Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 55 Mozartfest í Rasidenz. Hétíöleikinn er mikili og glæsileiki hallar og garða hennar er afar viöeigandi oakgrunnur þegar tónlist Mozart er leikin af heimsfrægum tónlistarmðnnum. „Höll allra halla“ og fleiri gimsteinar HOFUÐSTOLT WORZBURGAR Ferðamál Agnes Bragadóttir WUrzburg — ævaforn, stórfögur borg á bökkum Main, um 140 kílómetra suóaustur af Frankfurt, er raunverulegur upphafs- punktur feróaleióarinnar sem Þjóöverjar segja elstu feróamannaleiö sína og eina þá fallegustu. Die Romantische Strasse, (Rómantíska leiöin), en hún nær frá WUrzburg suöur til FUssen, samtals um 350 kílómetra löng leiö. Þaö er erfitt fyrir feröamanninn í dag aö gera sér í hugarlund aö Wurzburg skuli hafa mátt þola þau örlög rótt fyrir stríðslok 16. mars 1945, aö Bandamenn ákváóu aó gjöreyóa henni, hvaó þeim tókst aó miklu leyti. Upp- byggingin eftir stríó hefur veriö stórkostleg og allur þorri bygginga hefur veriö endurbyggður í sínum upprunalega stíl. Meira aö segja borgarbúar sjálfir Vínsmökkun í BUrgerspital-Weinstuben. voru vantrúaöir á þaó eftir stríö aö nokkurn tíma yröi WUrzburg endurreist, en ööru máli gegndi meö borgarráö borgarinnar, sem var staöráöiö í því aö WUrzburg skyldi rísa á nýj- an leik, í sinni gömlu mynd, hvaö reyndar varö, og þaó á ótrúlega skömm- um tíma. i WiirzDurg bua um 130 búsund ibuar en eins og hægt er aö segja : um svo margar pyskar. gamlar borgir, þa er Wúrzburg einn þéttur byggöarkjarni, en ekki á víö og dreif um hálft héraöiö. Líklega er Morgunblaölö/Agnes Vínkjallari Juliusspital ar gríöarlega stór í sniðum. flatarmál hennar um þriöjungur af flatarmáli Reykjavíkur, ef þaö nær því þá. Byggingarsögulegir gim- steinar eru margir í Wúrzburg, og þar ber hæst byggingu þá sem oft hefur veriö nefnd „Höll allra halla“ — (Das Schloss der Schlösser), en höllin sú heitir einfaldlega Die Residenz. Hún er talin einn fegursti minnisvaröi barroktímabilsins, ekki einungis í Þýskalandi, heldur í allri Evrópu. Byggingarmeistarinn var barrokkmeistarinn Balthasar Neumann. Skreytingar hallarinnar, hvort sem um loftmálverk eftir Ti- epolo eöa Zick er aö ræöa, skurömyndir Bossi, styttur eða veggskreytingar er aö ræöa, eru svo frábærlega geröar aö þaö er meö ólíkindum aö allur þessi glæsileiki sé samankominn á ein- um staö. Það voru biskupar furstadæm- isins sem snemma á 18. öld stóöu fyrir því aö höllin var byggö. Var hafist handa 1719 og byggingunni ekki lokiö fyrr en 1744. Varö höllin eftir þaö aösetur biskupanna, en Wúrzburg var þá, eins og nú, miöstöö trúarlegs lífs héraösins, Þýskalandi aö menningarhátíöir af svona miklum gæöum gætum bor- iö sig. Vínsmökkunarhátíöir eru einnig mjög vinsælar í Wúrzburg, sem er miðstöö mainfrenkísku vínfram- leiöslunnar. Það er svolítiö sér- stakt viö frenísku vínin, aö þau eru í öðruvísi flöskum en vín frá öðrum vínhéruöum, svo sem úr Moseldal og Rínardal. Flöskurnar eru kúlu- laga og nefnast Bocksbeutel. Söguleg hefö ræöur því aö flösk- urnar eru svona í laginu, en 1728, þegar fyrsta svona flaskan var not- uö í Franken, þá var ákveöiö af vínframleiöslustjórnendum, aö aö- eins ákveönum gæöavinum úr Franken mætti tappa á svona flöskur. Víöa í Wúrzburg eru sérstakar vínstofur, þar sem menn geta not- iö vína héraösins og fengiö frá- bærar máltíðir um leið. Ég nefni hér staöi eins „Weinhaus zum StacheU í daglegu tali aöeins nefnt Stachel, „Juliusspitar, þar sem þjónusta og matur eru til hreinnar fyrirmyndar, og „Búrgerspital — Weinstuben". Stachel, ein hinna vingjarnlegu vínatofa, þar aem bæði matur og vín er fyrsta flokk*. Wúrzburg hefur veriö oiskupaset- ur siöan áriö 742. Meirihluti íbú- anna er kaþólskur, eða rúm 70%, en 25% eru mótmælendatrúar. Mikiö er um alls kyns hátíöir og uppákomur yfir sumartímann hjá Wúrzburgarbúum og gestum þeirra. Hæst ber þar Mozartfest, sem haldin er árlega í júnímánuöi og fer hún fram t Die Residenz, bæöi í Keisarasalnum og í göröum hallarinnar. Er þaö víst einstök upplifun aö vera viöstaddur Moz- artfest í Wúrzburg, enda er hátíöin geysilega vinsæl, og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk hjá feröamálastjóra borgarinnar. pá er iöulega fullbókaö á hátíöina mörgum mánuöum áöur en hún hefst. Hann sagöi mér jafntramt aö þetta væri avallt dæmi sem gengi vel upp hjá skipuleggjendum há- tíöarinnar. oví hátíöin kostaöi um eina milljón marka og tekjur væru ávallt rétt fyrir ofan Kostnaöartöl- una. Hann sagöi borgarbua stolta af því aö geta haldiö svona stór- kostlega tónlistarhátíö, meö heimsfrægum musíköntum ár eftir ár, og geta grætt á því, en hann sagöi þaö síöur en svo algengt í Wúrzburg státar af háskóla, sem er viöurkenndur um heim al- lan. Háskólinn heitir Julius-Maxim- illians-Universitát, og var hann stofnaöur 1582. Um 13000 stúd- entar eru viö nám í skólanum, sem státar af því aö hafa uppfrætt 5 Nóbelsverölaunahafa í gegnum tíöina. Frægastur er skólinn samt sem áöur fyrir þaö, aö Röntgen uppgötvaöi Röntgengeislann sinn þar áriö 1895. Nú, ekki má láta hjá líöa aö upplýsa lesendur Morgunblaösins um aö þaö er í Wúrzburg sem hin nýja og fullkomna prentvél Morg- unblaösins er framleidd. Þar eru framleiddar fullkomnustu prent- vélar sem þekkjast, í Kloster Ober- zell bei Wúrzburg, af Koenig und Bauer. en þeir stofnuöu fyrirtækiö í upphafi 19. aldarinnar og 1810 framleiddu þeir fyrstu prentvélina. Hvaö sem því líöur — beir sem á annað borö eiga leiö um Wúrz- burg geta án efa fundiö sitthvaö skemmtilegt viö sitt hæfi, hvort sem um lengri eöa skemmri dvöl er aö ræöa. Hér hefur aöeins ör- fárra möguleika veriö getiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.