bæta fé~ lagsandann með gáska og ein- lægni. Síðast er ég átti tal við Einar var hann sem fyrr viðræðugóður og fór ég með honum í huganum inn til fjalla og ættingja sem hann sýndi mikla frændsemi alla tíð. Með Einari er kvaddur alda- mótamaður er gengur í gegnum mestu umbrotatíma á Islandi. Einar er innan við ársgamall þeg- ar hann flyst með foreldrum sín- um og systkinum frá Blikastöðum í Mosfellssveit að Mávahlíð í Fróð- árhreppi á Snæfellsnesi. Móðir hans var Steinvör Einarsdóttir, faðir Einars var Sigurður Ingi- mundarson og áttu þau 9 börn. Þegar Einar er 15 ára byrjar hann að sækja sjóinn. Gengur hann þá snemma dags frá Máva- hlíð til Brimilsvalla um 5 km leið til að róa með 3—7 öðrum mönnum. Var hann klæddur sauðskinnsbrók og í stakk úr kálfskinni er Sigurður faðir hans hafði saumað. A fótunum hafði hann ullarsokka og sauðskinnsskó. En á baki bar hann lóð sína, er beitt hafði verið daginn áður. Þeg- ar árabáturinn leggur að landi síðdegis er yngri bróðir hans, Har- aldur, gjarnan kominn með hest til að létta honum heimferðina með soðninguna. Var fiskur ætíð nægur í Mávahlíð en brauðmat vantaði því frekar. Síðar liggur leið Einars á línuskipin og um 1926 á togara, þar sem unnið var í 18 tíma og sofið í 6. Sé þessi frá- sögn, er Guðrún systir Einars sagði mér, borin saman við daginn í dag, má sjá að enn er sama skylduræknin fyrir vestan við að koma afla í höfn og vinnslu. Oft er vinnudagurinn langur, en ólíkt betri klæðnaður, viðurværi og hí- býli. Ástríkri eiginkonu Einars, Margréti Pétursdóttur, dóttur þeirra, Steinvöru, og stjúpsyni, Ósvaldi, ásamt barnabörnum votta ég dýpstu samúð mína á-s skilnaðarstundu og kveð þennan góða dreng. Sigurður Antonsson Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarþel vlö andlát og útför eiginkonu mínnar og móöur okkar, SOLVEIGAR KOLBEINSDÓTTUR, Bollagöröum 9. Innilegar þakkir til lækna og starfsfólks Landakotsspítala. Hafþór Guömundsaon, Anna B. Hafþórsdóttír, Kristín R. Hafþórsdóttir, Siguröur K. Hafþórsson. Einungis úrvalsmenn völdust í krefjandi störf, eins og togara- sjómennskan hefur löngum verið. Ekki síst á þeim tíma er Einar er í blóma lifsins og hefur sjó- mennskustörf á togurum löngu fyrir stríð. Þá voru engin skráð vökulög eins og svo oft áður og hver og einn varð að standa á dekki svo lengi sem þurfa þótti. 1 þessum farvegi sækir Einar fast sjóinn fyrir stríð og öll stríðs- árin á togurum frá Reykjavík. Fyrst sem háseti og síðar sem stýrimaður og skipstjóri á Siglu- fjarðartogurunum Hafliða og Ell- iða. Minningar mínar sem strák- hnokka frá þessum tíma um Einar og sjósókn hans eru allar umvafð- ar birtu um góðan sjómann, hjálp- semi hans og vaskleika. Það var reyndar ekki fyrr en mörgum ár- um síðar að ég kynntist þessari veröld togarasjómannsins sem tekur djarflega á við náttúruöflin. Að geta ekki sofið vegna leka yfir koju, fyrir veltingi og veður- ofsa á miðju Grænlandshafi. Að verða að skorða sig milli stóla og borðfóta á hörðu gólfi í matsal togarans á heimleið úr fengsælum saltfisktúr er meðal annars hlutskipti togarasjómanns á með- an landkrabbar sofa í dúnmjúkum rúmum sínum. Ekki er ég í nokkrum vafa um að frásagnir Einars frænda af sjónum og hressileiki hans urðu þess valdandi að ég gerðist sjó- maður þegar ég hafði aldur til. Ævintýraljóminn í kringum sjó- inn og sjósókn er sem betur fer nægilega mikill til að hvetja unga og óreynda til að tefla við Ægi og takast á við hættur en um leið njóta ægifegurðar hafsins. Eftir stríðsárin skipaðist veður í lofti í togaraútgerð og sú auðlegð sem hún færði að landi verður meðal annars til að draga hana niður á óæðra þrep „tapreksturs”. Með tilkomu fleiri fiskiskipa dreifðist úrval afbragðs togara- sjómanna og afvötnun á sér stað á ytri höfninni áður en togarar leggja í túr. Það er á þessum árum að mér er sögð sú saga sem sjómanni að Ein- ar væri röskur stjórnandi sem skipstjóri og hafi átt það til að gefa þeim til kynna á sjómanna- vísu er ekki stóðu sig í sínu starfi. Einar var farsæll skipstjóri og átti því láni að fagna að geta bjargað öðrum á neyðarstundu. Er ekki að undra að þeim manni er elst upp við harðan skóla sjó- mannsins misbjóði að sjá þá niðurlægingu er togararekstur bjó við á eftirstríðsárunum, jafnvel þótt skipin kæmu túr eftir túr að landi með ágætan fisk Isaðan eða saltan. „Vitlaust gengi“ var þá Sæmundur Eiríks- son — Kveðjuorð Fæddur 16. ágúst 1893 Dáinn 29. júlí 1984 Sæmundur Eiríksson fæddist að Hraunbæ í Álftveri 16. ágúst 1893. Fluttist hann 6 ára að aldri með foreldrum sínum Eiríki Runólfs- syni og Sigríði Sæmundsdóttur og þrem yngri systkinum að Berghyl í Hrunamannahreppi. Hann ólst upp við hin venjulegu sveitastörf eins og þau tíðkuðust um aldamót- in. Þeir bræður Sæmundur og Runólfur tóku við búi föður sins að honum látnum árið 1935. Sæ- mundur var þá fyrst og fremst sveitamaður, sprottinn úr slíkum jarðvegi. Búskapur, einkum sauðfjárrækt, var hans hugðar- efni, þó ekki yrði það hans ævi- starf. Árið 1946 verða þáttaskil í lífi hans. Hann bregður búi og flytur til Reykjavíkur og hóf þar störf sem birgðavörður á Hótel Borg. Var það starf í góðum höndum því prúðmennska og heiðarleiki voru aðalsmerki hans. — Ekki voru vinnustundirnar taldar og þessi störf veittu honum einnig lífs- gleði. Hann var félagsvera og átti auðvelt með að blanda geði við fólk, sérstæður og heill persónu- Ieiki, sem maður gleymir ekki. Honum fylgdi hressandi andblær, minnugur var hann og fróður, hreinskilinn og hispurslaus og sagði umbúðalaust skoðanir sínar, hver sem í hlut átti, án þess þó að vera beinskeyttur, enda sjálfur slíkur geðprýðismaður að aldrei sást hann skipta skapi. Slíku fólki er gott að kynnast. Sæmundur kvæntist ekki né eignaðist börn. — En mörgu ungmenninu trúi ég hann hafi verið hollráður. Starfsdagur Sæmundar var orð- inn langur, eða uns hann var orð- inn 87 ára gamall. — Tryggð hans við fyrrverandi vinnufélaga sýndi hann okkur með heimsóknum af og til. óneitanlega verður tilveran snauðari að njóta ekki framar hans hlýja handtaks. Aftur fer hann heim í sveitina sína fögru, að Hruna, þar sem hinsta hvíla hans er. Eg bið hon- um blessunar Guðs og þakka sam- fylgdina. Sigríður Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.