Morgunblaðið - 15.08.1984, Page 43

Morgunblaðið - 15.08.1984, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 15. ÁGÚST1984 43 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ólæti í kvikmyndahúsum Logi skrifar: Velvakandi góöur! Fátt er það sem veitir mér meiri ánægju en að bregða mér í kvik- myndahús og sjá góða mynd. Því miður er þó einn galli á gjöf Njarðar, því sjaldnast fæ ég notið myndarinnar til fulls og liggja til þess tvær megin ástæður. Lengi hefur brunnið á vörum mér sú spurning, hvernig standi á því að ölvuðu fólki er hleypt inn á kvikmyndasýningar, með þeim af- leiðingum að vart er flóafriður á meðan á sýningunni stendur? Ölv- að fólk er skiljanlega ekki í ástandi til að sitja og þegja í tvær klukkustundir og lætur því móðan mása, öllum til mikillar armæðu. Um daginn varð ég einu sinni sem oftar fyrir því að sitja fyrir framan drukkið fólk á sýningu í einu af kvikmyndahúsum borgar- innar. Fólkið var afar kátt og fór enginn í grafgötur með það. Það var sífellt að ónáða nærstadda með ótímabærum aulabröndurum og athugasemdum, og var mér orðið ansi gramt í geði. Sakir þess eins að myndin var á háspennu- punkti og ekkert starfslið var sjá- anlegt lét ég mér þetta lynda, eins og ég og svo margir fleiri höfum reyndar gert æði lengi. Líklegast er ég of ragur til að þora að kvarta undan slíku fólki og sama virðist vera að segja um marga. Þvi greip ég til þess ráðs að hella úr skálum reiði minnar í dálkum Velvak- anda. Nú kunna vafalaust margir að segja við sjálfan sig að miðasölu- fólk kvikmyndahúsanna hafi í öðru að snúast en að kanna líkam- legt og andlegt ástand hvers kvik- myndahússgests áður en hann fær afgreiðslu. Því er til að svara að það fólk, sem ég hef hingað til séð ölvað í kvikmyndahúsum, hefur verið það á mjög áberandi hátt. Held ég að það geti vart farið framhjá mönnum þegar fólk slag- ar inn salinn með sköllum og lát- um auk þess sem áfengisiyktin kemur upp um viðkomandi á auga- bragði, sé þefskyn nærstaddra í sæmilegu lagi. Nú skora ég á forráðamenn kvikmyndahúsa borgarinnar að taka þetta mál til athugunar, svo að áhugasamir kvikmyndahúsa- gestir fái notið kvikmyndanna til fulls í ró og næði. Með vinsemd. Vegamál í miklum ólestri Magnea skrifar: Velvakandi kær! f annað skiptið á skömmum tíma finn ég mig knúna til að geysast fram ritvöllinn og það af miður skemmtilegum ástæðum. Sífellt er verið að kvarta undan slæmu ástandi hinna ýmsu mal- arvega landsins og því oftast til svarað af forráðamönnum vega- gerðarinnar að horfa þurfi í hvern eyri þegar fé er úthlutað til vega- og gatnamála, eins og gera þarf með svo margt annað. Er það vel. Einn vegur hér í borginni er þó að margra mati til háborinnar skammar, svo ekki sé meira sagt. Sá vegur liggur úr efra Breiðholti yfir Vatnsendahæð, hjá Elliða- vatni og yfir í Víðidal. Menn halda máski að sá vegur sé úr alfaraleið, en því er öfugt farið. Um þennan veg er sífelld bílaumferð, því hann nota allir sem eru með hesta í Víðidal og eins þeir, sem eiga hús við Elliðavatn. Ég telst í hópi þeirra beggja og fer daglega um veginn til að sinna hestum og slappa af í sumarbústaðnum mín- um. Ætla mætti að þeir sem með vegamál á svæðinu hafa að gera, haldi að hestamenn ferðist um bæinn á hestum sinum, því vegur- inn lítur ekki út fyrir að vera ætl- aður fyrir ökutæki. Ég, sem og ótal margir aðrir, er orðin langþreytt á því að hökta í holum og hryggjum á þessum af- dalavegi, og bíllinn minn, sem að vísu er enginn „lystikerra", er að hruni kominn. Gefið nú hestamönnum í Víði- dal og sumarbústaðaeigendum við Elliðavatn grið og betrumbætið umræddan veg. Þessir hringdu . . Villandi frásögn 7166—0028 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Fyrir hönd fyrrverandi eig- enda jarðarinnar Grænumýrar- tungu langar mig til að koma hér með athugasemd vegna blaðaskrifa um jörðina. Mjög villandi og röng frásögn um sölu á jörðinni Grænumýr- artungu birtist í Helgarpóstin- um þann 9. ágúst sl. Þar segir að kaupendur að jörðinni séu Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra og bróðir hans, Þórður Hermannsson. Þetta er rangt, það er hvorugur þeirra." Ávallt opið á sumrin Selma Jónsdóttir, forstöðumað- ur Listasafns íslands, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „í Morgunblaðinu sunnudag- inn 12. ágúst sl. kvartar kona að nafni Kristín Gestsdóttir yfir því, að laugardag 4. ágúst sl. hafi hún komið að luktum dyrum í Listasafni Íslands og segir sér hafa verið tjáð að „Listasafnið væri í sumarleyfi“. Listasafni Islands hefur aldrei verið lokað vegna sumarleyfa, og er að jafnaði opið daglega alla sumarmánuðina, frá miðjum maí til miðs september. Hins vegar stóð svo á þennan um- rædda dag að verið var að setja upp eina af afmælissýningum safnsins, á verkum fimm danskra listamanna, sem nú stendur þar yfir. Virðist líklegast að Kristín hafi eitthvað misskilið „stúlk- urnar í fordyrinu", sem bornar eru fyrir hinni röngu skýringu á lokuninni, því að þær hlutu að vita hina raunverulegu ástæðu. Með þökk fyrir birtinguna." Gáleysislegur akstur bflstjóra strætisvagna 1031—7738 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Fyrir nokkrum árum var ákveðið að auka rétt strætis- vagna borgarinnar í umferðinni og í því skyni límd græn og rauð merki aftan á vagnana sem und- irstrika það að strætisvagnar eiga alltaf réttinn þegar þeir ætla að aka inn á götur úr bið- stöðvum sínum. Allt er þetta gott og blessað og allt gert með öryggi í umferðinni í huga. Þó er eitt sem ekki fellur mönnum eins vel í geð í þessu sambandi. Það er að allmargir bílstjórar strætisvagnanna eru svo sannfærðir um rétt sinn í umferðinni að oft á tíðum hirða þeir ekkert um að gefa stefnuljós heldur æða beint út á götu. Þau eru ófá skiptin sem nærri hafa hlotist slys af þessum völdum og virðist manni þó sem að bílstjór- ar gefi þessu aldrei gaum. Auðvitað eiga þeir réttinn, það vita allir og eiga að virða. Það þýðir samt sem áður ekki, að bfl- stjórar strætisvagnanna geti ætt út á götu án þess svo mikið sem að líta til hægri eða vinstri. Varla er þessi réttur strætis- vagnanna í umferðinni svo mik- ilvægur, að þörf sé á því að stofna lífi fólks í hættu, til að framfylgja honum. Hver er höfundurinn? Margrét Árnadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Mig langar svo til að vita nánari deili á kvæðabálki einum, sem ég hef fyrsta erindið af, og eins fýsir mig að vita hver höf- undurinn er. Ég læt fyrsta erindið fylgja í von um að einhver geti liðsinnt mér: Þér kærar sendi kveðjur þú kvaddir ekki mig, þó kveðjan þín sé lítils virði út af fyrir sig. Bflstjórar strætisvagna mættu að mati bréfritara, sýna öðrum öku mönnum í umferðinni meiri tillitssemi. Til leigu í Vesturbænum Stór og falleg íbúö á efri hæó í tvíbýlishúsi + bíl- skúr, á besta staö í Vesturbænum til leigu. íbúöin er tvær samliggjandi stofur, hol, bókaher- bergi og gott eldhús, 2 svefnherbergi, baö og snyrtiherbergi. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „A — 2701“ fyrir 20. ágúst. ÚTSALA ÚTSALA mikil verðiækkun Elízubúöin, Skipholti 5. QUEEN hljómleikar í London Feröaskrifstofan Ævintýraferöir býöur sex daga ferð til London þann 3. september fyrir kr. 14.380. Innifaliö er: Flug, gisting, rútuferöir, miöi á hljóm- leika Queen á Wembley og ísl. fararstjórn. Missiö ekki af þessu einstaka tækifæri. Uppl. í síma 12720. Nokkur sæti laus. .„.„riSgSar,'.,,. Bladburdarfólk óskast! h !• i if-t.'""5 lÍLti Austurbær Kópavogur Bollagata Sunnubraut Sjafnargata Þinghólsbraut Bergstaöastræti Vesturbær Tjarnargata 39 —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.