Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 8
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
Það er tekið tillit til gangandi fólks og bara ekið varlega
„Umferðin er partur af umhverfinu“
Hjónin Gunnar og Valdís,
verkfræðingur og arkitekt,
læróu við tækniháskólann í
Darmstadt í Vestur-Þýskalandi.
„Ég tók sem valgrein skipulags-
fræði í arkitektadeildinni, og
hún tók námskeið í umferðar-
tækni með már í verkfræöinni."
Þau vinna líka gjarna saman að
umferðarskipulagi. „Við unnum
í Þýskalandi eftir nám, 1973 og
1974, og þá var þar oröin geysi-
leg breyting á viöhorfum til um-
ferðarskipulags. Þaö var jafnvel
verið aö taka úr notkun nýleg
og fokdýr umferðarmannvirki til
aö koma á vistlegra umhverfi
fyrir gangandi fólk.“
„Nei, nei, nei, þetta er allt annað.“ Gunn
ar Ingi Ragnarsson og Valdís Bjarnadóttir
eru að svara því, hvort verið sé að breyta
Þórsgötunni í nokkurs konar göngugötu.
„Hún verður öll opin fyrir umferð, ekki einu
sinni einstefna, svo að Þórsgötubúar þurfi
ekki að aka króka um nágrannagöturnar
sem hafa nóga umferð fyrir. Og leyfileg
bílastæði verða síst færri en var.“
Þau draga fram uppdrætti og
útskýra, hvernig skipulag götunnar
muni samt draga úr gegnum-
keyrslu og hrööum akstri, og
hvernig hún eigi aö veröa vistlegri
og öruggari fyrir börn og aðra fót-
gangendur. Þetta sé tilraun, og
Þórsgatan valin af því aö henni
þurfti aö umturna til aö skipta um
lagnir. „Svona framkvæmd er auö-
vitaö dýr, en þaö munar ekki eins
miklu þegar hvort sem er þarf aö
kosta upp á nýtt malbik og tilheyr-
andi. Hún er byggö mjög þétt, 99
íbúðir í fremur háum húsum og
svalalausum. Garöarnir litlir eöa
engir og viö noröurhúsin eru þeir
alveg í skugga. Svo aö þaö veitir
ekki af aö fólk geti veriö eitthvaö
úti á sjálfri götunni. Þórsgatan er
líka gönguleiö upp á Skólavöröu-
holt, svæði meö skólum, barna-
heimili, kirkju og sundstaö.“
En ef þetta reynist nú vel, er
þaö þá ekki í nýjum hverfum sem
hægast er aö koma því viö? Þau
samsinna því, hjónin, og benda á
aö þaö sé einmitt áþekkt götu-
skipulag í Suöurhlíöahverfinu,
kringum Fossvogsskóla. Þar sé
bara bráöabirgöafrágangur á göt-
unum ennþá, sem gefi litla hugm-
ynd um fyrirhugaða gerö þeirra.
„Þarna veröa ekki sérstakir gang-
stígar, nema einn smáspotti, held-
ur á aö dempa umferöina á íbúö-
argötunum svo aö þær veröi líka
aölaöandi fyrir fótgangandi.”
Taliö beinist aö bílstjórasál-
fræöinni, hvaö þaö sé sem fær þá
til aö aka hægt. Gunnar: „Þaö er
t.d. aö bílastæöin snúi þvert á
götu. Menn aka ekki hratt viö aft-
urendann á kyrrstæöum bílum. Og
efnisáferðin getur haft mikil áhrif,
eins og helluiögn eöa steinlögn. En
hellur eru dýrar, og það varö
niðurstaöan að malbika meira af
Þórsgötunni en viö höföum lagt til
í fyrstu útfærslu." Valdís: „Viömiö-
unin er aö þaö megi aldrei vera
meira en 50 metrar sem maður sér
beina og hindrunarlausa fram und-
an. Þá kemur eitthvað, beygja,
hæðarmunur, tré .. “
Gunnar dregur fram myndir og
lesefni frá útlöndum, um vistgötur
og umferöarsefun. „Hollendingar
voru fyrstir til aö útfæra þetta
þannig, aö allir séu jafnréttháir á
götunni, bílar á ferö, fólk á gangi
og börn aö leik.“ Þau eru spurö
hvort eitthvaö slíkt sé innifalið í
Þórsgötuskipulaginu. „Þaö er
a.m.k. ekkert sem búiö er aö af-
greiöa. En hver veit, umferöarlögin
eru nú í endurskoöun. En þaö er
auövitað ekkert nýtt fyrir islend-
inga aö aka þannig. T.d. þegar
maöur keyrir yfir gangstétt. Já,
eöa segjum á bílastæöi hjá ein-
hverjum stórmarkaönum. Þarna
keyra menn, en þaö er líka gang-
andi fólk á ferli, og þaö er ekkert
réttlaust, þaö er tekiö tillit til þess
og bara ekiö varlega.”
-''WV
•OO^STORG
Gangstóttir verða breikkaöar á
köfium og komið fyrir nokkrum
gróðri. Trón gegna m.a. því hlut-
verki að sýna ökumönnum greini-
lega hvar beinu akbrautarkaflarn-
ir enda. Bílastæðin verða hellu-
lögð, og mislitar hellur koma í
staö málaöra markalína. Akbraut-
in hins vegar malbikuð, nema
höllin á mótum upphækkuöu
kaflanna, þau verða lögð brú-
steini (eins og er í göturæsum
gömlu hverfanna).
Hluti af Þórs-
götuskipulaginu
Akbrautin mjó og bílastæöin
þvert á götu. Skiptist í stutta
kafla með bílastæðin á víxl til
noröurs og suðurs, svo aö hlykkir
veröa á akstursleiðinni. Á mótum
götukaflanna, þar sem akbrautin
liggur á ská yfir götuna, er hún
tekin upp í gangstéttarhæö. Allt
þetta á að hjálpast aö að halda
niðri umferðarhraöanum, sér-
staklega á upphækkuðu köflun-
um, þar sem eðlilegast er að
gangandi fólk fari yfir götuna.