Tíminn - 05.09.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.09.1965, Blaðsíða 5
TÍMINN SUNNUDAGUR 5. september 19G5 5 Otgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvaemdastjóri: Kristján Benedtktsson Ritstjórar- Þórarinn Þórarlnsson (áb). Andrés Kristiánsson .ión Helsason oa Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastj : Steingrímur Gíslason Ritstj skrifstofur i FJddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af greiðslusími 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar sknfstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 90.00 á mán innanlands - í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Ódýrt fjármagn til aikningar framleiðni FramleiSni er skilgreind sem hlutfallið á milli nettó- virinsluvirðis og þeirrar vinnu, sem í viðfangsefnið er lðgC. Framleiðnin er þannig mælikvarði á þau verð- rnæti, sem skapast fyrir hverja vinnueiningu. Framleiðsluaukning þjóðarinnar á undanförnum árum á ekki nema að nokkru leyti rætur að rekja til fram- leiðniaukningar og fólksfjölgunar, heldur fyrst og fremst til þess, að fólk hefur sífellt lagt á sig meiri og meiri vinnu og eins og öllum er kunnugt, er nú svo komið, að vinnutími hjá æði mörgum er orðinn svo langur, að ekki verður við svo búið til frambúðar. Vinnu- tímann verður að stytta án tekjumissis, og sá árangur, sem náðist í kjarasamningunum í sumar, verður' ekki raunhæfur, nema lögð sé aukin áherzla á aukningu fram- leiðni í atvinnurekstrinum. Ljóst er, að samkeppni íslenzks iðnaðar við erlendan mun fara mjög harðnandi á næstu árum. Margar iðn- greipar eiga nú 1 vök að verjast vegna þess, að þeim var eijki veittur nægjanlegur umþóftunartími áður en tollvernd var minnkuð eða afnumin — og íslenzkar iðn- greinar fá ekki fjármagn til nauðsynlegrar endurskipu- lagningar, til að koma á fulkomnari framleiðsluaðferð- um, aukinni véltækni og meiri vinnugræðingu, en með þeim hætti einum eiga margar íslenzkar iðngreinar sér aðeins lífsvon. Hins vegar er vissulega ekki ástæða til að ætla annað en að þær verði margar lífseigar og langlífar, þótt er- lend samkeppni harðni enn verulega, ef þær fá eðlilega og sjálfsagða fyi'irgreiðslu. Fjármagnið til umræddrar endurskipulagningar og vélvæðingar er til, en í stað þess að beina því í þennan farveg, lætur ríkisstjórnin frysta það inni i Seðlabank- anum. Og það er ekki nóg með, að atvinnuvegunum sé neitað um nauðsynlega og sjálfsagða fyrirgreiðslu til bætts skipulags atvinnurekstursins og aukinnar fram- leiðni, heldur eru þeir líka í svelti, hvað rekstursfjár- magn snertir á sama tíma og aðstaða iðnaðarins er gerð stórum verri vegna flausturslegra aðgerða í inn- flutningsmálum og bættrar aðstöðu erlendra vara á íslenzkum markaði. Allar tillögur um að beina fjármagninu í þjóðfélag- inu inn á skynsamlegar brautir, láta mikilvægustu fjár- festingu atvinnureksturs og almennings sitja í fyrir- rúmi, en láta annað miður þarflegt bíða, virðast vera eitur í beinum stjórnarflokkanna, og slíkar tillögur ým- ist kallaðar haftastefna eða stefnuleysi Framsóknar- flokksins- Á meðan grasserar verðbólgufjárfesting alls konar í þjóðfélaginu og virðist eiga greiðan og góðan aðgang að því fjármagni, sem lífvænlegum atvinnu- rekstri er neitað um til nauðsynlegrar endurnýjunar og vélvæðingar til að standast harðnandi samkeppni. Það verður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd til lengdar, að aðeins með aukinni framleiðni geta lífskjör almennings raunverulega batnað og vinnudagur stytzt. Fjármagnið er til og margar fúsar hendur biða eftir að fá að breyta því í þann arð í atvinnurekstri, sem skapar aukna hagsæld allra. Fjármagnið fæst bara ekki. Það litla, sem seitlar út úr frystihúsi Seðlabankans fer í annað. Sáttasemjari í vinnudeilum kemur á vettvane alb iððamála Goldberg á tali við Dean Rusk. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð anna er nú að taka til starfa. Þar mun mikið bera á nýjum manni innan samtakanna, Arthur Góld- berg, ambassador Bandaríkjanna hjá S.þ. Skipun hins 57 ára gamla Art- hurs J. Goldberg, dómara í hæsta- rétti Bandaríkjanna. í sæti Adlais heitins Stevensons, sem ambassa- dors Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum hefur mælzt frem- ur vel fyrir í Bandaríkjunum. Hins vegar vakti skipan Goldbergs ekki hrifningu í Arabalöndum og hef- ur utanríkisþjónustan bandaríska haft nóg að gera undanfarið við að fuilvissa Arabaríkin um að þessi embættisveiting Johnsons forseta þýði alls ekki frekari sam- stöðu Bandaríkjastjórnar með fsra el, en Arthur Goldberg er gyðinga ættar. Hann er sonur fátæks inn- flytjanda, frá Rússiandi, og alinn upp í fátækrahverfum Chicagoborg ar. Goldberg var ekki hár í loft- inu, er hann byrjaði að hjálpa föð- ur sínum við að selja grænmeti af hestvagni á sölutorgum Chicago. Þegar Goldberg var aðeins 8 ára gamall lézt faðir hans. Frá 12 ára aldri vann Goldberg fyrir sér sem vikadrengur jafnframt skóla- námi. Goldberg var óvenjulega næmur og átti létt með nám. Hann tók snemma þá ákvörðun að gerast lögfræðingur. Lét hann ekki fátæktina aftra sér pg vann fyrir sér við hin ólíkiegustu störf meðan hann stundaði háskóla- nám. Hann hafði einstakt minni, svo sérstætt að mikla athygli vakti í skólanum. Hann átti t.d. auðvelt með að gera greinargóðan útdrátt úr löngu óg flóknu máli, eftir að hafa lesið það einu sinni yfir, án þess að punfcta nokkuð niður hjá sér. Hann flaug líka bókstaflega í gegnum háskólann og aðeins tæpra 25 ára hafði hann opnað lögfræðiskrifstofu. Það var í miðri heimskreppunni, árið 1932 og margir fyrstu skjólstæðingar hans urðu verkalýðsfélög, sem stóðu mjög höllum fæti þá, voru févana og gátu ekki ætíð greitt mikið fyrir lögfræðilega aðstoð. Goldberg sýndi fljótt af sér lipurð og lagni í samningagerðum og málarekstri fyrir verkalýðsfélög og vegur hans óx ár frá ári innan verkalýðshreyf ingarinnar. í heimstyrjöldinni síðari starfaði Goldberg i banda- rísku leyniþjónustunni og vann aðallega með flóttamönnum úr verkaiýðshreyfingum óvinalanda og landa, sem hersetin voru af nazistum. — Að styrjöldinni lok- inni gerðist Goldberg lögfræðileg- ur ráðunautur annars aðal verka- lýðssambandsins í Bandaríkjunum, CIO. Er sagt, að Goldberg hafi átt mestan þátt í því, áð CIO sam einaðist aðalkeppinautnum, hinu aðal verkalýðssambandinu, AFL. Þeir John Fitzgerald Kennedy kynntust fyrst árið 1958, þegar Gpldberg kóm því "-til leiðar, að leiðtogar CIO-AFL lýstu yfir stuðningi við frumvarp öldunga- deildarþingmannsins frá Massac- husetts um f-rjálslyndari atvinnu- löggjöf. Þetta frumvarp náði aldrei samþykki. Er Kennedy var kjörinn forseti skipaði hann Gold berg atvinnu- og verkalýðsmála- ráðherra í stjóm sinni. — Og svo var kaldhæðni örlaganna mikil, að það kom fljótlega í hlut Arthurs Goldbergs sem verkalýðsmálaráð- herra að beita Taft-Hartley lög- unum „þrælalö'gunum“ eins og verkalýðsfélögin kölluðu þau, Goldberg varð þá að beita þeim lögum, sem hann hafði árum sam- an barizt hatrammast gegn og katlað öllum illum nöfnum. Sem atvinnumálaráðherra varð Goldberg því að skera á böndin, sem tengt höfðu hann verkalýðs hreyfingunni. Hann glataði hins vegar alls ekki við þetta trausti hennar, enda átti hún honum margt að þakka. Jafnframt tókst honum að ávinna sér traust at- vinnurekenda. Goldberg var dygg ur fylgjandi þeirrar stefnu Kenne dys forseta, sem mjög var og er enn umdeild vestra, að ríkisvald- inu beri skylda til að grípa inn í og miðla málum með öllum hugs- ánlegum ráðum, þegar verkalýðs- samtökum og atvinnurekendum hefur ekki tekizt að leysa vinnu- deilu. Hann átti líka annríkt sem ráðherra við að miðla málum í vinnudeilum og gegndi hlutverki sáttasemjarans af sérstakri lagni. Goldberg var í óða önn að leysa járnbrautardeilu í Cicago, er hon- um barst tilkynning frá Kennedy forseta, um að hann hefði verið dskipaður dómari í hæstarétti Bandaríkjanna. Hann lét sem ekk ert hefði í skorist og unni sér ekki hvíldar fyrr en deilan var leyst. Hann var fyrsti sérfræðing- urinn í verkalýðsmálalöggjöf, sem setið hefur í hæstarétti Bandaríkj- anna. Það eru fáir betur heima í innanlandsmálum í Bandaríkjun um og ástandinu á vinnu- og fram leiðslumarkaði þar en Arthur Goldberg, en hins vegar er ekki vitað að hann hafi að neinu ráði kynnt sér utanríkis- eða alþjóða- mál og aldrei verið kvaddur til ráðuneytis um slík mál, er hann var ráðherra í stjórn John Kenne- dys, Ýmsum þótti því útnefning hans koma spánskt fyrir, en vegna þess að Goldberg hefur marg oft sannað afburða hæfileíka sína hafa menn ekki tekið þessari embættisveitingu með þeirri tor- tryggni, sem hún annars hefði valdið. Sumir segja þó, að John- son hafi verið þreyttur orðinn á rökræðum við Stevenson um utan- ríkisstefnupa og afstöðuna til S. Þ. og hann vilji nú fá málsvara hjá S.Þ. sem sendi færri athuga- semdir til Hvíta hússins. Æskulýðsráðstefna haldin að Jaðri Dagana 28. og 29. ágúst var haldin að Jaðri æskulýðsráðstefna á vegum Æskulýðssambands ís- lands. Ráðstefnuna sóttu rösklega 30 fúlltrúai frá öllum aðildarsam- böndum ÆSÍ, auk gesta og fyrir- lesara. Fyrri dag ráðstéfnunnar voru flutt tvö erindi. Hið fyrra flutti Reynir Karlsson, framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur um þjálfun og starf leiðbeinenda í félagsmálastörfum. Mjög margt fróðlegt kom fram í erindi Reyn- is, en hann hefur sem kunnugt er - mikla reynslu sem æskulýðs- leiðtogi. Að loknu erindi hans störfuðu þrír umræðuhópar og gerðu framsögumenn þeirra síð- an grein fyrir niðurstöðum. Kom fram að æskilegt væri, að Æsku- lýðssambandið gengist fyrir leið- beinenda- og leiðtoganámskeiði hið allra fyrsta. Voru í niðurstöð um hópanna ýmsar tillögur og ábendingar um tilhögun nám- skeiðanna og var þeim síðan vís- að til stjórnar ÆSÍ til meðhöndl- unar. Síðara erindið þennan dag flutti Anvid Johnson frá Noregi um unga fólkið og áfengismálin. Var erindi hans hið fróðlegasta, en hann hefur starfað mikið á vegum bindindissamtaka ■ í Noregi. Var erindi hans meðhöndlað á sama hátt og erindi Reynis og álitum nefndanna vísað til stjórnarinnar. Síðari daginn, sunnudaginn 29. Framhald ð bls. 14 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.