Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 57 + Elizabeth Taylor kom um síðustu helgi til fæðingarbæjar Richard heitins Burtons, Pontrhydyfen í Wales, og heimsðtti þá systkini hans sem eru 12 talsins. Hér er hún með sjö þeirra, þremur systrum og fjórum bræðrum, og eins og sjá má leynir ættarmótið sér ekki. fclk í fréttum Dustin bíður eftir fimmta barninu + „Okkur Lísu langar í annan son,“ segir leikarinn Dustin Hoffman, sem brátt verður faðir í fímmta sinn. Með konu sinni Lísu á hann tvö börn, soninn Jake, sem er þriggja ára, og ársgamla dóttur, Rebeccu, og tvö börn með Kate, fyrri konu sinni, Jennu, 13 ára, og Karinu, 17 ára. Dustin Hoffman er mikill barnakarl og reynir að vera sem mest með börnunum, matar þau, hefur bleyjuskipti á þeim og telur það ekki eftir sér að vakna til þeirra á nóttunni. Hann vill líka eignast enn fleiri bðrn og þarf ekki að hafa áhyggjur af ómegðinni. Dustin er nú sá leikari í Bandaríkjunum, sem hefur hvað hæst laun og getur valið úr bestu hlutverkunum. Dustin Hoff- man ásamt Lísu, konu sinni. Mörgum aðdáenda hans hefur þótt hann dálítið koll- húfulegur að undanförnu, en það stafar af því að hann þurfti að krúnu- raka sig við síð- ustu kvik- myndaupptöku. COSPER Mér þykir leitt að ég skyldi missa árarnar. + Caroline Hallet finnst sem lukk- an hafi leikið við sig. Fyrir nokkru reyndi hún að komast að í auglýs- ingakvikmyndum en féll á prófinu og þá brá hún sér til Bali þar sem hún lét taka af sér myndir í bað- fötum. Þegar hún kom heim aftur beið hennar bréf þar sem henni var boðið að reyna sig við kvik- myndir. Það próf stóðst hún með prýði og verður ein af Bond- stúlkunum í næstu mynd um 007. + Til er blað í Bandaríkjunum, sem heitir National Enquirer og kallar ekki allt ömmu sína í fréttaflutningi af frægu fólki. Það er líka sjaldgæfara en hitt, að það standi ekki í einhverjum málaferl- um og það nýjasta er, að söngkon- an Eartha Kitt hefur krafist 45 milljóna í skaðabætur fyrir æru- meiðingar og ósannindi. f blaðinu stóð, að Earthu, sem er 56 ára, hefði tekist að ná ástum rokk- stjörnunnar Steve Grant en hann er unnusti dóttur hennar og 24 ára gamall eins og hún. GANGSTETTA HELLUR 0G HLEÐSLU STEINAR 32x32-11,5 Stk í FM 39 kr. Stk. 448 pr FM. BROTSTEINAR 55x7x20 82 kr. Stk. LÁSSTEINN 22x18x34 95 kr. Stk KANTSTEINN 50 cm x 20 x 5 30 kr. Stk. 40x40 412 pr FM. 20x40 437 pr FM. 20x20 462 pr FM. 50x50 400 prFM. 25x50 426 pr FM. 6 cm þykkur 30 Stk í FM 15 kr. Stk. 450 pr FM. 49 Stk. i FM. Verö 102 pr. Stk. 500 kr. FM. þykkt 8 cm 3 Stk í FM Verö 14 kr. Stk. 504 pr FM. IBYCCINGAVÖBUR HRINGBRAUT 120: ' Byggingavorur 20-600 SoiustfOn 26-693 Gólfteppadeiid 28-603 Sknlstota 28-620 Timburdeild 28-604 Haröviöarsaia 28-604 ■ __y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.